Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 47

Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 47 ávallt og þú hafðir lag á að láta okkur líða vel. Hjartalag þitt sýndi sig með réttu fram til síðasta dags. Þetta kvæði þótti þér vænt um, það lýsir þér best: Hún amma mín er mamma hennar mömmu. Mamma er það besta sem ég á. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vörum hennar sjá. Í rökkrinu hún amma segir mér sögur, svæfir mig þegar dimma tekur nótt, syngur við mig sálma og kvæðin fögur, sofna ég þá bæði sætt, vært og rótt. (Höf. ók.) Þú varst sönn amma og missir okkar er mikill. Við kveðjum þig með söknuði en gleðjumst samt í hjart- anu fyrir þína hönd. Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Þínir dóttursynir, Bernharð Stefán og Steingrímur Magnús Bernharðssynir. Elsku amma. Margar góðar stundir áttum við saman en nú eru mér efst í huga afmælisdagarnir mínir. Hefð var fyrir því að halda þá lítið ættarmót í sumarbústaðnum Sólbakka sem afi gaf þér í brúðar- gjöf. Þar hittumst við, grilluðum og fórum í leiki. Eftirminnilegasti leik- urinn var þegar þú varst búin að pakka inn nammi og hengdir á húsið. Svo settir þú skuplu á höfuðið, tókst út úr þér tennurnar og leist út eins og grýla. Við krakkarnir áttum síðan að reyna að ná nammipokunum af húsinu en þú áttir að verja það. Mis- jafnt var eftir aldri og kyni hversu huguð við krakkarnir vorum við að ná nammipoka. Það er með söknuði sem ég kveð þig og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Valur Guðbjörn Sigurgeirsson. Mig langar að minnast minnar góðu vinkonu Guðbjargar með nokkrum orðum. Í næstum 40 ár varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að umgangast hana og er hún ein eft- irminnilegasta manneskja sem ég hef þekkt. Ég kynntist Guðbjörgu í gegnum vináttu mína við Sigur- björgu dóttur hennar aðeins 16 ára gömul. Fljótlega tókst mikill vin- skapur með okkur og fannst mörg- um það dálítið skrýtið því aldurs- munurinn var nokkuð mikill. Guðbjörg var fyrirmyndarhúsmóðir og var notalegt að koma heim til hennar. Á boðstólum var ávallt góð- gæti svo sem nýbakaðar kleinur, ást- arpungar og upprúllaðar pönnsur. Fríð var hún mjög og alltaf vel til höfð svo tekið var eftir. Hún hafði mikla útgeislun og jákvæðni var henni í blóð borin. Stutt var í brosið, glensið og gamnið. Þegar ég stofnaði heimili með manninum mínum í Reykjavík veitti hún okkur mikla aðstoð og saumaði meðal annars gardínur fyrir íbúðina. Hún dvaldi oft hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Það var gott að hafa hana hjá sér. Í mörg ár tókum við slátur saman, bökuðum og gerðum hreint eða spjölluðum yfir kaffibolla fram á nótt. Þegar börnin okkar fæddust tók hún miklu ástfóstri við þau. Hændust þau mjög að henni og var hún aldrei kölluð annað en amma Guðbjörg. Í mörg ár sá hún um börn- in þegar við hjónin þurftum að fara til útlanda út af vinnu okkar. Þetta var svo sjálfsagt í hennar huga. Mér er minnisstæð ferðin sem við fórum öll saman til Ítalíu í hálfan mánuð. Þar naut hún sín í sólinni með okkur. Ófáar ferðirnar fórum við norður, þá vildi hún helst hafa okkur öll hjá sér og dekra við okkur. Stundum skruppum við nokkrar vinkonur norður í húsmæðraorlof og þá tók hún ekki annað í mál en að við vær- um hjá henni. Þegar við renndum í hlaðið var hún búin að útbúa miklar kræsingar og búa upp rúm með drif- hvítum vel straujuðum rúmfatnaði. Oft fórum við í sumarbústaðinn hennar yfir í Heiði en honum unni hún afar heitt. Ég kveð Guðbjörgu með miklum söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur fjölskylduna og votta aðstandendum hennar innilega samúð. Anna María Kristjánsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, lést laugardaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 11. janúar kl. 13.30. Friðþjófur Þórarinsson, Kristín Gestsdóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, ömmu- og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG AXELSDÓTTIR, Kjarrhólma 34, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstu- daginn 10. janúar kl. 15.00. Eyjólfur Guðbrandsson, Sigurður Gunnarsson, Guðrún Friðbjörg Eyjólfsdóttir, Kristján Snær Karlsson og ömmudrengir. Við þökkum hlýhug og vináttu við útför, INGU JÓHANNESDÓTTUR, áður til heimilis á Lindargötu 66. Sérstakar þakkir til starfsfólks að dvalar- heimilinu Barmahlíð að Reykhólum. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Ketlisson, Guðrún Hjálmarsdóttir, Björn Ketilsson, Vigdís Ragnarsdóttir, Jónína Ketilsdóttir, Snorri Hafsteinsson. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR frá Vík í Mýrdal. Pétur Jón Geirsson, Gylfi Geirsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Geir Gylfason, Jóhanna Gylfadóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDAR EINARSSONAR, Bústaðavegi 77, Reykjavík. Friðgerður Friðriksdóttir, Einar Erlendsson, Elín Margrét Höskuldsdóttir, Ardís Erlendsdóttir, Ingibjörg Erlendsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim er sýndu mér samúð og vinarhug við fráfall ástkærrar ei- ginkonu minnar, KRISTBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR, Rauðagerði 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Eirar fyrir frábæra umönnun og hlýju við Kristbjörgu þann tíma sem hún dvaldi þar. Leifur Jóhannesson. Faðir okkar, afi, bróðir og vinur, GUNNAR STURLAUGSSON FJELDSTED, síðast til heimilis á Langárfossi, Borgarbyggð, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 6. janúar. Aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, MÁLFRÍÐAR ERLU LORANGE, Bláskógum 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar með hlýhug og virðingu. Jóhann Ingi Gunnarsson, Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir, Steindór Gunnarsson, Erna Benediktsdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Björn Erlingsson, Kristín Erla, Gunnar Ingi, Steindór Björn, Indíana Nanna, Einar Þór, Gunnar Helgi, Fanney Birna, Arnar Smári, Tómas og Andrea. Minningarathöfn um, GERÐI G. ÞORVALDSDÓTTUR, fer fram í Laugarneskirkju í Reykjavík föstu- daginn 10. janúar kl. 16.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fé- lag aðstandenda alzheimerssjúklinga eða önnur líknarfélög. Hjördís Oddgeirsdóttir, Eva G. Þorvaldsdóttir. Ég vil minnast afa míns, Lars T. Jakobs- sonar, með nokkrum orðum. Hann afi Lars var mér miklu meira en afi. Hann var líka félagi minn og vinur. Afi Lars reyndist mér líka hinn besti kennari og ráðgjafi. Stund- irnar sem við eyddum saman við skákborðið voru margar, spenn- andi og umfram allt annað skemmtilegar. Hann kenndi mér mannganginn og hvað bæri að var- ast er út á skákborðið var komið. Afi tefldi djarft og maður þurfti að passa sig á honum við skákborðið, hann gaf aldrei skák þótt hún mætti kallast töpuð og í huga mín- um lifa minningar um magnaðar endurkomur hans á skákborðinu. Á laugardögum æsku minnar var það hefð að afi Lars náði í mig fyrir há- degi. Við komum við í bústaðnum hans við Elliðavatn til að ná okkur í kartöflur með ýsunni sem síðan var elduð uppi á Rjúpnahæð í há- deginu. Síðan voru teknar nokkrar skák- ir áður en við fengum okkur snúða með glassúr. Eftir að afi lét af störfum varð samvera okkar meiri og nánari með hverju árinu sem leið. Laugardagarnir okkar héldu velli og oft brydduðum við upp á nýjungum. Við læddumst reglulega inn í herbergið mitt og lokuðum að okkur til þess að skafa af happa- þrennum fjarri hnýsni og afskipt- um annarra, yfirleitt eitt búnt eða LARS TRANBERG JAKOBSSON ✝ Lars TranbergJakobsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 31. maí 1916. Hann lést 26. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Laugarneskirkju 3. janúar. 100 stykki í einu. Ef það var hagnaður af fyrirtækinu þá var skipt til helminga, ef við náðum ekki upp í kostnað þá sagði afi „ja, nú er ég orðinn fallítt vinur minn!“ Afi gaf mér bók um enska málfræði talsvert áður en ég átti að hefja nám í málinu. Hann sagði mér að enskan væri tungumál heims- ins í flestu tilliti og að enskan opnaði manni leið inn í mikla þekk- ingu. Við sömdum um að ég myndi læra af bókinni og fengi í leiðinni vasapening fyrir ómakið. Síðan hlýddi hann mér yfir reglulega og prófaði mig. Við afi vorum klíka. Ég var alltaf á móti því að hleypa öðrum inn í klíkuna, en ef einhver hefur haft gott lag á mér um ævina þá var það afi Lars. Ef einhver frændinn eða systkinið fór með upp á Rjúpna- hæð eða bústaðinn þá fékk sá hinn sami ekki að vita um klíkuna okkar afa, það var okkar á milli. Þar var lausnin komin og ég gat deilt hon- um með öðrum. Það hefur runnið upp fyrir mér nú hin seinni ár hvað afi kenndi mér mikið í raun. Helst af öllu vildi ég bera gæfu til að temja mér þætti úr skapgerð hans. Afi var þolinmóður og umburðarlyndur maður. Hann hugsaði líka alltaf nokkra leiki fram í tímann. En mest af öllu met ég þó trúnað hans og trygglyndi gagnvart mér. Ég gat alltaf verið viss um að ef ég sagði afa Lars eitthvað þá fór það ekki lengra en það og hann átti alltaf ráð undir rifi hverju. Ég vil þá kveðja afa að sinni og þakka honum fyrir allt það sem hann gaf mér. Guð geymi þig. Gunnar Örn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.