Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HRYÐJUVERK Í TEL AVIV Tveir menn með sprengjur innan klæða gerðu sjálfsmorðsárás á fjöl- förnum stað í Tel Aviv í Ísrael í gær. Talið er að á þriðja tug manna hafi látið lífið og 100 manns hafi særst. Samtökin Hamas og Jihad hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Ísraelar svöruðu þegar fyrir sig og gerðu þyrluárás á Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaddi þegar til ríkisstjórnarfundar. Togstreita að tjaldabaki Harðvítug átök um yfirráð yfir Fjárfestingabanka atvinnulífsins hófust 1998 og í kjölfarið um Ís- landsbanka. Er þetta átakamesta viðskiptastríð, sem háð hefur verið á Íslandi í áratugi og fór það að mestu fram að tjaldabaki. Norðurljós semja við LÍ Norðurljós sömdu á gamlársdag við Landsbankann um að greiða 100 milljónir upp í skuld vegna yfirdrátt- ar í bankanum og um leið var samið um önnur lán. Sigurður G. Guð- jónsson, forstjóri Norðurljósa, sagði í gær að nú væru öll lán félagsins í skilum og næst væri að fara út í end- urfjármögnun. Minna um heilahimnubólgu Tíu tilvik heilahimnu- bólgu greind- ust á liðnu ári og eru það færri tilfelli en síðustu fimm ár á undan. Aðeins eitt til- felli af b-stofni greindist, en staðið hefur yfir bólusetning gegn heilahimnubólgu af þeim stofni und- anfarna mánuði. Minjar eða gamalt drasl? Byrjað er að rífa ratsjárstöð Bandaríkjahers á Stokksnesi, en ýmsir eru þeirrar hyggju að fara eigi hægt í sakirnar. Ekki megi vanmeta sögulegt gildi þessara mannvirkja og þau beri að vernda. Aðrir segja hér um að ræða gamalt drasl. Opinberun með vorinu Hrafn Gunnlaugsson stefnir á að frumsýna nýja bíómynd, Opinberun Hannesar, með vorinu. Tökum er nýlokið og hefst nú klippivinna. Jafntefli Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta náði að tryggja sér jafntefli, 25–25, með marki úr víti á lokasek- úndum vináttuleikjar við Slóvena í gærkvöldi. Liðin léku einnig á laug- ardag og þá sigruðu Íslendingar. B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALSMENN FÁ LIÐSAUKA Í KÖRFUKNATTLEIK / B12 ALBERT Sævarsson, markvörður Grindvík- inga, er að íhuga hvort hann eigi að fara til Færeyja og leika þar með B68 í Tóftum, en lið staðarins varð í sjötta sæti deildarinnar í fyrra. Forráðamenn B68 höfðu samband við Albert og hafa áhuga á að fá hann til liðsins. „Það er rétt, þeir eru búnir að tala við mig en ég á alveg eftir að ákveða hvað ég geri,“ sagði Albert í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrir nokkrum árum stóð til að Albert færi til Færeyja og gengi til liðs við þarlent félag, en af því varð ekki. Albert sagðist þekkja nokkuð til í Færeyjum enda væri eiginkona hans færeysk. Þegar deildakeppnin hófst í fyrra hafði Al- bert ekki misst af leik með Grindvíkingum í efstu deild. Hann hafði þá leikið 121 leik í röð í deildinni en missti af fyrstu leikjunum í sumar vegna meiðsla. Albert á leið til Færeyja? DONTE Mathis, bandarískur körfu- knattleiksmaður, kom til liðs við úr- valsdeildarlið Skallagríms á laugar- daginn og lék með því gegn ÍR í deildinni í gærkvöld. Hann kemur í staðinn fyrir Isaac Hawkins sem lék með Borgnesingum fyrir áramótin en var sagt upp fyrir jólafríið. Mathis er 27 ára gamall bakvörður 1.90 metrar á hæð og lék síðast í Þýskalandi með 1. deildarliðinu Mitteldeutscher BC. Þar skoraði hann oft á fjórða tug stiga, í einni af sterkustu deildum Evrópu. Í Banda- ríkjunum lék hann með háskólaliði Southwest Texas. Ólafur Helgason, formaður körfu- knattleiksdeildar Skallagríms, sagði við Morgunblaðið í gær að atvinnu- leyfi fyrir júgóslavnesku bræðurna Darko og Milos Ristic væru loksins að komast í höfn. Þeir voru komnir með leikheimild með Skallagrími í desember en gátu ekki komið til landsins þar sem bið var á að at- vinnuleyfin lægju fyrir. „Bræðurnir eru væntanlegir hingað næsta laug- ardag og verða þá með þegar við mætum Snæfelli í Stykkishólmi þann 17. janúar,“ sagði Ólafur Helgason. Mathis til Skallagríms og bræð- urnir vænt- anlegir Tímamótamark Ólafs var annaðmark Íslendinga í leiknum og með því jafnaði hann metin, 2:2. Markið skoraði Ólafur með því að stökkva upp jafnfætis og skjóta firnafast efst í markhornið hægra megin við Mustafa Torlo, markvörð Slóveníumanna. „Mér gæti ekki verið meira sama,“ sagði Ólafur þegar honum var greint frá áfang- anum í leikslok. „Tölfræði er góð fyrir ykkur blaðamenn, fyrir mig skiptir þetta harla litlu máli.“ Ólafur skoraði alls fimm mörk í leiknum, tvö með langskoti, tvö úr vítakasti og eitt af línu. Ólafur hefur skorað 704 mörk í 160 landsleikjum, sem er að með- altali 4,4 mörk í leik. Hann hefur átta sinnum náð að skora tíu mörk eða meira í landsleik. Kristján Arason skoraði 1.089 mörk í 238 landsleikjum, eða að meðaltali 4,6 mörk í leik. Hann hef- ur náð því að skora oftast tíu mörk eða fleiri í landsleik, eða níu sinnum. Flest mörk skoraði hann í landsleik gegn Ungverjalandi 1985, eða 15. Valdimar Grímsson skoraði 932 mörk í 158 landsleikjum, eða að meðaltali 3,6 mörk í leik. Hann skoraði sjö sinnum yfir tíu mörk í leik, flest 13 í leik gegn Portúgal 1998. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 730 mörk í 236 landsleikjum, eða að meðaltali 3 mörk í leik. Hann skor- aði fimm sinnum tíu mörk eða fleiri í leik. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Stefánsson með sendingu á línu í leiknum í gærkvöldi í Laugardalshöll. Ólafur rauf 700 marka múrinn ÓLAFUR Stefánsson rauf 700 marka múrinn með íslenska lands- liðinu í handknattleik, þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í leikn- um gegn Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi í jafnteflisleik, 26:26. Ólafur er fjórði leikmaðurinn sem nær því afreki, en áður höfðu þeir Kristján Arason, Valdimar Grímsson og Sigurður Valur Sveinsson náð þeim áfanga – allir vinstrihandarleikmenn. Ekkert náðst í Duran- ona á Kúbu ENN er óvíst hvort Ró- bert Julian Duranona komi til móts við ís- lenska landsliðið í handknattleik fyrir heimsmeistarakeppn- ina í Portúgal. Duran- ona er í fríi á Kúbu og forráðamenn landsliðs- ins hafa enn ekki náð sambandi við hann, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Duranona lék mjög vel í tveimur leikjum með Wetzlar í þýsku 1. deildinni í kringum jól- in og gæti því reynst landsliðinu góður liðs- auki.  Landsliðsþjálfarinn/B2  Leikirnir/B6 2003  MÁNUDAGUR 6. JANÚAR BLAÐ B Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Myndasögur 42 Erlent 20 Bréf 42 Forystugrein 26 Dagbók 44/45 Viðskipti 28 Bíó 46/49 Listir 30/32 Fólk 46/49 Minningar 40/43 Ljósvakar 50 Umræðan 33/35 Veður 51 * * * Morgunblaðið/Sverrir Meðal þeirra sem sóttu samkomuna var Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, en hann var jafnframt ræðumaður dagsins. Stemning á trúarsamkomu „ÞÚ Guðs her, ver heill“ var yf- irskrift samkomu ýmissa kristinna trúfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldin var í húsnæði Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu í gær. Að sögn forstöðumanns Fíladelfíu tóku hátt í 600 manns í sjö trú- félögum þátt í samkomunni. Síðdegis á laugardag var bæna- ganga trúfélaganna þar sem gengið var frá Hlemmi niður Laugaveginn og á Austurvöll þar sem beðið var fyrir landi og þjóð. „Þetta var til að undirstrika að við stöndum saman sem einn her,“ segir Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu. Hann telur að milli 400 og 500 manns hafi tekið þátt í göngunni í fyrrakvöld. Á samkomunni tók fulltrúi hverr- ar kirkjudeildar þátt með tónlist- arflutningi, prédikun eða stjórnun. „Húsið var troðið,“ segir Vörður. „Það tekur í kringum 500 manns og fólk stóð á göngum og úti við dyr. Svo sendum við samkomuna út í beinni útsendingu á útvarpsstöð- inni Lindinni og þar eru þúsundir sem hlusta á.“ Að hans sögn var stemningin á samkomunni stórkost- leg. „Fólk var hreinlega ekki tilbúið að hætta,“ segir hann. KOMIN er út skýrsla Rannsóknanefnd- ar flugslysa, RNF, vegna flugóhapps í Vestmannaeyjum þegar flugvél af gerð- inni Cessna 172 Skyhawk rann út af flug- braut eftir lendingu í hliðarvindi. Fjórir voru um borð í vélinni. Segir m.a. í nið- urstöðu að reynsluleysi flugmanns hafi orðið til þess að hann beitti ekki stjórn- tækjum nægilega ákveðið í lendingunni og að flugumferðarstjóri vallarins hafi átt að gefa flugmanningum upplýsingar um vindstyrk fyrr en raunin varð þar sem mögulegt er að flugmaðurinn hefði þá óskað eftir að lenda á annarri braut en hann gerði. Fram kemur í skýrslunni að rétt eftir lendingu fór flugvélin skyndilega að skrika og leitaði nef hennar til vinstri. Rann hún út af brautinni á töluverðum hraða um 50 metra frá þeim stað sem hún fyrst snerti brautina. Þegar hún stöðvaðist var hún um 15 metrum austan og utan við flugbrautina. Vélin skemmd- ist töluvert en í skýrslu RNF segir að við rannsókn á stjórntækjum vélarinnar hafi ekki fundist neitt óeðlilegt. Einnig segir að flugumferðarstjórinn hafi átt að gefa flugmanninum upplýs- ingar um vindstyrk og vindstefnu strax eftir að flugmaðurinn kallaði í flugturn- inn í seinni ferð sinni. Ekki eru lagðar til neinar tillögur í öryggisátt vegna óhappsins. Reynsluleysi og síðbúnar upplýsingar meðal orsaka ♦ ♦ ♦ Skýrsla um flugóhapp í Vestmannaeyjum UMFERÐ um Reykjanesbraut þykir orðin það mikil að öruggara þótti að ráðast í tvöföldun hennar en að bæta við einni akrein, gera svonefnda 2 + 1 leið, og hafa hugsanlega miðjuvegrið, að sögn Jóns Rögnvaldssonar aðstoðar- vegamálastjóra. Segir hann að sú lausn komi til greina annars stað- ar í þjóðvegakerfinu og sé hana m.a. að finna á Hellisheiði enda þótt þar séu ekki slík vegrið. Fram kom í frétt Mbl. í gær að Svíar hafi víða sett upp miðju- vegrið á þjóðvegum til að draga úr árekstrahættu. Hafi það leitt til færri banaslysa á umræddum vegum. Fram kom einnig að þriggja akreina vegur með miðju- vegriði væri ódýrari lausn en veg- ur með tveimur akreinum í báðar áttir. Jón Rögnvaldsson segir það hafa komið mjög til athugunar að hafa þrjár akreinar á Reykjanes- brautinni og hugsanlega vegrið. Horfið var frá því þar sem rúm- lega sex þúsund bíla umferð á sól- arhring þótti of mikil til að sú lausn teldist viðunandi. Benti Jón á að nauðsynlegt hefði orðið að leggja þriðju akreinina og breikka Reykjanesbrautina um fjóra til fimm metra fyrir hana að með- töldu vegriði. Auk rýmis fyrir vegrið yrði að gera ráð fyrir 1–1,5 m rými báðum megin vegriðs. Kostnaður hefði þó orðið minni en við tvöföldun. Jón segir þá leið að hafa þrjár akreinar á ákveðnum vegarköflum eins og gert sé á Hellisheiði hæfa vel sums staðar í þjóðvegakerfinu með eða án miðjuvegriðs. Hann segir reynslu hérlendis þó ekki benda til þess að mikið sé um slys og óhöpp vegna þess að ekki sé miðjuaðskilnaður á þjóðvegum. Tvöföldun þótti örugg- ari en þrjár akreinar Fyrirhugaðar framkvæmdir á Reykjanesbraut Viðbúnaður vegna líflátshótana TVEIR liðsmenn úr sérsveit ríkislögreglu- stjóra voru kallaðir að heimahúsi í Hafn- arfirði í gærkvöldi vegna hótana sem bár- ust frá karlmanni sem hringdi í lögregluna og sagðist vopnaður byssu. Hann var einn heima hjá sér og hótaði sjálfum sér lífláti svo og öðrum sem kæmu nálægt húsinu. Lögreglan í Hafnarfirði brást við vegna málsins og fékk til aðstoðar lögreglumenn frá Reykjavík auk sérsveitarmanna. Mað- urinn kom út að loknum samningaviðræð- um við lögreglu og reyndist óvopnaður með öllu. Var hann færður á lögreglustöð í Hafnarfirði. Var hann ölvaður og andlega vanheill að sögn lögreglunnar. BÖRN í Danmörku undir 15 ára aldri, sem eru með hita, mega ekki lengur fá verkjastillandi lyf sem innihalda acetylsalicyl-sýru, eða öðru nafni aspirín, samkvæmt ákvörðun danska lyfjaeftirlitsins. Notkun aspiríns hefur verið tengd sjaldgæfum en lífshættu- legum sjúkdómi sem nefnist Reyes Syndrom og leggst á börn. Notkun aspiríns, sem hitalækk- andi eða verkjastillandi lyfs, er hverfandi hér á landi að sögn yf- irlæknis barnaspítala Hringsins. Aspirín er að finna í ýmsum verkjastillandi lyfjum en einna þekktust af þeim hérlendis eru magnyl og kódímagnýl. Lyfið er þó ekki að finna í öðrum algeng- um verkjalyfjum á borð við para- setamól og parkódín. Reyes Syndrom er hættulegur sjúkdóm- ur sem getur valdið alvarlegum heilaskaða og jafnvel dauða hjá börnum. Að sögn Ásgeirs Haraldssonar, yfirlæknis á barnaspítala Hrings- ins, kemur sjúkdómurinn í kjölfar ákveðinna sýkinga og virðist vera algengari ef börnin hafa einnig fengið aspirín sem hitalækkandi meðferð. „Það eru líkur á að hann tengist aspiríni en menn greinir á um hvort það sé full- sannað,“ segir hann. Í frétt Jyllandsposten segir að þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi aldrei verið rakinn til notkunar lyfsins þyki rétt að banna lyfið með ofangreindum hætti. Ásgeir segir að mestu hætt að nota aspirín sem hitalækkandi eða verkjastillandi lyf fyrir börn hér á landi. „Við notum annaðhvort parasetamól eða bólgueyðandi gigtarlyf sem líka eru hita- og verkjastillandi og ekki hafa þessa aukaverkun. Þannig að aspir- ínnotkun hjá börnum á Íslandi vegna hita eða sem verkjastilling er nánast úr sögunni.“ Hann segir sjúkdóminn afar sjaldgæfan. „Það er álitamál hvort hann hafi greinst einu sinni hér heima á síðustu tveimur ára- tugum en það er ekki staðfest. Þannig að þessi sjúkdómur er að heita má óþekktur hér.“ Danir banna aspirín fyrir börn með hita Lyfið mjög lítið notað hér á landi LAUST eftir miðnætti á laugardag var slökkvilið Stykkishólms kallað út að Sjávarflöt þar sem kviknað hafði í út frá kerti. Eldri börn á heimilinu tóku eftir því að reyk lagði frá baðherberginu og létu foreldra sína vita. Kallað var á slökkviliðið og haft lokað inn á baðherbergi meðan beðið var eftir aðstoð. Eldurinn var kafnaður þegar slökkviliðsmenn- irnir komu á staðinn en þeir reyk- ræstu húsið. Skemmdir urðu á baðherbergi en ekki annars staðar í húsinu. Húsráðendum var að vonum brugðið, en þakklátir fyrir hve slökkviliðið brást fljótt við. Ekki liðu nema örfáar mínútur frá því að hringt var í 112 og þar til slökkvi- liðið var mætt á staðinn. Börn gerðu viðvart um eld Stykkishólmi. Morgunblaðið. SEX ára drengur hljóp í veg fyrir bíl við Smárahlíð á Akureyri um fimmleytið í gær. Bíllinn var ekki á miklum hraða, að sögn lögreglu, og voru meiðsl drengsins lítil. Varð fyrir bíl ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.