Morgunblaðið - 06.01.2003, Page 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 43
Verslun Dalvegi 2 • Kópavogi • Sími 564 2000 • www. quelle.is
ÚtsalaSTÓR
999,-
Buxur•Blússur•Peysur•Pils
Fatna›ur í öllum stær›um
Þýsk
gæði!
Hleðsluborvél 14,4 volt með
aukarafhlöðu í vandaðri tösku
með borum og skrúfbitum. Með
vélinni fylgir skrúfbitasett frá
BOSCH að verðmæti kr. 990.-
FRÁBÆR
K A U P !
Pottasett 4 hluta.
Eðalstál, hitaeinangrandi
handföng, orkusparandi botn,
glæsilegt útlit.
Komi
ð
aftur b
eint á
útsölu
na!
Útsala
kr. 2.990,-
Útsala
kr. 6.790,-
Rétt ver›
kr. 8.900,-
Shopper - Bæjartaska.
Taska sem alltaf er gott að
vera með! Mjög þægileg og
rúmgóð handtaska, mörg
innri og ytri hólf. Sérstakur
vasi fyrir farsíma.
Útsala
kr. 1.299,-
Rétt ver›
kr. 1.999,-
Verkfærasett.
73 hluta frábært sett úr
Chrom-Vanadium-Stáli í
góðri tösku. Smáhlutabox í
loki.
Útsala
kr. 4.400,-
2.990,-
Yfirhafnir•Draktir•Jakkar
Þú færð ekki betra verð!
Vandað úr með
skiptanlegum skífum.
5 mismunandi
útskiptanlegar skífur í
fallegum kassa.
Tölva.
Létt og
handhæg
með öllum
aðgerðum.
Útsala
kr. 299,-
Útsala
kr. 990,-
Útsala
kr. 1.990,-
Útsala
kr. 6.900,-
án aukarafhlö›u
kr. 4.400,-
Gæ›amerki Quelle í
fi‡skaland
Útvarp. Sjálfleitari,
heyrnatól, 2 rafhlöður.
Ótrúleg gæði.
Jólin verða kvödd á Ásvöllum
með dansi og söng á þrettándahátíð
í dag, mánudaginn 6. janúar.
Skemmtidagskrá hefst á Ásvöllum
kl. 19:00 á svæðinu fyrir framan
nýja íþróttahúsið. Þar verður álfa-
brenna, söngur, glens og gaman,
Grýla og Leppalúði og flugeldasýn-
ing. Kaffi, heitt kakó, blys og kyndl-
ar verða til sölu á staðnum á vægu
verði. Ókeypis aðgangur er að
svæðinu og bílastæði eru beggja
vegna íþróttahússins.
Það eru Haukar í samstarfi við
Sörla og Æskulýðs- og tóm-
stundaráð Hafnarfjarðar sem
standa að skemmtuninni.
Í DAG
ÞEKKINGARMIÐLUN ehf. stend-
ur fyrir námskeiðinu „Markmiða-
setning: Að láta nýársheitin rætast“.
10. janúar nk. frá kl. 8.30–12.30. Í til-
kynningu frá fyrirtækinu segir að
námskeiðið sé fyrir alla þá „sem vilja
auka árangur sinn og öðlast aukna
ánægju í starfi og einkalífi“.
Ennfremur segir að rannsóknir
sýni að það sem einkenni þá sem náð
hafa miklum árangri í lífinu er að
þeir vita hvað þeir vilja, vita á hvaða
mark þeir miða og hvað þeim finnst
mikilvægt. Leiðbeinandi er Ingrid
Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá
Þekkingarmiðlun ehf. Skráning og
frekari upplýsingar hjá ingrid@-
thekkingarmidlun.is
Námskeið í
velgengni
ÁÆTLANIR um viðbrögð vegna til-
kynningarskyldra dýrasjúkdóma
hafa nú verið gerðar aðgengilegar á
vef embættis yfirdýralæknis, www.-
yfirdyralaeknir.is. Haustið 1998
skipaði yfirdýralæknir starfshóp til
að vinna að gerð slíkra viðbragð-
sáætlana í því skyni að tryggja rétt
viðbrögð almennings, dýralækna og
yfirvalda í sjúkdómstilfellum sem
ber að tilkynna.
Á vefnum má nálgast upplýsingar
um boðleiðir og rétt viðbrögð, vakni
grunur um að dýr sé haldið tilkynn-
ingarskyldum sjúkdómi. Þar má
finna lista yfir dýralækna á Íslandi
auk þess sem dýralæknar geta nálg-
ast þar nauðsynleg eyðublöð. Í til-
kynningu frá embætti yfirdýralækn-
is segir að viðbragðsáætlanirnar séu
í stöðugri þróun og vinna við þær
muni halda áfram.
Viðbragðs-
áætlanir vegna
dýrasjúkdóma
á Netið
EIMSKIP hefur opnað skrifstofu í
Fredrikstad í Noregi en norska fyr-
irtækið Andersen og Mörck var áður
umboðsaðili Eimskips þar. Á skrif-
stofunni í Fredrikstad verða jafn-
framt höfuðstöðvar Eimskips í Nor-
egi.
Eimskip kemur til með að halda
samstarfinu við Andersen og Mörck
áfram því fyrirtækið hefur eftir sem
áður umsjón með því að ferma og af-
ferma skip Eimskips í Fredrikstad,
segir í frétt hins norska Fredrikstad
Blad.
Eimskip opnar í Fredrikstad
NÚ styttist í að nýtt lággjaldaflug-
félag, Iceland Express, taki til
starfa. Starfsmenn og stjórnendur
félagsins voru á laugardags-
morgun önnum kafnir við að læra
á bandarískt bókunarkerfi sem fé-
lagið hyggst nota. Sala farmiða
hefst hjá Iceland Express fimmtu-
daginn 9. janúar en fyrsta flug
þess verður 27. janúar nk. Um 35
manns starfa hjá félaginu og búið
er að manna allar stöður. Fremst-
an til vinstri á myndinni má sjá Jó-
hannes Georgsson, framkvæmda-
stjóra félagsins, og við hlið hans
Nadine Thorlacius, sem leiðbeinir
um notkun bókunarkerfisins. Lúð-
vík Georgsson, svæðisstjóri Iceland
Express erlendis, er til hægri. Bók-
unarkerfið er vistað vestra og
starfsmenn koma til með að vinna
á það í gegnum Netið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Netið nýtt við bókun
hjá Iceland Express