Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 38

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGINN 11. janúar eru tvö ár liðin frá fjölmennum borgara- fundi í Félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ þar sem þúsund manns voru saman komin til að leggja sitt á vogarskál framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar. Við lok fundarins var Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra afhent krómuð skófla frá áhugahópi um örugga Reykjanes- braut sem nú á laugardaginn mun gegna lykilhlutverki í formlegu upp- hafi framkvæmda. Ákveðið hefur ver- ið að fyrsta skóflustunga að tvöfaldri Reykjanesbraut skuli bera upp á þennan sama dag, tveimur árum síð- ar. Okkur, sem saman vorum komin í Stapa þennan dag, er mikill heiður sýndur með þessari ákvörðun. 11. janúar er því táknrænn að þessu leyti auk þess sem 11 táknar á sinn hátt þau tvö strik sem málið allt gengur út á. Sjaldan hefur eitt verkefni haft svo marga virka baráttumenn í langri sögu væntinga. Allt frá ráðherrum til þingmanna, sveitarstjórnarmanna til einstaklinga sem með virkri sam- vinnu og þrautseigju hafa hér vissu- lega skilað góðum árangri. Í dag eru líklega á annan tug ára síðan hug- mynd um tvöfalda Reykjanesbraut bar fyrst á góma og hafa margir góðir einstaklingar lagt málinu lið frá upp- hafi og munu án efa enn aðrir koma hér að til að leiða framkvæmdina til lykta á allra næstu árum. Það er því ástæða í dag að þakka samgönguráð- herra, Sturlu Böðvarssyni, fyrir vask- lega framgöngu og skilning á málinu, starfsmönnum Vegagerðarinnar, þingmönnum og öðrum sem lagt hafa sitt á vogarskálarnar. Í mínum huga hafa þau fjölmörgu hörmuleg slys, sem orðið hafa á Reykjanesbrautinni, haft þau áhrif sem við erum vitni að hér í dag. Þess- ari framkvæmd fylgja því vissulega blendnar tilfinningar – því skulum við ekki gleyma. Á laugardaginn kemur klukkan 13:30 munu forsvarsmenn áhuga- hópsins leggja blómsveig að minnis- varða við Kúagerði sem reistur var í minningu þeirra sem látið hafa lífið á Reykjanesbrautinni. Síðar eða klukk- an 14:00 mun vígslan hefjast þar sem fyrsta skóflustungan að tvöfaldri Reykjanesbraut verður tekin við Kúagerði. Í framhaldi mun bílalest gesta taka forskot á sæluna og keyra nokkra kílómetra á báðum akgrein- um Reykjanesbrautar í átt að Reykjanesbæ. Þar ætlar áhugahóp- urinn að hittast ásamt verktökum klukkan 15:00 og fagna þessum tíma- mótum með gestum og gangandi í Fé- lagsheimilinu Stapa þar sem boðið verður uppá kaffisopa og formköku. Við skorum á alla Suðurnesjamenn og sérstaklega þá sem komið hafa að málinu frá upphafi að mæta og gleðj- ast með okkur á góðri stundu. Hagstæð tilboð verktaka eru okkur sérstakt gleðiefni og gefa ástæðu til bjartsýni hvað framhald varðar. Við forsvarsmenn áhugahópsins fögnum þessum áfangasigri fyrir hönd skjól- stæðinga okkar sem skipta hundruð- um – sigurinn er þeirra. Eftir Steinþór Jónsson Höfundur er formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut. „Margir góðir einstaklingar hafa lagt málinu lið frá upphafi.“ Fyrsta skóflu- stunga að tvö- földun Reykja- nesbrautar og það kunni ekki góðri lukku að stýra. SVÞ vilja samkeppnislög SVÞ, sem vilja að sjálfsögðu láta taka sig alvarlega og telja sig vera að vinna af heilindum að hagsmun- um verslunar og þjónustu og þá um leið að þjóðarheill, hljóta að svara þessum aðfinnslum. Segja má að munur á viðbrögðum samtakanna og fyrirtækisins spegli mismun á hlutverki þeirra. Fyrirtækið horfir á málið út frá sinni stöðu og hags- munum, en samtökin horfa á málið út frá sjónarhóli allra aðildarfyr- irtækja og viðskiptalífsins. Samtök- in þekkja samkeppnislög og aðra lagaumgerð atvinnurekstrarins og hafa tekið þátt í ýmsu samstarfi um samningu þeirra. Þó að þau hafi gert ýmsar athugasemdir við lögin þá leggja þau höfuðáherslu á lög- hlýðni. Í lögunum eru ákvæði um Í LEIÐARA Morgunblaðsins sl. laugardag er rætt um skrýtin við- brögð landssamtakana SVÞ – Sam- taka verslunar og þjónustu við nýj- um reglum Samkeppnisstofnunar um viðskipti birgja og matvöru- verslana. Og hvað er svona skrýtið við viðbrögð SVÞ að mati blaðsins? Í fyrsta lagi misræmi í viðbrögðum framkvæmdastjóra Baugs í viðtali við blaðið, sem sagði ánægjulegt að fá reglur sem þessar, en bætti við að hann ætti eftir að fara yfir þær með sínu fólki. Blaðið segir Baug fagna reglunum. SVÞ á hinn bóg- inn gagnrýna reglurnar og segja þær sýna eindæma forræðishyggju af hálfu stjórnvalda gagnvart frjálsum og eðlilegum viðskiptum þeirra sem í hlut eiga. Telja sam- tökin nær að aðilar settu sér sjálfir viðskiptareglur án afskipta hins op- inbera. Í öðru lagi ræðir blaðið um samþjöppun og fákeppni á mat- vörumarkaði og áréttar að í slíku umhverfi hljóti að teljast eðlilegt að Samkeppnisstofnun setji reglur um það hvað teljast eðlilegir viðskipta- hættir. Það sé ekki fullnægjandi að aðilar á markaði setji sér sjálfir viðskiptareglur. SVÞ geti gert efn- islegar athugasemdir við reglurnar, en þau virðist vera á móti því að slíkar reglur séu yfirhöfuð settar Skrýtin viðbrögð? Eftir Sigurð Jónsson „Er hér um að ræða upphaf að gerð opin- berrar for- málabókar fyrir viðskiptalífið?“ ÞAÐ er ævinlega hollt fyrir menn að kynna sér vel efni áður en lagt er í blaðaskrif. Því miður ber grein sem Jón Erlingur Þorláksson skrifaði hér í Morgunblaðið þriðjudaginn 7. jan- úar sl. ýmis merki þessa. Í grein sinni gengur Jón Erlingur út frá sjónar- miðum sem ekki eiga lengur við vegna breytinga í launaumhverfi landsmanna. En einnig er um að ræða misskilning og rökstuðning sem fær ekki staðist gagnrýna skoðun. Nauð- synlegt er að koma á framfæri nokkr- um staðreyndum og upplýsingum um málið svo lesendur Morgunblaðsins fái rétta mynd af þessu efni. Fyrst þetta. Það er grundvallarat- riði að starfsmenn sem vinna hjá rík- inu eru annars vegar í stéttarfélögum opinberra starfsmanna og hins vegar í félögum innan ASÍ. Þessir starfs- menn vinna í mörgum tilvikum hlið við hlið eða í algerlega sambærilegum störfum en búa við bæði mismunandi kjör í réttinda- og launamálum. Þess- ir starfsmenn, bæði innan félaga op- inberra starfsmanna og ASÍ-félag- anna, falla undir sömu löggjöf frá 1996 um opinbera starfsmenn hvað varðar skyldur þeirra. En þeir njóta hins vegar ekki sömu réttinda eða launakjara. Félagsmenn stéttarfélag- anna innan ASÍ hafa ekki getað sætt sig við þetta, enda ekki hægt að rétt- læta þessa mismunun með nokkrum hætti í dag. Greinarhöfundur virðist ekki átta sig á því að „ríkisstarfsmenn sam- kvæmt lögum“ eru bæði í stéttar- félögum opinberra starfsmanna og í stéttarfélögum á almennum vinnu- markaði. Yfirlýsing fjármálaráðherra 13. desember 2002 var einmitt ætlað að taka á þeim kjara- og réttindamun sem nú er milli starfsmanna ríkisins. Geir H. Haarde lýsti því yfir þá að fullur vilji væri til að ná frambúðar- lausn í þessum málum í samráði við ASÍ. Við það hefur ekki verið staðið þrátt fyrir fjölda funda með ráðherra og embættismönnum hans. Fram kemur í grein Jóns Erlings sá mikli misskilningur að ef lífeyris- kjör ASÍ-fólks verði aukin, þá leiði það af sjálfu sér að laun verði lækkuð hjá því sama fólki. Auðvitað er þetta ekki þannig. Launakjör ríkisstarfs- manna innan opinberu stéttarfélag- anna hafa ekki verið lækkuð þó lífeyr- iskjör þeirra séu betri en félags- manna innan ASÍ. Enda eru þeir ekkert of vel haldnir af sínum kjörum. Rökin falla því um sjálf sig þegar staðreyndir eru skoðaðar. Jón Erlingur segir í grein sinni: „Hafa verður í huga þegar þessi mál eru á döfinni að iðgjöld til lífeyris- sjóða eru hluti af kjörum starfs- manna. Séu iðgjöld há verða útborguð laun þeim mun lægri. Eða á það ekki að vera svo? Féð kemur allt frá vinnu- veitendum.“ Þessi rök standast ekki og hér er Jón Erlingur í röksemdafærslu sem heyrir sögunni til. Sú röksemd var einmitt lengi vel notuð til að færa rök fyrir betri lífeyriskjörum opinberra starfsmanna að laun þeirra væru mun lakari en á almennum markaði. Þetta á ekki lengur við. Í dag eru launakjör hærri hjá sambærilegum félögum innan opinberra starfsmanna en inn- an almennra félaga innan ASÍ. Jón Erlingur nefnir í grein sinni að samningamenn ríkisins hafi á sínum tíma „freistast til að slaka til á sviði lífeyrisréttindanna til að ná samning- um heldur en hækka launin“. Kjarni málsins er auðvitað sá að með þessu lögðu samningamenn ríkisins fram stefnu stjórnvalda sem hlýtur að gilda gagnvart öllum starfsmönnum sem starfa hjá ríkinu. Lausnin er einföld í þessu máli. Það er okkar mat að fjármálaráðherra geti ekki mismunað starfsmönnum ríkisins með þessum hætti. Hann verður að leiðrétta þennan mun og standa þannig við yfirlýsingu sína frá 13. desember 2002. Eftir Sigurð Bessason „Fjármála- ráðherra getur ekki mismunað starfs- mönnum ríkisins með þessum hætti.“ Höfundur er formaður Eflingar-stéttarfélags. Hafa skal það sem sannara reynist ÉG er ekki vísindamaður, ekki stjórnmálamaður, ekki iðnjöfur eða grænmetisæta en ég hef reynslu í að vera Íslendingur í útlöndum og finnst ég geta gefið útsýni á hvar Ís- land stendur í alheiminum. Ísland hefur ótrúlega sérstöðu í heiminum í dag. Nýkomin út úr því að vera nýlenda í 600 ár, misstum við af iðnbyltingunni og tókst ein- hvern veginn á yndislegri blöndu af þrjósku, ofvaxinni sjálfsbjargartil- finningu og heppni – að lenda á báð- um fótum, heil á húfi – sjálfstæð. Við erum í dag eitt ríkasta land heims með ótrúlega náttúru og ótrúlega tækni sína í hvorum lófanum. Mörg Asíulönd misstu mikið til af iðnbyltingunni og þungaiðnaði og mengun og fengu að hraðspóla beint inn í hátæknina, berfætt á strönd- inni með farsíma og „laptop“. Þau fórnuðu ekki landinu sínu, ekki val- kostur kannski, en eins og alltaf komast þeir af sem hafa hæfileikann til að umbreyta hindrunum og harð- indum í happdrættisvinninga. Hókus pókus Við höfum þetta allt í höndunum. Við höfum í nógu mörg hundruð ár þurft að þjást fyrir aðstæður okkar og núna þegar uppskeran er beint fyrir framan okkur eigum við að njóta hennar. Þjóð eins og til dæmis Þjóðverjar myndi borga stjarn- fræðilegar upphæðir til að fá náttúr- una sína til baka, ef þeir bara gætu. Við höfum hana! Við stöndum á krossgötum. Það að halda að maður þurfi að fórna náttúrunni til að verða tæknivædd nútímaþjóð er úrelt hugsun. Það er hægt að nýta orkulindirnar án þess að spilla gersemunum, hægt að gera umhverfisvænar virkjanir. Og síðast en ekki síst verndun er oft besta nýting á náttúrunni. Má ég undirstrika: Ég er ekki á móti virkjunum! Það eru bara til svo margar tegundir af virkjunum. Þær sem vinna með náttúrunni og þær sem vinna á móti. Það eru aðrar leiðir en að byggja risavirkjanir og uppistöðulón fyrir álver. Svo er gífurlegt hugvit alveg óvirkjað á landinu öllu … Mér finnst við Íslendingar hafa of mikla minnimáttarkennd gagnvart umheiminum. Við hugsum ennþá eins og ný- lenda og þykir sjálfsagt að reisa verksmiðjur fyrir útlendinga. Við þurfum ekki að láta hina Evrópu- búana segja okkur hvernig Evrópu- land á að vera. Við getum fundið það upp sjálf því við ein vitum hvað í okkur býr. Við fáum samt að vera með í sam- félagi þjóðanna. Því sterkari sjálfs- mynd og sjálfsöryggi sem maður hefur því hæfari er maður í samstarf og að sameinast. Náttúran okkar er sérstaða okk- ar, með henni erum við ósigrandi, án hennar gloprum við sterkasta trompinu okkar. Við höfum efni í einn fallegasta þjóðgarð heims ósnortinn í kjölt- unni. Þjóðgarður – náttúruvernd – mun skapa hundruð starfa á Austurlandi. Þjóðgarður mun auka hróður Ís- lands og verða tákn fyrir Ísland líkt og Big Ben er fyrir London eða Eif- felturninn er fyrir París eða Empire State Building fyrir New York. Þjóðgarður er tækifæri. Ég veit að börnin okkar og barna- börn og barnabarnabörn munu „græða“ miklu meira (bæði tilfinn- ingalega og peningalega) með nátt- úrunni en án hennar. Virkjanir í þágu álvera eru eigingjörn skamm- tímalausn. Stór ást til ykkar allra. Ekki missa það sem okkur er kærast! Eftir Björk Guðmundsdóttur Höfundur er tónlistarmaður. „Náttúran okkar er sér- staða okkar, með henni erum við ósigrandi …“ C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.