Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er enginn vandi, Þórólfur minn, þú verður bara að passa þig á að halda þér voðalega fast. Marbendlar nútímans? Bestir um eða yfir 100 kg NÚ í ársbyrjunfengu margirlandsmenn hroll þegar frétt barst um sjó- sund nokkurra lögreglu- manna á Seltjarnarnesi. Það vill svo til að starfandi er tíu manna félag sjó- syndandi lögreglumanna. Formaður Sjósundfélags lögreglunnar er Jón Otti Gíslason og Morgunblaðið fræddist af honum hvað rekur menn til að taka sundtökin í söltum sjó. „Það hefur alltaf verið mikill áhugi fyrir sjósundi innan lögreglunnar og þar fóru fremstir kappar eins og Axel Kvaran, Eyjólfur sundkappi Jónsson og fleiri. Einu sinni syntu tíu saman svokallað Bessa- staðasund og árið 1961 syntu fimm saman Engeyjarsund,“ seg- ir Jón Otti um forsöguna innan lögreglunnar. – En hvað um Sjósundfélag lög- reglunnar? „Við vorum nokkrir sem höfð- um áhuga á þessu og síðan fjölgaði okkur þangað til að þetta var orð- inn tíu manna hópur eða svo sem fór reglulega í sjóinn. Hjá okkur vaknaði áhugi á því að vekja þetta aftur upp á formlegum nótum, til heiðurs gömlu kempunum. Það var því annan í hvítasunnu 1997 að við stofnuðum félagið formlega.“ – Hvað er á stefnuskránni? „Það er að stunda sjósund. Við höfum synt Viðeyjarsund árlega og verið þetta 8–9 lögreglumenn hverju sinni. Viðeyjarsundið er 1,2 kílómetrar. Eitt árið synti ein lögreglukona með okkur sem gestur. Flestir í hópnum stefna á Drangeyjarsund og sumir í hópn- um, 3–4 ætla að jafnvel að láta verða af því næsta sumar.“ – Hvað er það sem fær menn á einni sundskýlu út í hrollkaldan sjóinn að synda? „Allir sem hafa reynt þetta finna fljótt, strax eftir 1–2 skipti, hvað þetta gerir manni gott, bæði líkamlega og andlega. Sjálfsaginn eykst, andlegi styrkurinn herðist, maður byggir upp kuldaþol og finnur hvernig allur líkaminn styrkist. Ég hef farið í gegnum allt litrófið í líkamsrækt, verið í líkamsræktarstöðvum, í fótbolta, ekkert af þessu slær út sjósund. Þetta er einfaldlega langbesta lík- amsræktin sem ég hef prófað.“ – Hvers vegna heldurðu? „Ég bara veit það ekki. Þetta eru talsverð átök og mikill agi. Mikil brennsla í líkamanum. Það eru dæmi um að kvillar hafa horf- ið í mönnum. Einn af kunningjum okkar í sjósundinu, að vísu ekki í sundfélaginu okkar, var t.d. með sykursýki og misjafnan blóðþrýst- ing, en þetta hvarf þegar hann fór að stunda sjósund.“ – Hvarf sykursýki? „Maðurinn var með sykursýki en ekki lengur, það er staðreynd. Hitt er svo annað mál, að þessari líkamsrækt fylgir æv- inlega að menn fara að hugsa betur um sig, verða meira meðvitaðir um skrokkinn og sál- ina. Hollari lífshættir fylgja og svo erum við allir reglu- samir menn.“ – Þurfa menn að vera í drjúgum holdum til að þreyta sjósund? „Það er vissulega æskilegt. Best væri að menn væru ekki und- ir 100 kílógrömmum og léttari menn duga varla í lengri sund- ferðirnar. Grennri menn geta þjálfað sig upp í styttri sundferð- ir.“ – Þú sagðir að lögreglukona hefði synt með ykkur, hentar þetta ekki konum síður í ljósi þessa? „Ef til vill hentar sjósund körl- um betur, en lögreglukonurnar okkar eru orðnar mjög áhugasam- ar og ég reikna fastlega með því að einhverjar þeirra láti til sín taka á þessu ári.“ – Hvað um þig sjálfan? „Ég er eins og pípuhreinsari miðað við suma félaga mína. Ég synti Engeyjarsundið einu sinni, 2,7 kílómetra og það var heljar- innar sund. Ég fann þá að mig vantaði fitu.“ – Og félagarnir ætla í Drang- eyjarsundið í sumar, ætlarðu með? „Mig langar með. Þetta er 7,5 km sundleið og kaldari sjór heldur en fyrir sunnan. Ég er búinn að samþykkja að vera í bátnum, en ég veit að þegar norður er komið þá blóðlangar mig í sjóinn.“ – Í bátnum? „Já, það er orðið tímabært að það komi fram að þetta er alls ekki hættulaus íþrótt. Farið er eftir ströngum öryggisreglum. Menn syndi aldrei einir, helst aldrei færri en tveir saman og að- eins þar sem þeir botna. Fari menn út fyrir það sem þeir botna þá skal bátur með í för og um borð í honum flugsyndur maður í blaut- búningi sem er tilbúinn að hoppa út í ef þurfa þykir. Það er synt í miklum kulda. Þetta eru 8 til 12 gráður á sumrin, heit- ast í ágúst og í neðri mörkunum fyrir norð- an. Á veturna höfum við kaldast verið í mín- us þremur gráðum sem er of kalt og maður endist ekki mínútuna. Mönnum getur fatast sundið við þessar aðstæður og því hættulegt að víkja frá reglunum.“ – Þið ætlið ekki að opna félagið fyrir aðra en lögreglumenn og -konur? „Nei, en oft synda gestir með okkur. Auk þess er ég nú að heyra að fyrir dyrum standi að stofna Sjósundfélag Reykjavíkur.“ Jón Otti Gíslason  Jón Otti Gíslason er fæddur í Reykjavík 15. apríl 1955. Var til sjós og í verslunarstörfum og gekk í lögregluna 1976. Hefur verið í ýmsum deildum, en nú í rannsóknarlögreglunni, í for- varna- og fræðsludeild. For- maður Íþróttafélags lögregl- unnar og Sjósundfélags lög- reglunnar frá stofnun þess 1997. Maki er Berglind Eyjólfs- dóttir rannsóknarlögreglukona og eiga þau Katrínu Dagmar (19) og Eyjólf (13), en áður átti Jón Otti Birnu Dögg (26) og Þorstein Otta (22). Ég fann þá að mig vantaði fitu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.