Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 27 þess að því ur Samfylk- krufið sjáv- rgjar, skipt við munum msetningin m hvort full- t ein og sér treysta því í a ekki. Afstaða fólks í skoðanakönnunum til þeirra órök- studdu fullyrðinga sem hingað til hafa verið settar fram í umræðunni um Evrópumál er ekki nægilegt veganesti fyrir stjórnmálamenn til að taka jafn afdrifaríka ákvörð- un eins og að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ekki að skoðanakannanir hafi bent til þess að Íslend- ingar vilji aðild, þvert á móti. En það er fráleitt að halda því fram að við séum núna í stakk búin til að sækja um að- ild. Og það er afskaplega óvandað að ætla að leggja upp í samningaviðræður sem allra fyrst og finna út í þeim samningaviðræðum hvaða fórnir við þurfum að færa og hvað við fáum í staðinn. Ætla síðan að færa fólki upplýs- ingarnar til að það geti myndað sér skoðun á samningn- um þegar hann liggur á borðinu. Ákvörðunin um að að sækja um aðild verður að vera upplýst ákvörðun. Hún verður ennfremur að byggjast á umboði frá fólki sem hef- ur haft nægilega góðar upplýsingar og nægilegan tíma til að meta upplýsingarnar til að veita umboðið. Það er ekki nóg að stjórnmálamenn hafi fengið kynningu á helstu röksemdum og forsendum þeirra heldur verða þær að vera aðgengilegar öllum. Þá dugar ekki heldur málsmeð- ferð eins og sú sem Samfylkingin bauð upp á í haust í að- draganda Evrópukosningar flokksins. Þar fór ekki fram kynning heldur áróður. Það er mín skoðun að hugmynd forsætisráðherra um að setja á fót þverpólitíska nefnd sem fjalli um Evrópu- málin sé málefnalegt framlag til umræðunnar. Miklu máli skiptir að sjálfsögðu hverjir skipa nefndina og hvernig verkefni hennar er skilgreint. En svo lengi sem nefndinni er ætlað að afla upplýsinga, að greina stað- reyndir og forsendur með hjálp færustu sérfræðinga og varpa þannig ljósi á þær spurningar sem mestu skipta, er hugmyndin fagnaðarefni. Trúverðugleiki nefndarinnar er háður því að hún rúmi flest sjónarmið og starfið er til lítils nema nefndarmenn gangi til þess með opnum huga og af heilindum. Svona nefnd getur eðli máls samkvæmt aldrei gefið svar við spurningunni um aðild. Þess verður aldrei með sanngirni vænst af slíkri nefnd. Við verðum ekki leyst undan þeirri skyldu að finna okkar eigin póli- tísku sannfæringu. Hins vegar gæfist tækifæri til að afla upplýsinga frá fagaðilum af ólíkum sviðum, sem geta skerpt rökræðuna um málið og hjálpað fólki við að mynda sér skoðun. Þannig að hætt verði að bera saman epli og appelsínur. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga og út í bláinn að æða fram og sækja um aðild án þess að fram hafi farið markviss umræða á skynsamlegum grunni. Með þverpólitískri nefnd sem þessari ætti að vera hægt að leggja grunninn að því að fólk geti svarað þessari spurningu. Það er ekkert öruggt að það tækist, en tilraunin væri þess virði. lag AP Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Þ AÐ HEFUR margt verið sagt um þá ákvörðun Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur að fara úr borgarmálunum í lands- málin. Sú umræða er mikilvæg vegna þess að í þessu máli hef- ur verið tekist á um grundvall- arspurningar í tengslum við stjórnmál og stjórnmálamenn. Eiga orð stjórnmálamanna að standa? Eiga kjósendur og samstarfsmenn að treysta því að það sem sagt sé í dag eigi einnig við á morgun? Dagur B. Eggertsson borg- arfulltrúi skrifaði grein í Morg- unblaðið fyrir nokkrum vikum. Greinin gengur í stuttu máli út á að lofsyngja Ingibjörgu Sól- rúnu og þar sem stjórnmála- manninum Ingibjörgu er lýst sem; ,,fulltrúa nýrra áherslna og nýrrar pólitíkur“. Hún er sögð ,,tákn“ fyrir bætt siðferði í íslenskum stjórnmálum. Borg- arfulltrúinn og skoðanabræður hans hafa oft talað áður með þessum hætti, en Dagur sér- staklega, og hefur hann meðal annars skrifað ritgerð um bætt siðferði í stjórnmálum. Nið- urstaða Dags í áðurnefndri grein var að Ingibjörg Sólrún færi ekki í framboð vegna þess að hún hafði lofað því að gera það ekki! Borgarfulltrúinn sagði: ,, Ástæða þess að ég tel nær útilokað að Ingibjörg Sól- rún fari fram til Alþingis er einföld. Skýrar yfirlýsingar hennar um hið gagnstæða í borgarstjórnarkosningunum í vor. Það eru ekki aðeins póli- tískir andstæðingar sem vilja höggva í trú verðugleika henn- ar sem spyrja hvort þær yf- irlýsingar standi ekki heldur einnig margt af harðasta stuðn- ingsfólki hennar. Þessi spurn- ing skiptir lykilmáli þar sem pólitískur styrkur Ingibjargar Sólrúnar byggist ekki síst á trúverðugleika.“ Niðurstaða borgarfulltrúans var eftirfarandi: Ingibjörg Sól- rún byggir trúverðugleika sinn í stjórnmálum á því að standa við orð sín og þar af leiðandi mun hún ekki ganga á bak orða sinna og fara í þingframboð. Það var rétt hjá borg- arfulltrúanum Degi að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar og endurtók það eftir kosn- ingar að hún væri ekki á leið í þingframboð. Hún sagði t.d. þegar kosningaúrslit lágu fyrir í viðtali við RÚV: ,,Já, ég full- yrði algerlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári. Það er alveg ljóst.“ Þegar þessi um- mæli voru borin undir hana af fréttamanni sömu stofnunar fyrir nokkrum dögum svaraði Ingibjörg Sólrún: ,,Hvað er þingframboð og hvað er ekki þingframboð?“ Eins og öllum er orðið ljóst er þarna um að ræða skólabók- ardæmi um stjórnmálmann sem er að svíkja sín loforð. Málið er ekki ósvipað því þegar George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gaf í kosn- ingabaráttu sinni út yfirlýs- ingar um skattamál með þess- um orðum;,,read my lips, no new taxes“ eða lesið varir mín- ar, skattar verða ekki hækk- aðir. Hann sveik þetta loforð og fékk bágt fyrir hjá fjölmiðlum og kjósendum. En hver voru viðbrögð borgarfulltrúans Dags sem að hafði lýst því yfir að trúverðugleiki stjórnmála- mannsins Ingibjargar ylti á því að hún stæði við orð sín? Hann var því fylgjandi að hún færi í landsmálin af því að hann taldi svo marga vilja það! Boðskapur hans er þessi; þú mátt svíkja loforð við einhvern eða ein- hverja ef þú metur það sem svo að margir séu því fylgjandi. En skiptir einhverju máli að stjórnmálamenn standi við orð sín? Er það ekki eðli stjórnmál- anna að stjórnmálamenn svíki umbjóðendur sína? Ef skoð- aður er ferill Ingibjargar Sól- rúnar kemur í ljós að hún hefur ekki litið á það sem skyldu sína að standa við orð sín. Ef skoðuð eru kosningaloforð hennar fyrir kosningarnar árið 1994 kemur í ljós að hún lofaði að lækka skuldir borgarinnar, útrýma biðlistum eftir leikskólaplássum fyrir börn eins árs og eldri árið 1998 og hækka ekki skatta, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert af þessu gekk eftir. Fljótlega eftir kosningar voru fasteignagjöld hækkuð um allt að 20% með svonefndum holræsaskatti og einnig hefur útsvar verið hækk- að í tíð Ingibjargar. Ekki hefur enn náðst að útrýma þeim bið- listum sem átti að vera búið að útrýma árið 1998 og skuldir hafa hækkað um 12,7 milljónir á dag frá því Ingibjörg Sólrún tók við í Ráðhúsinu. Sterk borg- arfyrirtæki eins og Orku- veitan og Reykjavíkurhöfn hafa verði rekin með tapi og safnað skuldum. Orku- veitan sem var nær skuld- laus þegar Ingibjörg Sól- rún tók við er orðin svo skuldsett að afkoma fyrirtæk- isins byggist að mestu á því hver þróunin er í gengismálum. Ef skoðaðar eru afkomutölur þessa árs hjá fyrirtækinu kem- ur í ljós að ef þróun gengismála hefði verið eins og gert var ráð fyrir í áætlunum fyrirtækisins hefði tapið verið yfir 100 millj- ónir króna en sökum þess að krónan styrkist svona á árinu er hagnaðurinn yfir tveir millj- arðar. Ofangreind dæmi sýna að kjósendur í Reykjavík hafa tap- að á því í beinhörðum pen- ingum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki staðið við orð sín. Fjármálalegar stað- reyndir eru hins vegar ekki að- alatriðið. Hitt er mikilvægara að ef fjölmiðlafólk og kjósendur gefa stjórnmálamönnum það til kynna að það, að ganga bak orða sinna, er hegðun sem er liðin, erum við að fara út á hál- an ís. Stjórnmál eru að mörgu leyti endurspeglun á samfélag- inu. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálamenn gangi á undan með góðu fordæmi. Okk- ar samfélag hefur ekki frekar en önnur náð fullkomnun. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um að bæta þurfi siðferði í viðskiptum. Það er alveg ljóst að hæpið er að við náum að bæta siðferði í viðskiptum eða á öðrum sviðum ef siðferði í stjórnmálum er stórlega ábóta- vant. Það er sömuleiðis ekki falleg framtíðarsýn fyrir okkar þjóðfélag ef talið er eðlilegt að orð þurfi ekki að standa. Eng- inn er fullkominn og öllum geta orðið á mistök sem unnt er að umbera. Þegar stjórn- málamenn geta hins vegar gengið að því sem vísu að þeir geti gengið á bak orða sinna þá er eitthvað mikið að í okkar þjóðfélagi. Tákn fyrir bætt siðferði? Eftir Guðlaug Þ. Þórðarson ’ Það er alveg ljóst aðhæpið er að við náum að bæta siðferði í við- skiptum eða á öðrum sviðum ef siðferði í stjórnmálum er stór- lega ábótavant. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi. að við ættum að sækja um að- r hins vegar ekki farið fram hjá avíð Oddsson hefur algjörlega því þetta var skrifað fyrir um þegar menn hafa einu sinni ðun er auðveldara að gera það tverk nefndarinnar rnum misserum hefur for- ra margsinnis sagt að maður k nema hafa nokkuð staðfastan upa hana. Með þessari samlík- errann að gagnrýna málflutn- m telja vænlegt fyrir Íslend- reina samningsmarkmið með ð láta reyna á aðildarumsókn. u engar brýr „brjóta“ að baki að leggja upp í aðildarviðræður mningsmarkmið upp á vasann. m áður var telur forsætisráð- um stundir að um ómálefna- tning sé að ræða. Það séu sjálf- nmarkar á því að ganga til ESB og ekki sé um það að ga til slíkra viðræðna sannfærð að ná fram hinu besta, en jafn- lbúin að hverfa frá þeirri leið- staðan er ekki þolanleg. Ekki ð útiloka með öllu að Davíð að að mildast í þessari afstöðu rfa til fyrri skoðunar sinnar. ljóst að ef þessi ESB-nefnd ruleika og einhver alvara er að en að þæfa málið fram yfir erður hún ekki eingöngu skip- amönnum. Í henni þurfa að r hagsmunasamtaka og úr há- aginu svo dæmi séu tekin. Ef að skila af sér vitrænni nið- hún að gera sér á einhvern und hver samningsmarkmið við stöndum frammi fyrir því aðild að ESB. Að öðrum kosti ki með nokkru móti gert sér ostum og göllum aðildar af Með þessari tillögu sinni er on því í raun komin í hring í æðunni og tekur óbeint undir ið að mikilvægt sé að skil- ingsmarkmið okkar eins vel og vort að flíkin verði mátuð í kjöl- gulegt að segja til um en eitt er arfulltrúar þurfa að spá vand- velta vel fyrir sér númerum. álinu? er stjórnmálafræðingur og aður í Evrópusamtökunum. E NGUM dylst að síðustu vikur hafa verið Reykjavík- urlistanum erf- iðar. Það farsæla samstarf fólks og flokka sem kjósendur í höfuðborginni hafa leitt til sigurs í þrennum síðustu borgarstjórnarkosningum hékk á bláþræði. Reykjavík- urlistinn á nú það verkefni fyrir höndum að endurnýja þau tryggðabönd milli fólks og flokka sem kunna að hafa trosnað í átökum undanfar- inna vikna. Til þess eiga að vera allar forsendur. Athygli fjölmiðla hefur ekki síst beinst að því að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hverfur senn úr stóli borg- arstjóra. Hún hefur verið helsti pólitíski talsmaður Reykjavíkurlistans frá upp- hafi og um leið borgarstjóri allra Reykvíkinga. Eðlilega hefur mörgum þótt styrkur Reykjavíkurlistans end- urspeglast í framgöngu Ingi- bjargar Sólrúnar. Engum dettur því í hug að gera lítið úr þeim umskiptum sem af- sögn hennar felur í sér. Í því sambandi verður þó að benda á að Reykjavíkurlistinn mun sem fyrr njóta krafta Ingi- bjargar Sólrúnar í borg- arstjórn þar sem hún verður áfram borgarfulltrúi. Við starfi hennar sem borg- arstjóri tekur jafnframt nýr og kraftmikill maður, Þór- ólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri Tals. Ráðningu nýs borgarstjóra bar brátt að. Verkefni Þórólfs Árnasonar verður erfitt og krefjandi. Að mörgu leyti tek- ur hann þó við kyndlinum af Ingibjörgu Sólrúnu við kjör- aðstæður. Reykjavíkurborg hefur verið breytt úr því að vera gamaldags embættis- mannakerfi í nútímalegt þjónustufyrirtæki. Breyt- ingar og umbætur eru löngu hættar að vera ógnun við ró embættismanna. Þær eru hluti af metnaði þeirra og starfsumhverfi. Ekki er hægt að vísa til misjafnrar reynslu vinstriflokkanna við stjórn borgarinnar 1978–1982 af því að ráða Egil Skúla Ingibergs- son í stöðu borgarstjóra án þess að taka mið af þessum umskiptum. Árið 1978 tóku vinstriflokk- arnir í arf gamaldags emb- ættismannakerfi sem ein- kennst hafði af pólitískum ráðningum og íhaldssemi. Þær breytingar sem fyrirheit höfðu verið gefin um létu því á sér standa. Staða Þórólfs Árnasonar er allt önnur. Hann kemur til starfa í stjórnkerfi sem hefur verið umbreytt í takt við verkefni nýrra tíma. Hann tekur við forystu í öflugum hópi fag- fólks í stjórnsýslunni. Tími flokksskírteinanna er einfald- lega liðinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Að því leyti er ráðning Þórólfs Árnasonar eðlilegt framhald af þeirri end- urnýjun og umstokkun sem Reykjavíkurlistinn hefur staðið fyrir í stjórnkerfi Reykjavík- urborgar. Hin hliðin á sama peningi er sú að stjórn- kerfi Reykjavík- urborgar er pólitískt stjórnkerfi sem ætlað er að tryggja framgang stefnu- mörkunar kjörins meirihluta. Nýr borgarstjóri er því ekki aðeins ráðinn til að vera æðsti embættismaður Reykjavík- urborgar heldur einnig mál- svari þeirrar stefnu og verka sem honum er falið að vinna að í umboði meirihluta borg- arstjórnar. Þórólfi Árnasyni er því ætlað málsvara- hlutverk fyrir hönd meirihlut- ans. Tekin voru af öll tvímæli um þetta í yfirlýsingu borg- arfulltrúa Reykjavíkurlista á borgarstjórnarfundi 2. janúar 2003. Í því efni má segja að læra eigi af reynslu áranna 1978–1982. Í raun er ekki rétt að tala um ópólitískan borg- arstjóra við ráðningu Þórólfs Árnasonar. Miklu nær er að segja að Reykjavíkurlistinn hafi eignast nýjan og öflugan talsmann. Nýr borgarstjóri Eftir Dag B. Eggertsson Morgunblaðið/Golli ’ Í raun er ekki réttað tala um ópólitísk- an borgarstjóra við ráðningu Þórólfs Árnasonar. Miklu nær er að segja að Reykjavíkurlistinn hafi eignast nýjan og öflugan talsmann. ‘ dagur@reykjavik.is. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.