Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk STABILO SWING áherslupenni Verð 70 kt/stk Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Ljósritunarglærur, 100 stk í pakka. Verð 1.599 kr/pk Bleksprautu 50 stk í pakka 2.990 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk LÍTIL einshreyfils Cessna-vél, sem rænt var á flugvelli skammt frá Frankfurt í gær, lenti heilu og höldnu á flugvell- inum í borginni skömmu síðar. Flugræninginn hafði hótað að fljúga vélinni á höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frank- furt. Herþotur voru sendar á loft eftir að fregnir bárust af ráninu. Aðallestarstöðin í Frankfurt var rýmd sem og nokkur háhýsi. Þá voru götur í miðborginni einnig rýmdar. Gephardt í framboð RICHARD Gephardt, einn af fulltrúadeildarþingmönnum demókrata í Bandaríkjunum, lýsti í gær yfir framboði sínu sem forsetaefni flokksins í kosningunum á næsta ári. Gep- hardt er 61 árs gamall og þing- maður fyrir Missouri. Hann var árum saman leiðtogi demó- krata í fulltrúadeildinni. Hann nýtur mikils stuðnings meðal ráðamanna í bandarískum stéttarfélögum. Shenzhou IV lent ÓMANNAÐ kínverskt geim- far, er nefnist Shenzhou IV, lenti heilu og höldnu í norður- hluta Kína í gær eftir sjö daga geimferð, að því er Xinhua-rík- isfréttastofan greindi frá. Kín- versk yfirvöld áforma að senda fyrsta mannaða geimfarið á loft síðar á árinu. Boða meiri einræktun TALSMAÐUR Clonaid, fyrir- tækis, sem segist hafa einrækt- að tvær manneskjur, sagði í gær að þrjú einræktuð börn að auki myndu fæðast á næstu vikum. Meðal vísindamanna eru miklar efasemdir um að þessar fullyrðingar eigi við rök að styðjast en Clonaid hefur ekki enn lagt fram sannanir fyrir þeim. Jenkins allur ROY Jenkins, sem var tvisvar sinnum ráðherra innanríkis- mála í ríkisstjórnum Verka- mannaflokksins breska, lést í gær, 82 ára að aldri. Árið 1981 klauf hann sig ásamt þrem öðr- um frammámönnum út úr flokknum og stofnaði nýjan sósíaldemókrataflokk, SDP. Jenskins var mikill stuðnings- maður Evrópusambandsins og var snjall rithöfundur, ritaði nýlega ævisögu Winston Churchills sem hann hlaut mik- ið lof fyrir. STUTT Seðla- banka ógnað ORKUFYRIRTÆKI í Ástralíu hyggst reisa risastór- an turn til að nýta endurnýjanlega orku frá sólinni til rafmagnsframleiðslu. Verður mannvirkið um 1.000 metrar að hæð. Hæsta mannvirki á jörðinni núna er Þjóðarturninn í Toronto í Kanada sem er um 500 metrar. Ástralski turninn mun kosta um 560 milljónir Bandaríkjadollara (rúmlega 45 milljarða ísl. kr.) og verður í reistur í afskekktu héraði, Bur- onga, í sambandsríkinu New South Wales. Stefnt er að því að ljúka verkinu 2006. Turninn mun rísa upp úr geysistóru glerþaki, sól- in hitar loftið undir glerinu, heita loftið stígur upp og knýr 32 hverfla sem verða í turninum og snúast allan sólarhringinn. Efst munu loga öflug ljós til að vara flugmenn við ferlíkinu. Raforkan frá turninum mun duga um 200.000 heimilum, að sögn BBC og bent er á að ef notuð væru olíu- eða kolaorkuver í staðinn myndu þau spúa árlega um 700.000 tonnum af svonefndum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Reuters Hæsta mannvirki heims SJÁLFBOÐALIÐAR og hermenn hlaða sandpokagarð við bæinn Leubingen í austanverðu Þýska- landi um helgina. Um þúsund íbúar í bænum voru fluttir á brott vegna flóðahættu. Slæmt veður og flóð í mörgum fljótum ollu því að minnst sjö manns létu lífið víða í Evrópu í liðinni viku. Um hríð óttuðust menn að Rín flæddi yfir bakka sína við Köln. Aurskriða braut gat á þak við munna jarðganga við Iselt- wald, skammt frá Bern í Sviss en engan mun hafa sakað. Um helgina fór að kólna og snjóa, meðal annars í Frakklandi. Miklir kuldar hafa verið und- anfarna daga í Skandinavíu. Kuld- ar hafa komið hart niður á fólki í austanverðri álfunni þar sem hundruð manna hafa frosið í hel. Er oft um að ræða fólk sem sofnar áfengisdauða utandyra. Flóð við Leubingen Reuters RÚSSAR og Tyrkir lögðu í gær áherslu á að friðsamleg lausn yrði að finnast á Íraksmálinu. Forsætis- ráðherra Tyrklands, Abdullah Gul, átti fund með egypskum ráðamönn- um og hugðist ræða síðar við leið- toga annarra arabalanda um leiðir til að afstýra ófriði. Bandaríkja- menn hafa nú alls um 65.000 manna herlið til reiðu við Persaflóa og tug- þúsundir bandarískra og breskra hermanna eru væntanlegar á svæðið á næstunni. „Við viljum ekki verða vitni að því að Írak verði skipt upp … Við verð- um öll að vinna einbeitt að því að koma í veg fyrir stríð,“ sagði Gul eftir viðræður við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í egypska strandbænum Sharm el-Sheikh við Rauðahaf. Á laugardag hitti Gul Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus. Tyrkneskt dagblað birti á hinn bóginn mynd um helgina sem það sagði sýna tyrkneska skrið- dreka á ferð um svæði Kúrda í norð- anverðu Írak. Sergei Ívanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði að Rússar myndu lýsa andstöðu við hernað af hálfu Bandaríkjanna ef ekki væri búið að samþykkja aðgerðirnar í ör- yggisráði SÞ. Hann sagði að hern- aðaruppbygging Bandaríkjanna á Persaflóa gærti verið liður í sál- fræðilegum þrýstingi á stjórn Sadd- ams Husseins í Bagdad en gæti „líka verið raunverulegur undirbún- ingur fyrir árás á Írak“. Gereyðingarvopnatal yfirskin? Vopnaeftirlitsmenn SÞ hafa ekki fundið nein gereyðingarvopn í Írak en í gær fóru þeir óvænt í bækistöð sem Írakar hafa komið sér upp og nefna vopnaeftirlitsstöð. Var öllum meinað að yfirgefa húsið í nokkrar klukkustundir meðan leitað var í því. Einn þeirra sem urðu að sætta sig við þessa meðferð var sendi- herra Íraka hjá SÞ, Mohammed al- Douri, sem sagðist hafa verið þarna í heimsókn og var sárreiður. Aðstoðarutanríkisráðherra Rúss- lands, Vjatseslav Trúbníkov, sagði í gær að ótti manna víða um heim færi vaxandi um að fullyrðingar um gereyðingarvopn Íraka væru yfir- skin til að fela önnur markmið. Ásakanir um að Írakar hefðu falið vopnin svo vel að eftirlitsmenn fyndu þau ekki ykju enn þennan ótta. Utanríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Maher, hefur vísað á bug fregnum um að Egyptar hafi verið beðnir að veita Saddam Hussein hæli ef til styrjaldar kæmi. Sagt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi komið þessari ósk á framfæri fyrir hönd Bandaríkja- manna. „Málið hefur ekki verið rætt, við vitum ekkert um það og höfum ekk- ert komið nálægt því,“ sagði Maher á laugardagskvöld. Bresk dagblöð segja að einnig hafi verið rætt um að Saddam gæti fengið hæli í Rúss- landi, Hvíta-Rússlandi, Líbýu eða Máritaníu. Tyrkir vara við stríði gegn Írak Fullyrt að rætt sé um að Saddam Hussein verði veitt póli- tískt hæli í arabalandi eða Rússlandi ef til átaka kemur Bagdad, Washington, Kaíró. AP, AFP. LJÓST þykir að alls hafi 56 manns fallið í Alsír á laugardag, annars veg- ar í átökum stjórnarhermanna og helsta uppreisnarhóps harðlínu- múslíma, GSCP, og hins vegar þegar liðsmenn hóps er nefnist GIA réðust á lítið þorp skammt frá höfuðstaðn- um Algeirsborg og drápu 13 óbreytta borgara úr tveim fjölskyld- um. 43 hermenn féllu og 19 særðust er GSPC gerði stjórnarhermönnun- um fyrirsát við borgina Blida í Aur- es-fjöllum, um 430 km suðaustan við Algeirsborg. Borgarastyrjöld hefur geisað í Alsír frá 1992 þegar herinn aflýsti seinni umferð þingkosninga vegna þess að ljóst þótti að flokkur ísl- amskra bókstafstrúarmanna, Ísl- amska frelsisfylkingin (FIS), myndi sigra. Er talið að allt að 150.000 manns hafi fallið í átökunum, þar af um 1.400 í fyrra. Flestir uppreisnarmenn lögðu nið- ur vopn fyrir tveim árum eftir sátta- tilboð Abdelaziz Bouteflika forseta en nokkrir neituðu að semja um frið. Öflugasti uppreisnarhópurinn er áð- urnefndur GSCP, liðsmenn hans eru taldir vera hátt í 400. Hinn hópurinn, GIA, var lengi langstærstur en hefur klofnað í mörg minni brot, í uppruna- lega GIA-hópnum eru sagðir vera innan við 60 menn. Stríðið í Alsír Felldu yfir 50 manns Algeirsborg. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.