Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 16
Ætluðu að ná Straumi
Jón Ásgeir og Þorsteinn Már reiddust þeim Kristjáni og Bjarna svo eftir
stjórnarkjörið í Straumi að þeir ákváðu að hefja stórstríð til þess að ná
Straumi á sitt vald. Þeir reiknuðu með stuðningi Þórðar Más.
Óvinveitt yfirtaka
Samningur Búnaðarbankans við Fjárfar og önnur félög var samningur
um óvinveitta yfirtöku Fjárfars eða Búnaðarbankans á Straumi. Árni
gerði samninginn, en hvorki Sólon né Magnús vissu af honum.
Stríðsyfirlýsing
Valur, Bjarni og Kristján sögðu kollegum sínum í Búnaðarbankanum að
Íslandsbanki liti á kröfu Búnaðarbankans um hluthafafund sem stríðs-
yfirlýsingu sem brugðist yrði við af fullri hörku.
undirrituðu samninginn, vissu um tilvist hans.
Síðar í þessum skriflega samningi segir m.a.:
„Viðskipti á grundvelli kaup- og söluréttar
skulu fara fram innan fimmtán daga frá því að
ósk um nýtingu þeirra berst.
Kaup- og söluréttur fellur niður sex mánuð-
um eftir hugsanlega sameiningu Straums og
Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. enda sé
þá gerður langtíma eignastýringarsamningur
við Búnaðarbankann hf.
Aðilar þessa samnings eru sammála um að
flytja verulegan hluta af umsýslu félagsins í
vörslu hjá Búnaðarbankanum samhliða gerð
samnings um eignastýringu og fjárfestingar-
ráðgjöf við bankann. Slíkur samningur skal
gerður eigi síðar en fyrir árslok 2002.
Fyrst um sinn skal félagið rekið áfram sem
sjálfstæð eining og vera staðsett í sér húsnæði.
Aðlaga skal starfsmannafjölda félagsins að
breyttum aðstæðum, en félagið verður með
framkvæmdastjóra sem tilnefndur skal af fjár-
festum og Búnaðarbankanum.
Eignastýring Búnaðarbankans skal annast
daglegan rekstur hlutafélagsins í umboði fram-
kvæmdastjóra og í samræmi við ákvarðanir
stjórnar þess. Skulu slíkar ákvarðanir ekki taka
til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils
háttar, en slíka ráðstöfun getur framkvæmda-
stjóri og Búnaðarbankinn aðeins gert sam-
kvæmt sérstakri heimild frá stjórn, nema ekki
sé unnt að bíða ákvarðana hennar án verulegs
óhagræðis fyrir starfsemi félagsins.
Fjárfestar og Búnaðarbankinn eru sammála
um að leitast við að stækka sjóðinn, með sam-
eign m.a. við Hlutabréfasjóð Búnaðarbankans.
Enn fremur skal leitast eftir samstarfi og/eða
samruna við önnur félög, m.a. Þróunarfélag Ís-
lands hf. og Kaldbak fjárfestingarfélag hf. með
það að markmiði að styrkja og auka umsvif fé-
lagsins.
Aðilar samkomulags þessa eru sammála um
að hlutast til um breytingar á samþykktum fé-
lagsins, með það að leiðarljósi að stjórnarmönn-
um verði fjölgað í fimm.
Gerðar skulu starfsreglur fyrir stjórn og
framkvæmdastjórn, sem taki mið af eðli starf-
seminnar og því að hægt verði að bregðast við
áhugaverðum fjárfestingarkostum með
skömmum fyrirvara.
Ákveði stjórnarmenn félagsins, skipaðir af
fjárfestum og Búnaðarbankanum, að sam-
þykkja fjárfestingu sem nemur meira en
2.000.000.000 króna (tveimur milljörðum króna
– innskot blaðamanns) af eignum sjóðsins, frá
hverjum tíma í eina einstaka fjárfestingu, þarf
samþykki allra aðila samkomulags þessa. Setji
Búnaðarbankinn sig upp á móti fjárfestingu
sem er yfir 2.000.000.000 af eignum sjóðsins
hefur Fjárfar heimild til að nýta sér kauprétt á
hlutafé Búnaðarbankans í Straumi hf. sam-
kvæmt fyrstu grein samkomulags þessa, á
markaðsverði með 5% álagi.
Aðilar samkomulags þessa eru skyldugir til
að hlíta samkomulagi þessu eins og það er nú,
eða eins og því kann síðar að verða breytt, með
samþykki undirritaðra.
Efni samkomulags þessa og samninga
byggðra á því skal vera trúnaðarmál milli aðila
og skulu þeir ekki veita upplýsingar um efni
þess nema lög mæli fyrir um það eða aðilar
verði sammála um að veita upplýsingarnar.
Samkomulag þetta skal endurnýjað samhliða
hugsanlegum samruna Straums við einhvern af
þeim sjóðum sem nú þegar eru í vörslu og
eignastýringu Búnaðarbankans hf. Tryggt skal
í þeim samningum að núverandi tekjumyndun
BÍ vegna fjárvörslu og eignastýringar þeirra
sjóða haldi sér.
Rísi upp ágreiningur um samkomulag þetta
skal reka mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Samkomulag þetta er gert í tveimur sam-
hljóða eintökum og heldur hvor aðili einu ein-
taki.“
Í byrjun sumars var Búnaðarbankinn búinn
að sanka að sér 12,5% hlutafjár í Straumi. Hluta
af því, eða um 3,5%, hafði Búnaðarbankinn selt
Kaldbak með framvirkum samningi, en sá eign-
arhluti var eðli málsins samkvæmt áfram skráð-
ur á Búnaðarbankann og í skjóli eignar sinnar
taldi bankinn eðlilegt að hann fengi einn stjórn-
armann í stjórn Straums. Yngvi Örn Kristins-
son fór á fund Kristjáns Ragnarssonar, for-
manns bankaráðs Íslandsbanka, um mánaða-
mótin júní-júlí í sumar er leið og óskaði eftir því
fyrir hönd Búnaðarbankans við Íslandsbanka,
að Kristín Guðmundsdóttir segði af sér sem
stjórnarmaður í Straumi og inn kæmi Einar
Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Saxhóls, sem
fulltrúi Búnaðarbankans og Saxhóls í stjórn
Straums.
Íslandsbanki hafnaði þessari ósk alfarið og
við svo búið krafðist Búnaðarbankinn þess hinn
2. júlí sl. að hluthafafundur yrði haldinn og
hugðist beita atkvæðamagni sínu á þeim fundi, í
samvinnu við þau félög sem hann hafði samið
við hálfum mánuði áður um gagnkvæman kaup-
og sölurétt á bréfunum í Straumi, til þess að
knýja fram breytingar í stjórn Straums.
Þegar rýnt er í texta samningsins hér að ofan
er augljóst hvert markmið Búnaðarbankans var
með því að knýja fram breytingar í stjórn
Straums – nefnilega að ná meirihluta í stjórn-
inni í samvinnu við þá aðila sem samningurinn
var gerður við, því þannig hefði brautin verið
greið fyrir sameiningu Straums og Hlutafjár-
sjóðs Búnaðarbankans, eins og kveðið er á um í
samningnum, eða fyrir kaup Fjárfars á hlut
Búnaðarbankans, ef sú yrði niðurstaðan.
Í Búnaðarbankanum er því haldið fram að frá
upphafi, þ.e. frá því að Búnaðarbankinn fyrst
keypti hlut í Straumi, hafi það ávallt verið
markmiðið að ná fram auknum viðskiptum fyrir
Búnaðarbankann og einmitt það hafi vakað fyr-
ir Búnaðarbankamönnum þegar þeir gerðu
samninginn við Jón Ásgeir og félaga hinn 19.
júní sl. og ekkert annað. Raunar hafi enginn í
Búnaðarbankanum, hvorki Árni Tómasson
bankastjóri né aðrir, haft minnstu hugmynd um
þau geysimiklu átök sem voru á milli Orca-
hópsins, eða þess sem eftir var af honum, og
annarra eigenda Íslandsbanka, um undirtökin í
Íslandsbanka og Straumi.
Enginn fundur var þó auglýstur og krafan
var afturkölluð hinn 16. júlí 2002, en í millitíð-
inni hafði mikið gengið á milli stjórnenda Bún-
aðarbankans og stjórnenda Íslandsbanka, því
Íslandsbanki lýsti því yfir við Búnaðarbankann
að ef hann héldi kröfu sinni um hluthafafund til
streitu yrði litið á það sem stríðsyfirlýsingu af
hálfu Búnaðarbankans, sem yrði mætt af fullri
hörku.
Hélt samningnum leyndum
Bankastjórar Búnaðarbankans, þeir Sólon
Sigurðsson og Árni Tómasson, og Magnús
Gunnarsson, formaður bankaráðs Búnaðar-
bankans, áttu fund með bankastjórum Íslands-
banka, þeim Vali Valssyni og Bjarna Ármanns-
syni, og Kristjáni Ragnarssyni, formanni
bankaráðs Íslandsbanka, snemma í júlí sl. sum-
ar og var sá fundur haldinn í Búnaðarbank-
anum. Á þessum fundi sögðu Íslandsbanka-
menn að þeir teldu enga ástæðu til þess að
halda hluthafafund, þar sem 12,5% eign Bún-
aðarbankans í Straumi væri ekki nægjanlega
stór til þess að bankinn fengi stjórnarmann.
Bentu þeir fulltrúum Búnaðarbankans á hversu
haldlaus krafa það væri, að fulltrúi Íslands-
banka í stjórn Straums, 20% eiganda að
Straumi, Kristín Guðmundsdóttir, viki úr stjórn
fyrir 12,5% eignarhluta Búnaðarbankans.
Af hálfu Búnaðarbankans var ekki upplýst á
þessum fundi að bankinn hygðist knýja fram
kjör á stjórnarmanni á sínum vegum, með sam-
starfi við þá sem færu með atkvæði Fjárfars,
Eignarhaldsfélagsins ISP, Saxhóls, Kaldbaks
og Dúks, enda var ekki greint frá hinum skrif-
lega samningi sem gerður hafði verið á milli
bankans og ofangreindra félaga.
Buðu Íslandsbankamenn upp á að Búnaðar-
bankinn fengi fulltrúa í stjórn á næsta aðal-
fundi, Íslandsbanki fengi annan fulltrúa og að
þriðji maðurinn í stjórn yrði síðan fulltrúi sjö
þúsund litlu hluthafanna í Straumi. Niðurstaða
þessa fundar varð sú að þeir Árni, Sólon og
Magnús gáfu kollegum sínum í Íslandsbanka að
lokum fyrirheit (Árni með semingi þó), annað-
hvort um að Íslandsbanki fengi að kaupa þenn-
an 12,5% hlut Búnaðarbankans í Straumi eða að
Búnaðarbankinn ætti bréfin áfram án þess að
reyna að knýja fram breytingar í stjórn félags-
ins. Þetta fyrirheit gaf Árni, en hafði þó tæpum
mánuði áður gert ofangreindan samning við Jón
Ásgeir, en þeir Magnús Gunnarsson og Sólon
Sigurðsson gáfu fyrirheitið í góðri trú.
Á þessum fundi láðist Árna að upplýsa aðra
fundarmenn um tilvist þess samnings sem hann
hafði gert við Jón Ásgeir og félaga hinn 19. júní.
Einn þeirra, sem ekki vissu af þessum samn-
ingi, var kollegi hans, Sólon Sigurðsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans, og annar var formaður
bankaráðs Búnaðarbankans, Magnús Gunnars-
son.
Stærð þessara fyrirhuguðu viðskipta sam-
kvæmt samningi Búnaðarbankans og Jóns Ás-
geirs og félaga var slík, 12,5% hlutur í Straumi,
að þau voru að flestra mati flöggunarskyld í
Kauphöll Íslands og einnig er talið að hér hafi
verið um að ræða tilkynningarskyld innherja-
viðskipti. Í Búnaðarbanka mun það hins vegar
hafa verið kannað hjá lögfræðingum bankans,
hvort um flöggunarskyld viðskipti var að ræða,
og niðurstaðan hafa verið sú, að eðli þessara við-
skipta væri með þeim hætti, að þau væru ekki
flöggunarskyld.
Ennfremur hlýtur það að teljast lögfræðilegt
álitamál, hvort ekki var um ólögmæt innherja-
viðskipti að ræða, þar sem þeir Jón Ásgeir,
stjórnarmaður í Straumi, og Einar Örn Jóns-
son, varamaður í stjórn Straums, gerðu slíkan
samning við Búnaðarbankann.
Þegar Búnaðarbankinn dró til baka ósk sína
um hluthafafund varð Jón Ásgeir ævareiður
eina ferðina enn og ákvað að krefjast hluthafa-
fundar. Krafan var sett fram í nafni Fjárfars og
Dúks og hún var dagsett 16. júlí, sama dag og
Búnaðarbankinn afturkallaði kröfu sína. Fund-
urinn var auglýstur í dagblöðum og útvarpi og
fram kom að hann skyldi haldinn hinn 20. ágúst
sl.
Skömmu síðar lætur Jón Ásgeir þá Val Vals-
son og Bjarna Ármannsson vita um tilvist
samningsins á milli Búnaðarbankans og Fjár-
fars og fleiri og um kauprétt Fjárfars á hlut
Búnaðarbankans í Straumi.
Til að byrja með áttu þeir í Íslandsbanka afar
bágt með að trúa því að slíkur samningur væri
til í raun og veru. Haft var samband við Árna
Tómasson og hann spurður hvort það væri rétt
að Fjárfar hefði kauprétt á hlut Búnaðarbank-
ans í Straumi. Hann fór undan í flæmingi, en
kvaðst ekki vita hvernig samningurinn væri
orðaður nákvæmlega, því hann hefði ekki séð
hann. Viðhorf Árna í þessum efnum mun hafa
verið það, að ef hann upplýsti um innihald
samnings sem hann og Yngvi Örn höfðu gert við
Jón Ásgeir og félaga jafngilti það því að hann
væri að brjóta trúnað á viðskiptavinum bankans
og þar með að rjúfa bankaleynd. Auk þess hefur
Árni gefið til kynna að hann hafi ekki haft hug-
mynd um það hvers konar valdabarátta átti sér
stað á bak við tjöldin innan Íslandsbanka. Hann
hafi einfaldlega gert samning við tvo úr hópi
stærstu hluthafa Íslandsbanka, þá Jón Ásgeir
Jóhannesson og Einar Örn Jónsson, og litið á þá
sem fulltrúa Íslandsbanka við þá samningsgerð
hinn 19. júní sl.
Eftir að þeir í Íslandsbanka voru komnir með
staðfesta vitneskju um tilvist samningsins má
segja að allt hafi ætlað um koll að keyra og loft
verið lævi blandið, því Íslandsbankamenn töldu
að það væri ljóst, fyrst Búnaðarbankinn hefði
gert slíkan viðskiptasamning við Fjárfar og
fleiri, að hann væri í samspili við þá aðila að
undirbúa óvinveitta yfirtöku á Straumi. Slík
áform hafa enn ekki verið viðurkennd í Bún-
aðarbankanum, þrátt fyrir samrunaákvæðið
um Straum og Hlutabréfasjóð Búnaðarbank-
ans. Þar á bæ halda menn sig við þá skýringu að
ekkert annað markmið en viðskiptalegt mark-
mið um að ná til bankans auknum viðskiptum
hafi ráðið för.
Hófust nú miklar bollaleggingar, vangaveltur
og samningaviðræður um það hvernig koma
mætti í veg fyrir að þau viðskipti, sem þeir Árni
Tómasson og Jón Ásgeir Jóhannesson höfðu
samið um, ættu sér stað.
Augljóslega varð allt vitlaust á fleiri stöðum
en í höfuðstöðvum Íslandsbanka og Baugs, þeg-
ar tilvist samningsins hafði fengist staðfest, því
Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs
Búnaðarbankans, og Sólon Sigurðsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans, kunnu Árna Tómassyni
litlar þakkir fyrir að hafa farið með þeim á fund
með stjórnendum Íslandsbanka nokkrum dög-
um áður, en þagað þunnu hljóði um gerðan
samning og látið þá vaða í villu og svíma þegar
Jón Ásgeir Jóhannesson Þorsteinn Már Baldvinsson
Valur Valsson Bjarni Ármannsson Kristján Ragnarsson
Árni Tómasson Sólon Sigurðsson Magnús Gunnarsson
Þórður Már Jóhannesson
16 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ