Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á KVÖRÐUN um stofnun Fjár- festingarbanka atvinnulífsins (FBA) var tekin af ríkisstjórn Íslands á haustmánuðum 1997, en hann varð til með því að Fiskveiðasjóði, Iðnlána- sjóði, Iðnþróunarsjóði og Út- flutningslánasjóði var steypt saman í einn fjárfestingarbanka, með eigið fé upp á um 8 milljarða króna. Bjarni Ármannsson, sem hafði starfað hjá Kaupþingi, var ráðinn bankastjóri haustið 1997 og 1. janúar 1998 tók bankinn til starfa. Þegar í upphafi var ljóst, að margt skorti á, til þess að bankinn væri í stakk búinn til að takast á við þau verkefni sem við blöstu. Því ákváðu stjórnvöld fljótlega að stefna að því að einkavæða bankann og renna styrkari stoðum undir starfsemi hans. Sparisjóðirnir höfðu áður lýst áhuga sín- um við stjórnvöld á að fá að kaupa FBA eða stóran hlut í bankanum. Í því skyni höfðu forsvarsmenn sparisjóðanna kynnt stjórn- völdum fjárhagslega getu sparisjóðanna, stöðu og stærð, ásamt því að kynna þeim Kaupþing, sem sparisjóðirnir áttu 100% á þessum tíma. Forsvarsmenn sparisjóðanna töldu á þessum tíma, þegar verið var að steypa fjárfestingarlánasjóðum atvinnulífs- ins saman í einn banka, FBA, að fyrst verið væri að setja á laggirnar fjárfestingarbanka og sparisjóðirnir ættu annan fjárfestingar- banka, Kaupþing, þá gæti sameining þessara tveggja banka verið góður kostur sem hefði í för með sér mikla hagræðingu. Þeir töldu m.a. að hagræðingin væri í því fólgin að styrkur FBA lægi í mjög sterkum efnahags- reikningi – FBA hafði tekið við miklu af lán- um sem fylgdu gömlu fjárfestingarlánasjóð- unum – en bankinn var hins vegar ekki sterkur í viðskiptum á verðbréfamarkaði; þar töldu þeir höfuðstyrk Kaupþings vera, en Kaupþing var aftur með frekar lítinn eða veikan efnahagsreikning. Forsvarsmönnum sparisjóðanna og Kaupþings fannst því sem fyrirtækin bættu hvort annað upp, ef þau væru sameinuð í eitt. Vildu kaupa FBA á 8,5 milljarða Sparisjóðirnir og Kaupþing höfðu látið vinna skýrslur, undir forystu Hreiðars Más Sigurðssonar, aðstoðarforstjóra Kaupþings, um hver áhrifin af sameiningu Kaupþings og FBA yrðu og hver samlegðaráhrif yrðu. Eftir að þessi grunnvinna hafði verið unn- in höfðu forsvarsmenn sparisjóðanna og Kaupþings samband við stjórnvöld og lýstu áhuga sínum og kynntu röksemdir sínar og skýrslur. Fram kom í máli talsmanna spari- sjóðanna og Kaupþings að þeir væru reiðu- búnir til þess að greiða 8,5 milljarða króna fyrir FBA. Þessar hugmyndir hlutu heldur dræmar undirtektir stjórnvalda, sem vildu eindregið að við einkavæðingu FBA væri farið í gegnum formlegt söluferli, sem reyndist svo hafa verið hárrétt ákvörðun að- eins rúmu ári síðar, þegar ríkissjóður var orðinn 15 milljörðum gildari, eftir að einka- væðingu FBA var lokið. Eftir að hafa fengið þessar dræmu und- irtektir stjórnvalda var sú ákvörðun tekin af forsvarsmönnum sparisjóðanna, að skipta sér ekki frekar af einkavæðingarferli FBA. Með sama hætti var slík ákvörðun tekin í Kaupþingi. Ríkisstjórn Íslands tekur svo ákvörðun um það haustið 1998 að hefja einkavæðing- arferli FBA með því að selja í almennri sölu 49% hlut í bankanum, en halda eftir 51% hlut í fyrstu atrennu. Skilmálar voru skýrir og það var sett sem markmið að selja bankann þannig að hann yrði í dreifðri eign. Enginn einn mátti kaupa meira en fyrir 360 þúsund krónur að nafn- verði, sem samsvaraði rétt hálfrar milljónar króna fjárfestingu, því gengið var ákveðið 1,4. Við upphaf sölunnar varð strax ljóst, að mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í FBA. Kennitölusöfnunin gagnrýnd Kennitölusöfnun sem fór í gang á meðan á sölu bréfa ríkisins stóð var mjög umdeild og hún var harðlega gagnrýnd, ekki síst af stjórnvöldum og var mikið fjallað um hana, m.a. hér í Morgunblaðinu haustið 1998. Söfnunin fólst í því að Búnaðarbankinn og FBA og að lokum einnig Kaupþing föluðust eftir kennitölum viðskiptamanna sinna, sem ekki hugðust kaupa hlut í FBA, til þess að skrá hluti á þær kennitölur, og greiddu kennitölueigendum síðan ákveðna upphæð fyrir „kennitölulánið“. Því var ranglega haldið fram að sparisjóð- irnir og Kaupþing hefðu strax í byrjun tekið meðvitaða ákvörðun um kennitölusöfnun vegna sölu ríkisins á 49% hlut í FBA haustið 1998. Sparisjóðirnir tóku engan þátt í kennitölu- söfnuninni, heldur var það Búnaðarbanki Ís- lands sem hóf söfnunina. FBA hóf einnig kennitölusöfnun og það var ástæða þess að í Kaupþingi var tekin ákvörðun um að ráðast einnig í kennitölusöfnun undir lok útboðsins, því þar á bæ var talið að aðgerðin hlyti að vera lögmæt fyrst FBA stæði sjálfur í slíkri söfnun. Kennitölusöfnunin hleypti illu blóði í stjórnvöld, því dreifð eignaraðild hafði verið leiðarljós þeirra við einkavæðingarferlið. Fjármálaeftirlitið rannsakaði ofan í kjölinn hvernig staðið hafði verið að kennitölusöfn- uninni illa þokkuðu og niðurstaða þess var sú, að ekki væri tilefni til þess að gera at- hugasemdir. Forsvarsmenn sparisjóðanna og Kaup- þings hafa allar götur síðan, eða í fjögur ár, verið þeirrar skoðunar, að Kaupþing hafi ranglega verið gert að blóraböggli í þessu máli og jafnan sakað um að hafa verið höf- uðgerandinn í kennitölusöfnuninni og sá aðili sem hleypti einkavæðingaráformum ríkis- ÁTAKAMESTA OG OFT DRAMATÍSKASTA VIÐSKIPTASTRÍÐ SEM HÁÐ HEFUR VERIÐ Í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI Í ÁRA- TUGI VAR AÐ MESTU LEYTI HÁÐ FYRIR LUKTUM DYRUM OG Á BAK VIÐ TJÖLDIN. MEIRA OG MINNA FÓR ÞAÐ FRAMHJÁ ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI, UNDANFARIN ÞRJÚ ÁR, AÐ NOKKRIR MENN GERÐU ÍTREKAÐAR TILRAUNIR TIL ÞESS AÐ NÁ Á SITT VALD ÍSLANDSBANKA, MEÐ KAUPUM Í BANKANUM SJÁLFUM OG TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI OG FJÁRFESTINGARFÉLAGINU STRAUMI. ÞAÐ FÓR JAFN- MIKIÐ FRAMHJÁ ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI, AÐ ÞVÍ VAR AF- STÝRT, JAFNAN Á ELLEFTU STUNDU, AÐ YFIRTÖKU- ÁFORMIN YRÐU AÐ VERULEIKA. ÞAÐ VORU ÁHRIFAMENN Í BANKA- OG VIÐSKIPTALÍFINU SEM TÓKU HÖNDUM SAM- AN, MEÐ VITUND OG SAMÞYKKI VALDAMIKILLA STJÓRN- MÁLAMANNA, TIL ÞESS AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ VÖLD ÞAU OG ÁHRIF, SEM FYLGJA ÞVÍ AÐ RÁÐA YFIR MÖRGUM TUGUM MILLJARÐA KRÓNA Í EIGU SJÓÐA, BANKA OG AL- MENNINGSHLUTAFÉLAGA, LENTU Í HÖNDUM JÓNS ÁS- GEIRS JÓHANNESSONAR, ÞORSTEINS MÁS BALDVINS- SONAR OG SAMSTARFSMANNA ÞEIRRA. SAGA ÞESSARA ÁTAKA VERÐUR RAKIN Í FJÖGURRA GREINA FLOKKI, SEM HEFUR GÖNGU SÍNA HÉR Í BLAÐINU Í DAG. Baráttan um Eftir Agnesi Bragadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.