Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 45 DAGBÓK NÁMSK EIÐ Í SJÁLFS TYRKIN GU Áhersluatriði: • Að greina eigið samskiptamynstur • Að efla öryggi og sveigjanleika • Að ráða við vandasöm samskipti • Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075 Netfang: psych.center@mmedia.is SÁLFRÆÐISTÖÐIN Innritun á vorönn BRIDSSKÓLINN Námskeiðin hefjast 27. og 29. jan. Byrjendur: Hefst 27. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki þarf að koma með spilafélaga. Fólk á öllum aldri sækir skólann. Láttu slag standa! Framhald: Hefst 29. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23. Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans er fjallað jafnhliða um öll svið spilsins: sagnir, úrspil og vörn. Bókin Nútíma brids eftir Guðmund Pál Arnarson er lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að koma með makker. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík.                         STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð frumleg, glaðlynd og vel gefin. Þið munuð standa frammi fyrir nokkr- um valmöguleikum á árinu. Munið að hamingjan felst í frelsinu til að velja. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hikið ekki við að taka á ykkur aukna ábyrgð. Þið eruð beðin um það af því að aðrir treysta ykkur til þess. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið hafið sterka löngun til að mennta ykkur og ferðast. Reynið að grípa þau tækifæri sem gefast til að auðga líf ykkar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert ástríðufullur og svolít- ið utan við þig. Það er dásam- legt að vera ástfanginn en á sama tíma getur það verið hræðilegt og truflandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur lært ýmislegt af öðr- um í dag. Hafðu í huga að samskipti þín við aðra endur- spegla það hver þú ert. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að hefja vikuna á því að reyna að skipuleggja þig bæði á heimilinu og í vinnunni. Skipulag getur auk- ið sjálfsöryggi þitt á öllum sviðum lífsins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Daður, ástarævintýri og skemmtanir geta lífgað upp á daginn. Þú hefur einnig gam- an af að skipuleggja ferðalög og leika við börn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að kaupa eitthvað til heimilisins. Fólk í vogar- merkinu er mun næmara fyr- ir umhverfinu en fólk í öðrum merkjum. Þú nýtur þess að hafa fallega hluti í kringum þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að uppfræða aðra í dag. Hikaðu ekki við að segja hug þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu viss um að þér muni takast að auka tekjur þínar eða fá aðra vinnu. Þú hefur mikla möguleika í atvinnu- málum á næstu vikum og ætt- ir að nota tækifærið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sólin er í merki þínu og því er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfan þig. Láttu það eftir þér að gera það sem þér hentar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Enn eitt árið er á enda og af- mælið þitt nálgast. Tímamót veita okkur tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga hversu vel okkur hefur geng- ið að lifa samkvæmt sannfær- ingu okkar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn með sjálfum þér. Vinir þínir vilja vera með þér. Þú ættir að rýma til fyrir þeim og þiggja öll heimboð sem þér berast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ALFRED Sheinwold (1912–1998) var um langt árabil einn þekktasti brids- dálkahöfundur í Bandaríkj- unum. Síðustu æviárin skrifaði hann lítið sjálfur en lagði línurnar fyrir starfs- menn sína. Grundvallar- regla hans var þessi: Hvert spil verður að hafa eina rök- rétta lausn og ekkert annað má koma til greina. Sem er markaðsvæn stefna, en ekki í samræmi við raunveru- leikann. Settu þig í spor austurs, sem er í vörn gegn fjórum spöðum: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KG754 ♥ G43 ♦ K2 ♣G43 Austur ♠ Á32 ♥ D1096 ♦ D1086 ♣106 Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Dobl 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Grandopnun suðurs lofar 14–16 punktum og tveggja hjarta sögn norðurs er yf- irfærsla í spaða. Dobl aust- urs er svolítið glannalegt á fjórlit, en virðist hafa heppnast vel, því vestur spilar út hjartatvisti, þriðja hæsta. Sagnhafi lætur lítið úr borði og tekur með ás heima. Spilar síðan spaða- tíu, drottning frá makker og kóngur úr blindum. Þú dúkkar, en drepur á spaða- ás þegar sagnhafi spilar næst litlu trompi úr borði. Makker fylgir lit. Hvernig viltu nú verjast? Einföld punktatalning leiðir í ljós að makker á 7–9 punkta. Hann hefur þegar sýnt spaðadrottninguna og getur því mest átt 7 punkta til hliðar. Er hjartakóngur- inn þar á meðal? Kannski, kannski ekki. Alltént liggur ekkert á því að spila hjarta, því makker þvælist eitthvað fyrir í láglitunum. En hvort á að spila laufi eða tígli? Norður ♠ KG754 ♥ G43 ♦ K2 ♣G43 Vestur Austur ♠ D6 ♠ Á32 ♥ 872 ♥ D1096 ♦ Á973 ♦ D1086 ♣D985 ♣106 Suður ♠ 1098 ♥ ÁK5 ♦ G54 ♣ÁK72 Spilið er frá jólamóti BR í síðustu viku. Til að hnekkja geiminu verður austur að spila tígli yfir á ás makkers og fá hjarta til baka. Þannig tekst að brjóta hjartaslag- inn áður en sagnhafi fríar laufið. Í reynd spilaði aust- ur laufi og vestur fékk á drottninguna. En þá var einfalt mál fyrir sagnhafa að henda hjarta niður í frí- lauf. Hefði Sheinwold sam- þykkt þetta spil í spaltann sinn? BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT Á MISJÖFNU ÞRÍFAST BÖRNIN BEZT Fram ég járnið frosna lem, firrtur stoð og seimi; ekki gengur ætíð sem ætlað var í heimi. Flest er sagt í veröld valt, vont hins góða bíður; hollt er að þola heitt og kalt, hjá meðan æskan líður. Þetta veldur, að ég ei undir ligg, þó bylji, né lukku seldur færi fley fram á djúpa hylji. Benedikt Jónsson Gröndal 1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Bg4 4. 0-0 Rd7 5. d3 e5 6. Rbd2 Rgf6 7. e4 dxe4 8. dxe4 h6 9. h3 Be6 10. De2 Bc5 11. b3 Dc7 12. Bb2 Rh7 13. Rc4 Rg5 14. Rfxe5 Bxc4 15. Dxc4 Bxf2+ 16. Hxf2 Rxe5 17. Dc5 Rd7 18. De3 0-0 19. Df4 Db6 20. Dg4 Had8 21. Haf1 Dc5 22. h4 Re6 23. Df5 Dd6 24. e5 Dc5 25. De4 Rb6 26. c4 Rd7 27. Bh3 De7 28. De3 b6 29. Kh2 c5 30. He1 Hfe8 31. Hd2 Rdf8 32. Hd5 Rc7 Í tilefni af Olís- einvíginu verða sýndar nokkrar skákir til viðbótar með Sergei Mov- sesjan en einvígið verður á milli hans og Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar. Slóvakinn hafði hvítt gegn Ivan Sokolov í Evrópu- keppni landsliða í Batumi 1999. 33. Hed1! glæsileg stöðuleg skiptamunarfórn sem tryggir hvítum langvarandi frumkvæði. 33. – Rxd5 34. cxd5 Re6 35. d6 Db7 36. Bg2 Dd7 37. Bd5 b5 38. De4 Hc8 39. Bc3 a5 40. Bxa5 Da7 41. Bd2 Hcd8 42. a4 c4 43. Be3 Da5 44. axb5 cxb3 45. Bc6 Da2+ 46. Kh3 b2 47. Hf1 Db3 48. b6 f5 49. Bd5 Dc3 50. Dxf5 Dxe3 51. d7 He7 52. Bxe6+ Hxe6 53. Dxe6+ Kh7 54. Df5+ og svartur gafst upp. Atkvöld Taflfélagsins Hellis hefst í Álfabakka 14a kl. 20 6. janúar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.        Árnað heilla Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. september sl. í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni þau Elínborg Sigurjóns- dóttir og Kristján Friðjóns- son. Heimili þeirra er í Njarðvík. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. september sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni þau Margrét Bettý Jónsdóttir og Sigurþór Jóhannesson. Heimili þeirra er í Hafnar- firði. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði af sr. Þórhalli Heimissyni þau Sigrún Jóna Guðmunds- dóttir og Róbert Guðlaugs- son. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. september sl. í Ríkissal Votta Jehóva af Guðmundi H. Guðmunds- syni þau Íris Rohde og Konja Rohde. Heimili þeirra er í Bessastaða- hreppi. NÝLEGA tóku krakk- arnir í 7.C Melaskóla þátt í verkefninu Dag- blöð í skólum. Að lok- inni verkefnaviku með dagblöð í kennslutímum komu þau í skoðunarferð á Morgunblaðið ásamt kennara til að fá nánari inn- sýn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Morgunblaðinu. Morg- unblaðið þakkar 7.C kærlega fyrir komuna og vonar að heimsóknin hafi orðið þessum hressu krökkum bæði til gagns og gamans. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.