Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 1

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 7. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 mbl.is Ætla að sýna Stanley allan Allar 16 kvikmyndir Stanley Kubrick sýndar hvíldarlaust Fólk 60 Markmið landsliðsins að komast á Ólympíuleika 2004 Íþróttir C1 Vilja vernda miðborgina Kaupmenn í miðborginni hafa áhyggjur af flótta verslana 24 Markmiðið er Aþena VIÐRÆÐUR EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein við Evrópu- sambandið um aðlögun EES-samnings- ins vegna stækkunar ESB hefjast í Brussel í dag. ESB hefur farið fram á allt að 27-föld- un greiðslna frá Íslandi til fátækari að- ildarríkja sambandsins vegna stækkun- arinnar. Skv. heimildum Morgun- blaðsins er Ísland einungis tilbúið að skoða sömu eða svipaðar greiðslur og undanfarin ár, þ.e. rúmlega 100 millj. kr. á ári. Núverandi samningur um greiðslur rennur út í lok þessa árs og hefur Ísland til þessa ekki talið sig skuldbundið að halda greiðslum áfram. Ísland og Noregur hafna algerlega kröfum ESB um heimild til fjárfestinga í íslenzkum og norskum sjávarútvegi gegn því að ríkjunum verði bættur upp missir tollfríðinda fyrir sjávarafurðir í nýjum aðildarríkjum ESB. Samningaviðræður um að- lögun EES hefjast í dag Ísland býð- ur óbreytt- ar greiðslur  Tekizt á/32 BÚNAÐARBANKINN og 12,5% hlutafjáreign hans í Fjárfestingarfélaginu Straumi varð tilefni átaka sem urðu í viðskiptalífinu sl. sumar um yf- irráðin í Straumi. Upplýst er í fjórðu og síðustu grein Agnesar Bragadóttur í greinaflokknum Baráttan um Íslandsbanka, að Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Bónuss, og samherjar hans gerðu hinn 19. júní sl. skriflegan samning við Árna Tómasson, bankastjóra Búnaðarbankans, og Yngva Örn Kristinsson, framkvæmdastjóra verðbréfaviðskipta bankans, um kauprétt Fjár- fars ehf., félags í eigu Jóns Ásgeirs og fleiri, á öllum bréfum Búnaðarbankans í Straumi og sölurétt Búnaðarbankans á bréfum sínum. „Sá hlutur hefði ótvírætt fært Jóni Ásgeiri og félögum ráðandi hlut í Straumi, ef samningurinn hefði verið efndur. Gerð þessa samnings var að- eins á vitorði örfárra manna,“ segir í greininni. Búnaðarbankinn sóttist eftir að fá stjórnar- mann í Straumi en stjórnendur Íslandsbanka höfnuðu þeirri ósk. Við svo búið krafðist Bún- aðarbankinn þess 2. júlí sl. að hluthafafundur yrði haldinn en krafan var afturkölluð 16. júlí. Í millitíðinni hafði mikið gengið á milli stjórnenda Búnaðarbanka og Íslandsbanka, sem lýstu því yfir að ef Búnaðarbankinn héldi kröfu sinni um hluthafafund til streitu yrði litið á það sem stríðsyfirlýsingu, sem mætt yrði af fullri hörku. Í greininni kemur einnig fram að á fundi aðal- bankastjóra og formanna bankaráða Búnaðar- bankans og Íslandsbanka, sem haldinn var snemma í júlí, gáfu stjórnendur Búnaðarbank- ans stjórnendum Íslandsbanka fyrirheit um að annað hvort fengi Íslandsbanki að kaupa 12,5% hlut Búnaðarbankans í Straumi eða Búnaðar- bankinn ætti bréfin áfram án þess að knýja fram breytingar í stjórn félagsins. Ekki var upplýst á fundinum um leynisamninginn sem Búnaðarbankinn hafði gert 19. júní við Fjárfar o.fl. um eignarhlutinn í Straumi og fram kemur í greininni að hvorki Sólon Sigurðsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, né Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs, vissu á þessum tíma um samninginn sem gerður hafði verið við Jón Ás- geir og félaga hans. Jón Ásgeir, sem krafist hafði hluthafafundar í Straumi sem halda átti 20. ágúst sl., lagði fram ósk um nýtingu kaupréttarins á hlut Búnaðar- bankans í Straumi 12. ágúst. Skv. ákvæði í samningnum um að viðskipti á grundvelli kaup- og söluréttar skyldu fara fram innan 15 daga frá því að ósk um nýtingu bærist, gat Búnaðarbank- inn neitað að afhenda bréf sín í Straumi fyrr en 23. ágúst, þremur dögum eftir boðaðan hlut- hafafund. „...þannig hefði Jón Ásgeir ekki verið kominn með tilskilinn eignarhlut á hluthafa- fundinum, sem dygði honum til þess að ná meirihlutanum í Straumi,“ segir í greininni. Stríðsyfirlýsing sem yrði svarað af fullri hörku  Lokaátökin/14–18 Bankastjórar Íslandsbanka um kröfu Búnaðarbanka um hluthafafund í Straumi LEIÐTOGAR Bandaríkjanna og Rúss- lands vinna að því saman, að Saddam Hussein, forseti Íraks, fari í útlegð, hugs- anlega í Moskvu. Var þessu haldið fram í þýsku dagblaði í gær og einnig í ensku dagblaði. Íraskir embættismenn neita þessu harðlega. Þýska blaðið Tageszeitung kvaðst hafa fyrir því heimildir í Rússlandi og Banda- ríkjunum, að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hygðist beita sér í því skyni að koma í veg fyrir stríð í Írak og þar væri það lykilatriðið, að Saddam féllist á að fara í útlegð. Hefði George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, farið fram á þetta við Pútín. Harðlega neitað Daily Telegraph í London sagði, að auk Rússlands væri rætt um, að Saddam gæti farið í útlegð í Hvíta Rússlandi, Egypta- landi, Líbýu eða Máritaníu. Þá sagði Blas Ople, utanríkisráðherra Filippseyja, í gær, að ýmis ríki í Miðausturlöndum hefðu lagt að Saddam að fara í útlegð. Talsmenn stjórnvalda í Egyptalandi og Máritaníu og Abbas Khalaf, sendiherra Íraks í Moskvu, neituðu þessu í gær. Saddam í útlegð? Berlín, Moskvu. AFP. Reuters SJÖTÍU og fimm menn fórust í gærkvöld er flugvél frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines brot- lenti á flugvelli í Suðaustur-Tyrk- landi. Í gærdag týndi 21 maður lífi er flugvél frá bandaríska flugfélag- inu US Airways Express fórst í flug- taki á Charlotte-Douglas-flugvellin- um í Charlotte í Norður-Karólínu. Tyrkneska flugvélin, sem var af gerðinni RG-100 og hafði lagt upp frá Istanbul, brotlenti á eða við flug- völlinn í borginni Diyarbakir í mik- illi þoku. Abdulkadir Aksu, innan- ríkisráðherra Tyrklands, sagði í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð, að um borð í vélinni hefðu verið 75 farþegar og fimm flugliðar. Fullyrti hann, að 75 hefðu farist en fimm verið fluttir lífs á sjúkrahús. „Flugvélin brotlenti með miklum gný og varð alelda áður en hún brotnaði í sundur,“ sagði kona, sem lifði slysið af. Kastaðist hún út og lenti á heysátu við flugbrautina. Hrapaði í flugtaki Flugvélin, sem fórst í Bandaríkj- unum, var átta ára gömul, tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Beech 1900. Var hún að taka á loft í heiðskíru veðri en allmiklum vindi og hafði sleppt brautinni en náði sér ekki upp. Lenti hún á horni flug- skýlis og braust þá út mikill eldur í henni. Tók ekki langan tíma að slökkva hann en strax var ljóst, að enginn um borð hafði komist af. Reuters Örvænting hjá ættingjum farþeganna ÆTTINGJAR þeirra, sem voru með tyrknesku farþegaflugvélinni, söfnuðust saman grátandi í flugstöðinni í Diy- arbakir. Með vélinni voru 80 manns og þar af fórust 75. Aðeins fimm voru fluttir lifandi á sjúkrahús, sumir mjög mikið slasaðir. Talið er, að þoka hafi valdið slysinu en áður hafði mörgum flugferðum verið aflýst vegna hennar. Nærri 100 manns farast í tveimur flugslysum Charlotte. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.