Morgunblaðið - 06.01.2003, Page 6
FRÉTTIR
6 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FORMAÐUR Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð-
inu gagnrýnir trúnaðarlækni lífeyrissjóðsins
Framsýnar og Lífeyrissjóðs Norðurlands fyrir að
endurskoða örorkumat Tryggingastofnunar rík-
isins og lækka tillit sjóðanna til þess í því skyni að
lækka örorkulífeyri sjóðanna til viðskiptavina
sinna. Trúnaðarlæknirinn bendir á að mismun-
andi reglur séu í gildi fyrir örorkumat hjá Trygg-
ingastofnun annars vegar og lífeyrissjóðunum
hins vegar.
Um er að ræða örorkulífeyri sem sjúklingar fá
frá lífeyrissjóðum til viðbótar við örorkubætur frá
Tryggingastofnun ríkisins. Þórir Karl Jónasson,
formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu,
segir þessa tvo lífeyrissjóði vera með trúnaðar-
lækni á sínum snærum, Júlíus Valsson, sem end-
urmeti örorkumat Tryggingastofnunar með þeim
hætti að þessar örorkugreiðslur lífeyrissjóðanna
til viðskiptavina sinna lækki. Dæmi séu um að ör-
orkumatið hafi lækkað allt úr 75% örorku niður í
30–40 prósent eða minna sem þýði að greiðslur líf-
eyrissjóðanna falli hreinlega niður.
Skoðar ekki sjúklingana
Hann segist hafa fengið á milli 20 og 30 kvart-
anir vegna þessa frá því í haust. „Hann hefur ekki
einu sinni skoðað alla þessa sjúklinga og ég vil nú
meina að þetta sé gert vegna þess að lífeyrissjóð-
irnir vilja sleppa við að greiða sem flestum.“
Að sögn Þóris láta flestir lífeyrissjóðir sér
nægja að fara eftir örorkumati Tryggingastofn-
unar og því stingi meðhöndlun þessara tveggja líf-
eyrissjóða í stúf við það sem gengur og gerist. Að-
spurður segir hann lífeyrissjóðunum hins vegar
ekki skylt að fara eftir örorkumati Trygginga-
stofnunar þar sem reglum þar að lútandi hafi ver-
ið breytt fyrir nokkru. „Við ætlum að óska eftir
fundi með Júlíusi og athuga hvað við getum gert
og ef ekkert gengur eða rekur verðum við einfald-
lega að fá okkur lögfræðing.“
Mat lífeyrissjóðsins miðast
við fyrra starf
Júlíus Valsson, trúnaðarlæknir lífeyrissjóðanna
tveggja, bendir á að mismunandi reglur séu í gildi
varðandi lífeyristryggingar hjá Tryggingastofnun
ríkisins annars vegar og hins vegar hjá lífeyr-
issjóðunum. „Yfirleitt fara örorkumötin saman en
stundum geta niðurstöðurnar verið mismunandi,“
segir hann.
„Fyrstu þrjú árin sem viðkomandi er metinn til
örorku hjá lífeyrissjóðunum eru miðuð við hans
menntun og það starf sem hann gegndi þegar
hann varð fyrir sjúkdómi eða slysi. Það þarf líka
að verða breyting á heilsu hans eða vinnugetu til
að hann öðlist örorkurétt. Hann þarf þá að hafa
verið í vinnu næstu þrjú árin á undan áður en
þessi breyting varð en þessi skilyrði eru ekki fyrir
hendi hjá Tryggingastofnun. Þeir geta metið 16
ára gamlan ungling sem er fæddur öryrki og hef-
ur aldrei unnið en það geta lífeyrissjóðirnir ekki
því það þurfa eðlilega að hafa skapast ákveðin
réttindi til að viðkomandi geti fengið lífeyris-
greiðslur.“
Ítarleg gögn frá læknum
Hann segir eðlileg vinnubrögð að meta örorku
sjúklinga án skoðunar. „Það eru þannig vinnu-
reglur, bæði hjá Tryggingastofnun og lífeyrissjóð-
unum, að langfæstir eru skoðaðir. Það liggja yf-
irleitt fyrir mjög ítarleg gögn frá heimilislæknum
eða sérfræðingum þannig að það er mikill minni-
hluti sjúklinga sem er skoðaður. Ef sjúklingar eru
óánægðir með niðurstöður þá geta þeir í öllum til-
fellum haft samband við sjóðinn eða mig og fengið
skoðun nánast í sömu viku eða vikunni á eftir. Og
eðlilega heyrist ekkert í þeim hópi fólks sem hefur
fengið leiðréttingu hafi trúnaðarlæknir metið ör-
orku þess of lágt.“
Að mati Júlíusar getur aukinn fjöldi þeirra sem
eru óánægðir með matið stafað af því að mikil
aukning hafi orðið á umsóknum til sjóðanna milli
ára. „Það er heilmikið af fólki sem er á gráu svæði
sem á við félagsleg vandamál eins og atvinnuleysi
að stríða, sem ekki heyrir undir reglur sjóðsins.
Það er oft erfitt að meta örorku þess og stundum
verður það fólk óánægt með matið.“
Lífeyrissjóðir gagnrýndir fyrir lægra örorkumat en hjá Tryggingastofnun
Mismunandi reglur hjá
lífeyrissjóðum og TR
ÁHÖFNIN á Þorsteini GK 15 frá
Raufarhöfn fékk sannkallaðan
happadrátt á föstudag þegar fyrsta
trossa ársins var dregin skammt
innan við Sauðá í Þistilfirði á um 20
faðma dýpi.
Í enda trossunnar kom stórlúða,
sem reyndist vera tæpir tveir metr-
ar á lengd og 153 kg að þyngd,
slægð. Langt er síðan fengist hefur
svo stór lúða á þessu svæði svo vitað
sé. Fyrirhugað var að selja stór-
lúðuna á fiskmarkaði.
Önundur Kristjánsson, sonarson-
ur og alnafni eiganda og útgerðar-
manns Þorsteins GK 15, sést hér
stoltur með aflanum um borð í Þor-
steini.
Stórlúða í
fyrstu trossu
MAGNÚS Jónsson veðurstofustjóri
segir hverfandi slysahættu af völd-
um kassa sem lenda á jörðinni eftir
að þeir hafa verið sendir í háloftin til
veðurmælinga. Hraðinn á kössunum
sé lítill þegar þeir koma niður auk
þess sem þeir séu afar léttir.
Morgunblaðið greindi á laugardag
frá hvítum kassa sem kom svífandi af
himnum ofan og lenti skammt frá
Kolbrúnu Sveinsdóttur, bónda í
Hvammi í Landsveit, þar sem hún
var úti á túni að fóðra búfénað. Kass-
arnir eru sendir á loft með aðstoð
helíumfylltra belgja sem springa eft-
ir ákveðinn tíma þannig að boxin
koma svífandi niður.
Að sögn Magnúsar hafa slíkir
kassar verið sendir reglulega á loft í
yfir 50 ár frá Keflavíkurflugvelli.
„Við sendum háloftabelgi tvisvar á
sólarhring á loft, alla daga ársins
þannig að þeir eru alltaf að koma ein-
hvers staðar niður,“ segir hann og
bendir á að kassarnir séu einnig
sendir upp frá meginlandi Evrópu og
jafnvel oftar en hér er gert.
„Það kann að vera að þetta hafi
rekist í mann eða skepnu einhvers
staðar en mér er ekki kunnugt um
slys af þessum völdum. Það er mun
meiri ástæða til að láta flugumferð
vita af þessu og það er alltaf gert því
menn vilja ekki fá þetta í hreyflana.“
Kassinn, sem féll niður í Land-
sveit á dögunum, er nokkuð frá-
brugðinn þeim kössum sem alla
jafna eru sendir á loft að sögn Magn-
úsar þar sem hann er stærri og jafn-
vel þyngri en gengur og gerist.
„Þetta er viðbótarkassi sem er send-
ur upp á þessum árstíma til að fylgj-
ast með ósoni og fer þar af leiðandi
hærra en aðrir kassar sem eru send-
ir upp. Venjulegir kassar eru minni,
fara ekki jafnhátt og eru fyrst og
fremst hugsaðir til að mæla veður.“
Flestir lenda í sjónum
eða á hálendinu
Hann segir Veðurstofuna hafa
litla stjórn á því hvar kassarnir koma
niður. „Þetta berst einfaldlega með
vindum og hér á Íslandi fer lang-
stærstur hluti af þessum kössum lík-
lega í sjóinn því það er stutt í sjóinn í
ýmsar áttir frá Reykjanesskagan-
um. Ef einhver verulegur vindur er í
lofti inn á landið þá eru kassarnir oft
komnir inn á hálendi þegar þeir
lenda aftur.“ Hann segir því nokkuð
um að menn gangi fram á boxin þeg-
ar þeir eru í gönguferðum úti í nátt-
úrunni en þó séu ekki margir kassar
sem skili sér inn til Veðurstofunnar.
Hann undirstrikar að kassarnir
séu á lítilli ferð þegar þeir koma nið-
ur. „Þetta eru mjög léttir kassar úr
ákaflega þunnu efni sem hefur auk
þess mikla loftmótstöðu þannig að
það verður ekki mikill hraði á
þessu.“
Hverfandi slysa-
hætta af fljúgandi
veðurkössum
NÝR allsherjargoði Ásatrúarfélags-
ins er Hilmar Örn Hilmarsson, tón-
listarmaður og tónskáld, en hann var
kjörinn á fundi
Lögréttu á laug-
ardag. Áður hafði
Jónína Kristín
Berg gegnt emb-
ættinu til bráða-
birgða.
Hilmar sagði í
samtali við blaða-
mann að sátt hafi
ríkt um kjör hans
í embættið og
engin mótframboð hafi borist. „Jör-
mundur Ingi var einn af mínum með-
mælendum þannig að þetta er gert í
góðri sátt við hann.“ Hilmar segir að
nú ríki friður í félaginu. „Þetta er því
góð lausn á þeirri kreppu sem er bú-
in að vera í gangi,“ segir Hilmar.
Á fundinum á laugardag voru þrír
aðrir goðar skipaðir. Jóhanna Harð-
ardóttir blaðamaður var skipuð Kjal-
nesingagoði. Sigurjón Þórðarson
heilbrigðisfulltrúi tekur við embætti
Hegranesgoða og Tómas Albertsson
var kjörinn seiðgoði.
Stjórn og goðar félagsins undir-
búa nú félagsstarf ársins en á þessu
ári eru liðin 30 ár frá því að félagið
var lögformlega stofnað, segir í til-
kynningu frá Ásatrúarfélaginu.
Hilmar Örn
Hilmarsson
kjörinn alls-
herjargoði
Hilmar Örn
Hilmarsson
UNGMENNAFÉLAGIÐ Eyfell-
ingur hélt þrettándagleði sína við
Skógafoss á laugardagskvöld.
Framan við fossinn var komið fyrir
bálkesti og síðan var skotið upp
flugeldum sem lýstu skemmtilega
upp Skógafoss. Að sögn Sigurgeirs
Ingólfssonar í Hlíð undir Eyjafjöll-
um er þessi hátíð haldin annað
hvert ár við Skóga og er öllum við-
stöddum boðið í kaffi í Fossbúð að
lokinni sýningunni, hitt árið er svo
hátíðin haldin við Heimaland en þar
er einnig félagsheimili. Að þessu
sinni mættu um 130 manns til að
njóta skemmtunarinnar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skógafoss upplýstur
Fagradal. Morgunblaðið.
EINSTAKA tjón á bifreiðum og
gróðurhúsum hefur verið tilkynnt til
Sjóvár-Almennra á undanförnum
árum vegna flugeldaprika sem lenda
aftur á jörðu eftir flugferð í háloft-
unum. Ekki er vitað til að slys hafi
orðið á fólki vegna slíkra prika.
Að sögn Einars Guðmundssonar,
forvarnafulltrúa Sjóvár-Almennra,
eru tjón af völdum flugeldaprika þó
afar sjaldgæf. „Ég man eftir að það
hafi komið flugeldaprik í gróðurhús
og eitt og eitt sem hefur fallið á
bíla.“
Hann segir ekki um háar fjárhæð-
ir að ræða og enn hafi ekki borist
tjónatilkynningar vegna nýliðinna
áramóta.
Theodór Friðriksson, læknir á
slysadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi, veit ekki til
þess að slys hafi orðið á fólki vegna
flugeldaprika sem koma af himnum
ofan. „Það er þó ekki útilokað að það
hafi gerst. Svo eru sjálfsagt ein-
hverjir sem fá svona í hausinn en
meiða sig ekki svo þeir hugsa ekki
meira um það,“ segir hann.
Fá tjón vegna flugeldaprika