Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ PAKISTANAR brugðust í gær ókvæða við þeim yfirlýsingum varn- armálaráðherra Indlands, að Ind- verjar gætu þurrkað Pakistan út af landakortinu kæmi til kjarnorku- stríðs. Sögðu þeir, að í slíku stríði myndu þeir kenna Indverjum lexíu, sem þeir gleymdu seint. Sheikh Rashid Ahmed, upplýs- ingarráðherra Pakistans, kallaði yf- irlýsingu George Fernandes, varn- armálaráðherra Indlands, „óráðs- hjal brjálaðs manns“ og fordæmdi „kynþáttahatur hindúaklíkunnar“ í Indlandi. „Við viljum ekki stríð,“ sagði Ah- med, „en beiti þeir kjarnorkuvopn- um munum við kenna þeim lexíu, sem þeir gleyma aldrei.“ Musharraf dregur í land Fernandes sagði á ráðstefnu í fyrradag, að leiðtogar Pakistana ættu ekkert að vera að gæla við það sjálfsmorð, sem kjarnorkustríð yrði fyrir þá. „Við þolum eina bombu eða tvær og jafnvel fleiri en Pakistan yrði þurrkað burt af landakortinu.“ Fernandes var með þessum orð- um að svara Pervez Musharraf, for- seta Pakistans, en hann gaf fyrir skömmu í skyn, að þegar í odda skarst með ríkjunum á síðasta ári, hefði hann verið þess albúinn að beita kjarnorkuvopnum. Síðan hef- ur hann reynt að draga í land og segir nú, að hann hafi átt við skæru- hernað í Indlandi. Indverjar betur búnir Indverjar hafa heitið að hefja aldrei stríð með kjarnorkuvopnum en útiloka ekki, að þeim verði beitt, verði ráðist á landið með hefð- bundnum vopnum. Pakistanar hafa ekki gefið neinar yfirlýsingar um hvort eða hvenær þeir muni grípa til kjarnorkuvopna. Er kjarnorku- vopnabúr Indverja miklu stærra en Pakistana og þeir fyrrnefndu ráða einnig yfir fleiri langdrægum eld- flaugum. „Þolum eina bombu eða tvær“ Islamabad. AFP. FJÖLMIÐLAR á Ítalíu hafa birt játningar lögreglumanna sem segjast hafa logið upp sök- um á fólk sem tók þátt í mót- mælum gegn alþjóðavæðingu í Genúa þegar leiðtogar átta helstu iðnríkja heims komu þar saman í júlí 2001. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Rannsókn stendur nú yfir á aðgerðum lögreglunnar og þá sérstaklega áhlaupi hennar á heimavist sem notuð var til að hýsa mótmælendur. Háttsettur lögregluforingi er sagður hafa viðurkennt við yf- irheyrslur að lögreglan hafi komið fyrir tveimur bensín- sprengjum í heimavistinni til að réttlæta áhlaupið. Bensín- sprengjurnar hafi í reynd fund- ist á öðrum stað í borginni þar sem til átaka hafði komið milli mótmælenda og lögreglumanna. 93 voru handteknir í heima- vistinni og 72 þeirra urðu fyrir meiðslum í áhlaupinu. Að minnsta kosti 77 lögreglumenn sæta nú rannsókn vegna meints hrottaskapar og þrír lögreglu- foringjar hafa verið færðir til annarra starfa vegna málsins. Lugu upp sökum á mótmæl- endur FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins blés í gær til nýrrar sóknar gegn stjórnvöldum þeirra aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) sem hafa staðið sig illa í því að standa við skilyrði stöðugleikasátt- mála bandalagsins um strangan aga við stjórn ríkisfjármála. Bein- ast spjót framkvæmdastjórnarinn- ar í þessu efni aðallega að mestu þungavigtarlöndum evru-svæðis- ins, Þýzkalandi, Frakklandi og Ítalíu. Pedro Solbes, sem fer með efna- hagsmál í framkvæmdastjórn ESB, ávítti í gær stjórnvöld í Berlín, París og Róm fyrir að gera ekki nóg til að hafa hemil á skuldaaukn- ingu ríkissjóðs og krafðist þess að gripið yrði til markvissra ráðstaf- ana til að minnka fjárlagahallann í þessum löndum. „Traust ríkisfjármál eru hluti af lausninni á samdrætti í Evrópu, ekki hluti vandans,“ fullyrti Solbes á blaðamannafundi í Brussel í gær, er mat framkvæmdastjórnarinnar á stöðu ríkisfjármála í Þýzkalandi, Frakklandi og Ítalíu var lagt fram. Varðist Solbes með þessu þrýstingi frá þeim sem telja að nú, er hag- sveiflan er niður á við í kjarnalönd- um evru-svæðisins, væri réttast að veita meira svigrúm til útgjalda- aukningar úr ríkissjóðum frekar en að sýna enn meira aðhald, sem skilyrði stöðugleikasáttmálans krefjast. Fái fjögurra mánaða frest Staðan er að sögn Solbes verst í Þýzkalandi, langstærsta þjóðhag- kerfi álfunnar. Þar í landi hefðu stjórnvöld nú brotið gegn ákvæði stöðugleikasáttmála myntbanda- lagsins um að fjárlagahalli megi ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. Á síðastliðnu ári hefði hallinn á rekstri þýzka rík- issjóðsins verið 3,75%. „Þar sem hagvaxtarhorfur eru ekki að batna,“ sagði Solbes, er hætta á að hallinn á þessu ári verði einnig yfir mörkunum. Framkvæmdastjórnin mælist til þess að fjármálaráðherr- ar ESB-landanna, sem koma næst saman 20.-21. janúar, ákveði að gefa þýzku ríkisstjórninni fjögurra mánaða frest til að grípa til sann- færandi ráðstafana til að ráða bót á þessu, en eigi að öðrum kosti yfir höfði sér þungar sektir, eins og kveðið er á um í stöðugleikasátt- málanum - sem Þjóðverjar voru reyndar á sínum tíma aðalhvata- mennirnir að því að semja. Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanzlara Þýzkalands, vonast til að geta komið fjárlagahallanum á þessu ári niður í 2,75% af VLF, en þau áform byggjast á því að hag- vöxtur í landinu verði að minnsta kosti 1,5% í ár. Hagspekingum ber flestum saman um að mjög hæpið sé að hagvöxturinn verði það mik- ill. Talsmaður þýzka fjármálaráðu- neytisins sagði þó í gær að þar væri skýrslu framkvæmdastjórnar- innar vel tekið; hún styddi við áform þýzku ríkisstjórnarinnar um að koma jafnvægi á ríkisfjármálin fyrir árið 2006. Kosningaloforð Chiracs gagnrýnd Solbes gagnrýndi einnig frönsku ríkisstjórnina og sagði að mikil hætta væri á því að hallinn á frönsku fjárlögunum færi yfir 3%- mörkin á þessu ári. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur lagt áherzlu á að staðið verði við kosn- ingaloforð sem gefin voru fyrir for- seta- og þingkosningarnar í fyrra um skattalækkanir og aukin rík- isútgjöld til vissra málaflokka. „Meiri aga er þörf við stjórnun rík- isfjármálanna,“ sagði Solbes. Ítölsk stjórnvöld voru ennfremur gagnrýnd fyrir að treysta um of á stakar skammtímaráðstafanir til að forðast að sprengja mörk stöðug- leikasáttmálans og fyrir að gefa sér of bjartsýnar forsendur fyrir fyrirhuguðum aðgerðum sínum í þessum efnum. Þjóðverjar brotlegir við stöðugleikasáttmála EMU Brussel. AFP, AP. SJÁLFBOÐALIÐAR reyna í gær að bjarga grindhvölum sem strandað höfðu í fjörunni á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi. 159 hvala hópur hafði synt upp í fjöru og strandaði þar og voru a.m.k. 80 hvalanna dauðir þegar fréttist af óláni þeirra. Dýraverndunarsinnum tókst að bjarga um fjörutíu en ólíklegt var talið að fleirum yrði bjargað. Reuters Strönduðu í fjörunni á Stewart-eyju GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, á sannarlega ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Um leið og vanda- málin í þýzku efna- hagslífi eru með allra erfiðasta móti og persónu- legar vinsældir hans hafa hrunið vegna meintra svika hans á kosn- ingaloforðum er einkalíf hans líka komið milli tann- anna á þjóðinni, einu sinni enn. Nú er hann að reyna að verjast sögusögnum um að hjónaband hans – sem er hans fjórða – sé í uppnámi. Óskráðar reglur þýzkra fjöl- miðla um að þegja um einkalíf stjórnmálamanna virðast vera á hröðu undanhaldi. „Mér býður við þeim hætti sem sumir hafa á umfjöllun um einka- líf stjórnmálamanna,“ sagði Schröder á fundi með öðrum for- ystumönnum þýzka Jafn- aðarmannaflokksins, SPD, í gær. Á sama tíma skiluðu menn sem nærri standa kanzlaranum þeim skilaboðum frá lögmönnum hans til fjölmiðla, að hver sá sem birti nýjustu sögusagnirnar af einka- lífi hans gæti átt von á lögsókn. Starfsmaður á skrifstofu kanzlarans sagði að grein sem birtist um helgina í brezka æsi- fréttablaðinu Mail on Sunday, þar sem konan er nafngreind sem Schröder er sagður eiga vingott við, væri „mjög særandi“ og ósönn. John Wellington, aðstoð- arritstjóri blaðsins, tjáði AFP að blaðið stæði „100 prósent“ við frásögnina. Schröder kvæntist blaðamann- inum Doris Köpf (nú Schröder- Köpf) fyrir sex árum. Hann varð kanzlari innan við ári eftir brúð- kaupið, árið 1998. Doris var áberandi í kosninga- baráttunni fyrir síðustu kosn- ingar, sem fóru fram seint í sept- ember sl. Hún var með á myndum af kanzlaranum á veggspjöldum og tók þátt í spjallþáttum við hlið manns síns og tók þannig virkari þátt í kosningabaráttu en fyrri dæmi eru um maka þýzks stjórn- málaleiðtoga. Hver sá sem „ónáðar almenn- ing með einkalífi sínu verður að sætta sig við slíkar sögusagnir,“ segir Frank Mangelsdorf, rit- stjóri þýzks dagblaðs sem Schröder hefur stefnt vegna greinar sem það birti fyrir skemmstu um meinta kreppu í hjónabandi kanzlarans. Sam- kvæmt frásögn blaðsins var sú kreppa tilkomin af því að þau hjónin hefðu rifizt um miklar fjarvistir Schröders frá heimili þeirra, sem þau halda í Hann- over, þótt kanzlaraskrifstofan sé í Berlín. Fyrir u.þ.b. ári fékk kanzlarinn lögbann á fullyrðingar um að hann litaði á sér hárið, en því hafði verið haldið fram í slúð- urdálkum. Stöku leiðarahöfundar hafa þó sýnt málstað Schröders samúð. „Við erum að gera okkur að at- hlægi,“ stóð í forystugrein Berl- iner Kurier í gær, „eins og brezk- ar sögusagnir um hjónaband kanzlarans væri helzta vanda- málið sem við höfum við að glíma. Aumingja Þýzkaland. Aum- ingja kanzlarinn.“ Verst fregnum af meintri hjóna- bandskreppu Reuters Gerhard Schröder hlustar á eiginkonu sína, Doris Schröder-Köpf, á kosningafundi í ágúst. Berlín. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.