Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ urði Hafstein, Hallgrími Jónssyni, Þór Gunnarssyni og Sigurði Einarssyni. Fyrir þennan fund hafði verið beitt miklum þrýst- ingi á bak við tjöldin á einstaka stjórn- armenn í þá veru að þeir felldu samninginn á fundinum. Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráð- herra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, sem er stjórnarformað- ur Sparisjóðs Hafnarfjarðar, mun til að mynda hafa lagt hart að Þór Gunnarssyni, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar, að fella samninginn. Tekist var á um málið fram og til baka á fundinum, sem mun hafa staðið hátt í fimm klukkustundir. Þór Gunnarsson beitti sér um tíma fyrir því að samningurinn væri felldur, en niðurstaðan varð sú eftir miklar sviptingar, að samningurinn var samþykkt- ur, en Þór Gunnarsson sat hjá. Það var gagnrýnt á fundinum að þessi við- skipti hefðu farið svo langt, án þess að nokk- urn tíma hefði verið leitað til stjórnar eftir stjórnarsamþykkt fyrir sölunni. Einungis hafði verið haft óformlegt samband við stjórnarmenn og þeir spurðir hvernig þeim litist á að kannað yrði með sölu á bréfunum. Ástæða þess að viðskiptin voru samþykkt, þótt aðferðafræði þeirra Sigurðar Einars- sonar forstjóra Kaupþings og Hreiðars Más Sigurðssonar aðstoðarforstjóra væri harð- lega gagnrýnd, var ekki síst sú, að ef samn- ingurinn hefði verið felldur, hefði hann jafn- gilt vantrausti á forstjóra, aðstoðarforstjóra og jafnvel stjórnarformann, sem menn töldu að væri fjarri því að vera æskilegt eða til þess fallið að auka tiltrú manna og traust á Kaupþingi, en traust og tiltrú fjárfesta og almennings eru einmitt sá grundvöllur sem fjármálastofnanir byggja tilveru sína á. Var gert sérstakt kauptilboð? Mikil kergja, jafnvel heift, komst í sam- skipti manna eftir að kaup Orca höfðu verið samþykkt í Scandinavian Holding og Kaup- þingi. Einkum mun Bjarni Ármannsson hafa verið reiður, talið sig hafa verið hlunnfarinn og kunnað því mjög illa. Því er haldið fram í Kaupþingi að þeir hafi litið svo á, að ekki hafi verið um formlegt til- boð að ræða frá fjárfestunum sem Bjarni var fulltrúi fyrir – hann hafi einvörðungu farið fram á að fá leyfi til sölu á bréfum sparisjóðanna og Kaupþings, sem ekki hafi verið veitt. Hinu gagnstæða er haldið fram í hópi þeirra sem telja sig hafa gert afdráttarlaust tilboð upp á 2,82, jafnvel þótt það hafi ein- ungis verið munnlegt, þannig að hér stendur orð gegn orði. Bjarni Ármannsson kunni Jóni Ásgeiri litlar þakkir fyrir að hafa beinlínis „stolið“ viðskiptahugmynd sinni og voru samskipti þeirra tveggja stirð fyrst á eftir, enda taldi Bjarni að það hefði verið mun giftusamlegra fyrir framtíð hins unga banka, FBA, sem verið var að einkavæða, að kjölfestufjár- festar hans væru stjórnvöldum að skapi. Enginn er annars bróðir í leik segir orð- takið og sannaðist það í þessum hlutabréfa- leik. Sættir tókust þó með þeim Jóni Ásgeiri í ágústlok 1999, eða aðeins örfáum vikum síðar, eftir að þeir áttu fund saman og fóru yfir stöðuna. Komust þeir að þeirri sameig- inlegu niðurstöðu, að þar sem Orca-hópurinn væri orðinn þetta stór eigandi að FBA, með 28% hlutdeild, væri mjög óskynsamlegt af þeim að halda áfram innbyrðis deilum. Menn yrðu að slíðra sverðin og vinna saman af heilindum. Iðrast þess að hafa tekið Eyjólf inn Eyjólfur Sveinsson kom sem fjórði maður inn í Orca-hópinn sama dag og Orca S.A. hélt blaðamannafund og kynnti hverjir stæðu á bak við hið dularfulla félag, Orca SA, skráð í Lúxemborg, hinn 13. ágúst 1999, en þá hafði ríkt þögn í tíu daga um hverjir raunverulegir kaupendur væru. Morgun- blaðið birti að vísu frétt á baksíðu sam- kvæmt heimildum hinn 4. ágúst 1999, þar sem greint var frá því hverjir væru helstu eigendur hins nýja félags. Fyrirsögn fréttar- innar var Samherji, Jón Ólafsson og Bón- usfeðgar meðal væntanlegra hluthafa. Hið nýja félag, Orca S.A., hafði strax í upphafi kallað yfir sig óþarfa tortryggni bæði í viðskiptalífinu, meðal almennings og ekki síst hjá stjórnvöldum, fyrir að hafa keypt svo stóran hluta í FBA án þess að veita upplýsingar um það hverjir stæðu að félaginu. Það var Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sem hafði frumkvæði að því að ganga til liðs við Orca- hópinn og hafði af því tilefni samband við Hreiðar Má Sigurðsson í Kaupþingi og ósk- aði eftir þátttöku. Það gerði hann 4. ágúst, þegar hann hafði lesið fréttina um Orca á baksíðu Morgunblaðsins og óskaði eftir því að fá að verða fjórði fjárfestirinn í Orca. Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson voru ekki svo fráhverfir hug- myndinni um að fá Eyjólf Sveinsson til liðs við hópinn eftir að Hreiðar Már hafði reifað hugmyndina við þá. Þeir töldu jafnvel að með því að fá Eyjólf Sveinsson til liðs við sig, yrði hið pólitíska yfirbragð hópsins slétt og fellt og töldu jafnframt að það gæti átt eftir að greiða götu þeirra að hafa fyrrver- andi aðstoðarmann forsætisráðherra í hópn- um, þar sem ljóst þótti frá upphafi að for- sætisráðherra myndi mislíka það mjög að Jón Ólafsson yrði stór eigandi að FBA. Jón Ólafsson fékk ekki að vita af hug- myndinni um að Eyjólfur yrði fjórði maður í Orca fyrr en sama dag og Orca hélt blaða- mannafundinn og upplýsti hverjir stæðu að félaginu, hinn 13. ágúst 1999. Jóni leist eng- an veginn á hugmyndina til að byrja með, en klukkutíma fyrir blaðamannafundinn gaf Jón sig og samþykkti Eyjólf sem fjórða mann. Það skipti líka máli í þessum efnum, að eindregið hafði verið mælt með því af lán- ardrottnunum (Kaupþingi, Sparisjóðabank- anum, SPRON, Sparisjóði vélstjóra og nokkrum sparisjóðum, eigendum Scand- inavian Holding), sem ætluðu að fjármagna kaup Orca-hópsins á þessum stóra hlut í FBA, að þeir samþykktu Eyjólf sem fjórða fjárfestinn. Þremenningarnir iðrast þessa samþykkis síns í dag og telja að Eyjólfur hafi í raun aldrei haft þá fjárhagslegu burði sem þurfti, til þess að ráðast í svo gífurlega fjárfestingu og að þeir hafi tapað umtals- verðum fjármunum á þátttöku Eyjólfs í Orca. Hinn 20. ágúst greiddu svo fjórmenning- arnir í Orca fyrir bréfin. Hver þeirra þurfti að reiða fram 450.750.000 króna, því hluta- féð í Orca var 1,803 milljarðar króna og 3,25 milljarða króna lánið frá Scandinavian Holding dugði svo fyrir því sem á vantaði við fjármögnunina. Orca reyndi að róa stjórnvöld Það var talsverður titringur í fjölmiðlum og almennri umræðu um þennan nýja hóp fjárfesta fram eftir hausti 1999. Þessu gerði Orca-hópurinn sér grein fyrir og því ákváðu þeir að reyna að lægja öldurnar með því að setja á hluthafafundinum 28. ágúst 1999 sem fulltrúa sína í stjórn FBA menn, sem þeir töldu að sátt gæti ríkt um, m.a. hjá stjórnvöldum, en taka ekki sæti í stjórninni sjálfir. Þetta voru þeir Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri, sem var kjörinn í stjórnina að undirlagi Þorsteins Más Baldvinssonar, og Jón Ingvarsson, fyrrverandi stjórnarformaður SH (Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna), sem tók sæti í stjórninni fyrir tilmæli frænda síns, Jóns Ólafssonar. Enginn úr Orca-hópnum fór því í stjórn FBA á þessu stigi. Haustið 1999 ákvað ríkisstjórnin að halda áfram einkavæðingu FBA, en til þess að svara kennitölusöfnun Kaupþings og Bún- aðarbankans frá haustinu 1998, sem hafði eyðilagt markmið ríkisstjórnarinnar um dreifða eignaraðild eða að minnsta kosti sett þau áform í algjört uppnám, var ákveðið að 51% hlutur ríkisins, sem eftir var, yrði seld- ur í einu lagi á genginu 2,8, eða 100% hærra gengi en 49% hlutur ríkisins var seldur ári áður. Gengið 2,8 var sama gengi og Orca greiddi Scandinavian Holding í ágúst 1999. Hinn 15. október 1999 fór fram útboð á bréfum ríkisins. Við ákvörðun ríkisstjórn- arinnar fóru alls konar þreifingar fjárfesta í gang og um skeið könnuðu þrír ólíkir hópar fjárfesta möguleikann á því að gera í sam- einingu tilboð í 51% hlut ríkisins. Bjarni Ár- mannsson reyndi að ná saman hópi fjárfesta úr röðum lífeyrissjóða til þess að bjóða í bréfin, en tókst það ekki. Þá var kannaður sá möguleiki, sem flestir í forsvari fyrir sparisjóðina, Kaupþing og Orca-hópinn höfðu líklega mesta trú á í upp- hafi, en það var að fá ákveðna lífeyrissjóði til liðs við sig til kaupa á 51% hluta ríkisins, þannig að brautin væri rudd fyrir samein- ingu Kaupþings og FBA. Orca-hópnum og fulltrúum lífeyrissjóðanna og FBA kom það hins vegar gjörsamlega í opna skjöldu, hversu hátt Kaupþingsmenn verðlögðu eigið fyrirtæki, eða á um átta milljarða króna. Af þeim sökum einum fóru frekari viðræður þessara aðila um kaup og samstarf út um þúfur. Þeir Eyjólfur Sveinsson og Jón Ásgeir Jóhannesson komu þá að máli við Bjarna Ármannsson í þeim erindagjörðum að kanna hvort ekki væri hægt að koma á einhvers konar samstarfi við lífeyrissjóðina og fleiri fjárfesta um kaup á 51% hlut ríkisins. Þeir þrír fóru síðan á fund Þórarins Viðars Þór- arinssonar, formanns lífeyrissjóðsins Fram- sýnar, og Þorgeirs Eyjólfssonar hjá Lífeyr- issjóði verslunarmanna. Í sameiningu tókst þeim að finna aðra líf- eyrissjóði, félög og fjárfesta og að koma sér saman um sameiginlegt tilboð í 51% hlut ríkisins á genginu 2,8 fyrir samtals 9,7 millj- arða króna.Gert var ráð fyrir því að lífeyr- issjóðirnir ættu stærstan hlut, að hámarki 6% hver, og aðrir fjárfestar minni hlut. Rík- isvaldið tók þessu tilboði sem Árni Hauks- son skilaði inn á borð Ríkiskaupa einum þremur mínútum áður en tilboðsfresturinn rann út. Samkvæmt skilyrðum Framkvæmda- nefndar um einkavæðingu um sölu á eign- arhlut ríkisins í FBA þurftu kaupendur að greiða hver um sig hlut sinn til ríkisféhirðis fyrir kl. 14 mánudaginn 15. nóvember 1999 og við þá greiðslu, sem samtals var 9.710 milljónir króna, taldist FBA vera orðinn einkavæddur að fullu. Ríkið hafði því samtals fengið 15 milljarða króna í sinn hlut fyrir banka sem metinn var á 10 milljarða króna þegar einkavæðing- arferlið hófst réttu ári áður. Með ráðandi hlut í árslok 1999 Meðal fjárfestanna 26 voru fjögur félög, öll á snærum Orca-hópsins eins og fram kemur í töflu, hvert um sig skráð fyrir 3% hlut. Hvað sem áformum ríkisvaldsins um dreifða eignaraðild leið, þá fór það aldrei á milli mála að Orca-hópurinn var strax eftir þessi kaup kominn með um 40% eignarhlut í FBA, ráðandi hlut, og undir áramót var hann í kringum 45%, því á Þorláksmessu 1999 hafði Orca keypt hlut Gunnars Björg- vinssonar, flugvélasala í Liechtenstein. Orca-hjópurinn gekkst inn á það í samn- ingum sínum við aðra fjárfesta í FBA, eink- um fulltrúa lífeyrissjóðanna, að hópurinn yrði leystur upp og hver fjárfestir færi ein- ungis með eigin atkvæði. Ákvæðið í samn- ingnum við lífeyrissjóðina og aðra fjárfesta var svohljóðandi: „Svo fljótt sem auðið er, þó ekki seinna en 20. ágúst 2002, skal færa atkvæði FBA Holding (100% dótturfélag Orca SA) til hluthafahópanna fjögurra…“ Orca-menn segja að það hafi einfaldlega aldrei verið framkvæmanlegt að leysa Orca S.A. upp og að hver fjárfestanna fjögurra færi einvörðungu með sinn hlut, því skil- málar Kaupþings og annarra lánardrottna, sem fjármögnuðu kaup þeirra á hlutnum í FBA, hefðu verið með þeim hætti, að þeim væri óheimilt að leysa hópinn upp. Lánveit- endur hafi talið mun öruggara fyrir sig, að eitt félag, Orca S.A., væri ábyrgt fyrir því liðlega þriggja milljarða króna láni sem var veitt til kaupanna og þar hefðu þeir eitt stórt veð, í stað fjögurra smærri og misjafn- lega traustra veða. Ný stjórn FBA tók við í nóvember og hana skipuðu Magnús Gunnarsson, formað- ur, Eyjólfur Sveinsson, varaformaður, Bogi Pálsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Ingvarsson, sem Jón Ólafsson tilnefndi í stjórnina. Markmið Orca-hópsins frá upphafi var að eignast ráðandi hlut í FBA, ná undirtökum í stjórninni og sameina bankann svo Kaup- þingi. Þetta markmið, sem var að sönnu sameiginlegt markmið sparisjóðanna, Kaup- þings og Orca, þótt á mismunandi forsend- um væri, varð ekki að veruleika, þar sem líf- eyrissjóðirnir, Orca og FBA töldu að Kaupþing væri alls ekki jafnverðmætt og stjórnendur og eigendur Kaupþings töldu fyrirtækið vera. Þegar 51% hlutur ríkisins var seldur í nóvember 1999, þá var það alveg ljóst að það var markmið ríkisstjórnarinnar, ekki síst Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, að koma í veg fyrir það að Orca-hópurinn næði FBA undir sig. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi 15. nóvem- ber 1999, daginn sem einkavæðingarferli FBA lauk, að vel hefði tekist til við einka- væðinguna. Kaupendur 51% hluta ríkissjóðs væru m.a. sumir af stærstu og öflugustu líf- eyrissjóðum landsins, fjársterkir einstak- lingar og lögaðilar, stjórnendur bankans og einnig aðilar tengdir Orca-hópnum svo- nefnda. Fyrir lægi að öll markmið ríkis- stjórnarinnar með sölunni myndu nást fram. Þannig ættu tveir stærstu einstöku hlut- hafar bankans um 7% hlut í honum en aðrir minna. Hluthafar væru talsvert á fjórða þúsund og Orca-hópurinn yrði leystur upp. „Hluthafarnir munu því vinna saman að sameiginlegum hagsmunum sínum, þ.e.a.s. að auka veg bankans. Þegar upp er staðið hefur þessari vel heppnuðu einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins lokið með þeim hætti að ríkissjóður hefur fengið um það bil 14,4 milljarða króna fyrir hlutabréf sín í bankanum, sem er rúmum sex millj- örðum króna hærri fjárhæð en sparisjóð- irnir voru reiðubúnir að borga fyrir bank- ann fyrir aðeins rúmu ári. Einkavæðingin hefur því heppnast að þessu leyti til full- komlega þó að illa hafi litið út um málið á tímabili,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra svaraði í sömu þing- ræðu fyrirspurn frá Sverri Hermannssyni, formanni Frjálslynda flokksins, um hvort hann teldi nauðsynlegt að fjármálastofnanir í fámennu landi væru í dreifðri eignaraðild, játandi: „Ég tel að þetta hafi heppnast hvað þetta mál varðar. Ég er enn þeirrar skoð- unar að menn eigi að skoða rækilega hér í þinginu möguleika á að setja slíkar reglur (reglur um dreifða eignaraðild – innskot blaðamanns) og reyna að ná um það sæmi- legri sátt.“ Því var ákveðið að selja hlutinn í einu lagi. Stjórnvöld náðu reyndar ekki þessu markmiði sínu um dreifða eignaraðild að FBA, þar sem Orca var komið með 45% eignarhlut í FBA á Þorláksmessu 1999 eftir að hafa keypt hlut Gunnars Björgvinssonar í Liechtenstein og Orca-hópurinn var ekki heldur leystur upp vegna skilmálanna í lánasamningnum sem Orca gerði við Scandinavian Holding, eins og áður hefur verið lýst. Því fóru ýmis hjól að snúast fljótlega eftir söluna á 51% hlut ríkisins og raunar má segja að mál hafi tekið óvænta stefnu, þegar undirbúningur hófst að sameiningu FBA og Íslandsbanka. Um það og átökin innan Ís- landsbanka í kjölfar sameiningar bankanna á árinu 2000 verður fjallað í næstu grein á morgun. Sagan á bak við sameininguna Á morgun Hér fer á eftir lýsing á tilurð nafngiftarinnar á félaginu Orca, sem var stofnað, nánast í einum grænum hvelli, um mán- aðamótin júlí/ágúst 1999, og var nefnt Orca S.A. með lögheim- ili í Lúxemborg. Morgunblaðið upplýsti fyrst í baksíðufrétt hinn 4. ágúst 1999 hverjir skipuðu Orca-hópinn, sem degi áður hafði keypt stóran hlut í FBA. Það var fyrst 13. ágúst 1999 sem félagarnir í Orca S.A. upplýstu sjálfir hverjir væru í hinum dularfulla Orca- hópi. Orca S.A. var félag stofnað í Lúxemborg og með lögþing þar. Í Lúxemborg stendur skammstöfunin S.A. fyrir „Société Anon- yme" sem útleggst á því ástkæra og ylhýra nafnlaust félag. Annað og ekki síður athyglisvert og jafnvel bráðfyndið við þessa nafngift, er latneska heitið Orca, sem þýðir háhyrningur. Að vísu segir Webster að latneska heitið orca fyrir háhyrning sé að öllum líkindum afleidd mynd úr grísku af orðinu oryx, sem þýðir háhyrningur. Eins og allir vita gleypa háhyrningar gjarnan kolkrabba og smokkfiska! Þannig að sé samsæriskenn- ingunum um nafngiftina trúað, gat hér að líta Háhyrninginn nafnlausa! Er það nokkur furða að sumum hafi verið brugðið? Reyndar mun ekki hafa verið svo djúp og úthugsuð pæling á bak við nafngiftina, því líkast til á hún alls ekki uppruna sinn að rekja til þessarar skemmtilegu samlíkingar, heldur þeirrar staðreyndar að í eigu Kaupþings var til félag sumarið 1999 sem hét Kirna sem þýðir jú ker eða ílát. Hugmyndin á bak við nafngiftina var að finna latneska heitið á kirnu og höfundar að nafnsmíðinni römbuðu þá á orðið orca, sem þýðir einmitt kirna, ker eða ílát á latínu. Orca: Háhyrningur eða kirna agnes@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.