Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 37 ÚTSALA HEFST Í DAG í þessum verslunum í Kringlunni KRINGLUNNI - 533 1740 30-50% afsláttur allt að 50% afsláttur DKNY Jeans Custo Cultura French Connection Punk Royal CK jeans Dico KRINGLUNNI, s. 533 1730 Nýtt kortatímabil Opið til kl. 21 Nýtt kortatímabil Opið til kl. 21 Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2003. Beint flug alla miðvikudaga í sum- ar tryggir þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta aðilar að Félagi húseigenda á Spáni snúið sér til Heimsferða og bókað sæti nú þegar. Salan er hafin Bókaðu sæti og tryggðu þér afslátt Félags húseigenda á Spáni Samningur við Félag húseigenda á Spáni Flugsæti til Alicante frá kr. 30.900 sumarið 2003 Notaðu Atlas- og VR-ávísanirnar til að lækka ferðakostnaðinn Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.550 Fargjald fyrir fullorðinn. Skattar kr. 3.650 innifaldir. Dagsetningar í sumar 13. apríl 27. apríl 14. maí 21. maí 28. maí 4. júní 11. júní 18. júní 25. júní 2. júlí 9. júlí 16. júlí 23. júlí 30. júlí 6. ágúst 13. ágúst 20. ágúst 27. ágúst 3. sept. 10. sept. 17. sept. 24. sept. 1. okt. * Verð kr. 27.275 Fargjald fyrir barn. Skattar kr. 2.875 innifaldir. * Verð kr. 30.900 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Skattar, kr. 3.650 fyrir fullorðinn, kr. 2.875 fyrir barn, innifaldir. * * Athugið! Auglýst verð er með húseigenda- afslætti MISMUNANDI ávöxtunarkrafa er gerð til fjárfestinga eftir áhættu. Hugsum okkur t.d. bankareikninga hjá tveimur bönkum. Ef Skemmti- bankinn hf. er t.d. áhættusamari en Traustsbankinn hf. þarf hann venjulega að bjóða hærri vexti til að fá fólk til að leggja peningana sína inn. Tveir bankareikningar Hugsum okkur þá tvo banka- reikninga sem bera sömu áhættu, reikning Skemmtibankans hf. og reikning Grínbankans hf. Skemmti- bankinn býður 10% vexti en Grín- bankinn býður 2% vexti. Óskynsam- legt væri að leggja peningana sína inn á reikninginn hjá Grínbankan- um. Þá væri verið að fórna þeirri ávöxtun sem annars væri hægt að fá. Maður tapar þó ekki peningum beint, heldur hagnast um 2% á ári. En á sama tíma tapar maður mögu- legri ávöxtun upp á 8% á ári. Ávöxtun í iðnaði Ávöxtunarkrafa (sú ávöxtun sem fjárfestir vill fá) til stóriðjuverkefna fer líka eftir áhættu þeirra. Ef ávöxtunin er lægri en ávöxtunar- krafan skapast nokkurs konar tap, því nota hefði mátt peningana bet- ur. Tap og hagnaður á sama tíma Landsvirkjun og sumir fylgis- menn Kárahnjúkavirkjunar hafa haldið fram að það sé rangt hjá Þorsteini Siglaugssyni hagfræðingi að segja að tap sé af virkjuninni, þegar tekið hefur verið tillit til al- mennrar ávöxtunarkröfu til verk- efna með svipaðri áhættu. Þeir benda á að væntanlega sé hagnaður af virkjuninni, þótt hann standi ekki undir slíkri kröfu. Þeir hafa rétt fyrir sér í vissum skilningi. Væntanlega verður hagn- aður af virkjuninni. En það er ekki nóg að hagnaður sé fyrir hendi svo segja megi að fjárfestingarákvörð- un sé rétt. Taka verður tillit til ávöxtunarkröfu. Ef fjárfestingin stendur ekki undir slíkri kröfu er tap af henni, miðað við aðra fjár- festingarkosti. Það er tapið sem Þorsteinn talaði um. Fjárfestirinn gæti notað fjármagnið betur og fjárfest í einhverju öðru. Þorsteinn hefur því rétt fyrir sér um þetta, enda er umræðuefnið hvort fjárfest- ingin sé skynsamleg. Ávöxtunarkrafa Forsvarsmenn Landsvirkjunar virðast telja eðlilegt að ávöxtunar- krafan taki mið af vaxtakostnaði fyrirtækisins. Það er rangt. Ávöxt- unarkrafan á að fara eftir áhættu verkefnisins. Hægt er að taka mis- ódýr lán með ríkisábyrgð til að fjár- magna ýmiss konar verkefni. Það breytir ekki þeirri kröfu sem gera ber. Lágur fjármagnskostnaður hjá Landsvirkjun gefur því ekki til kynna að fyrirtækið eigi að gera lægri ávöxtunarkröfu til fjárfest- inga en aðrir fjárfestar. Landsvirkj- un bjóðast sömu fjárfestingarkostir og öðrum. Hún á að gera sömu ávöxtunarkröfu og aðrir, því of lág ávöxtun af fjárfestingu felur í sér fórnarkostnað. Hægt hefði verið að fjárfesta og ávaxta betur á mark- aðnum. Enginn grundvöllur er fyrir ágreiningi um þetta atriði. Um er að ræða algjört grundvallaratriði í fjármálum. Tekið skal fram að und- irritaður hefur ekki framkvæmt arðsemismat á virkjuninni og er ekki að taka afstöðu til annarra at- riða sem koma til athugunar við slíkt mat. Einkavæðing Lausnin á deilum af þessu tagi er að einkavæða Landsvirkjun. Eig- endur hennar bera þá sjálfir hugs- anlegt tap af fjárfestingarákvörð- unum sínum og þurfa ekki að rökstyðja þær fyrir öðrum. Þeir hafa einnig sterkari hvata til að fjárfesta vel. Það er líka mikilvægt að hálend- inu sé komið í einkaeigu. Þá er hægt að bera saman ávinning af framkvæmdum og ávinning af nátt- úruvernd. Sá sem er tilbúinn að greiða meira fyrir landsvæði sér venjulega meiri ávinning í nýtingu þess. Þannig er betur hægt að taka umhverfisáhrif með í reikninginn. Iðnaður þarf þá að keppa við um- hverfisverndarsinna og ferðaþjón- ustu um landið. Eftir Gunnlaug Jónsson „Mikilvægt er að há- lendinu sé komið í einkaeigu. Þá er hægt að bera saman ávinning af fram- kvæmdum og ávinning af náttúruvernd.“ Höfundur er ráðgjafi hjá GJ fjármálaráðgjöf. Kárahnjúkavirkjun og ávöxtun Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.