Morgunblaðið - 06.01.2003, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Í TILEFNI þess að Morgun-
blaðið kemur nú út 7 daga
vikunnar gefst landsmönnum
kostur á að taka sér eintak af
blaðinu í dag á næsta sölustað
án endurgjalds á meðan upp-
lag endist.
LEIGUFLUGVÉL á vegum Flugleiða
nauðlenti í Malaga á Spáni með bilaðan
hreyfil á föstudagskvöld. Að sögn Guðjóns
Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flug-
leiða, bilaði hreyfill í vél sem Flugleiðir
leiguflug eru með á leigu í flugi fyrir ferða-
skrifstofuna Krone Rejser. Skömmu eftir
flugtak varð flugstjórinn var við bilun í
hreyfli, sneri við og lenti. Lendingin gekk
mjög vel og farþegarnir biðu þar til tekist
hafði að útvega aðra vél sem flutti þá til
Kaupmannahafnar. Að sögn Guðjóns höfðu
Flugleiðum ekki borist fregnir um óánægju
farþega yfir að hafa ekki fengið upplýsingar
um atvikið. Flugmenn vélarinnar voru ís-
lenskir og hluti áhafnar.
Hvorki Krone Rejser né Flugleiðir
„ómökuðu sig“ við að segja farþegunum 180
hvað í reynd gerðist þegar vél þeirra varð
að nauðlenda í Malaga með eldtungurnar út
úr öðrum hreyflinum, segir á fréttavef
danska dagblaðsins BT í gærkvöldi.
Æptu, grétu og héldust í hendur
Ef allt hefði verið eðlilegt hefði verið um
að ræða hefðbundin lok á góðu leyfi þegar
hópur fólks á vegum Krone Rejser mætti á
flugvöllinn í Malaga til að fljúga heim til
Kaupmannahafnar, segir í blaðinu. Flugvél-
in hóf sig á loft en áður en farþegum hafði
verið sagt að þeir mættu losa öryggisbeltin
heyrðust eitt eða fleiri högg og þeir gátu séð
logana standa út úr hægri hreyflinum.
„Stuttu síðar lagði sterka brunalykt um
farþegarýmið en u.þ.b. tíu mínútur liðu án
þess að nokkuð heyrðist frá flugfreyjum eða
flugstjóra,“ segir í BT. „Farþegarnir 180
grétu, æptu, héldust í hendur en misstu
samt ekki stjórn á sér, ekki einu sinni þótt
ljósið slokknaði, þeir sátu í myrkri.“
Samkvæmt frásögn danska blaðsins
heyrðist þá loks sagt á ensku í brakandi há-
talara að þeir ættu að halda stillingu sinni
og þá yrði allt í lagi. Fimm mínútum síðar
var sagt stuttaralega að einn hreyfillinn
hefði dottið út og nauðlenda yrði í Malaga.
Skelfdir far-
þegar fengu
ekkert að vita
Leiguflugvél á vegum Flug-
leiða nauðlenti í Malaga
ÓLAFUR Stefánsson, íþróttamað-
ur ársins, rauf 700 marka múrinn
með íslenska landsliðinu í hand-
knattleik, er hann skoraði fyrsta
mark sitt af fimm í jafnteflisleik
gegn Slóveníu í Laugardalshöll-
inni í gærkvöldi.
Ólafur, sem hefur skorað 704
mörk í 160 landsleikjum, er fjórði
leikmaðurinn sem nær því afreki
að skora sjö hundruð mörk. Áður
höfðu þeir Kristján Arason,
Valdimar Grímsson og Sigurður
Valur Sveinsson náð þeim áfanga
– allir vinstrihandarleikmenn.
„Mér gæti ekki verið meira
sama,“ sagði Ólafur þegar honum
var greint frá áfanganum í leiks-
lok. „Tölfræði er góð fyrir ykkur
blaðamenn, fyrir mig skiptir
þetta harla litlu máli.“
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur
yfir 700
mörkin
Ólafur rauf … /B1
HEILAHIMNUBÓLGA greindist í
tíu tilvikum á síðasta ári og hafa
jafnfá tilvik af heilahimnubólgu ekki
greinst að minnsta kosti síðustu fimm
árin þar á undan. Af þessum tíu til-
vikum var eitt af svonefndum b-stofni
og níu af c-stofni, en smitunum af
völdum b-stofnsins hefur fækkað
mjög síðustu ár. Þá greindist ekkert
tilvik af stofni c síðustu tvo mánuði
ársins en bólusetning vegna heila-
himnubólgu af þeim stofni hefur stað-
ið yfir undanfarna mánuði og er
stefnt að því að ljúka henni í vor.
Haraldur Briem smitsjúkdóma-
læknir segir að bólusetningin sé í full-
um gangi. Ekki liggi nákvæmlega
fyrir hversu marga sé búið að bólu-
setja, en þeir skipti tugum þúsunda.
Ætlunin er að bólusetja alla sem
eru undir 18 ára aldri. Haraldur sagði
að börn á fyrsta ári væru bólusett í
tengslum við ungbarnaeftirlit, en síð-
an færi þetta yfir í leikskóla, grunn-
skóla og framhaldsskóla. Upphaflega
hefði verið gert ráð fyrir að bólusetja
börn frá 6 mánaða til 5 ára aldurs og
10–18 ára aldurs fyrst og síðan núna
eftir áramót börn á aldrinum 6–9 ára,
en það gæti verið breytilegt eftir
stöðum hvernig hagkvæmast væri að
framkvæma þetta og það væri í hönd-
um heilsugæslunnar.
„Við reiknum með að þetta verði
eiginlega búið í vor,“ sagði Haraldur.
Hann sagði aðspurður að áhætta
vegna heilahimnubólgusmitunar væri
mest hjá fólki undir tvítugu og von-
andi hyrfi sjúkdómurinn smám sam-
an með þessum aðgerðum.
Heilahimnubólgutilfellum
af b-stofni hefur fækkað
Ekkert gott bóluefni er hins vegar
til gegn heilahimnubólgu af b-stofni,
en heilahimnubólgutilfellum af völd-
um þeirrar bakteríu hefur fækkað
mjög. Þannig var aðeins um að ræða
eitt tilvik í fyrra, þrjú árið 2001, 6 árið
2000 og 12 árið 1999.
Heilahimnubólgutilfelli af c-stofni
hafa hins vegar verið á bilinu 8 til 12
árlega síðustu sex árin.
Tíu tilvik heilahimnubólgu
greindust hér í fyrra
Skiptir tugum þúsunda sem búið er að bólusetja
! " # $
% &
''(
BG
B;
>G
>;
G
;
# )
*
)
+*
)
ÞÚSUNDIR manna á öllum
aldri fylgdust með flugeldasýn-
ingu KR-inga sem fram fór á
svæði þeirra í vesturborg
Reykjavíkur undir kvöldmat í
gær. Skólarnir í vesturbænum
og KR-ingar efndu til þessarar
sameiginlegu þrettándagleði og
safnaðist hópur fólks saman við
Grandaskóla áður en sýningin
hófst. Þar var mönnum skipað í
hringdans og Dómkórinn leiddi
söng. Síðan var gengið fylktu
liði að KR-svæðinu og fór
lúðrasveit fyrir hópnum. Víða
verða jólin kvödd í dag með
álfadansi og söng við þrett-
ándabrennur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þúsundir sáu flugeldasýningu
NORÐURLJÓS samskiptafélag og
Landsbankinn náðu samningum kl.
12 á hádegi á gamlársdag, með þeim
hætti að Norðurljós greiddu 100
milljónir króna upp í skuld sína
vegna yfirdráttar í Landsbankan-
um, og samið var um önnur lán.
„Þetta eru ákveðin tímamót í
sögu Norðurljósa, því öll lán félags-
ins eru nú í skilum. Við gengum frá
samningi við Landsbankann klukk-
an 12 á hádegi á gamlársdag og
borguðum Landsbankanum um eitt
hundrað milljónir króna,“ sagði Sig-
urður G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Sigurður segir að í dag
skuldi Norðurljós Landsbankanum
af yfirdráttarláninu sem gjaldfellt
var á liðnu sumri og vöxtum af því
um 210 milljónir króna.
Sigurður segir að sambankalánið,
sem mestur styr stóð um í sumar er
leið, og fram eftir hausti og vetri á
milli Norðurljósa og Landsbank-
ans, hafi verið í skilum að fullu, frá
því að Norðurljós seldu hlut sinn í
Tali hinn 26. nóvember í fyrra.
Norðurljós fengu 1.417 milljónir
króna fyrir 35% hlut sinn í Tali og
strax þá var ljóst að fyrirtækið
hygðist láta upphæðina eins og
lagði sig fara í að greiða niður og
koma sambankaláninu í skil.
Aðspurður hvaða þýðingu það
hafi fyrir Norðurljós að hafa náð
samningum við Landsbankann
sagði Sigurður: „Þetta segir auðvit-
að það að við höfum staðið við það
sem við höfum alltaf sagt að við
myndum gera, að borga skuldirnar
okkar, en verkefnið sem blasir nú
við félaginu er að fara út í endur-
fjármögnun og ljúka henni. Við er-
um bjartsýnni nú en oft áður að
okkur takist á því ári, sem nú er ný-
hafið, að ljúka henni.“
Sigurður sagðist telja að ástæða
þess að samningar tókust á milli
Norðurljósa og Landsbankans á
síðasta degi nýliðins árs hafi verið
gagnlegar viðræður við stjórnendur
Landsbankans og að þeir hafi eftir
það fallist á hugmyndir Norður-
ljósamanna með hvaða hætti Norð-
urljós gætu greitt yfirdráttinn.
„Eini aðilinn sem ekki hefur vilj-
að taka við peningum frá okkur á
liðnu ári er Búnaðarbanki Íslands,
en við buðumst til að borga vextina
af láni okkar þar sem greiða átti í
desember. Þeir hafa ekki enn svar-
að erindi okkar um það hver sú fjár-
hæð á að vera og vilja augljóslega
ekki tala við okkur um eitt eða
neitt,“ sagði Sigurður.
Landsbankinn og
Norðurljós semja
RAUÐJÖRP hryssa hvarf á laug-
ardagskvöld eftir að hún fældist
við flugeldaskot með þeim afleið-
ingum að hún rauk af stað undan
eiganda sínum og hvarf. Leitað
var að merinni, sem er um hálfrar
milljónar króna virði, í allan gær-
dag.
Axel Jón Birgisson, eigandi
hryssunnar, var í reiðtúr í Elliða-
árdalnum um níuleytið á laugar-
dagskvöld þegar atvikið átti sér
stað.
„Ég var kominn í gerði sem er
við Árbæjarstífluna og var að
stíga af baki þegar flugeldaterta
var sprengd í næsta húsi við hlið-
ina. Við það trylltist merin ger-
samlega og rauk undan mér þann-
ig að ég missti jafnvægið og datt
af baki. Merin hvarf eitthvað út í
myrkrið og síðan hefur ekkert
spurst til hennar.“ Sjálfur segist
Axel lítið hafa meiðst við byltuna.
Strax var hafist handa við leit sem
stóð yfir í allan gærdag.
Axel segir missinn tilfinnanleg-
an enda um reiðhrossið hans að
ræða. „Þetta er gott hross sem er
undan Kolgrími frá Kjarnholtum
og kostar í kringum 500 þúsund
krónur. Svo var hún með nýjan
hnakk sem kostaði 160 þúsund.“
Hann segir merina auðþekkjan-
lega, rauðjarpa á lit með svart fax
og tagl auk þess sem hún er með
full reiðtygi; hnakk, beisli og
reiðmúl. Hann bendir þeim, sem
kynnu að hafa orðið hryssunnar
varir, á að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík eða beint við
hann sjálfan.
Trylltist og rauk
út í myrkrið
Hryssa fældist við flugeldaskot