Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjarnám allt árið Viltu stytta þér leið? Þitt nám þegar þér hentar! Skráning hefst 8. janúar fyrir vorönn 2003. Allar upplýsingar á www.fa.is Skólameistari bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins. Sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á LIÐNUM árum hefur átt sér stað mikil umræða um einkavæðingu eigna og þess rekstrar sem ríkið hef- ur haft með að gera. Hörðustu tals- menn einkavæðingar ríkisrekstrar, þ.e.a.s. hin svo nefndu frjálshyggjuöfl innan Sjálfstæðisflokksins, hafa hald- ið fram þeirri skoðun að lögmál hins frjálsa markaðar séu best til þess fall- in að ná fram hámarksafrakstri af skattfé hins opinbera. Lögmálið um framboð og eftirspurn á að taka gott og gilt á öllum sviðum þjóðlífsins og að fé án hirðis sé illa hirt fé. Lokið er sölu á ráðandi hlut ríkisins í Landsbanka Íslands og Búnaðar- bankanum, ráðstöfun sem kann að vera verjanleg og hugsanlega eðlileg til þess að ná fram aukinni samkeppni á fjármálamarkaði, þrátt fyrir deilur um svo nefnda helmingaskiptareglu eða ekki. Langri sögu afskipta ríkis- valdsins af bankarekstri er lokið, rekstri sem skilað hefur umtalsverð- um hagnaði ár hvert, rekstri sem oft hefur verið beitt í pólitískum tilgangi til bjargar einstaka framkvæmdum eða byggðarlögum þegar að hefur kreppt og þá án tillits til hámarks- arðsemi. Þessi ábyrgð hvílir nú á Byggðastofnun en ábyrgð bankanna mun nú aðeins verða sú að skila eig- endum sínum hámarksarði án alls til- lits til samfélagslegra hagsmuna, annarra en þeirra sem eigendur bankanna kjósa sjálfir að beita sér að. En einka- og einkavinavæðingar- áform frjálshyggjuaflanna innan Sjálfstæðisflokksins ná mun lengra en ásættanlegt getur talist. Fyrir- tæki, sem landsmenn allir hafa byggt upp með skattfé sínu og sátt hefur ríkt um, eru nú á sölulista. Höggvið er að rótum velferðarkerfisins, þeim rót- um sem sátt hefur ríkt um frá ómuna- tíð og hefur ekkert með samkeppn- isrekstur að gera, heilsugæslunni. Í huga frjálshyggjuaflanna er lausnar- orðið einkavæðing við vandamálum þeim sem kerfið stendur nú frammi fyrir. En þó tekur steininn úr þegar litið er til ráðstöfunar ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á sameiginlegri auðlind okkar allra, fiskinum í sjón- um. Á einkar ógeðfelldan hátt, í skjóli lítils meirihlutavalds á Alþingi, hefur auðlindin verið afhent til eignar og frjálsrar ráðstöfunar einkavinunum í LÍÚ. Tólf ár á valdastóli eru langur tími og á frjálsum markaði er það talinn nægur tími til að sjá hvort dæmið gangi upp eða ekki, um það vitna t.d. verslunarkeðjan Baugur og Tal hf. Í tólf ár hefur ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins, í mismunandi ríkisstjórn- um, gefist tækifæri til að sýna fram á virkni kenninga frjálshyggjunnar, landsmönnum öllum til heilla. Það hefur ekki tekist, það sýnir staða þjóðmála nú. Byggðunum blæðir, blómleg sjáv- arþorp leggjast af vegna svonefndra hagræðingaraðgerða ríkisvaldsins í sjávarútvegsmálum. Skuldir ís- lenskra heimila með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Auknar hlut- fallslegar byrðar lagðar á þá sem lægri laun hafa og hinn almenna launamann. Heilsugæslan komin að fótum fram m.a.v. sofandaháttar samninganefndar ríkisins og óljósrar framtíðarsýnar. Komandi kosningar snúast hvorki um persónu Davíðs Oddssonar né Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þær snúast um hugsjónir og framtíð- arsýn þessarar þjóðar. Á liðnu kjör- tímabili hafa frjálshyggjuöflin fengið að leika lausum hala og árangurinn er íslenskum heimilum orðinn fullljós. Trúverðugleiki frjálshyggjuaflanna er brostinn. Á meðan frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lofa lækkun skatta á almennan launamann, sitja ráðherrar flokksins í bakherbergjum að leita leiða til að stoppa í vanhugsað fjárlagafrumvarp, þær leiðir eru í formi aukinna álagna sem bitna á skattborgurum þessa lands, það sýna nýleg dæmi. Jú, fé án hirðis er illa hirt fé, en því má þó safna saman aftur, en verra er þegar hirðirinn misskilur hlutverk sitt og telur sig eiga það sem honum hefur verið trúað fyrir og hann megi gefa einkavinunum með sér. Þá ber eigandanum að grípa í taumana og afþakka frekari þjónustu þess hirðis, ef ekki á illa að fara. Uppgjör gagnvart kenningum frjálshyggjuaflanna er tímabært, það mun fara fram í kosningum komandi árs. Ábyrgðin er í höndum hins al- menna launamanns, segir hann nei við kenningum frjálshyggjunnar eða er hann reiðubúinn að taka á sig enn frekari skattalegar álögur einkavin- unum til góða. Um það stendur val launamanns- ins. Einka þetta … einka hitt Eftir Odd Friðriksson Höfundur er verkamaður. „Uppgjör gagnvart kenningum frjálshyggju- aflanna er tímabært.“ ÞAÐ á að vera eitt af mikilvæg- ustu málum næstu ríkisstjórnar að jafna atkvæðavægið til fulls og gera landið að einu kjördæmi. Jafnt vægi atkvæða er ekki byggðamál eins og oft er haldið fram; það er mannrétt- indamál og ekkert annað. Á mann- réttindum er ekki veittur afsláttur og því eru engin rök fyrir misvægi atkvæða. Einn maður – eitt atkvæði Jafnt vægi atkvæða er einn af hornsteinum hvers lýðræðisríkis og ætti að vera ein af skrautfjöðrum lýðveldisins Íslands en ekki baráttu- mál eins stjórnmálaflokks í upphafi 21. aldarinnar. Jafnaðarmenn hafa barist fyrir því um áratugaskeið að landið verði gert að einu kjördæmi, allt frá því að Héðinn Valdimarsson lagði fram frumvarp til laga á Al- þingi þess efnis í lok þriðja áratugar síðustu aldar. Síðan hafa menn vílað og dílað og sitja uppi með tvöfalt misvægi atkvæða og einhverja þá vitlausustu kjördæmaskiptingu sem nokkrum manni gæti hugsanlega dottið í hug. Ennþá er því haldið fram að það sé byggðum landsins mikilvægt, ef ekki nauðsynlegt, að viðhalda misvæginu til að tryggja hagsmuni byggðanna á Alþingi. Þetta er alrangt og auðvelt að halda hinu gagnstæða fram. Ekki er ólíklegt að þegar nýtt fyrirkomu- lag, sem sjálfkrafa gerir alþingis- menn að fulltrúum landsins alls, verður tekið upp breytist margt til batnaðar í störfum löggjafans. Þing- menn hætta að líta á sig sem sér- staka fulltrúa og baráttumenn ein- stakra byggða og svæða og kjöræmapotinu linnir. Einn maður – eitt atvæði á að vera eitt af helstu baráttumálum okkar jafnaðarmanna fyrir næstu kosningar og skilyrðis- laus krafa við myndun ríkisstjórnar í vor. Misvægi atkvæða er mannréttindabrot Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. „Á mann- réttindum er ekki veittur afsláttur og því eru eng- in rök fyrir misvægi at- kvæða.“ ÉG er ein þeirra sem studdu Ingi- björgu Sólrúnu til valda sem borg- arstjóra í Reykjavík. Ég kaus Reykjavíkurlistann og óháða Ingibjörgu Sólrúnu sem borg- arstjóraefni hans og sameiningar- tákn flokkanna þriggja og ég lagði líka framboðinu lið með vinnu í kosn- ingabaráttunni. Ég efaðist í sjálfu sér ekki um að pólitísk sannfæring henn- ar lægi hjá Samfylkingunni, en leit þannig á að með því að gefa kost á sér sem borgarstjóri fyrir Reykjavíkur- listann hefði hún tekið ákvörðun um að starfa af heilindum sem borgar- stjóri flokkanna þriggja. Þegar ég hitti fyrir fólk sem efaðist um að hún myndi axla ábyrgð sína sem borgar- stjóri út kjörtímabilið þá endurtók ég orð hennar sjálfrar um að hún ætlaði ekki í þingframboð. Ég hlaut eins og aðrir að leggja trúnað á orð hennar, sem enda voru ein af meginforsend- unum fyrir samstarfi flokkanna um Reykjavíkurlistann. Samstarfsflokk- arnir trúðu því að Ingibjörg Sólrún væri ásamt öðrum að tjalda til fjög- urra ára. Nú segja hún og svili henn- ar, formaður Samfylkingarinnar, að hvergi sé að finna skriflegt loforð hennar um að fara ekki í þingframboð fyrir Samfylkinguna. Þetta er bara brot af málflutningi og yfirlýsingum þeirra, sem hafa vak- ið furðu og spillt trúverðugleika beggja. Afstaða þeirra virðist sú að í samstarfinu um Reykjavíkurlistann hafi mátt allt sem ekki stóð einhvers staðar skrifað að væri bannað. Heið- arleiki, trúnaður og traust vega ekki þungt á þeim bæ. Í íslensku samfélagi eins og í öðru ríkjum sem byggja á fulltrúalýðræði reynir oftar en ekki á málamiðlanir. Stjórnmálamenn og flokkar með ólíka hugmyndafræði og skoðanir þurfa að geta unnið saman, tekið á viðfangsefnum og náð sáttum milli ólíkra sjónarmiða. Sjálfur Reykjavík- urlistinn er eitt besta dæmið um málamiðlun. Þess vegna er ekki að undra að ýmsum brygði í brún þegar sameiningartákn hans, borgarstjór- inn minn, án nokkurs samráðs og á svo sjálfhverfan hátt sem raun ber vitni tilkynnti um tvöfalda ætlan sína. Mergurinn málsins er sá að Ingibjörg Sólrún virðist hafa verið hætt að gera greinarmun á persónunni Ingibjörgu Sólrúnu og hlutverki sínu sem borg- arstjóra Reykjavíkurlistans, sem hún Séð á bak borg- arstjóra mínum Eftir Jónínu Bjartmarz „Ég finn fyrst og fremst til vonbrigða við að sjá á bak borgarstjóra, sem ég til skamms tíma taldi verðuga þess trausts er ég og svo margir aðrir báru til hennar.“ VAGNHJÓL ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 www.poulsen.is w w w .d es ig n. is © 20 02

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.