Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku hjartans amma, það er sárt að kveðja þig en eftir allan þennan erfiða veikindatíma líður okkur betur að vita að þú ert komin á betri stað. Við vitum að þú ert hjá þeim sem elskuðu þig. Þú varst stór hluti af lífi okkar og það var mjög gaman að fá þig í heim- sókn alla leið til Ástralíu, og margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Takk fyrir allar gjafir sem þú sendir okkur hingað þrátt fyrir öll þín erfiðu veikindi. Elsku amma, þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar og við eigum ljúf- ar minningar sem þú skilur eftir hjá okkur. Við vitum að þú ert á góðum stað og bíður okkar. Þín verður sár- lega saknað, og við biðjum Guð að blessa minningu þína. Þínir ömmudrengir í Ástralíu, Elvar, Bjarki og Brynjar. INGIBJÖRG BÁRA ÓLAFSDÓTTIR ✝ Ingibjörg BáraÓlafsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. júní 1937. Hún and- aðist á kvennadeild Landspítalans 23. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Jónas Guðmundsson og Sigríður Guðrún Sig- urmundsdóttir. Systkini hennar eru Kristín, búsett á Ak- ureyri, og Ingvi Sig- urjón, d. 19.6. 1964. Ingibjörg eignað- ist tvö börn, þau eru: a) Sigríður Svansdóttir, gift Gunnlaugi Ragn- arssyni, börn þeirra eru Elvar, Bjarki og Brynjar, og b) Sigur- mundur Guðmundsson, kvæntur Guðfinnu Elsu Haraldsdóttur, börn þeirra eru Sævar, Sædís Alexía og Sigríður Guðrún. Útför Ingibjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæra amma, ég var svo hissa að heyra hversu fljótt dauðann bar að. Ég hafði beðið Drottin um að halda þér heilli þangað til ég hitti þig aftur. En það fór ekki eins og ég hafði vonað, eins og margt annað. Þú varst alltaf í bænum mínum og ég trúði að Guð myndi lækna þig. Bæn minni var ekki svarað eins og ég vildi en henni var samt svarað. Traust okkar verður að vera hjá Guði, sama hvað gerist, því Hann veit hvað er best. Mig langar að deila einu af mínum uppáhaldsversum með þér elsku amma. Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, of- sókn, hungur eða nekt, háski eða sverð? Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss. Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum. (Rómverjabréf 8, 35–39.) Við þjónum yndislegum Guði amma og ég veit að þú veist það. Mér þykir vænt um þig og ég mun sakna þín, Sævar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma mín. Ég trúi ekki að þetta sé búið og þú sért bara farin frá okkur. Reyndar ertu farin á betri stað þar sem þér á að líða vel og þar ertu laus við allar kvalirnar og erf- iðleikana. Svona reyni ég að hugsa til þín á jákvæðan hátt, en ég sakna þín svo rosalega mikið og þakka samt Guði og öllum fyrir þann tíma sem ég hef átt með þér. Þú ert yndisleg og frábær amma, ég tel mig mjög heppna að hafa átt þig fyrir ömmu. Þú átt stóran stað í hjartanu mínu og aldrei mun neinn taka það frá mér. Það er svo leiðin- legt að vera að skrifa þetta til þín, því mig langar svo að geta sagt þetta við þig ennþá. Áður en ég verð búinn að fylla allt í blaðinu um ást mína til þín ætla ég að ljúka þessu. Amma ég mun ætíð elska þig og vita af þér í hjartanu mínu og alltaf sakna þín jafn mikið og ég geri núna. Nú dvelur hugur heima á hátíðlegri stund. Við kné þín krýp í anda og kyssi þína mund. Í blæ frá blómavængjum þér berst kveðja mín. (Höf. óþ.) Þín Sædís Alexía. Kveðja frá samstarfsfélögum móttökudeildar 4h. á Eir Dvínar að kvöldi dagur, dagsins kveðjustund. Klukkunnar ómur kallar, kallar á hinsta fund. Far þú vel minn vinur, saman við gengum hér. Nú klukkunnar ómur klingir, klingir í hjarta mér. (S.S.F.) Við kveðjum kæran samstarfs- félaga Ingibjörgu B. Ólafsdóttur sjúkraliða sem starfaði með okkur á Eir frá árinu 1993. Ingibjörg var elst af okkur, vann fulla vinnu og lét sig ekki muna um að taka aukavaktir þegar vantaði, oft með litlum fyrir- vara. Hún var vinnuþjarkur, sem hafði ung að árum farið til sjós sem kokkur í misjöfnum veðrum, svo hún kallaði ekki allt ömmu sína. Kjarkur, ákveðni, staðfesta og vandvirkni ein- kenndu hana í starfi. Hlýleg hvatn- ingarorð til vistmanna í dagsins önn heyrðust óma um ganga þegar hún var á vakt. Ingibjörg var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum með okkur starfsfólkinu og þegar veikindin herj- uðu á hana beit hún á jaxlinn og mætti í gleðskap með bros á vör og vel tilhöfð. Við vissum að oft leið henni illa eftir lyfjameðferðir og þeg- ar sjúkdómur hennar ágerðist. Hún dvaldi oft hjá Sigga syni sínum, Elsu konu hans og dætrum þeirra sem hugsuðu um hana af alúð og hafði hún oft orð á því hvað hún ætti góða að. Einnig mat hún mikils að Sigríður dóttir hennar kom langan veg frá Ástralíu til að hlúa að henni. En inni á milli átti hún góða daga, fór með Stínu systur sinni til Kanaríeyja sem var henni mikils virði og heimsótti okkur á vinnustaðinn og bar sig vel. Viku fyrir andlát sitt kom hún í heim- sókn og sagðist hlakka til að koma aftur á Þorláksmessu og borða skötu með starfsfólkinu og tjáði okkur með tilhlökkun að hún og Stína væru bún- ar að panta ferð til Kanaríeyja í byrj- un janúar. Það var aldrei uppgjöf í Ingibjörgu þó svo að hún vissi að brugðið gæti til beggja vona. En kall- ið kom samt öllum að óvörum, þar sem aðdragandinn var stuttur. Svona getur lífið komið okkur á óvart og við fáum engu breytt. En minningarnar um Ingibjörgu, ánægjuleg kynni og samstarf lifa með okkur áfram. Við sendum aðstandendum samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Ingibjargar. F.h. samstarfsfélaga, Kristín Högnadóttir deildarstjóri. Okkur er bæði ljúft og skylt að skrifa minningarorð um tengdason okkar Christian sem reyndist okkur eins og besti sonur eftir að hann kom inn í fjölskylduna. Christian hefur nú yfirgefið þetta jarðneska líf og fer út- för hans fram í París í dag mánudag- inn 6. janúar. Eftir erfiða og stranga sjúkdóms- legu sl. ár varð hann að láta í minni pokann fyrir manninum með ljáinn. Við höfum aldrei kynnst slíkri hetju, sem tók veikindunum með æðruleysi og styrk sem honum einum var gefið. Hann kom inn í líf okkar þegar hann og dóttir okkar Margit felldu hugi saman þegar þau voru bæði við nám í Rotterdam. Hún féll fyrir þess- um þokkafulla Frakka og þau ákváðu að rugla saman reytum að námi loknu. Fyrst bjuggu þau og störfuðu í London í nokkur ár, en fluttu síðan búferlum til Parísar árið 1996 á hans heimaslóðir. Þar fæddist dóttir þeirra, Manon Anna, sem nú sér á eft- ir föður sínum aðeins fimm ára gömul. Þær mæðgur eignuðust góða og trausta fjölskyldu í París þar sem ættingjar Christians tóku þeim opn- um örmum. Þrátt fyrir veikindi sl. sex ár tókst þeim að njóta lífsins saman á milli stríða á sjúkdómsferlinu. Þau áttu stóran vinahóp hér heima og er- lendis og fóru þau í góð frí saman bæði til annarra Evrópulanda og Bandaríkjanna til að rækta vinasam- bandið. Dóttir okkar Margit og Manon litla eiga nú um sárt að binda – mikil eft- irsjá eftir ástríkum eiginmanni og föður og góðum félaga. Margit hefur staðið eins og klettur við hlið hans í veikindunum og hjúkrað honum vel til þess að hann gæti dvalið heima meðal ástvina sinna. Sl. ár hefur Aníta dóttir okkar ásamt Hlyni Smára syni sínum dvalið hjá þeim og þau bæði verið CHRISTIAN ROBERTET ✝ Christian Robert-et fæddist 25. júní 1964 í Blois í Frakk- landi. Hann lést í Par- ís 1. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Fafu og Francoise Robertet, búsett í París. Christian var næstyngstur fjögurra systkina, en eftirlif- andi eru Patrick, Astrid og Veronique, öll búsett í París. Christian kvæntist hinn 25. júní 1996 Margit Johanne Lund, f. 3.3. 1965. Þau eiga eina dóttur, Manon Önnu, f. 31. júlí 1997. Útför Christians verður gerð frá Saint Honoré d’Eylau í París í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. þeim stoð og stytta. Við kveðjum góðan tengdason með söknuði og biðjum góðan Guð um styrk og huggun í þeirri sorg sem nú hefur dunið yfir okkur hér heima og í París. Hvíl í friði, kæri Christian og hafðu þökk fyrir allt. Þínir tengdaforeldrar Arndís og Mats. Við kveðjum góðan vin eftir lang- varandi og erfið veikindi. Við eigum eftir að sakna þín, Christian – góðu stundanna bæði hérlendis og erlend- is. Við minnumst þess sérstaklega hvað þú hafðir gaman af því að heim- sækja Ísland og smakka á úrvals ís- lenskum sjávarréttum, sem voru eft- irlætið þitt. Við erum búin að fylgjast með veikindum þínum undanfarin ár og þá sérstaklega síðastliðið ár sem hefur verið mjög erfitt. Elsku Christian, við kveðjum þig með söknuði. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, Hvort ég er úti’ eða inni, eins þá ég vaki’ og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta’ eg treysti, hann mýkir dauðans kíf. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Það hefur verið aðdáunarvert að sjá þann mikla styrk og þá ást og um- hyggju sem Gitta æskuvinkona okkar hefur sýnt þér allan þennan tíma. Við biðjum góðan guð að styrkja þig kæra vinkona okkar og Manon litla auga- steininn ykkar í þeirri miklu sorg sem þið eruð að takast á við núna. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar og fjölskyldna ykkar, elsku Gitta, Manon, Arndís, Mats, Aníta og Kristófer, sem og til fjölskyldu Christians í Frakkalandi. Margrét Rut, Jón, María og Guðjón. Þau komu mikið við sögu í uppeldi Valgerðar móðurfor- eldrar hennar Guðrún Runólfs- dóttir og séra Matthías Jochums- son, prestshjón á Akureyri. Fjórða barn þeirra var stúlka sem hlaut nafnið Þóra. Hún giftist póstmeist- aranum á Seyðisfirði, Þorsteini Skaftasyni, og eignuðust þau þrjár dætur, Guðrúnu Sigríði, f. 5. júlí 1911, Hildi, f. jan. 1912, og yngst var Valgerður, f. 25. maí 1914. Þar dró ský fyrir sólu því að yngsta dóttirin var aðeins um árs- gömul er Þorsteinn faðir þeirra andaðist. Hvaða úrræði átti hin unga ekkja þá með telpurnar þrjár? Hún ritaði bréf til foreldra sinna norður á Akureyri og spurði hvort hún mætti koma til þeirra með litlu telpurnar sínar þrjár. Þar var nóg hjartarúm. Matthías og Guðrún höfðu eignast ellefu börn, sem þætti vafalaust þungt heimili, og Þóra var fjórða barnið. Það kom svar um hæl, faðir Þóru skrifaði að hún væri velkom- in, „þótt börnin væru tíu værir þú samt jafn velkomin“. Andi séra Matthíasar var stór og hjarta- rúmið ekki síður stórt og það fór VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Valgerður Þor-steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 25. maí 1914 en ólst upp á Akureyri. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 19. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 27. des- ember. saman hjá þeim báð- um. Þóra tók sig upp og flutti með dæturnar litlu heim til foreldra sinna og var tekið vel á móti þeim þar. Þær systur áttu margar og góðar minningar frá bernsku- og ung- lingsárum sínum á Akureyri. Ég átti því láni að fagna að tengjast Sigrúnu, yngstu dótt- ur Valgerðar, fjöl- skylduböndum 1987 og fluttist með þeim mæðgum Sig- rúnu og Valgerði yngri Ólafsdóttur til dvalar á Jótlandi er Sigrún hélt þangað til orgel-, söng- og söng- stjóranáms. Árin okkar saman urðu átta, hamingjuár. Dæturnar þrjár sem fluttust barnungar og föðurlausar frá Seyðisfirði til afa og ömmu á Ak- ureyri um 1915 voru orðnar eldri konur er ég kynntist þeim. Höfð- ingjar voru þær og virðulegar, fróðar og sögðu frá mörgu skemmtilegu er þær minntust frá Akureyri og afa og ömmu. Valgerður var heilmikill bók- menntafræðingur og sagði mér margt frá því sviði og hið sama gilti um tónmenntir. Hún missti mann sinn 1973. Heimili hennar var fallegt með vönduðum og sérstökum búnaði. Þakklæti er mér efst í huga er ég kveð þessa merku konu og ég votta afkomendum Valgerðar öll- um samhug af einlægni og bið að góður Guð blessi þau öll, eldri sem yngri. Bjarni Ólafsson. Ætíð sendu augu þín yl í sálu mína. Meðan endist ævi mín man ég fegurð þína. (Sigríður Þórðardóttir.) Elsku amma, takk fyrir stund- irnar sem við áttum. Alltaf tókstu fagnandi á móti mér. Þú hrósaðir mér og lést mér finnast ég vera svo merkileg. Ég mun alltaf minnast þess hvað þú varst hress og jákvæð. Elsku afi, þú hefur oftar en einu sinni sagt mér hve mikið þú dáðist að ömmu og elskaðir hana, það verður tómlegt hjá þér án hennar, MAGNÚSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Magnúsína Guð-mundsdóttir fædd- ist á Brekku á Ingjalds- sandi 20. september árið 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 11. þessa mánaðar og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 20. desember. en hún lifir áfram í hjörtum okkar og við yljum okkur við minningarnar um frábæra konu. Amma mín, takk fyrir hlýju orðin þín og brosin í gegnum árin, ég veit þú verð- ur áfram hjá okkur og vakir yfir okkur öllum sem söknum þín svo sárt. Ástarkveðjur. Hrönn. Elsku langamma á Ísafirði. Þú varst svo góð og hugsaðir vel um aðra. Ég veit þú verður hress og ánægð uppi í himnaríki og nú ertu komin til Sigríðar langömmu og hjálpar henni og hinum engl- unum að vaka yfir mér og vernda mig. Ég gleymi þér aldrei. Þinn Alexander Ívar. Minningargreinum má skila í tölvupósti, net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálf- krafa um leið og grein hefur borist. Ef grein- in er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/ eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina. Nánari upplýsing- ar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinar- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.