Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 52

Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚNA er komið árið 2003 og einn og hálfur mánuður liðinn frá því að aldraðir gerðu samning við ríkið um kjarabætur til handa þeim lægst launuðu í hópi eftirlaunafólks, auk lagfæringa í vistunar- og þjónustu- málum sjúkra. Í samningi þessum var samið um smáhækkanir á tekjutryggingu og tekjutryggingarauka og var áætlað að hækkun hinna lægstu, sem fá tekjutryggingu og tekjutryggingar- auka, gæti orðið sjö til níu þúsund á mánuði og var þá innifalin lögbundin hækkun um rúmlega þrjú prósent um áramót. Hækkun til þeirra næst- lægstu, sem eru með skerta tekju- tryggingu og þar af leiðandi engan tekjutryggingarauka, eru sáralitlar. Ég vil nefna dæmi um hækkanir til ellilífeyrisþega nú um áramótin, sem ég veit að er rétt því það er af mér sjálfum: Ellilífeyrir hækkar um kr. 640, tekjutrygging hækkar um kr. 4.128 og lífeyrissjóður hækkar um kr. 713. Samtals gerir þetta kr. 5.481 og frá þessu dregst skattur kr. 2.113 þannig að hækkun ráðstöfunartekna hjá mér um þessi áramót eftir samn- ing okkar við ríkið er kr. 3.368 og sjá allir að þar er ekki feitan gölt að flá og veit ég að stór hluti okkar félaga er í svipuðum sporum. Þá hefur það vakið undrun og hneykslun hjá mér og þorra lands- manna að stjórnvöld skuli láta kjaradóm úrskurða að ráðherrar, þingmenn og allir æðstu embættis- menn kirkju og ríkis skuli fá sjö pró- senta hækkun þegar almenn launa- hækkun er rúm þrjú prósent. Það er stórfurðulegt að stjórnvöld skuli láta kjaradóm hækka laun sín meira en annarra ár eftir ár, og aftur og aftur er sú afsökun notuð að verið sé að leiðrétta það sem þeir hafa dregist aftur úr á liðnum árum. Hafa þessir menn enga sómatilfinningu? Það heyrist frá þingmönnum og ráðherrum að þeir ráði þessu ekki, það sé kjaradómur, en það vita það allir að ráðherrar og þingmenn búa til þær reglur og lög sem kjaradóm- ur vinnur eftir og því ástæðulaust og ósanngjarnt að kenna kjaradómi um allt. Það er athyglisvert að allir þingmenn og ráðherrar eru ánægðir með þetta, því enginn hefur mót- mælt, og sést þarna, að enginn er annars bróðir í leik. Núna er enginn skortur á peningum eins og okkur var sagt í samninganefndinni í haust, þegar ég orðaði það, að fólk talaði um að hækka þyrfti ellilífeyri og tekjutryggingu um fimm til tíu þúsund krónur hvort. Þá fékk ég þau svör að þetta væri langt utan við það sem væri á dagskrá, og ef ég væri með svona hugmyndir hefði ég ekkert að gera í nefndinni og gæti farið. Það er einkennileg tilviljun að nú rétt eftir að við gerum samning við ríkisstjórnina um smáhækkanir fyr- ir lægst launuðu ellilífeyrisþegana, hækkanir, sem geta náð rúmlega sjö til átta prósentum, þá kemur kjara- dómur og ákvarðar sömu hækkun til ráðherra, alþingismanna og æðstu embættismanna þjóðar og kirkju, þegar almennar hækkanir eru ekki nema um þrjú prósent. Þannig fá ráðherrar um eða yfir fjörutíu þús- und króna hækkun og alþingismenn nálægt þrjátíu þúsund króna hækk- un á sama tíma og ég fæ rúmar fimm þúsund krónur. Það mætti ætla að samningurinn við okkur gamlingjana hefði verið gerður til að finna hæfilega viðmið- unarprósentu fyrir kjaradóm svo hann hækkaði ráðamennina rúmlega helmingi meira en almenn launa- hækkun var. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. Eftir samning aldraðra og ríkis Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar ÉG VERÐ að nota tækifærið og mótmæla fullyrðingum nöfnu minn- ar Arnardóttur í blaðinu á sunnu- daginn var um þjónustuna í Sport- húsinu í Smáranum. Hún virðist vera óhress með að fá ekki frían æf- ingatíma fyrir sig og vinkonurnar. Það getur vel verið að þetta smáat- riði fari í taugarnar á þeim stöllum en það hefur akkúrat ekki neitt með þjónustuna að gera á staðnum. Þær hafa ekkert látið reyna á hana. Ég fór að sækja Sporthúsið sl. haust vegna staðsetningarinnar og afgreiðslutímans, sem hentar mér vel. Þá komst ég að því að allur við- urgerningur í Sporthúsinu er til fyr- irmyndar: Allt frá alúðlegu starfs- fólki og fagmannlegum vinnu- brögðum og góðri leiðsögn í leikfiminni upp í það að þarna eru bestu og nýtískulegustu líkams- ræktartæki landsins. Það er opið lengi og öll afgreiðsla gengur greið- lega og lipurt. Staðurinn er stór en virkar vel á gestinn, sem finnst hann strax velkominn. Ef fólk ber saman Sporthúsið og aðra staði sem er að finna á þessum markaði, m.a. þær tvær stöðvar sem nefndar eru í greininni, fullyrði ég af reynslu að Sporthúsið kemur út í plús bæði varðandi verð, aðstöðu, úrval æf- ingamöguleika, afgreiðslutíma og loks þjónustu. Það þarf ansi marga fría æfingatíma til að yfirvinna þann mismun. Sem ánægður viðskiptavinur skora ég á áhugasama að kynna sér Sporthúsið. GUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR, Þingaseli 4, 109 Reykjavík. Fyrirmyndarþjónusta og frábær aðstaða í Sporthúsinu Guðríður Haraldsdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.