Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 46

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg Sigur-geirsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. febrúar 1924. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 28. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- björg Halldóra Guð- jónsdóttir ættuð úr Gaulverjabæjar- hreppi og Sigurgeir Halldórsson einnig ættaður úr Gaul- verjabæjarhreppi. Þau systkinin voru sjö: Eyþór Óskar, látinn, Margrét Aðalheiður, látin, Guðbjörg sem hér er kvödd, Halldór, ekkill í Reykjavík, Halldóra Oddrún, bú- sett í Reykjavík, Guðjóna Klara, búsett í Reykjavík, og yngst var Sigríður sem er látin. Árið 1946 giftist Guðbjörg Pétursdóttur og eiga þau tvö börn. 2) Sigurbjörg, f. 18. sept. 1950, maður Bernharð Steingrímsson. Börn: Berghildur Erla gift Edvard Berki Edvardssyni og eiga þau tvo syni; Bernharð Stefán, sambýlis- kona hans er Sólbjörg Guðný Sólversdóttir og eiga þau tvö börn og á Sólbjörg eina dóttur; Björg Maríanna, sambýlismaður hennar er Sigurður Kristján Blomster- berg og eiga þau tvær dætur og Sigurður á eina dóttur, yngstur er Steingrímur Magnús. 3) Steindór Geir, f. 6. mars 1953, kona Hlédís Hálfdanardóttir. Börn af fyrri sambúð Steindór og Anna María, saman eiga þau Daníel Geir og Hlédís á tvo syni, þá Guðjón Ívar og Hilmi Frey, sambýliskona Hilm- ars er Heiða og eiga þau eina dótt- ur. 4) Sigurgeir, f. 25. nóv. 1954, kona Rósa Sigurlaug Gestsdóttir. Börn: Hrafnhildur Sólrún, gift Tómasi Páli Sævarssyni og eiga þau tvær dætur, næstur er Stein- dór Björn og yngstur er Valur Guðbjörn. Útför Guðbjargar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Steindóri Steindórs- syni járnsmiði á Akur- eyri. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Sig- urbjarnardóttir frá Efstalandi í Hörgár- dal og Steindór Jó- hannesson af skag- firskum ættum og var hann járnsmíðameist- ari sem stofnaði og rak Vélsmiðju Stein- dórs á Akureyri. Þau Guðbjörg og Steindór bjuggu í Strandgötu 51 og eignuðust fjög- ur börn. Þau eru: 1) Halldóra, f. 1. apríl 1946, maður Björn Jóhann Jónsson. Börn Hall- dóru eru Guðbjörg Halldórsdóttir, á eitt barn og eitt barnabarn; og Jón, kvæntur Sigrúnu Björk Jak- obsdóttur og eiga þau tvö börn; uppeldissonur þeirra, Sævar Helgason, kvæntur Söru Dögg Elsku mamma, margt kemur upp í hugann þessa síðustu daga. Félagi minn og vinur varst þú sá besti. Aldrei man ég eftir styggðaryrði frá þér og alltaf varst þú til staðar bæði í gleði og sorg. Það var mikið ævintýri að alast upp í Strandgötu 51 með verkstæðin, bryggjurnar, bátana og sjóinn allt um kring. Ég var mjög ung þegar ég eignaðist börnin mín og eflaust hefur þér og pabba fundist það vera mikil ábyrgð en alltaf sam- glöddust þið með okkur Benna af heilum hug. Þegar við Benni fluttum til Reykjavíkur og bjuggum þar um árabil voru ferðir þínar til okkar ófá- ar. Börnunum mínum varstu eins og þau segja sjálf yndislegasta amma sem nokkur getur átt. Marga flíkina saumaðir þú á þau og stundum komu heilu kassarnir af heimasaumuðum fötum frá þér. Oft var sagt við mig að þau væru einstaklega vel klædd. Elsku mamma, það á ég þér að þakka. Margar stundirnar sungum við og dönsuðum saman og höfðum mikið yndi af og alltaf gastu komið börn- unum á óvart með furðulegum og skemmtilegum uppátækjum. Fjöl- skylda mín dvaldi stundum lengi hjá þér og pabba og þann tíma var ekki að sjá að þér fyndist það neitt mál að hafa allt þetta fólk. Þú tókst okkur alltaf opnum örmum. Oft hefur þú ef- laust verið þreytt en þú lést það ekki uppi frekar en annað. Börnin nutu að dvelja hjá þér og pabba og ævintýr- anna sem umhverfið í Strandgötu bauð upp á. Elsku mamma mín, ég er ósköp lítil þessa dagana en gleðst líka yfir því að þjáningum þínum er lokið. Æðruleysi þitt og kærleikur umvef- ur mig en skarð þitt verður aldrei fyllt. Ég á þó allar yndislegu minn- ingarnar um þig sem munu ylja mér um ókomna tíð. Hafðu ástarþakkir fyrir allt. Ég er lánsöm að hafa átt þig fyrir móður. Við sjáumst síðar og þá verður fagnað og sungið. Hvíldu í friði. Guð blessi þig. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Sigurbjörg Steindórsdóttir. Langþráð stund er runnin upp og lítil hnáta úr Reykjavík æðir upp tröppurnar í húsinu við Strandgötu 51 á Akureyri til að faðma ömmu sína og afa. Loksins finnst henni jól- in vera komin. Allt húsið angar af kleinuilmi og stelpan veit að í þvotta- húsinu eru margir dunkar fullir af smákökum sem hún á eftir að gæða sér á. Um kvöldið sofnar hún með sælubros á vör því hún veit að hún á eftir að vera hjá Guðbjörgu ömmu og Steindóri afa í marga, marga daga. Þennan tíma er glatt á hjalla og mik- ið sungið og stelpan nýtur ævintýr- anna sem umhverfið í kring býður upp á. Guðbjörg amma er á sífelldum þönum enda húsið fullt af gestum en gefur sér alltaf tíma til að spjalla við barnabörnin og gefa þeim nú eitt- hvað gott að borða. Á þrettándanum sjá krakkarnir hvar Grýla og Leppa- lúði ásamt stóði af jólasveinum arka framhjá húsinu og sannfærast end- anlega um að þau séu stödd í æv- intýralandi. Þetta eru fyrstu minn- ingar mínar um Guðbjörgu ömmu, en í æsku fannst mér hún vera hálf- gerð ævintýrapersóna. Ég var til að mynda sannfærð um að sjórinn fyrir framan Strandgötu tilheyrði henni einni og kallaði hann ,,Stóra baðið hennar ömmu“. Kannski var þetta ekki nema von því amma var dugleg að finna upp á ýmsu ævintýralegu fyrir okkur krakkana. Eitt það eft- irminnilegasta var þegar hún bauð okkur upp í sumarbústað, hengdi sælgæti á tré og runna og lék eigin útgáfu af ævintýrinu um Hans og Grétu. Í þessu tilfelli var nornin þó mun betri en í sögunni. Það var kannski ekki nema von að mér fyndist Akureyri vera hálfgert draumaland í bernsku, þar bjuggu afi og amma. Ég var því hæstánægð með þá ákvörðun foreldra minna að flytja þangað nokkrum árum síðar. Á unglingsárum naut ég þess að geta heimsótt ömmu hvenær sem ég vildi. Hún tók iðulega fagnandi á móti mér, var fljót að leggja eitt- hvert góðgæti á borð og við spjöll- uðum um heima og geima. Oft fór líka drjúgur tími í að skoða eitthvað sem hún hafði keypt sér eða ætlaði að gefa öðrum. Síðar fékk ég svo kannski að kúra í mjúka rúminu hennar. Hún var líka dugleg að heimsækja mig síðar meir þegar ég var sjálf komin með heimili og það birti alltaf upp þegar hún kom til okkar Barkar og Sigurbjörns. Amma var yndislegur hluti af æsku- og fullorðinsárum mínum. Hún tók þátt í flestum gleðistundum í lífi mínu allt þar til heilsa hennar brást og var sjálf mikill gleðigjafi. Elsku vinkona, ég sakna þín en hef allar góðu minningarnar um þig til að ylja mér um ókomna tíð. Það sem mér er efst í huga þegar ég kveð þig er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt ömmu sem þú varst. Guð blessi þig, elsku Guðbjörg amma. Þín Berghildur Erla Bernharðsdóttir. Þá er kveðjustundin runnin upp, tíminn þinn hér er búinn. Mér segir svo hugur að þú sért þessari stund fegin, frjáls á ný. Síðustu ár hefur þú ekki fengið að leika með, elsku amma. Oft hafa sporin úr heimsókn- um frá þér verið þung eftir að hafa séð í augum þínum sorg þína yfir hlutskipti þínu, fundið fyrir harmi þínum yfir að geta ekki tekið þátt í lífinu með okkur hinum. Söknuður minn til þín hefur varað svo lengi að ég get ekki annað en þakkað fyrir það nú að loks fær sál þín frelsi til að njóta þess allra besta. Að leikslokum hrannast upp minn- ingar og í huga mínum hefur verið stanslaus myndasýning frá því þú fórst. Þú hefur stráð inn í líf mitt óteljandi demöntum, perlum og gló- andi gulli sem hafa verið mér vega- nesti í lífinu. Þú og afi kennduð mér margt af því besta og dýrmætasta sem ég kann og það er sannur fjár- sjóður. Allar stundirnar sem ég átti með ykkur eru í brunni sem aldrei tæmist. Við að kúldrast og knúsast, hossast í bíltúrum, ég í miðjunni, við öll að syngja hástöfum, þið svo falleg og glöð. Þú kenndir mér bænirnar og sagðir svo alltaf: „Mundu svo, elsku Guðbjörg mín, að biðja líka fyrir þeim sem þér finnst eitthvað ljótir og leiðinlegir.“ Þegar ég var alla að drepa úr hávaða og látum og þú sagðir: „Komum í keppni hvor verð- ur fljótari að gleyma sér.“ Hjá þér fékk maður alltaf verkefni, þú hafðir lag á að láta manni líða eins og meist- ara í því sem maður tók sér fyrir hendur. Í mínum huga varst þú heimsins besta amma og þó ég viti að erfitt sé að feta í ömmusporin þín ætla ég svo sannarlega að reyna. Farðu í friði, elsku amma, ég veit að hann afi tekur á móti þér syngj- andi glaður, búinn að bíða svo lengi. Stóra ömmustelpan, Guðbjörg. Við systkinin kölluðum Guðbjörgu aldrei annað en ömmu Guðbjörgu þó svo að við værum ekkert skyld henni. Í okkar huga var hún amma okkar. Betri manneskju var ekki hægt að finna og var hún í algjöru uppáhaldi hjá okkur. Þegar foreldr- ar okkar fóru til útlanda fórum við ýmist norður til hennar eða hún kom suður til okkar. Hún gerði allt fyrir okkur, allt. Eldaði hrísgrjónagraut á morgnana, því hún vissi að það var uppáhaldið okkar. Hitaði fötin okkar á ofninum þegar við komum úr baði. Fór með okkur að veiða og eldaði svo aflann um kvöldið. Bakaði kleinur og pönnukökur og fengum við alltaf að prófa að baka. Og það var einmitt það mikilvægasta, hún var alltaf með okkur í öllu. Við lékum okkur ekki bara inni í herbergi, heldur var hún með okkur og fyrir það erum við ómetanlega þakklát. Hún hafði svo gaman af því að tala við okkur og segja okkur sögur, syngja með okk- ur og kenna okkur mannasiði. Því átti hún stóran þátt í uppeldi okkar. Á unglingsárunum unnum við eitt sumarið fyrir norðan og hugsaði hún mjög vel um okkur og lagði mikla áherslu á að við fengjum gott nesti. Það var svo gott og gaman að vera hjá henni. Amma Guðbjörg var einstök kona, svo snyrtileg og skapgóð og mjög trúuð. Fór hún alltaf með bænirnar með okkur og nú í dag biðjum við góðan Guð að gæta hennar og þökk- um henni fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur. Magnús Ármann og Sigþrúður Ármann. Elsku amma. Nú þegar komið er að kveðjustund rifjast upp fyrir mér margar gamlar og góðar minningar. Með því fyrsta sem ég man í lífinu er þegar við bjuggum báðar í Strand- götunni og fórum saman í bað. Þess- ar baðferðir okkar enduðu alltaf með því að þú þurftir að gera allt hreint og afi endaði alltaf á að segja: „Nei, nú er ég sko farinn, stelpur.“ Fínni og glæsilegri konu hef ég aldrei hitt. Þú varst alltaf gullfalleg, vel ilmandi og fín en ég man samt eftir hvað mér fannst agalegt að sjá þig í buxum þegar við fórum í úti- legur saman. Það einhvern veginn passaði þér ekki. Ég hef velt fyrir mér þeim áhrif- um sem þú hefur haft á mig og þau eru ótrúlega margháttuð. Ég smit- aðist af ykkur afa af flugvéla- og ferðadellu. Við horfðum oft út um gluggann á flugvélarnar koma inn til lendingar og reyndum svo að geta til hvaða stórborgar þær væru að fljúga, þegar þær fóru. Það var sama hvort við vorum í Strandgötunni eða í sumarbústaðnum, alls staðar voru flugvélarnar. Þú innprentaðir mér einnig mikilvægi þess að fara í há- skóla svo ég hefði nú góðar tekjur svo ég kæmist t.d. til útlanda. Ég varð líka þess heiðurs aðnjót- andi að fá að hafa þig á öllum þeim stóru stundum sem hingað til hafa verið í lífi mínu. Eftirminnilegustu skiptin eru tvö. Það fyrra var þegar ég varð stúdent og við fórum saman í Höllina og dönsuðum öll fjölskyldan saman. Það seinna var brúðkaupið mitt þegar þú kallaðir mig á eintal og sagðir mér að trúa nú ekki öllu sem ég læsi í ástarsögum um brúðkaups- nóttina. Ég á eftir að sakna þín mikið og í hvert skipti sem ég á eftir að und- irbúa veislur, hátíð eða hvað sem er á ég eftir að minnast þín því þú varst alltaf svo virk og með mér í öllu svona. Þú varst líka sú eina sem nenntir að föndra með mér fyrir jól- in, allt árið. Minningarnar um þig og afa munu alltaf lifa í hjarta mínu. Hrafnhildur Sólrún Sigurgeirsdóttir. Elsku besta amma Guðbjörg, nú er komin kveðjustund og ég kveð þig með miklum söknuði en jafnframt miklu þakklæti fyrir að hafa átt ömmu eins og þig. Undanfarna daga hef ég verið að hugsa mikið um allar þær frábæru stundir sem við áttum saman og ég veit satt best að segja ekki hvar ég á að byrja. Það var nú þannig að þú varst svo mikið hjá okk- ur og við systkinin vorum svo lánsöm að eiga svona yndislega ömmu eins og þig sem dvaldi svona mikið hjá okkur og þó svo við hefðum ekki allt- af setið tímunum saman að spjalli þá var nálægð þín afar kærleiksrík og veitti mér mikið öryggi. Ég á svo margar minningar um þig þegar þú bjóst í Lyngholti, þá áttum við marg- ar góðar stundir saman og það var alltaf svo gott að heimsækja þig. Mér fannst ég ávallt velkomin og leið eins og ég væri heima hjá mér, þannig var andinn hjá þér. Þú gafst mér allt- af svo mikið af fallegum gjöfum og það er alveg ljóst að þú hafðir ein- stakt auga fyrir fallegum hlutum. Eftir að ég flutti síðan suður á bóg- inn sá ég þig sjaldnar en engu að síð- ur var alltaf yndislegt að sjá þig, syngja með þér og finna nærveru þína. Þegar ég kynntist síðan mínum eiginmanni var það fyrsta sem ég gerði að koma með hann í heimsókn til þín því mér fannst svo mikilvægt að þú fengir að kynnast honum og ekki síður að hann fengi að kynnast þér. Það er nú svo skrýtið hvað við get- um lært af börnunum okkar en þeg- ar ég sagði Guðrúnu Karitas að þú værir líka farin til Guðs eins og amma Guðrún, þá sagði hún alvar- leg, en mamma, það er allt í lagi því nú eru þær báðar englar og geta leikið sér saman, og þessi setning var mér ákveðin huggun því ég veit að nú líður þér vel og að þú ert um- vafin Guðs höndum. Elsku amma mín, eitt er víst að þú varst dásamleg amma og varst alltaf til staðar fyrir mig, hvenær sem ég þurfti á að halda. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku mamma, Halldóra, Sigur- geir og Steindór, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð veita ykkur styrk og blessun í sorg ykkar. Björg Maríanna Bernharðsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin til betri vega og þið afi getið loks sameinast. Þú varst sönn amma, brosandi og hlý. Góður ilmur af nýlöguðu súkku- laði og kaffi var oftar en ekki í bland við kleinu- eða kökubakstur þinn. Þú kunnir að seðja svanga munna eins og sannrar ömmu er háttur. Mörg voru ævintýrin hjá þér og afa þegar maður heimsótti ykkur í Strandgötu 51. Ekki settir þú fyrir þig þó komið væri með kaldan og hrakinn andarunga á heimilið. Þú sást til þess að hann fengi sína umönnun. Í sumarbústaðnum þín- um, Sólbakka, áttum við ánægjuleg- ar stundir og þú sást sannarlega til að barnaskaranum var skemmt, með ógleymanlegum uppátækjum – sög- urnar áttu til að lifna við í þínum fór- um. Eftir að afi féll frá barst þú þig vel. Gestrisni þín og hlýja mætti okkur GUÐBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Lokað verður í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar ÁRNA GESTSSONAR. Globus hf., Skútuvogi 1f. Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRARINN HJÖRLEIFSSON, Háaleitisbraut 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 7. janúar. Guðlaug Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.