Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Svanborg Jóns-dóttir fæddist á
Víðivöllum í Staðar-
dal við Steingríms-
fjörð 10. október
1920. Hún lést 31.
desember síðastliðinn
á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ í Reykja-
vík. Svanborg var
dóttir hjónanna Jóns
Jóhannssonar bónda,
f. 23. mars 1874, d. 18.
október, og Guðrúnar
K. Halldórsdóttir, f.
11. maí 1887, d. 27.
janúar 1984. Svan-
borg var þriðja í röð fimm systk-
ina. Fyrir átti hún eldri hálfbróður,
Karl Jónsson. Alsystkini Svan-
borgar voru Halldór, f. 29. okt.
1908, d. 2. apríl 1998; Katrín, f. 16.
júlí 1913; Þorsteinn, f. 29. júlí 1927,
d. 14. mars 1994; Laufey, f. 20.
sept. 1930, d. 24. mars 2000. Á
heimili Svanborgar ólst upp fóst-
urbróðir, Þórhallur Halldórsson.
Svanborg giftist 27. febrúar
1949 Hauki Bent Guðjónssyni járn-
smiði, f. 5. janúar
1920, d. 28. janúar
1993. Svanborg og
Haukur eignuðust
fjögur börn. Fyrst er
óskírð dóttir sem
andaðist skömmu eft-
ir fæðingu, Sigmar
Bent, Guðrún Björk
og Jón Víðir. Svan-
borg átti sjö barna-
börn.
Veturinn 1943–
1944 gekk Svanborg
í Húsmæðraskólann
Ósk á Ísafirði, fluttist
síðan til Reykjavíkur
og starfaði sem þjónustustúlka þar
til hún stofnaði heimili sitt með
Hauki. Starfaði síðan sem heima-
vinnandi húsmóðir og við ræsting-
ar hjá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík. Svanborg var virkur félagi í
Félagi framsóknarkvenna og einn
af frumkvöðlum að stofnun Katta-
vinafélags Íslands.
Utför Svanborgar fer fram frá
Árbæjarkirkju fimmtudaginn 9.
janúar klukkan 10.30.
Þegar mér var sagt að Svanborg
amma væri dáin fann ég fyrir mikl-
um söknuði og dapurleika. Mann-
eskja sem mér þótti svo ótrúlega
vænt um var farin og kemur aldrei
aftur til baka. En ég fann líka til létt-
is fyrir hennar hönd því að veikindi
hennar voru orðin mjög erfið og lífið
erfiðara en það hafði nokkru sinni
verið.
Ég og amma eigum okkar sögu.
Þegar ég bjó á Sauðárkróki þekkt-
umst við ekki mikið en eftir flutn-
ingana til Reykjavíkur þegar ég var
11 ára breyttist það svo um munaði.
Hún og Haukur afi áttu heima í
Glæsibæ í Árbæ, rétt hjá okkur í Ár-
túnsholti. Ég eyddi miklum tíma hjá
þeim og við urðum mjög náin. Eftir
að Haukur afi dó þegar ég var 17 ára
var amma byrjuð að veikjast af Alz-
heimer. Ég flutti til hennar og bjó
hjá henni í fjögur ár. Við fórum samt
á hverjum einasta degi í Fiskakvísl,
borðuðum kvöldmat og amma varð
stór hluti af fjölskyldunni. Þegar ég
var búin með eitt ár í háskólanum
hafði sjúkdómur hennar versnað það
mikið að hún þurfti á meiri umönnun
að halda en ég gat veitt henni.
Fyrsta nóttin mín í íbúðinni sem ég
leigði í Vesturbænum var alls ekki
auðveld og það munaði litlu að ég
guggnaði á því öllu saman og færi
heim. En amma fékk á endanum
pláss á hjúkrunarheimilinu Skóg-
arbæ þar sem hún fékk frábæra
umönnum hjá fólki sem þótti vænt
um hana. Eftir því sem veikindin
versnuðu því öruggari varð hún þar
og Skógarbær varð hennar síðasta
heimili.
Amma var ansi merkileg mann-
eskja. Hún var í rauninni ekki eins
og neinn annar sem ég þekkti. Hún
hafði sínar ákveðnu skoðanir og við
vorum alls ekki alltaf sammála. Hún
elskaði náttúruna og það áttu hún og
afi sameiginlegt. Ég verð þeim æv-
inlega þakklát fyrir að kenna mér að
sjá ótrúlega fegurð í stórum steini,
blómi eða tré sem margir líta ekki
tvisvar á. Þau bjuggu líka á frábær-
um stað í Reykjavík, í næstneðsta
húsinu í Glæsibæ, nokkrum metrum
frá Elliðaánum. Við eyddum miklum
tíma þar, umhverfið í kringum ána
var í rauninni framlenging á garð-
inum þeirra. Í hvert skipti sem ég fór
að sofa heyrði ég í ánni og fuglalífinu
þar og ég sakna þess enn.
Amma elskaði dýr og þá sérstak-
lega ketti. Það er ekki hægt að skrifa
um ömmu nema minnast á það. Við
lentum í ýmsum ævintýrum í
tengslum við kettina sem hún átti og
það var ansi oft að ég kom heim á
kvöldin og sá dauðan fugl eða mús
fyrir framan rúmið mitt. Þetta átti
náttúrulega að vera merkileg gjöf til
mín en ég sá það ekki alltaf þannig
þá og amma kom og fjarlægði „gjöf-
ina“. Kettirnir fengu alltaf skömm í
hattinn því þó að amma skildi manna
best að þetta var þeirra eðli, þá var
hún ekki ánægð með að fuglar og
mýs væru að deyja að óþörfu.
Þessi ást ömmu og afa á nátt-
úrunni hafði óumflýjanlega mikil
áhrif á þrjú börn þeirra sem bera öll
sérstaka virðingu fyrir náttúrunni
og því sem hún hefur upp á að bjóða.
Nú þegar bæði afi og amma eru dáin
er það svo okkar hlutverk að sú virð-
ing skili sér til barna okkar og barna-
barna. Ég held að amma og afi hafi
vitað betur en flestir hvernig náttúr-
an getur fært okkur innri frið og
jafnvægi. Ég mun að minnsta kosti
segja margar sögur af þeim og þeim
sterku tengslum sem þau höfðu við
allt sem lifandi var.
Ég mun lengi minnast ferðanna í
Sundhöllina á laugardögum þar sem
amma lærði að synda og afi slakaði á
í heita pottinum. Ég mun líka muna
eftir öllum bösurunum sem við fór-
um á (afi beið úti í bíl og svaf), öllum
sögunum sem hún sagði, öllu vesen-
inu í kringum kettina og kattasand-
inum sem við stálum þegar komið
var myrkur og hvernig hún mundi
lengi eftir að kaupa uppáhaldsjóg-
úrtið mitt þótt hún væri farin að
gleyma því hvernig hún ætti að kom-
ast heim úr búðinni.
Þegar ég var 18 ára ákváðum ég
og vinkona mín að gera alltaf 200
magaæfingar á hverju kvöldi. Amma
fékk eitt það stærsta hláturskast
sem ég hef séð þegar hún sá mig í
þeim æfingum í fyrsta sinn. Hún
hafði aldrei nokkru sinni séð nokk-
urn gera magaæfingar áður og hló
svo mikið að þessari „vitleysu“ að
það komu tár í augun á henni. Í
hennar augum var þetta allra til-
gangslausasta hegðun sem hún hafði
nokkru sinni séð. Ég hætti þessu
reyndar fljótlega en gleymi ekki við-
brögðum hennar. Ég býst við að það
síðasta sem hún og systur hennar
hefðu gert á Víðivöllum væri að gera
magaæfingar á kvöldin. Hún kom í
raun úr öðrum heimi en nokkur ann-
ar sem ég þekkti. Henni var algjör-
lega nákvæmlega sama hvað aðrir
héldu um hana og klæddi sig til
dæmis á sinn hátt án þess að hugsa
um hvað nokkrum fannst. Hún elsk-
aði skæra liti og marglita skartgripi.
Hún var bara hún sjálf. Í þeim heimi
sem við lifum í í dag, þar sem allir
eru að reyna að standa sig sem best í
lífsgæðakapphlaupinu og gleyma oft
því sem skiptir mestu máli, er það
góður eiginleiki að hafa. Einhvern
veginn vona ég að mér hafi tekist að
lifa aðeins fyrir utan lífsgæðakapp-
hlaupið og ef svo er þá þakka ég það
að miklu leyti afa og ömmu í
Glæsibæ.
Ég sá ömmu í síðasta sinn þegar
ég var á leiðinni á Keflavíkurflugvöll
í ágúst, á leiðinni utan í nám. Ég
kvaddi hana þá með það í huga að
kannski væri það í síðasta sinn. Sjúk-
dómurinn var búinn að taka yfir,
minnið var farið og hún gat ekki
lengur tjáð sig. En stundum var eins
og hún vissi samt hver ég var þegar
ég heimsótti hana. Fyrir tveimur ár-
um gekk ég í gegnum erfiðan tíma og
fór og heimsótti hana. Áður en ég
vissi af fóru tárin að streyma. Hún
hélt í höndina á mér allan tímann,
strauk mér í framan og það var eins
og að hún vissi. Sú stund er mér
mjög dýrmæt í dag.
Amma elskaði afa mjög mikið.
Hún átti stundum erfitt með að sýna
honum það, sem og börnum sínum.
En hún elskaði fjölskyldu sína meira
en nokkuð annað og var mjög stolt af
mömmu, Simma og Vídda. Eftir
hvern þátt sem þeir bræður komu
nálægt í sjónvarpinu beið hún eftir
að sjá nöfnin þeirra renna niður eftir
skjánum. Eftir að afi dó var hún
lengi vel langt niðri og sjúkdómurinn
versnaði. Hún saknaði hans mjög
mikið og sagði einu sinni við mig:
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.“ Það er mikill sannleik-
ur í þessum orðum. En hún er hjá
honum núna og líður vel. Saman
munu þau svo vaka yfir okkur hin-
um.
Elsku amma, mér þykir mjög erf-
itt að vera hér langt í burtu í Banda-
ríkjunum og komast ekki í jarðarför-
ina þína. Ef mér hefði einhvern tíma
verið sagt að sú staða myndi koma
upp hefði ég aldrei trúað því. En ég
heimsæki þig á Víðivelli þegar ég
kem heim í maí og hugsa til þín
þangað til. Ég er búin að setja mynd
af þér í ramma við hliðina á mynd-
unum af Hauki afa og Skúla afa.
Elsku mamma, þú verður að vera
sterk, ég veit að þú verður það, í þér
býr mikill styrkur. Amma er nú á
stað þar sem henni líður vel.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt uni foss í gljúfra sal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut,
og signir geisli hæð og laut,
en aftan skinið hverfur hljótt,
það hefur boðið góða nótt
(Magnús Gíslason.)
Elsku amma, sofðu rótt.
Þórdís Rúnarsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Við minnumst ömmu okkar Svan-
borgar, náttúrubarns frá Víðivöllum.
Amma var berjakona og á Víðivöll-
um er mikið berjaland. Þegar við
dvöldum þar á haustin þá var hún
alltaf fyrst upp í fjallið og kom sein-
ust niður, með fötur fullar af berjum,
fingurna blásvarta og varirnar
berjabláar. Hún þekkti hvert einasta
lyng í fjallinu og sagði okkur sögur af
álfunum sem búa í steinunum í hlíð-
inni. Þegar við komum svo til
Reykjavíkur þá var farið að gera
sultur og saft. Hún kunni að lifa af
náttúrunni og tíndi ekki bara berin
heldur allar þær jurtir sem fundust í
fjallinu.
Hún átti líka stóran garð hérna í
Reykjavík. Þar ræktaði hún rabar-
bara, kartöflur, gulrætur, jarðarber
og fleira. Þar eyddi hún miklum tíma
og munum við eftir að vera að
krækja í ber af rifsberjatrjánum þar
sem berin voru orðin svo stór að
greinarnar svignuðu.
Afi okkar var mikill veiðimaður og
veiddi lax, silung, gæsir og rjúpur í
hennar heimasveit. Þetta var hennar
uppáhalds matur. Og kunni hún svo
sannarlega að elda þetta vel.
Amma var líka mikill dýravinur.
Kettir voru í miklu uppáhaldi hjá
henni, og var hún einn af stofnendum
Kattavinafélagsins.
Hún var ákveðin, hraust og sterk
kona, með falleg augu sem sögðu svo
margt um hana. Hún sagði okkur
barnabörnunum sögur úr sveitinni
sinni og af fólkinu frá bæjunum þar í
kring þegar hún var að alast þar upp.
Þannig minnumst við hennar segj-
andi sögu, standandi með hendur á
mjöðmum, horfandi út um gluggann
á Víðivöllum yfir Staðardalinn, sveit-
ina hennar.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd,
geymdu hann sofandi í hönd,
þú munt vakna með sól,
guð mun vitja um þitt ból.
Góða nótt, góða nótt,
vertu gott barn og hljótt.
Meðan yfir er húm,
situr engill við rúm.
Sofðu vært, sofðu rótt,
eigðu sælust nótt.
(Jón Sig. frá Kaldaðarnesi.)
Inga Rúnarsdóttir og
Daníel Rúnarsson.
Um leið og gamla árið rann í ald-
anna skaut kvaddi Svanborg þennan
heim eftir langvinn veikindi. Lengi
vorum við nágrannar. Meðan við
Einar bjuggum í Sogamýrinni
byggðu þau Svanborg og Haukur
myndarlegt íbúðarhús skammt frá
okkur. Þar sem hann var vélsmiður
var oft leitað til hans bæði fyrir
heimilið og fyrirtækið og enn baka
ég smákökur á plötunum sem hann
smíðaði fyrir um 50 árum.
Þegar við Einar fluttum í Árbæinn
voru þau nokkru áður búin að koma
sér þar fyrir og var aðeins eitt hús á
milli okkar. Svanborg hafði auga fyr-
ir fallegum hlutum, hún var alla tíð
að fegra og prýða heimili sitt og um-
hverfi. Dýravinur var hún og þar
nutu kettir góðs af. Hún var stofn-
félagi í Kattavinafélagi Íslands, lengi
formaður fjáröflunarnefndar, seinna
í stjórn félagsins og reyndi mjög að
stuðla að byggingu Kattholts.
Svanborg og Haukur voru góðir
nágrannar og aldrei gleymi ég góð-
viðrismorgninum þegar ég var að
hengja tau til þerris og þau komu
ferðbúin og vildu taka mig með norð-
ur í Steingrímsfjörð á æskustöðvar
Svanborgar. Ég átti ekki heiman-
gengt þá, en um 40 árum seinna,
þegar við vorum báðar orðnar ekkj-
ur, keyrði ég til hennar þar sem hún
dvaldi þá í sumarbústað sínum á
Víðivöllum. Hún bauð mér með í
berjamó og saman fórum við að
skoða sóknarkirkjuna á Stað við
Steingrímsfjörð þar sem hún var
fermd. Í kirkjugarðinum hvílir faðir
hennar og þar mun hún hvíla að eigin
ósk.
Að lokum sendi ég börnum hennar
og öðrum ástvinum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu hennar.
Ingibjörg Tönsberg.
SVANBORG
JÓNSDÓTTIR
Mér er ljúft að minnast ömmu
minnar, Valborgar Gísladóttur, í fá-
einum orðum. Í nálægð jólanna
lagði amma upp í langferð og
kvaddi þetta líf. Löngum og farsæl-
VALBORG
GÍSLADÓTTIR
✝ Valborg Gísla-dóttir fæddist á
Skjöldólfsstöðum í
Breiðdal 12. apríl
1915. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 27. desem-
ber síðastliðinn.
Valborg ólst upp í
Bakkagerði í Reyð-
arfirði. Foreldrar
hennar voru Gísli
Stefánsson og Sig-
ríður Þorvarðardótt-
ir. Valborg giftist
1939 Eggert Guðna-
syni framreiðslu-
manni frá Holti í Reyðarfirði, d.
1993. Dóttir þeirra er Hulda Sól-
borg Eggertsdóttir framreiðslu-
maður, f. 16. mars 1943, gift
Eggert Ólafssyni, fyrrum yfirvél-
stjóra hjá Landhelgisgæslunni.
Útför Valborgar var gerð í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
um ævidögum lokið.
Amma hefur alla tíð
frá því ég man eftir
mér leikið stórt hlut-
verk í mínu lífi, ég var
svo heppinn að alast
upp á heimili ömmu og
afa frá fimm ára aldri
og upp að unglingsár-
um. Ung kynntist hún
kaupmannssyninum
Eggert Guðnasyni frá
Holti í Reyðarfirði og
entist hjónaband
þeirra í yfir 50 ár. Ég
á margar góðar minn-
ingar frá þessum árum
er við bjuggum í Hlíðunum, fyrst í
Grænuhlíðinni og svo seinna í
Mávahlíðinni. Amma var alin upp
austur á Reyðarfirði og hafði alla
tíð mjög sterkar taugar austur og
hélt alltaf góðu sambandi við ætt-
ingja og vini frá Reyðarfirði og
margur Reyðfirðingurinn fékk
húsaskjól og fæði hér á árum áður
þegar þeir voru í Reykjavík og
stunduðu sitt nám. Það var alveg
árvisst að amma og afi skruppu
austur sumrin meðan afi lifði og
hafði heilsu til að keyra og alltaf var
tekið á móti þeim eins og höfðingjar
væru ferð. Ömmu fannst vera meira
spunnið í Reyðfirðinga heldur en
flesta aðra menn. Amma byrjaði
snemma að vinna á veitingahúsum
borgarinnar eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur. Og var þá oftar en
ekki í tengslum við starfsvettvang
afa en hann var yfirþjónn á mörg-
um af vinsælustu veitingahúsum
þess tíma eins og Hótel Borg, Sjálf-
stæðishúsinu, Glaumbæ og Klúbbn-
um sáluga við Borgartún. Í þessu
starfi kynntist hún öllum hliðum
mannlífsins, er kannski þaðan kom-
in áhugi hennar á að aðstoða þá
sem höfðu farið halloka í lífinu svo
stundum þótti manni nóg um.
Amma hafði sterka nærveru og átti
auðvelt með að komast af við fólk.
Núna seinni árin ferðaðist hún
nokkrum sinnum til sólarlanda með
vinkonu sinni og gaf það henni mik-
ið. Spilamennskan var aðaláhuga-
málið og spiluðu þau afi brids af
miklum krafti allt þar til afi féll frá.
Eftir það spilaði hún hjá vinkonum
sínum og í félagsmiðstöðvum aldr-
aðra.
Gönguferðir voru líka að hennar
dómi lífsnauðsynlegar og oft var
farið upp í Öskjuhlíðina að ganga.
Núna seinni árin var ekki annað
hægt en að dást að kraftinum sem
bjó í þessum litla skrokki þar sem
hún gekk með göngugrindina sína á
undan sér til að reyna að vinna á
elli kerlingu. Amma var nokkuð
heilsuhraust í gegnum ævina en
núna seinni árin var jafnvægisleysið
versti óvinurinn og gigtin oft erfið.
Amma var trúuð og hafði stað-
fasta trú á því að það væri líf eftir
þessa veru hér og rökræddum við
þau mál oft. Þó svo við værum ekki
alltaf sammála um þá hluti breytti
það engu um hennar afstöðu og
hafði hún ekki neinar sérstakar
áhyggjur af því að fara og skipta
um hlutverk í leikritinu eins og hún
sagði. Fyrir mér var amma tákn
þess fólks sem lifir í sátt við sig og
sína og er fyrir löngu búið að skila
sinni vinnu. Afstaða þess til lífsins
er að hreykja sér ekki yfir annað
fólk eða þykjast merkilegra en aðrir
eða yfir það hafið. Þetta fólk sækist
ekki eftir heiðursmerkjum eða titl-
um heldur skilar sínu ævistarfi á
fallegan og látlausan hátt.
Síðustu þrjú árin hefur amma bú-
ið austur á Hellu í skjóli dóttur
sinnar og tengdasonar og í ná-
grenni við mig og mína fjölskyldu
og hefur það gefið okkur öllum mik-
ið að njóta návistarinnar núna síð-
ustu árin.
Að lokum þökkum við Eygló og
börnin elsku ömmu minni fyrir allt
það sem hún gerði fyrir mig og
mína fjölskyldu í gegnum tíðina,
megi almáttugur guð varðveita
minningu þína, amma mín.
Eggert Valur.