Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innritun er hafin og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skólanum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is. Á þessari önn verða í boði þau nám- skeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í innritunar- síma á innritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska. LÉTTUR UNDIRLEIKUR Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 2500 á önn Sendum vandaðan upplýsinga- bækling HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR ÖNNUR NÁMSKEIÐ 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. Geisla- diskur með æfingum fylgir. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. Geislad. m. æfingum fylgir. 3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra, ódýrara námskeið fyrir börn að 10 ára aldri. Geisladiskur með æfingum fylgir. 4. FRAMHALDS-FORÞREP Nýtt, skemmtilegt námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi. Geisladiskur með æfingum fylgir. 5. PLOKK Beint framhald Forþreps – meiri undir- leikur með áherslu á svonefnt „plokk“. 6. ÞVERGRIP Beint framhald Forþreps – dægurlög undanfarinna áratuga og áhersla á þvergrip. 7. BÍTLATÍMINN Aðeins lög frá Bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. Fyrir þá sem lokið hafa Forþrepi/kunna fáein grip. 8. PRESLEYTÍMINN Einkum lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heimsbyggðina ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra höfunda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun fyrir þá sem lokið hafa Forþrepi/kunna fáein grip. 9. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. 10. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 11. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tón- fræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verk- efnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnar- kennslu. Próf. 13. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald Þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennslu- efni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn, tekur tvær annir. Próf. 14. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 15. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Einhver nótnakunnátta áskilin. 16. JAZZ-POPP II/III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 17. TÓNSMÍÐAR I/II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 18. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN I/II Innifalin í námi. 19. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/leikið eftir nótum. 20. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3730 ARGENTÍNSKI þjóðardansinn tangó hefur verið helmingi skemur við lýði á Vesturlöndum en vínar- valsinn. Samt er hann löngu orðinn fastur í sessi og sennilega hressari en nokkru sinni eftir tangófár fyrstu áratuga síðustu aldar. Og það þrátt fyrir allar hneykslunarraddir um ósiðsemi (að ógleymdu banni páfa), enda allra samkvæmisdansa ástríðu- fyllstur; „sýndarsamræði á dansgólf- inu“ eins og einhver orðaði það. Jafn- framt getur óvíða sterkari áhrifa frá Miðevrópu í öðrum latnesk-amerísk- um dönsum, og trúlega er það ein- mitt þetta sérkennilega sambland af burgeisalegri stertimennsku 19. ald- ar og latneskum lágstéttarlosta sem heillar dansunnendur nútímans. Svo til húsfyllir var á tónleikunum í Salnum s.l. laugardagskvöld og mikil eftirvænting í lofti þrátt fyrir að engin danssýning var í boði, held- ur tónlistin látin standa ein fyrir sínu. Um það hefur reyndar verið deilt hvort tónlistin sé enn of ná- tengd dansinum til að bjóða upp á huglægari útfærslu eins og m.a. Astor Piazzolla beitti sér fyrir, og sýnist líklega sitt hverjum. Á hinn bóginn voru sungnu tangóar Gardels o.fl. vitanlega ekki síður gerðir til hlustunar, og þar við bætist að á seinni áratugum hefur ljóminn af lið- inni salon-menningu heimsborga léð tónlistinni aukinn virðuleika í frum- skógi grenjandi rafgítara. Rúm tólf mínútum yfir tilsettan tíma gekk Olivier Manoury einn upp á svið með sitt bandóneon, 19. aldar fyrirrennara að dragspili nútímans, og lék íhugula frumsmíð, Al Che. Við bættist þá Egill Ólafsson, er söng við leik Oliviers melódramatískt lag Anibals Troilos, Che bandoneon, með tilþrifum, og síðan angurvært lag Carlosar Gardels, El dia que me- quieras, við undirleik bandoneons og strengjakvintetts. Næst gat að heyra 6 ósungin lög, þar af 4 eftir meistara Piazzolla (þ. á m. hið ógleymanlega sveimhuga Oblivion) fyrir ýmsar áhafnir, auk einleiks- stykkis fyrir píanó eftir Julio Caro, Boedo, er Edda lék með trukki en við heldur óhóflegan pedal. Hið ofur- hnuggna lag Troilos, Garua (eða Það rignir í prýðilegri þýðingu söngvar- ans) kom á eftir, og síðan tangólag Egils úr einhverri leiksýningunni, Ég horfi niður, þar sem kostir lags- ins skiluðu sér þó ekki að fullu vegna tíðra áttundaskipta sem bentu til að tóntegundin væri orðin of há. Ósungið lag Balcarces, La Bor- dona, var fyrst eftir hlé, dáleiðandi öflugt númer í heillandi dýnamískri útfærslu, enda hafði hópurinn auð- heyrilega hitnað að mun. Egill söng Fuimos eftir Dames með viðeigandi sméri, og síðan lag sitt Ambrosia (af hljómdiskinum Angelus Novus). Que nadie, instrúmental lag eftir Cabral, neistaði glaðvært af suðrænum hita og lokaatriði dagskrár, sönglagið Maria eftir Troilo, náði einnig miklu flugi, eins og hin sönglögin sungið í bragðmikilli íslenzkun söngvarans. Undirtektir áheyrenda voru með ólíkindum góðar og til marks um að efni og meðferð komu í góðar þarfir, enda flutningurinn tilþrifamikill og furðusamtaka fyrir hljómsveit er kemur aðeins saman einu sinni til tvisvar á ári. Olivier Manoury bar að öðrum ólöstuðum vitanlega af sem bandoneonisti á heimsmælikvarða. Þótt viðfangsefni kvöldsins teljist varla meðal dagfarsgreina hins ann- ars fjölhæfa Egils Ólafssonar, komst hann einnig vel frá sínu, enda þótt betur hefði farið á því að magna söngröddina lítillega upp, eins og þegar tíðkaðist á tímum Carlosar Gardels. Um hljóðnema hefði minna þurft að taka á, og fíngerðari blæ- brigði notið sín til fullnustu á veikari köflum. TÓNLIST Salurinn Argentínsk tangótónlist eftir Astor Piaz- zolla, Gardel, Troilo, Balcarce, Dames og Julio de Caro. frumsamin lög eftir Egil Ólafsson og Olivier Manoury. Hljóm- sveitin Le Grande Tango (Edda Erlends- dóttir píanó, Olivier Manoury bandóneon, Auður Hafsteinsdóttir og Greta Guðna- dóttir fiðla, Helga Þórarinsdóttir víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Richard Korn kontrabassi). Einsöngur: Egill Ólafs- son. Laugardaginn 4. janúar kl. 20. TANGÓTÓNLEIKAR Með latnesk- um losta Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Undirtektir áheyrenda voru með ólíkindum góðar,“ segir í dómnum. GOÐASTEINN er gamalgróið tímarit. Það hóf göngu sína árið 1962 og kom út í aldarfjórðung eða til árs- ins 1986 í sínu upprunalega formi. Það var í eigu og undir ritstjórn Jóns R. Hjálmarssonar fyrrum skóla- stjóra í Skógum og síðar fræðslu- stjóra og Þórðar Tómassonar safn- varðar í Skógum. Sá Goðasteinn var ,,tímarit um menningarmál“ og flutti margháttaðan þjóðlegan og söguleg- an fróðleik. Þegar þeir félagar hættu útgáfu sinni fékk sýslunefnd Rangárvalla- sýslu, síðar héraðsnefnd, Goðasteins- nafnið og hóf útgáfu ársrits með ann- ars konar efnisvali að mestu leyti, í mun stærra broti og miklu stærri heftum. Héraðsritið kemur nú út í þrettánda sinn og er því stýrt af sex manna ritnefnd. Þannig skilst að ritið í ár telst 38. árgangur Goðasteins og 13. árgangur nýs flokks. Þessi nýi Goðsteinn er mjög í stíl við önnur héraðsrit, sem koma út einu sinni á ári í myndarlegum heft- um, svo sem Húnavöku og Árbók Þingeyinga, svo að einhver séu nefnd. Víkjum þá að Goðasteini nýja eftir þennan inngang. Þetta er mikið rit, tæpar 300 blaðsíður í fremur stóru broti. Efnishlutar eru fimm talsins, auk allmargra auglýsinga á víð og dreif um ritið. I. hluti er Almennur hluti, eins og hann nefnist. II. hluti ber yfirskriftina Oddastefna og jarð- skjálftarnir 2000. Þá er III. hluti: Ri- tauki: Þórður Tómasson áttræður. IV. hluti er Annálar ársins 2001 og V. hluti Látnir í Rangárþingi árið 2001. Hér er engin leið að gera grein fyr- ir einstökum efnisþáttum þessa fjöl- skrúðuga rits. Í fyrsta hlutanum eru t.a.m. einir tuttugu kaflar: frásögu- þættir, ritgerðir, viðtöl, ræður, ljóð o.fl. o.fl. Er margt af því stórfróðlegt og oft bráðskemmtilegt. Sérstaklega skal nefnt að listamaður Goðasteins 2002 er Ingunn Jensdóttir, leikstjóri, leikari, dansari og myndlistarmaður, en henni eru helgaðar fjórar greinar. Í öðrum hluta eru tveir fyrirlestrar um jarðskjálftana. Þá kemur að Þórði í Skógum, þeim merka manni. Í tilefni af áttræðisafmæli hans eru honum helgaðar fjórar greinar og ávarp og síðan koma fjórir þættir eft- ir hann sjálfan. Annálar ársins 2001 um sveitar- félög, kirkjustarf og önnur félög eru með nokkuð hefðbundnum hætti og næsta gagnlegir fyrir seinni tíma sagnaritara, eins og ég mun áður hafa minnst á. Rangárþing er bæði víðlent og mannmargt. Þær fæðast því margir ár hvert og margir kveðja þessa til- veru. Hér er að finna minningargein- ar um 33, sem látist hafa á árinu 2001. Þetta eru yfirleitt fremur stutt- ar greinar með mynd, ritaðar af prestum héraðsins. Þar er greint frá ætterni og æviferli hins látna og hon- um lýst að nokkru. Greinar þessar eru látlausar, án málskrúðs eða til- finningasemi. Eru þessar greinar áreiðanlega góður fengur fyrir ættfræðigrúskara. Goðsteinn er rit, sem maður les sér til mikillar ánægju og fróðleiks. Frá- gangur ritsins er í góðu lagi og marg- ar myndir eru þar til prýðis og fræðslu. Að vísu finnst mér fyrir- komulag auglýsinga óprýða. Væri ekki hægt að hafa þær aftast, á einni örk eða svo? BÆKUR Héraðsrit 38. árgangur 2002 (13. árgangur nýs flokks). Útgefandi: Héraðsnefnd Rang- æinga. Svartlist ehf., Hellu, 293 bls., 2002. GOÐASTEINN, HÉRAÐSRIT RANGÆINGA Fjölskrúðugt rit Sigurjón BjörnssonSíðumúla 24 • Sími 568 0606 Sjónvarpsskápur 139.000 Kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.