Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 31
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Stafsfólk Fasteignarsölunar Gimli
óskar landsmönnum
öllum gleðilegs árs og þakkar
viðskiptin á liðnum árum
ÞETTA fimmtánda bindi í Safni til
Iðnsögu Íslendinga er átjánda bókin,
því að þrjú bindin eru í tveimur bók-
um hvert. Glæsilegt ritsafn er þetta
orðið og hreint einstök náma fróðleiks
um iðnir á Íslandi, hvort heldur litið
er á sögu þeirra og þróun, lýsingu á
umfangi og eðli iðnarinnar, verk-
hætti, menntun eða félagsmál. Fjöl-
margir höfundar hafa komið hér við
sögu, ýmist fagmenn, sagnfræðingar,
áhugamenn og kannski fleiri. Ritun
bókar um iðngrein, sérstaklega ef um
ræðir margbrotið handverk, er í raun
afar sérhæft verkefni. Því má með
vissum rétti halda fram, að varla sé
hægt að skrifa svo að fullnægjandi sé
um iðngrein án þess að vera fagmað-
ur og hafa langa reynslu í faginu. En
það er vissulega ekki nóg. Sá hinn
sami þarf einnig að búa yfir sögulegri
þekkingu, áhuga og eðli grúskarans,
vera vel ritfær og laginn við að út-
skýra og fræða. Þetta fer vitaskuld
heldur sjaldan saman hvort heldur er
hjá handverksmönnum eða öðrum. Í
þetta sinn hefur tekist einstaklega vel
til. Höfundur þessarar bókar, Krist-
ján Guðlaugsson, málarameistari, er
viðurkenndur sem frábær og þaul-
reyndur fagmaður. Hefur hann einn-
ig um áratugaskeið lagt sig eftir sögu
iðnarinnar og gömlum aðferðum, sem
þurft hefur að beita vegna endur-
gerða á gömlum friðlýstum bygging-
um. Hann ritar góðan og skemmti-
legan stíl og er einkar laginn við að
reifa og útskýra flókið efni. En um
það er nóg í þessari iðngrein.
Svo að bók þessari sé lýst lítillega,
þá skiptist hún í tuttugu og sjö kafla.
Fyrstu níu kaflarnir eru eins konar
forsaga. Sagan sú hefst að sjálfsögðu í
útlöndum, en færist svo til Íslands.
Þar segir frá fyrstu íslensku málur-
unum, Marteini Einarssyni, biskup,
síra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði,
Sigurði málara Guðmundssyni, Arn-
grími Gíslasyni og fleirum. Þegar
nálgast lok nítjándu aldarinnar fér
stétt að verða til. Danskir málarar
vísa veginn og Íslendingar fylgja í
sporaslóð þeirra.
Í tíunda til sautjánda kafla er rakin
þróunin frá u.þ.b. 1920 og til nú-
tímans, bæði í iðngreininni sjálfri,
menntun málara og félagsmálum. Þar
er vissulega af mörgu að taka.
Í fjórum köflum er greint frá
nokkrum sérsviðum innan málaraiðn-
arinnar, svo sem leiktjaldamálun,
skilta- og auglýsingamálun, bílamál-
un og húsgagnamálun. Einn sérlega
áhugaverður kafli nefnist Listfengir
málarar.
Þegar hér er komið sögu eru búnir
tæpir tveir þriðjungar bókar. Hefur
bókin fram að þessu verið hinn
skemmtilegasti lestur, sem allir geta
notið með ánægju, þó að lítið vit hafi
þeir á málaraiðninni. En nú taka við
nokkrir langir og mjög sérhæfðir
kaflar, sem varla festast vel í minni
öðrum en fagmönnum og kann þó
margt að koma þeim á óvart í þessum
skrifum. Kafli er um málningu og ótal
margt sem henni tilheyrir, svo sem
tilbúningu málningar og ótal tegundir
málningar. Þá er annar langur kafli
um liti og lökk og er á sama hátt farið
vandlega í saumana. Kafli er um
nokkrar vinnuaðferðir, um skraut-
málningu og að lokum um áhöld mál-
arans.
Í þessum síðustu köflum fer fag-
maðurinn og fræðarinn svo sannar-
lega á kostum og er óhugsandi að
maður með annan bakgrunn hefði
getað skrifað þessa kafla.
Í bókarlok eru skrár eins og vera
ber: Heimildaskrá (skriflegar og
munnlegar), myndaskrá og nafna-
skrá. Mikill fjöldi skemmtilegra
mynda prýðir þessa bók, svo og inn-
felldir textar með ítarefni.
Bókin er að sjálfsögðu gefin út með
sama hætti og önnur rit í þessu safni.
Vel er frá henni gengið að öðru leyti
en því að nokkuð ber á prentvillum og
ritvillum. Að fæstum er þó mikill bagi
annar en óprýðin. Tveggja er þó
ástæða til að geta. Sigurður Guð-
mundsson málari er sagður frá Hey-
dölum í Skagafirði. Heydalir eru eng-
ir til þar í sveit. Sigurður fæddist á
Hellulandi í Hegranesi, en fluttist ell-
efu ára með foreldrum sínum að Hof-
stöðum í Viðvíkursveit. Þessi villa
finnst okkur Skagfirðingum leiðinleg!
Á bls. 120 stendur Exole des Beaux-
Arts í París. Það á auðvitað að vera
École. Þetta eru smávægilegir ann-
markar á ágætri bók. Ég óska hinum
aldna höfundi til hamingju með mikið
og merkt afrek.
Málaraiðnin á Íslandi
BÆKUR
Iðnsaga
Kristján Guðlaugsson. Safn til Iðnsögu
Íslendinga. XV. bindi. Ritstj.: Ásgeir Ás-
geirsson. Útg.: Iðnsaga Íslendinga og
Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík
2002, 378 bls.
LÍF MEÐ LITUM. SAGA MÁLARAIÐNAR Á
ÍSLANDI
Sigurjón Björnsson
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930