Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 49 Kvimyndir.is Sýnd kl. 9. E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I DV ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 496 ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍK AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10. B. I. 16. VIT 497. Hún var flottasta pían í bænum Það voru 1200 manns um borð þegar það týndist fyrir 40 árum.. nú er það komið aftur til að hrella þig! RadíóX 68 Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Vit 487 ÁLFABAKKI KEFLAVÍK Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8. Vit 485 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 7. Vit 494 1/2 Kvikmyndir.is ÍSLANDSVINIRNIR í Coldplay virðast enn og aftur hafa sannað hversu miklir öðlingar þeir eru. Götublaðið The Sun hefur nefnilega greint frá því að drengirnir hafi uppi áform um að ánafna til fram- búðar 10% af öllum tekjum sínum, sem eins og gefur að skilja eru svimandi háar hjá svo vinsælli hljómsveit, til góðgerðarmála. Blað- ið segist hafa áreiðanlegar upplýs- ingar um það að þeir hafi þegar opnað sérstakan bankareikning í þessum göfuga tilgangi. Fáir lista- menn hafa lagt eins mikið upp úr því að láta gott af sér leiða og söngvarinn Chris Martin hefur m.a. verið ein- hver sýnilegasti talsmaður átaks sem miðar að því að ráðamenn á Vesturlöndum beiti sér fyrir bættum kjörum þriðja heims ríkja … Segja má að sænska hljómsveitin The Cardigans hafi sett saman sænska súpergrúppu af byltingakenndara taginu, því þar eru innanborðs Pelle Almqvist, söngvari The Hives, og liðsmenn úr The Soundtrack of our Lives og The Hellacopters. Afraksturinn af þessu súpersamstarfi verður op- inberaður á nýrri plötu The Cardig- ans sem heitir Long Gone Before Daylight og kemur út 24. mars. The Cardigans hefur ekki gefið út plötu síðan Gran Turismo kom út 1998 en fyrsta smáskífan, „For What It’s Worth“, kemur í búðir 10. febr- úar … Gagnrýnendur tónlistar- tímaritsins NME völdu A Rush of Blood to the Head með Coldplay bestu plötu ársins 2002 á meðan lesendur blaðsins völdu „There Goes The Fear“ með bresku sveit- inni Doves besta lagið … Samtök kvikmyndagagnrýnenda í Banda- ríkjunum, The National Soc- iety of Film Critics, hafa út- nefnt Píanistann eftir Roman Pol- anski mynd árs- ins 2002. Myndin, sem einnig hlaut Gullpálmann í Cannes 2002, fékk að auki þrenn önnur verðlaun úr höndum banda- rísku gagnrýnendanna; Polanski var valinn besti leikstjóri, Adrien Brody besti leik- arinn og handrit Ronalds Har- woods það besta. Í myndinni leikur Brody pólskan Varsjárbúa, gyð- ing, sem kemst undan nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og tekst að fela sig í rústum borgarinnar á meðan hans nánustu og aðrir gyð- ingar eru sendir í útrýmingarbúðir. Diane Lane var valin besta leik- konan fyrir hlutverk sitt í Unfaith- ful. Mexíkanska myndin Y Tu Mama Tambien var valin besta er- lenda myndin en hún er eftir Alf- onso Cuarón, sem nú vinnur að gerð þriðju Harry Potter- myndarinnar. Samtökin telja 55 gagnrýnendur sem flestir hverjir skrifa fyrir helstu dagblöð og tíma- rit landsins. Talið er að val þeirra hafi ætíð nokkur áhrif á hvaða myndir eru til- nefndar til Ósk- arsverðlauna … Leikarinn George Clooney tekur vinnuna fram yfir ástina. Þessi 41 árs gamli hjartaknúsari segir ástríðu sína vegna vinnunnar og miklar annir sem henni tengjast hafa oft- ast verið ástæðuna fyrir því að ást- arsambönd hans hafa runnið út í sandinn. Á dögunum slitnaði upp úr þriggja ára sambandi hans við frönsku fyrirsætuna Celine Balitr- an en hann segir það ekki hafa kennt sér neina sérstaka lexíu, hann muni halda sínu striki, jafnvel af enn meiri elju og metnaði. Á dögunum var frumsýnd fyrsta myndin sem Clooney leikstýrir. Heitir hún Confessions of a Dang- eorus Mind og hefur myndin hvar- vetna hlotið mikið lof og þá sér- staklega Clooney, fyrir óvenju styrka stjórn af grænjaxli í leik- stjórastólnum að vera … Kanadíska iðnaðarrokksveitin Nickleback var mest spiluð á útvarpsstöðvum í N- Ameríku árið 2002 en smellur sveit- arinnar „How You Remind Me“ var leikinn hvorki meira né minna en 421.770 þúsund sinnum. Næst á eft- ir kom annað rokklag og það kennt við iðnað líka. Það var lagið „Blurry“ með Puddle of Mud og var spilað 411.487 þúsund sinnum alls. Rokkið virðist greinilega vera málið í amerísku útvarpi því „In The End“ með Linkin Park var þriðja mest spilaða lagið og „The Middle“ með Jimmy Eat World fjórða … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.