Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 36
LISTIR
36 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í
byrjun vikunnar lagði ég af
stað í ferðalag út í heim. Og
það þrátt fyrir að mörgum
vinum og vandamönnum
litist ekki á blikuna. En
þeir vissu sem var að ég væri
þrjósk; krossuðu sig og báðu mig
um að koma heilu og höldnu heim.
Því lofaði ég að sjálfsögðu. Til að
gera langa sögu stutta gekk ferðin
vel; áður en varði var ég lent á hin-
um nýja áfangastað. Ég fann þægi-
legan hitann taka á móti mér þegar
ég steig út úr flugvélinni og í fjarska
glitti í alþjóðlegu vörumerkin;
McDonald’s og Kentucky Fried
Chicken – KFC. Kannski var ég
ekki svo langt að heiman þegar allt
kom til alls!
Lítið mál var að komast í gegnum
útlendingaeft-
irlitið, en ég
hafði svolítið
kviðið því, og
við flugstöðv-
arbygginguna
beið eftir mér
vingjarnlegur bílstjóri, sem keyrði
mig sem leið lá á hótel. Bílstjórinn
var að vonum stoltur af landi sínu
og benti í allar áttir á leiðinni; að
ströndinni, þar sem bátar lágu við
landfestar, að miðbænum, þar sem
voru fjölmargar litlar verslanir; að-
allega kvenfataverslanir að því er ég
best gat séð, og að stóru versl-
unarmiðstöðinni, þar sem Deben-
hams-vörumerkið gnæfði yfir öll hin
vörumerkin.
Ég sagði bílstjóranum að þetta
væri fyrsta heimsókn mín til lands-
ins og hann svaraði því til að ég ætti
örugglega eftir að njóta dval-
arinnar. Við hótelið kvaddi ég bíl-
stjórann og við tók að kynnast land-
inu, og svæðinu í kring, upp á eigin
spýtur.
Sennilega halda margir, eftir lýs-
ingu minni að dæma, að ég sé komin
til vestræns ríkis á suðlægum slóð-
um. En svo er ekki. Ég er stödd í
olíuríkinu Katar, syðst á Arabíu-
skaga, einu ríkasta landi heims mið-
að við höfðatölu. Ég er komin til
lands sem þrátt fyrir landfræðilega
fjarlægð frá Íslandi, öðruvísi siði og
ólík trúarbrögð, er ekki svo fjarlægt
og frábrugðið þegar betur er að
gáð.
Auðvitað er margt ólíkt með
löndunum tveimur, því verður ekki
neitað þrátt fyrir McDonald’s og
Debenhams. Innfæddar konur
ganga til dæmis velflestar ef ekki
allar um í svörtum kuflum og slæð-
um; þær hylja sig bókstaflega frá
hvirfli til ylja. Stundum skilja þær
eftir smárifu fyrir augun, en lang-
flestar hylja allt andlitið. Þetta kem-
ur mér, vestrænu kvenrembunni,
óneitanlega spánskt fyrir sjónir. Ég
hef ekki enn fundið út hvernig þær
geta séð út undan svörtu slæðunni,
hvað þá andað. Þær sjá þó greini-
lega og anda líka. Þær sjá meira að
segja svo vel, að því er virðist, að
þær þekkja hver aðra þrátt fyrir
svörtu kuflana. Hvernig þeim tekst
þetta er mér enn hulin ráðgáta.
Í ljósi þess hvernig konurnar
klæða sig er svolítið skondið, við
fyrstu sýn a.m.k., að sjá þær skoða
litríka og fallega kjóla í fjölmörgum
verslunum Doha, höfuðborgar Kat-
ar. Ég hef þó fundið út að þær eru í
„venjulegum fötum“ inni á heim-
ilinu, svo þar gefst væntanlega
tækifæri til að skarta „sínu fínasta“.
Og í svefnherberginu sýna þær
væntanlega flottu undirfötin sín, án
þess þó að ég hafi fengið staðfest-
ingu á því, þar sem í ljós hefur kom-
ið, mér til undrunar, að nokkuð er
um undirfataverslanir í höfuðborg-
inni. Þar má finna undirföt sem
vestrænar konur myndu varla fúlsa
við.
En úr því ég er farin að tala um
klæðaburð kvenna í Katar kemst ég
ekki hjá því að minnast einnig á
klæðnað karlanna. Þeir ganga
semsé flestir um í skósíðum hvítum
serkjum. Á höfðinu bera þeir hvítan
klút sem skorðaður er með svörtum
hringjum. Ekki man ég hvað þessi
múndering heitir þótt ég hafi spurt
um það í gær, en eitt þykist ég þó
vita; klæðnaður karlanna er mun
þægilegri en klæðnaður kvennanna.
Það finnst mér náttúrlega óréttlátt
og lýsandi fyrir það ójafnrétti sem
ríkir á milli kynjanna á þessum slóð-
um.
Ég get þó ekki varist þeirri hugs-
un að kannski séum við vestrænu
konurnar á sama klafa bundnar;
ekki er alltaf hægt að segja að við
séum í þægilegum fatnaði; við fylgj-
um oft straumum tískunnar óháð
því hvað hæfir best veðri og vind-
um. Og sjálfsagt myndu margar
konur í Katar hneykslast á því hvað
við, vestrænu konurnar, eyðum
mörgum klukkutímum fyrir framan
spegilinn, í þeirri von að líta betur
út. Ég ætla því að fara varlega í því
að gera lítið úr klæðnaði kvenna í
Katar.
En hvað sem þessu líður þá ríkir
ákveðið ójafnrétti milli kynjanna í
Katar, en sömu sögu mætti segja af
Íslandi. Í Katar ráða karlar lögum
og lofum í stjórn landsins sem og í
viðskiptalífinu. Á Íslandi er þessu
ekki ólíkt farið; þótt horfur séu á því
að það eigi eftir að breytast í nán-
ustu framtíð.
Katar hefur reyndar orð á sér
fyrir að vera framarlega í jafnrétt-
isbaráttunni meðal arabaríkjanna
og var fyrsta ríkið við Persaflóa sem
gaf konum kosningarétt, en það var
árið 1999. Ísland hefur sömuleiðis
staðið fremst á meðal jafningja í
ýmsum málum er snúa að jafnrétti
kynjanna á Norðurlöndunum.
Í minni stuttu heimsókn til Katar
hef ég líka komist að því að við eig-
um ýmislegt fleira sameiginlegt
með ríkinu ríka við Persaflóa. Eins
og Katar-búar lifum við fyrst og
fremst af náttúruauðlindum; þeir
lifa af olíu en við af fiskinum. Fjöldi
innfæddra í Katar er rétt um
200.000, við Íslendingar erum
kannski um 80.000 fleiri. Og svo ég
haldi áfram þá búa flestir Katar-
búar í höfuðborginni, eins og við Ís-
lendingar, og þeir flytja inn vinnu-
kraft til að sinna lægstlaunuðu
störfunum á sama hátt og við höfum
gert. Þá flýja þeir hitann í ágúst-
mánuði og fara gjarnan í „kuldann“
á Spáni, en við eigum það til að flýja
hina „köldu“ íslensku sumarmánuði
og fara í „hitann“ á Spáni. Og eins
og Íslendingar eru Katar-búar
montnir af sínum ósnortnu víð-
ernum; við af jöklunum og svæð-
unum í kring, en þeir af eyðimörk-
inni. Við drögum erlenda ferða-
menn í ævintýraferðir á jöklana en
þeir draga útlendinga í ævintýra-
ferðir í eyðimörkinni. Já, talandi um
eyðimörk, kannski ég kíki þangað á
morgun!
Konur
og Katar
Og sjálfsagt myndu margar konur í Kat-
ar hneykslast á því hvað við, vestrænu
konurnar, eyðum mörgum klukkutím-
um fyrir framan spegilinn, í þeirri von
að líta betur út.
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
LJÓSMYNDASÝNING frá Bau-
haus verður opnuð í Gerðubergi á
laugardag kl. 15. Þar getur að líta
124 ljósmyndir frá árunum 1921–
1981 og eru ljósmyndararnir 41
talsins. Allt eru það myndir
byggðar á stefnu Bauhaus en hún
var að sameina iðnhönnun, bygg-
ingarlist og myndlist þ.e. að bygg-
ingarlist sameinaði allar listir.
Bauhaus skólinn var stofnaður í
Weimar árið 1919 af Walter Grop-
ius en meðal kennara voru Wassili
Kandinsky, Lyonel Feininger,
Lászlo Moholy-Nagy og Paul Klee
svo nokkrir séu nefndir.
Þeir voru allir framúrstefnu-
menn í myndlist og árið 1925 létu
þeir reisa skólabyggingu í
Dessau. Í henni kristallast hug-
myndir Bauhaus um byggingarlist
og formmótun þar sem félagslegir
þættir, notagildi og formfegurð
sameinast. Skólinn hraktist til
Berlínar árið 1932 og var á end-
anum lokað af nasistum 1933.
Bauhaus hafði mikil áhrif á iðn-
hönnun í Evrópu og deild frá
skólanum var starfrækt í Banda-
ríkjunum árin 1937–1946 (New
Bauhaus, síðar Institute of De-
sign) undir stjórn Lászlo Moholy-
Nagy. Gropius teiknaði síðan sér-
stakt Bauhaussafn sem opnað var
í Berlín 1979.
Ljósmyndirnar á sýningunni
eru teknar á tímabilinu 1921–
1981 af þýskum ljósmyndurum
sem aðhylltust Bauhaus-stefnuna.
Meðal þeirra eru Josef Albers,
Gertrud Arndt, Lászlo Moholy-
Nagy og Georg Muche.
Hugmyndafræði Bauhaus var
að arkitektúr sameinaði allar list-
ir, eða eins og Josef Albers ritaði
árið 1924: „Í dag vinna margir sín
sérhæfðu störf í hálfgerðri ein-
angrun, jafnvel þótt þeir stefni
allir að sama marki og vinna
þeirra snúist með einum eða öðr-
um hætti um byggingar. Til-
gangur Bauhaus-verkstæðis er
hins vegar að samræma alla þætti
byggingarvinnunnar undir sama
þaki.“
Sýningin er samvinnuverkefni
Gerðubergs og Goethe-Zentrum
en unnin og fjármögnuð af IFA
(Institut für Auslandsbezieh-
ungen).
Sýningin stendur til 23. febrúar
2003.
Bauhaus-myndir
í Gerðubergi
Ein myndanna á sýningunni í Gerðubergi.
FORGANGSMIÐASALA á Mac-
beth fyrir félagsmenn í Vinafélagi
Íslensku óper-
unnar og sam-
starfs- og styrkt-
arfyrirtæki
Óperunnar er
hafin og stendur
til og með 18. jan-
úar. Almenn
miðasala hefst
svo 20. janúar en
frumsýning verð-
ur 1. febrúar. Að-
eins verða átta sýningar á verkinu og
lýkur þeim í byrjun mars.
Námskeið um Macbeth
Þá er skráning hafin á námskeið
Endurmenntunar Háskóla Íslands
og Vinafélags Íslensku óperunnar
um Macbeth og Verdi 17. febrúar til
7. mars. Námskeiðið verður með
svipuðum hætti og síðustu námskeið
Endurmenntunar og Vinafélagsins.
Kennari verður að vanda Gunn-
steinn Ólafsson; fyrirlestrar verða
þrjú mánudagskvöld í húsnæði End-
urmenntunar við Dunhaga og nám-
skeiðinu lýkur með því að farið verð-
ur á sýningu í Óperunni og spjallað
við nokkra úr hópi söngvaranna.
Forgangs-
miðasala á
Macbeth
Gunnsteinn
Ólafsson
MILLJÓN holur eftir bandaríska
rithöfundinn Louis Sachar hefur not-
ið mikillar hylli meðal lesenda og
gagnrýnenda síðan hún kom út árið
1998. Bókin, sem heitir á frummálinu
Holes, hlaut National Book Award-
verðlaunin í flokki barna- og ung-
lingabókmennta, auk fleiri verð-
launa. Það er ánægjuefni að sjá
þessa bók koma út í vandaðri þýð-
ingu á íslensku, því hún er bæði
skemmtileg og eftirminnileg.
Það vefst ekki fyrir þeim sem
byrjar að lesa Milljón holur að sagan
sú er langt frá því að vera rósrautt
ævintýri. Þvert á móti kynnist les-
andinn þar hörðum heimi, heimi þar
sem skröltormar og sporðdrekar
freista þess að bíta mann, og brenn-
heit sólin að steikja mann. Inn í
þennan veruleika ratar unglings-
strákurinn Stanley Yelnats, óhepp-
inn drengur sem kominn er af óhepp-
inni fjölskyldu. Reyndar svo
óheppinni að það mætti halda að ör-
lögin væru ekki hliðholl Stanley
Yelnats og hans ætt, enda er það orð-
ið viðkvæði hjá fjölskyldunni að
kenna „einskisnýta syndumspillta
grísaþjófinum honum langalangafa
Stanleys sem sveik sígaunakerl-
inguna um árið“ um allt sem miður
fer. Enda fer svo að Stanely Yelnats
IV er sendur til betrunarvistar í hin-
um illræmdu Grænavatnsbúðum fyr-
ir glæp sem hann ekki framdi. Í búð-
unum kynnist Stanley drengjum sem
ganga undir uppnefnum á borð við
Handarkriki, Röntgen, Ælupoki og
Zero. Þeir eru látnir grafa holur all-
an liðlangann daginn í uppskrælnað-
an vatnsbotn og þó svo að búðastjór-
inn haldi því fram að holugröfturinn
muni gera drengina að betri mann-
eskjum grunar þá að meira búi und-
ir. Má vera að viðureign ömmu búð-
arstjórans við hinn alræmda útlaga
Kossa-Kötu Barlow hundrað árum
fyrr komi málum eitthvað við? Auk
þess að vera hnyttin, spennandi og
skemmtilega skrifuð saga, er Milljón
holur nokkurs konar stúdía um það
kosmíska samhengi sem umleikur
okkur í lífinu. Jafnframt því sem les-
andinn dregst inn í tilvistarbaráttu
Stanleys í heimi þar sem ranglæti og
miskunnarleysi ráða ríkjum, er hann
kynntur fyrir bakgrunni staðarins
og aðalsögupersóna langt aftur í ætt-
ir, eiginlega alla leið til Lettlands en
þaðan hélt hinn syndumspillti langa-
langafi Stanleys til Ameríku í von um
betra líf. Eftir því sem líður á söguna
kemur lesandinn auga á hvernig lífs-
leiðir ólíkra manneskja, sem eiga það
kannski allar sameiginlegt að hafa
mátt þola kúgun og lánleysi í mis-
miklum mæli, liggja saman ýmist í
nútímanum, eða í gegnum þéttriðinn
örlagavef þar sem fortíð og nútíð
eiga samleið. Þessi vefur heldur
áfram að spinnast, og síðar að leys-
ast upp í framrás sögunnar. Þannig
er sú flétta sem liggur að baki sög-
unni um baráttu og vinarþel drengj-
anna í Grænavatnsbúðum bæði
heimspekileg og hugvitssamleg. Að-
alpersónan Stanley fer í gegnum
þroskaferli sem reynir á lífsviðhorf
hans. Trúin á kaldhæðni örlaganna
hefur t.d. verið mjög ríkjandi í ætt
Stanleys og fær hann tækifæri til að
skáka þessum viðhorfum í atburð-
anna rás, og rekja upp þá bölvun sem
hvílir svo þungt á fjölskyldunni, ann-
aðhvort af eiginlegum eða ímynduð-
um ástæðum. Það skemmtilega við
söguna er að hún hafnar hvorki goð-
sögunni um bölvun sígaunkonunnar
né samþykkir hana. En Stanley lærir
þó að mögulegt er að hafa áhrif á ör-
lögin með réttu hugarfari, og ef þú
sýnir vináttu og tryggð muntu upp-
skera það sama á móti. Það má segja
að sögufléttan kjarnist í nafni títt-
nefndrar aðalsöguhetju bókarinnar,
Stanley Yelnats en hann heitir nafni
sem hægt er að stafa aftur á bak og
áfram. Þannig er í raun hægt að
rekja nafnið upp, alveg eins og Stanl-
ey rekur upp sögu ættfeðra sinna,
sem hófst í Lettlandi fyrir langa
löngu.
Þýðing Sigfríðar Björnsdóttur og
Ragnheiðar Erlu Rósarsdóttur er
frábær og miðlar skemmtilega harð-
soðnum frásagnarstíl bókarinnar.
Þar er ekki hikað við að nota þá ís-
lensku sem ungum lesendum bókar-
innar er eðlileg, um leið og kraftmik-
ið og ævintýralegt tungumálið fær að
njóta sín. Það er full ástæða fyrir
börn og fullorðna að leggjast í holu-
gröft með þeim Stanley, Zero og
Röntgen og fá nasaþef af steikjandi
sólinni og skrölti skriðdýranna.
Harðsoðin
unglinga-
saga
BÆKUR
Börn og unglingar
Louis Sachar. Íslensk þýðing: Sigfríður
Björnsdóttir og Ragnheiður Erla Rós-
arsdóttir. 218 bls. Mál og menning,
2002
MILLJÓN HOLUR
Heiða Jóhannsdóttir
Listasafn Íslands
Sýningunni „Íslensk myndlist
1980–2000“ sem er stærsta sýning á
íslenskri samtímalist sem efnt hefur
verið til lýkur á miðvikudag. Flest
listafólkið er fætt eftir 1950. Sýnd
eru tæplega 100 verk eftir 53 lista-
menn í sölunum en 317 verk eftir 97
listamenn í gagnagrunni safnins í
tölvum. Verkin eru öll í eigu safnsins
en fæst þeirra hafa verið sýnd þar
áður. Sýningarstjóri er dr. Ólafur
Kvaran, safnstjóri.
Viðamikil fræðsludagskrá hefur
verið í tengslum við sýninguna en
síðasta leiðsögnin verður á sunnu-
daginn kl. 15-16. Um hana sér Rakel
Pétursdóttir, deildarstjóri fræðslu-
deildar safnsins.
Sýningu lýkur
♦ ♦ ♦