Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÆRI Jón. Ég undirrituð fer þess á leit við þig að stefna að því að fá sólarhrings- hjúkrun í heimahúsum. Það myndi spara fé og sjúklingarnir yrðu ánægðir. Það sem hefur bjargað mér fram á þennan dag er áhugamálin. Að skapa eitthvað fallegt sem hugur og hönd geta unnið að. Mig vantar ekki vilj- ann en stundum getuna og finn þá eitthvað annað að gera. Það sem ég er að fást við er handverk sem verð- ur til í huganum og ég hef nú þegar haldið tvær sýningar með góðra manna hjálp. Ég hef fengið góða að- sókn og veitt öðrum ánægju sem hafa séð þær, því það er ýmislegt hægt að gera þótt maður sé fatlaður. En nú er svo komið að ég þarf mikla hjálp og það ber mig ofurliði, þess vegna skrifa ég þetta bréf til að biðja um að fá heimahjúkrun allan sólar- hringinn svo manni finnist maður vera manneskja en ekki eitthvað þriðja flokks. Þér er velkomið að koma og ræða við mig ef þú átt leið norður í land, það gæti orðið athyglisvert fyrir okk- ur bæði. En ég reyni að vera jákvæð og raunsæ en nú er svo komið fyrir mér að mér finnst ég oft vera að gef- ast upp. Það eru ýmis ljón í veginum eins og aðgengi að ýmsum stöðum sem ég hef ánægju af að koma á, t.d. í sund. Í vatni líður mér best en ég get ekki klætt mig sjálf og fæ því ekki að fara ein í sund. Ég hugsa að gott væri að hafa möguleika á sameigin- legum klefa fyrir konur og karla. Mér finnst ég ekkert hafa að fela, maður er eins og guð skapaði mann. Þér er velkomið að koma í himna- ríki (það er minn sælustaður) þar sem ég vinn að mínum áhugamálum sauma, teikna, tálga og mála. En nú er ég að verða máttlaus í höndunum og þarf að hugsa upp á nýtt og það sem mér dettur fyrst í hug er að stofna hláturklúbb sem ég myndi nefna „Hlæjandi skvísur“ því að hlát- ur veitir bæði gleði og ánægju og þá gleymist að eitthvað sé að manni. Ég hef aldrei mátt vera að því að vera veik og læt þennan sjúkdóm ekki ráða yfir mér. Eins og ég segi við vini og kunningja að ég hafi verið fædd með hálfan heila og hann sé upp- þornaður, læknirinn minn má ekki heyra á þetta minnst því hann segir: „Ef einhver er klár í kollinum þá ert það þú.“ En til að fá þessu framfylgt þarf að borga mannsæmandi laun og það á alls ekki að spara við hjúkrunarfræð- inga, lækna og kennara, mikilvægt er að stéttirnar geti helgað sig starf- inu. Ég óska öllum velfarnaðar á nýju ári. HILDUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR, Borgarsíðu 12, 603 Akureyri. Opið bréf til heil- brigðisráðherra Jóns Kristjánssonar Frá Hildi Kristínu Jakobsdóttur: FYRIR jólin berst okkur mikið blaðaefni og hætt við því að sitthvað áhugavert fari fram hjá okkur. Föstudaginn 19. desember birtist í Morgunblaðinu afar góð og upplýs- andi grein eftir Hönnu Láru Steins- son félagsráðgjafa heilabilunarein- ingar LSH á Landakoti. Vonandi hefur greinin náð athygli sem flestra. Í henni er fjallað um skerð- ingu á þjónustu við aldraða með heilabilun og vakin athygli á því að ekki standi til að opna eftir áramót- in deild fyrir slíka sjúklinga sem lokað var, tímabundið að sögn stjórnvalda, í ágúst síðastliðnum. Engin hætta er á því að allur sá fjöldi fólks sem málið varðar – og það eru ekki einvörðungu sjúkling- arnir sjálfir – heldur einnig að- standendur hafi látið grein Hönnu Láru fram hjá sér fara. Þetta fólk þekkir af eigin raun hve alvarlegt mál er hér á ferðinni. En lokun deildarinnar snertir fleiri en fram- angreinda. Í greininni kemur fram að þar sem eðli málsins samkvæmt hafi ekki verið hægt að senda sjúk- lingana heim hafi þeim verið komið fyrir á öðrum deildum sem svo aft- ur hafi haft keðjuverkandi afleið- ingar í för með sér. Þetta hafi valdið miklu raski í starfsemi sjúkrahúss- ins segir í grein Hönnu Láru. „Við bætist að þar sem bið eftir hjúkr- unarheimili er svo löng í Reykjavík eru sjúklingarnir enn á þessum deildum þannig að þeir varna því að sjúklingar af bráðadeildum spítal- ans geti lagst inn til endurhæfing- ar.“ Samkvæmt upplýsingum fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík eru nú á biðlista 284 einstaklingar sem skilgreindir eru í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og 111 eru í brýnni þörf fyrir dvalarrými. Á bið- listum eru hins vegar mun fleiri eða alls 565. Það segir sig sjálft að við þessar aðstæður væri það mikið glapræði að skerða þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi. Hana þarf þvert á móti að stórauka. Fylgst verður með því hvaða ákvörðun verður tekin af for- svarsfólki sjúkrahússins en fyrri loforð gengu út á að sú deild sem lokað var í ágúst yrði opnuð í byrj- un janúar. Síðan hafa komið misvís- andi yfirlýsingar en Hanna Lára Steinsson varar við því að við kunn- um að standa frammi fyrir lokun til frambúðar. Það má ekki gerast. ÖGMUNDUR JÓNASSON, formaður BSRB og alþingismaður. Verður lokað á heila- bilaða á Landakoti? Frá Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB og alþingismanni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.