Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 64

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 64
FRAKTSKIP í eigu Samskipa hafa átt í miklum erfiðleikum í Eystra- salti síðustu daga vegna kulda og íss. Leiguskipið Nordic Frost var í gær fast í ís og tvö önnur skip eru að berjast áfram með aðstoð ís- brjóta. Frostið á svæðinu er yfir 20 stig og ísinn er um 40–50 cm þykk- ur. Í gær voru um 60 skip föst í ís í Eystrasalti. Nordic Frost komst inn til Sankti Pétursborgar á Þorláks- messu eftir að hafa verið fast í ís í sólarhring. Skipið þurfti að bíða í fjóra daga eftir að komast inn í höfnina. Þrjá daga tók að losa skip- ið en það var með fullfermi af fros- inni síld. Nordic Frost lagði af stað frá Pétursborg á gamlársdag en þann dag var 30 stiga frost í borg- inni og 38 stiga frost fyrir utan hana. Í gær var skipið fast í ís ásamt 25–30 öðrum skipum rétt við eyjuna Hogland og beið aðstoðar ísbrjóts. Á ekki eftir að batna Sigurjón Markússon, yfirmaður skrifstofu Samskipa í Rússlandi, sagði að ferð Nordic Frost væri bú- in að taka viku lengri tíma en reikn- að hefði verið með. Tvö önnur frystiskip á vegum Samskipa, Greenland Saga og Ice Bird, eru á leið inn Eystrasaltið. Sigurjón sagðist vonast eftir að þeim gengi siglingin betur. „Það er 40–50 cm þykkur ís fyrir utan Pétursborg og staðan á ekki eftir að batna. Þegar fer að hlýna þiðnar ísinn og svo frýs aftur og þá þenst hann út. Þetta verður því ekki auðveldara. Það er búið að hækka mörkin sem sett eru um vél- arstærð. Skip sem eru með minni en 3.500 hestafla vélar fá ekki einu sinni að koma inn á svæðið. Rúss- neskir og finnskir ísbrjótar ryðja skipunum leið gegnum ísinn. Skipa- lestir sem í eru 7–10 skip fylgja ís- brjótunum eftir. Ef eitthvert skip er gangminna en hin skipin er það einfaldlega skilið eftir. Það er síðan tekið með í næstu ferð,“ sagði Sig- urjón. Sigurjón sagði að mikill vöxtur hefði verið í viðskiptum Samskipa í Rússlandi og við Eystrasalt. Veltan hefði tvöfaldast á hverju ári síðustu þrjú árin. Hann sagði að Samskip tækju um 1.000 gámaeiningar í gegnum höfnina í Pétursborg í hverjum mánuði. Skip Samskipa fast í ís Berjast áfram í yfir 20 stiga frosti í gegnum 40–50 cm þykkan ís Aðstæður í Eystrasalti eru mjög erfiðar. Frostið er yfir 20 gráður og ísinn er 40–50 cm þykkur. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga VEGNA hagstæðrar tíðar hefur verið unnt að nýta lögreglubif- hjól óvenjumikið en sjaldgæft er að þeim sé ekið að vetrar- lagi. Lögreglan í Reykjavík á 6 bifhjól og hafa þau verið í notk- un í allan vetur ef frá er talinn einn dagur í október. Reyndir lögreglumenn muna þó þá tíð er bifhjólin voru notuð að vetr- arlagi. Var málið leyst með því að setja keðjur á dekkin. Vetrarakstur á lögreglubifhjólum Morgunblaðið/Golli ÍRAFÁR er horfin af Tónlistanum, marktækasta plötusölulista lands- ins, en þar hefur hún einokað topp- sætið svo vikum skiptir enda var platan sú söluhæsta fyrir jólin og var dreift í yfir 15 þúsund eintökum, að sögn framleiðenda. Skýringin á því að platan er nú sviplega horfin af sölulista er sú að síðustu vikuna hafa skil á jólagjöfum verið í algleymingi. „Eðli skila er nú þannig að þegar um vinsælar plötur er að ræða er eðlilegt að einhverjir sitji uppi með umframplötur,“ útskýrir Eiður Arn- arsson hjá Skífunni, sem er útgef- andi plötunnar. „Algeng heildarskil til heildsölu eru svona 5% til 10% af upplagi plötu.“ Samkvæmt því má gera ráð fyrir að upp undir 2 þúsund plötum verði skilað aftur til framleiðenda og end- anleg sala á söluhæstu plötunni fyrir jólin verði því tæp 14 þúsund. Írafár horfin af lista  Sól um jól/59 Söluhæstu bókunum mest skilað BÓKASKIL eftir jólin kallast á við sölu í desember. Söluhæstu bókun- um er mest skilað. Þetta er mat nokkurra bóksala sem Morgunblaðið ræddi við. Þannig er mestu skilað af bókunum Jón Baldvin – Tilhugalíf eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur, Röddinni eftir Arnald Indriðason og Sonju eftir Reyni Traustason en þessar bækur röðuðu sér í efstu sæti bóksölulistans sem Félagsvísinda- stofnun tók saman fyrir Morgun- blaðið og Félag íslenskra bókaútgef- enda. Bóksalar segja að skil séu nokkuð jöfn í ár og engin bók skeri sig úr. Það er mat sumra að skil séu með minnsta móti að þessu sinni og aðrir segja að topparnir í bóksölunni jafn- ist út þegar skilum sé lokið.  Algengast/31 BJÖRK Guð- mundsdóttir tón- listarmaður seg- ir í grein, sem hún ritar í Morg- unblaðið í dag, að það sé úrelt hugsun að fórna náttúrunni til að verða tæknivædd nútímaþjóð. Hún segir að verndun sé oft besta nýtingin á náttúrunni. Náttúran sé sérstaða Íslendinga, með henni séu þeir ósigrandi. Í grein Bjarkar segir m.a.: „Þjóð- garður – náttúruvernd – mun skapa hundruð starfa á Austurlandi. Þjóð- garður mun auka hróður Íslands og verða tákn fyrir Ísland líkt og Big Ben er fyrir London eða Eiffelturn- inn er fyrir París eða Empire State Building fyrir New York. Þjóðgarð- ur er tækifæri.“  Ekki missa/38 Björk Guðmundsdóttir Verndun besta nýtingin Björk segir náttúruna vera sérstöðu Íslands BANDARÍSKI álrisinn Alcoa til- kynnti í gær að tap fyrirtækisins á síðasta fjórðungi ársins hefði numið sem svarar 18 milljörðum íslenskra króna. Vegna þessarar niðurstöðu ætlar félagið að segja upp 8.000 af 129.000 starfsmönnum, selja þætti úr starfseminni og endurskipu- leggja rekstur. Jake Siewert, upplýsingafulltrúi Alcoa, segir að þessi tíðindi og að- gerðir hafi ekki neikvæð áhrif á fyr- irætlanir félagsins hér á landi, en það hefur sem kunnugt er í hyggju að reisa álver í Reyðarfirði. „Ef eitthvað er ættu þessar aðgerðir jafnvel að hafa þveröfug áhrif, því þær veita okkur svigrúm til að ein- beita okkur að grunnstarfsemi fyr- irtækisins og auka við hana,“ segir hann, „álverið í Reyðarfirði er hluti af þeirri starfsemi.“ Í fréttatilkynningu frá Alcoa er haft eftir Alain Belda, stjórnarfor- manni fyrirtækisins, að samdráttur í framleiðslu í heiminum hafi varað lengur en búist hafi verið við. „Aukin tækifæri til vaxtar“ „Nánar tiltekið hafa geirar á borð við flugiðnaðinn, markað fyrir gashverfla og fjarskiptamarkaðinn verið í lægð og neytt okkur til að auka sparnað í rekstri og endur- skipulagningu. Þessar aðgerðir veita okkur aukið svigrúm til að grípa tækifæri til vaxtar í grunn- starfsemi félagsins.“ Siewert segir að þarna eigi forstjórinn meðal annars við álverið á Íslandi. Heildarvelta Alcoa á árinu var 20,26 milljarðar dollara; 1.641 millj- arður króna, en árið áður var hún 22,5 milljarðar dollara, eða 1.822 milljarðar króna. Heildarhagnaður ársins nam 47 sentum á hlut, en ár- ið áður nam hann 1,05 dollurum á hlut. Útlit fyrir betri rekstur Siewert segir að búist sé við bættri afkomu Alcoa á þessu ári og enn betri árið 2004. „Markaðurinn er erfiður þessa stundina. Við gríp- um til aðgerða núna til að bregðast við því að vöxtur í efnahagslífi heimsins er minni en hann hefur verið,“ segir Siewert. „Hefur ekki áhrif á áætlanir á Íslandi“  Alcoa tapaði/B1 Tap og endur- skipulagning hjá Alcoa ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Á ANNAÐ hundr- að verkefnalaus og úrelt skip liggja nú í höfnum landsins og valda höfnunum verulegum kostn- aði, auk þess sem af þeim stafar mengunarhætta og óprýði. Fá úrræði eru til að farga þessum skipum en samkvæmt ís- lenskum lögum er óheimilt að sökkva úr sér gengnum skipum í sæ. Samkvæmt lauslegri athugun sem um- hverfisnefnd Hafnarsambands sveitarfé- laga gerði í árslok 2000 á langlegu- og reiði- leysisskipum voru 158 verkefnalaus skip í höfnum landsins. Talið er að í þessum skip- um séu um 70 þúsund tonn af járni en kostn- aður við förgum stálskipa er um 15 þúsund krónur á tonn. Því má áætla að förgunar- kostnaður þessara skipa sé rúmlega einn milljarður króna. Þá eru skipin sögð taka um 5 kílómetra viðlegupláss í höfnunum. Kostnaður við gerð viðlegukanta er um 1,2– 1,3 milljónir króna á hvern metra og því má áætla að skipin teppi viðlegupláss sem kost- ar ríflega 6 milljarða króna. Þess ber þó að geta að skipin liggja venjulega hvert utan á öðru í höfnunum og taka því minna viðlegu- pláss en ef þeim væri raðað hverju fram af öðru. Þá fellur verulegur kostnaður á hafnirnar vegna eftirlits með skipunum, auk þess sem í mörgum tilfellum gengur erfiðlega að inn- heimta hafnargjöld vegna þeirra, enda út- gerðir þeirra í sumum tilfellum gjaldþrota. Þingmennirnir Einar Kristinn Guðfinns- son og Kristján Pálsson lögðu á yfirstand- andi þingi fram frumvarp til breytinga á lög- um um varnir gegn mengun sjávar þar sem lagt er til að heimilað verði að sökkva úr sér gengnum skipum til ársloka 2004, enda yrði kostnaður af því hverfandi samanborið við eyðingu með öðrum hætti. Á annað hundrað verk- efnalaus og úrelt skip í höfnum landsins  Reiðileysi/B6 Förgun kostar um milljarð króna Hrauney BA lá um árabil í reiðileysi í Hafnarfjarðarhöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.