Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 25 Útsalahafin Allt að 60% afsláttur Nýtt kortatímabil í dag Jakkar Buxur Pils Skyrtur Bolir Toppar Kápur Fallegar vörur Stærðir 32-46 InWear - Part Two - Jackpot Opið til kl. 21 fimmtudaga KRINGLUNNI - 588 0079 eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 ÚTSALA hafin nýtt kortatímabil í dag KRINGLUNNI, S. 568 9017 KRINGLUNNI nýtt kortatímabil í dag allt að 50% afsláttur LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 opið til kl. 21 ÚTSALA hafin HAUKUR Tryggvason, sem rekið hefur skemmtistaðinn Við Pollinn á Akureyri í rúm fjögur ár, hætti um áramót þegar reksturinn var seldur keppinaut, þ.e. rekstrarað- ilum Oddvitans. Veitingastaðurinn Pollurinn við Strandgötu á Akureyri hefur verið starfandi um árabil, en Gránu- félagið átti húsnæðið. Félagið missti eignir sínar á uppboð í lok nóvember og keypti Landsbank- inn þær og seldi strax að sögn Hauks. Var honum í kjölfarið, eða í byrjun desember sagt upp leigu- samningi með þriggja vikna fyr- irvara. Veitingastaðurinn var auglýstur til sölu á liðnu hausti, en kaupandi fannst ekki á þeim tíma. „Ég vissi að þetta var falt og hefði eflaust mátt kynna mér betur hvaða kjör voru í boði, en það kom gjörsam- lega flatt upp á mig að staðurinn skyldi seldur svo skyndilega,“ sagði Haukur. Hann hafði 15 manns í vinnu og sagði að upp- sagnarfrestur þess væri að jafnaði tveir mánuðir, „en ég er svo lán- samur að mitt starfsfólk ætlar ekki að krefjast launa fyrir þennan tíma vegna þess hvernig að málum var staðið.“ Lagði í umtalsverðan kostnað vegna breytinga Fyrir tveimur og hálfu ári hófst Haukur handa við umfangsmiklar breytingar á staðnum, opnaði upp á ris og stækkaði staðinn og lag- færði. Kostnaður við breytingarn- ar nam um 5 milljónum sem Hauk- ur sagði tapað fé. „Þetta þurrkast bara út, ég á engan rétt, má taka borð og stóla,“ sagði hann en engir samningar haldi þegar eignir séu seldar á uppboði. Hann kvaðst afar óánægður með hvernig málið bar að og hefði kosið lengri uppsagnarfrest, „bankinn hefði ekki tapað neinu þó hann hefði leigt mér reksturinn fram á sumar og gefið mér þannig lengri frest,“ sagði Haukur, en hann var búinn að bóka hljóm- sveitir til að leika á staðnum fram á vorið, auk þess sem hann hafði leigt staðinn undir afmælis- og fermingarveislur og aðra mann- fagnaði nú á komandi mánuðum. „Þessu var öllu kippt í burtu á einni nóttu, ef svo má segja.“ Hann sagði það einnig vissulega súrt í broti að hafa ráðist í breytingar á staðnum og lagt í þær umtalsvert fé sem nú sé tapað, „það hefði ég auðvitað aldrei gert hefði ég vitað að mér yrði hent út svo skömmu síðar,“ sagði Haukur. Hann sagði viðbrögð bæjarbúa og gesta sinna mikil við því hvernig mál hefðu þróast. Haukur sagði að hann myndi halda áfram í veitingarekstri á Ak- ureyri, hann væri að leita að heppi- legu húsnæði undir skemmtistað og það myndi væntanlega skýrast innan tíðar hvað út úr því kæmi. Hættir rekstri Pollsins eftir að eignir voru seldar keppinaut Öllu kippt burtu á einni nóttu BÚMENN afhentu skömmu fyrir jól fyrstu íbúðirnar á nýju svæði við Lindasíðu í Glerárhverfi. Alls var um að ræða 8 íbúðir, flestar rúmlega 90 fermetra að stærð auk þess sem sumum þeirra fylgir bílskúr. Íbúðirnar eru í raðhúsum á einni hæð. Bjarni Jónasson, formaður Bú- manna á Akureyri, sagði að ætl- unin væri sú að afhenda 9 íbúðir í viðbót kringum næstu áramót, 2003–2004. „Framhaldið verður svo skoðað eftir þá úthlutun,“ sagði Bjarni spurður um frekari áform Búmanna varðandi íbúðar- byggingar á Akureyri. Búmenn eiga alls 24 íbúðir í bænum, en auk þeirra 8 nýju íbúða við Lindasíðu er félagið með 16 íbúð- ir í Teigahverfi á Eyrarlands- holti. Félagið á að sögn Bjarna um 160 íbúðir í nokkrum sveit- arfélögum. „Það eru allir ánægð- ir með nýju íbúðirnar sínar, enda eru þær alveg prýðilegar,“ sagði Bjarni. Hann sagði Búmenn vera félagsskap á landsvísu, þannig að menn gætu flutt búseturétt sinn milli landshluta kysu þeir svo. Búmenn eru fyrir fólk 50 ára og eldra. Nýjar íbúðir við Lindasíðu SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Akur- eyrarbæjar, segir að Listasafnið á Akureyri fái ekki efstu hæð hússins sem það er í við Kaupvangsstræti fyrr en tekist hefði að finna handverks- og tómstundamiðstöðinni Punktinum annað húsnæði. Í viðtali við Hannes Sigurðsson, forstöðumann Lista- safnsins á Akureyri, í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, kom fram að draumur hans væri sá að safnið fengi efstu hæð hússins til umráða, svo sem lofað hefði verið. Handverks- og tómstundamiðstöð- in Punkturinn hefur verið þar til húsa síðustu þrjú ár en að sögn Sigrúnar fylgdi það loforð að miðstöðin fengi umrætt húsnæði til umráða í fimm ár. Hugmyndir hafa komið upp um að Punkturinn færði sig um set yfir í húsnæði gamla Barnaskólans þegar byggt hefði verið við Brekkuskóla en það verður ekki fyrr en árið 2005 sem þeim framkvæmdum verður lokið. Þá hafi komið fram hugmynd um að flytja starfsemina á Bjarg en hún ekki átt fylgi að fagna. „Við skoðum alla möguleika á að finna húsnæði fyrir Punktinn og að því loknu mun Lista- safnið fá þessa hæð fyrir sig, þetta er frábært húsnæði og mun sóma sér vel sem listasafn,“ sagði Sigrún. Húsnæði við Kaupvangsstræti Punktinn út fyrir Listasafnið KVENFÉLAGIÐ Hjálpin í Eyja- fjarðarsveit færði Kristnesspítala 75 þúsund króna peningagjöf í til- efni 75 ára afmælis spítalans á dög- unum. Peningunum skal varið til kaupa á útivistarbekkjum. Kven- félagið Hjálpin er arftaki hjúkr- unarfélagsins Hjálparinnar í gamla Saurbæjarhreppi en það var hjúkr- unarfélagið sem beitti sér fyrir því árið 1918 að hafin yrði fjársöfnun um Norðlendingafjórðung til bygg- ingar heilsuhælis fyrir Norðurland. Hvatinn að þessari samþykkt var að berklarnir herjuðu þá svo að heilar fjölskyldur hrundu niður og heimili sundruðust. Sigríður Bjarnadóttir, formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar, af- henti Ingvari Þóroddssyni, deild- arlækni á Kristnesspítala, peninga- gjöfina. Hjálpin styrkir Kristnesspítala Hefðbundið áramótanámskeið Skák- skóla Íslands fer fram á Akureyri um komandi helgi, dagana 11. og 12. janúar. Námskeiðið er haldið í sam- starfi við Skákfélag Akureyrar og í húsakynnum þess í Íþróttahöllinni. Námskeiðið hefst kl. 11 11. janúar og stendur til kl. 17.30 en á sunnudag frá kl. 10 til 17.30. Aðalkennari verður Helgi Ólafsson stórmeistari og skóla- stjóri Skákskóla Íslands en honum til halds og trausts verður Hannes Hlíf- ar Stefánsson stórmeistari. Nánari upplýsingar hjá Skákskólanum eða Rúnari Sigurpálssyni. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.