Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ F YRSTA tölublað Morg- unblaðsins leit dagsins ljós sunnudaginn 2. nóvember 1913. Í ramma á forsíðu segir að Morgunblaðið komi út á hverjum morgni, venjulegt blað (4 bls.) á rúmhelgum dögum, tvöfalt blað (8 bls.) á sunnudögum. Annað tölublað varð því fyrsta mánudagsútgáfa blaðsins. Það var sérkennilegt við byrjun blaðsins að það var lagt upp með áframhaldandi blaðsíðutal; blaðsíð- ur 1. tölublaðs voru 1–8 og annars tölublaðs 9–12, og þannig út ár- ganginn. Þessi venja hélzt þó að- eins tvö fyrstu árin. Mánudagsblað kom hins vegar út tæpum fjórum árum betur en það, en 30. júní 1919 kom síðasta reglu- lega mánudagsblað Morgunblaðsins út. Á forsíðu sunnudagsblaðsins 6. júlí 1919 segist Morgunblaðið hafa náð því takmarki sem það setti sér í öndverðu, að verða útbreiddasta, stærsta og ódýrasta blað á Íslandi. Kynnt er stækkun á broti blaðs- ins og „þá verður og önnur breyt- ing á um útkomu þess, en hún er sú, að það kemur ekki út á mánu- dögum. En þeir dagar eru ákveðnir útkomudagar Ísafoldar og geta allir þeir sem þurfa að auglýsa eitthvað á mánudögum komið þeim auglýs- ingum í Ísafold …“ Ísafold Ísafold átti sér til muna lengri sögu en Morgunblaðið, þegar hún leysti mánudagsblað þess af hólmi. 9. desember 1873 var stofnað í Reykjavík Þjóðblaðsfélagið, sem skyldi gefa út blað að nafni Ísafold. Segja má þó að rætur Ísafoldar liggi lengra aftur; til blaðsins Vík- verja, sem hóf göngu sína sumarið 1873. Útgefandi Víkverja var í Þjóðblaðsfélagshópnum og þegar Ísafold var ýtt úr vör hætti hann útgáfu Víkverja og lagði blaðið og kaupendaskrá þess til nýja blaðs- ins. Fyrsta tölublað Ísafoldar kom út 19. september 1874 og var ritstjóri Björn Jónsson. Ólafur sonur hans tók við ritstjórninni 1909. Hann varð síðar annar af stofnendum Morgunblaðsins, sem hafði fyrst að- setur í Ísafoldarhúsinu við Austur- stræti og var prentað í Ísafoldar- prentsmiðju. Þegar Fjelag í Reykjavík, síðar Árvakur, keypti Morgunblaðið af þeim Vilhjálmi Finsen og Ólafi Björnssyni, keypti félagið líka Ísa- fold til að vera vikublað Morg- unblaðsins. Ætlunin var að Vil- hjálmur yrði ritstjóri Morgunblaðsins áfram og Ólafur stjórnmálaritstjóri þess og ritstjóri Ísafoldar. Þegar formleg eig- endaskipti fóru fram; 1. júlí 1919, var Ólafur allur og í því tölublaði Ísafoldar, sem kom út 7. júlí, til- kynnti Vilhjálmur Finsen, að hann hefði tekið að sér ritstjórn Ísafoldar til bráðabirgða. „Sú breyting verð- ur á að blaðið kemur út framvegis síðdegis á mánudögum.“ Þar með varð Ísafold vikuútgáfa Morgunblaðsins; landsblað, sem kom út á mánudögum. (Ísafold hafði áður komið út á laug- ardögum.) Árið 1919 komu út 52 tölublöð af Ísafold, árið eftir 51 og 1921 urðu þau 50 talsins. Þegar kom fram á síðari hluta árs 1921 færðist Ísafold af mánudeginum og kom oftast út á miðvikudögum. Í árslok 1921 hætti Ísafold að koma út. Lögrjetta Vorið 1921 var Þorsteinn Gísla- son ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins með Vilhjálmi Finsen. Þorsteinn Gíslason hafði verið ritstjóri og síðar eigandi vikublaðs- ins Lögrjettu, sem byrjaði að koma út í ársbyrjun 1906 og hafði lengi háð hart stríð við Ísafold. Þegar Þorsteinn settist í rit- stjórastól á Morgunblaðinu hófst náin samvinna milli Lögrjettu og Morgunblaðsins/Ísafoldar, en að Lögrjetta tæki við af Ísafold sem landsblað Morgunblaðsins beið ára- mótanna. Þá hvarf Vilhjálmur Fin- sen frá Morgunblaðinu, Ísafold var lögð niður og Þorsteinn Gíslason varð einn ritstjóri Morgunblaðsins og Lögrjettu. Þá stóð undir for- síðuhaus Lögrjettu: Bæjarblað Morgunblaðið og undir Morg- unblaðshausnum stóð Landsblað Lögrjetta. Veturinn 1923–24 slitnaði upp úr samstarfi ritstjóra og útgefenda Morgunblaðsins og þegar Þorsteinn hætti í marzlok 1924 hélt hvor sínu; Árvakur Morgunblaðinu og Þor- steinn Lögrjettu. Hóf hann þá út- gáfu hennar sem sjálfstæðs blaðs á nýjan leik. Ísafold … Með ráðningu nýrra ritstjóra í stað Þorsteins var ákveðið að end- urvekja Ísafold sem „vikublað frá „Morgunblaðinu“ og þriðjudaginn 1. apríl hefur Vikublað Ísafold leyst Landsblað Lögrjettu af í for- síðuhaus Morgunblaðsins. Endurvakin Ísafold – Vikublað Morgunblaðsins kom svo út mið- vikudaginn 9. apríl 1924. Hún „flyt- ur sumpart sama efni og Mbl., þó mun verða reynt að sníða frjettir og annað sem er í smábútum í Mbl. við hæfi vikublaðs svo heillegra yfirlit fáist.“ Þótt Ísafold ætti upphaflega að vera mánudagsblað Morgunblaðsins var hún nú langt komin frá slíkri dagsskipan og af fyrstu 40 tölublöð- unum 1924 var helmingur útgáfu- daganna laugardagar og aðeins eitt tölublað kom út á mánudegi! Árið 1926 var Morgunblaðið sam- tals um 1.500 blaðsíður og Lesbók- in, sem var á öðru ári, er þegar orð- in „álíka mikið lesmál eins og í þrem tímaritum til samans, eins og Eimreiðinni, Iðunni og Vöku … Vegna hinna strjálu póstferða er það alveg óumflýjanlegt fyrir blað eins og Mbl. að hafa vikublað.“ Og Ísafold hefur vaxið fljótt fiskur um hrygg. Tekið er fram að hún birti eigi nema hluta af efni Morg- unblaðsins og Lesbókar og „hinar löngu fræði- og skemtigreinar Les- bókarinnar komast t.d. fáar í Ísa- fold.“ 1926 urðu tölublöðin 65, 1927 komu út 62 tölublöð og þá stóð í forsíðuhausnum: Ísafold og þar undir; Dagblað: Morgunblaðið. Árið eftir komu út 69 tölublöð með for- síðuhausnum; Ísafold og þar undir; Vikublað Morgunblaðsins. 3. október 1943 er Vikublað Ísa- fold horfið af forsíðu Morgunblaðs- ins, enda Ísafold þá fyrir margt löngu komin í eina sæng með Verði. … og Vörður Ísafold bættist Vörður 1930. Fyr- ir sameiningu stóð á forsíðu Ísa- foldar; Elsta og besta frjettablað landsins. 1929 var 54. árgangur blaðsins og komu þá út 77 tölublöð. Vikublaðið Vörður hóf göngu sína vorið 1923 en þegar Íhaldsflokk- urinn hafði verið stofnaður í febr- úar árið eftir tók miðstjórn hans við útgáfunni. Þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn höfðu sameinazt í Sjálfstæðisflokknum 1929, gerðu útgefendur Morg- unblaðsins og miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins samkomulag um samein- ingu Ísafoldar og Varðar í eitt blað. „Hefir „Vörður“ lagt aðaláherslu á stjórnmálagreinar en í „Ísafold“ hafa stjórnmálin oft verið látin víkja fyrir frjettum og fróðleik um almenn efni.“ Fyrsta tölublaðið af Ísafold og Verði – Blaði sjálfstæðismanna kom út laugardaginn 11. janúar 1930 og urðu tölublöðin 53 það árið. Með 41. tölublaði Ísafoldar og Varðar 1944, sem kom út 15. nóv- ember, var Blað sjálfstæðismanna fellt niður af forsíðunni, en stóð áfram í haus inni í blaðinu. Þegar hér var komið sögu var Ísafold og Vörður 16 blaðsíður og komu út 46 tölublöð þetta ár. Ísafold og Vörður kom svo út all- ar götur fram á 1968. Þá var ekki lengur talin þörf á landsblaði með útdráttum úr Morgunblaðinu og var útgáfu þess hætt í byrjun nóv- ember. Ísafold flutti norður og tók saman við Íslending á Akureyri. Þar með sameinuðust tvö elztu vikublöð landsins; Íslendingur var stofnaður 1915, í Íslending – Ísafold og skyldi vikublaðið vera málgagn sjálfstæðismanna á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Þegar þessu samstarfi lauk eftir 4 ár, lagðist Ísafold í dvala. Árvak- ur sinnti því ekki að skrá nafnið og eignaðist Frjáls fjölmiðlun heitið Ísafold. Þar með var Ísafold horfin úr höndum Morgunblaðsins. Morgunblaðið á mánudögum Þótt Ísafold legði ekki undir sig mánudagana lengur en á þriðja ár var útgáfudögum Morgunblaðsins ekki fjölgað aftur. Hins vegar litu mánudagsútgáfur dagsins ljós, þegar mjög sér- staklega stóð á. Skulu hér rakin nokkur dæmi þessa. Reyndar var fyrsta mánudags- blaðið ekkert mánudagsblað! Á for- síðu er 261. tölublað 1919 dagsett mánudaginn 12. ágúst 1919, en 12. ágúst var þriðjudagur. Sunnudagsblaðið á undan er 260. tölublaðið og miðvikudagsblaðið 13. ágúst er 262. tölublað o.s.frv. Af samanburði við þingfréttir í sunnudagsblaðinu, má líka ráða að „mánudagsblaðið“ er í raun þriðju- dagsútgáfa. Mánudaginn 20. desember 1920 kom út 6 síðna aukablað, sennileg- ast vegna jólaanna, en auglýsingar um jólavörurnar eru meginefni blaðsins. Inni í blaðinu eru Dagbók, Frá bæjarstjórnarfundi – síðastl. fimtudag, frásögn af vígslu gesta- heimilis Hjálpræðishersins í Hafn- arfirði, grein um kyndingu í skipum og kafli úr sögu Álafossverksmiðj- unnar. Á forsíðunni er greinin; Blekk- ingar, þar sem segir, að Alþýðu- blaðið hafi flutt „á laugardaginn eina af sínum allra ógeðslegustu greinum, sem það nefndi „peninga- listann“. Lengra hefir blekking ekki komist í pólitískri sögu þessa lands.“ Af greininni má ráða, að Alþýðu- blaðið hafi verið að fjalla um fram- boðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík til alþingiskosninga. For- síðudálkurinn dugar þó ekki til að svara Alþýðublaðinu til fulls og lýk- ur Morgunblaðsgreininni með þess- um orðum: „Að þessari merkilegu blekkingargrein verður nánar vikið síðar.“ Mánudaginn 27. júní 1921 kom Morgunblaðið út með konungskomu á forsíðunni. Þar er sagt frá land- töku Kristjáns 10. og birt mynd af konungsskipinu Valkyrjunni. Dag- inn áður, sunnudag, voru konungs- hjónin og prinsarnir boðin velkomin til Íslands á forsíðu Morgunblaðs- ins. „Nú í dag bjóða Íslendingar í fyrsta sinn konung sinn og drottn- ingu velkomin á íslenska jörð.“ Auk frásagnar af landtöku kon- ungs birtist í mánudagsblaðinu ræða biskups við guðsþjónustu í dómkirkjunni og Kvæðaflokkur, sem sunginn var við móttökuhátíð- ina í Alþingishúsinu: „Sem fullveld- isþjóð í fyrsta sinn vér fögnum Íslands jöfri’ og drotning.“ Blaðið birtir ræðu forsætisráð- herra til konungs, en segir að ræða konungs muni birtast í næsta blaði. Ekki verður þó séð að Morg- unblaðið hafi staðið við það fyr- irheit! Mánudaginn 18. desember 1922 kemur út aukablað, sem er reyndar ranglega dagsett 20. desember. Blaðið er 4 síður og er helzt, að til aukablaðs sé gripið vegna auglýs- inga, því vart er annað meginefni dagbundið; ræða Guðmundar Finn- bogasonar prófessors – Stúdentar, flutt í Nýja bíó 1. desember og frá- sögn; „suður í Bergstaðastræti nr. 27 var lítil bókabúð opnuð síðast- liðið sumar …“ Forsíða blaðsins er öll auglýs- ingar og drjúgur hluti baksíðunnar líka og einnig eru auglýsingar með efninu á báðum innsíðum. Á bls. 3 er sagt frá stjórnarskiftum í Þýska- landi, þar sem dr. Cuno forseta Hamborgar-Ameríku fjelagsins tókst loks að skipa ráðuneyti sitt að fullu. Auk auglýsinganna á baksíðu eru þar Dagbók og framhaldssagan Heimanmundurinn. Mánudaginn 15. janúar 1923 kemur út aukablað af fjölrituðu smáblaði Morgunblaðsins. „Morg- unblaðið kemur út miðvikudag 3. janúar ef ekki verður vinnuteppa í prentsmiðjunum,“ sagði á baksíðu síðasta blaðs ársins 1922. En vinnu- teppan varð og föstudaginn 5. jan- úar 1923 kemur Morgunblaðið út fjölritað í litlu broti. „Hjer í bænum hefir verið prentaraverkfall frá byrjun ársins … Vegna þess að Moggi kemur aftur út snemma á mánudögum Moggi kemur ekki út, snemma á mánudögum, hljóðar fleygur vísubotn Kjarvals. Þannig var það þó í upphafi og breytist nú til þess aft- ur. Freysteinn Jóhanns- son fjallar um mánu- dagsútgáfu Morgunblaðsins. Mánudagur 3. nóvember 1913. Fyrsta mánudags- útgáfa Morgunblaðsins. Mánudagur 30. júní 1919: Síðasta reglulega mánu- dagsútgáfa Morgunblaðs- ins. Mánudagur 7. júlí 1919: Ísafold tekur við sem mánudagsútgáfa Morg- unblaðsins. Mánudagur 20. desember 1920: Aukablað vegna auglýsinga um jólavör- urnar. Mánudagur 2. júní 1921: Kristján 10. tekur land á Íslandi meður drottningu sinni og prinsum. Mánudagur 18. desember 1922: Ranglega dagsett aukablað vegna jólaaug- lýsinganna. Mánudagur 15. janúar 1923: Aukablað af fjölrit- uðu smáblaði Morg- unblaðsins. Mánudagur 1. maí 1939: Fyrstu 1. maí-hátíðahöld á vegum Sjálfstæð- isflokksins. Mánudagur 4. september 1939: Friðurinn rofinn – heimsstyrjöldin síðari skellur á. Mánudagur 2. nóvember 1953: Morgunblaðið 50 ára. Tillaga að Aðalstræti 6 á forsíðunni. Mánudagur 11. nóvember 1963: Morgunblaðið kem- ur út eftir tíu daga verk- fallshlé. Mánudagur 19. júní 1944: Lýðveldi stofnað að Lög- bergi og hátíð haldin á Þingvöllum. Mánudagur 23. desember 1963. Aukablað eftir ann- að verkfallsstoppið á árinu. Mánudagur 13. október 1986: Leiðtogafundur Reagans og Gorbashevs á Íslandi. Mánudagur 3. janúar 2000: Aldamótablað með völdu efni – stiklum um 20. öldina. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.