Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 18. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 mbl.is Þýskt bankakerfi Fjárfestir í Búnaðarbanka úr ólíku umhverfi Viðskipti 11 Á leið til Aston Villa Jóhannes Guðjónsson fer frá Spáni til Englands Íþróttir 1 Austfirsk sveifla Smári Geirsson tróð upp á aust- firskri söngskemmtun Fólk 32 SAMHERJI hf. hefur gert víðtækan samstarfs- samning, meðal annars um fiskeldi og sölu sjáv- arafurða, við norska sjávarútvegs- og fiskeldis- fyrirtækið Fjord Seafood ASA. Samherji hefur jafnframt keypt 2,6% eignarhlut í norska fyrir- tækinu sem er eitt af stærstu fyrirtækjum í heiminum á sínu sviði. Samherji kaupir 2,6% hlut í Fjord Seafood í lokuðu hlutafjárútboði fyrir um 320 milljónir ís- lenskra króna. Jafnframt fær Fjord kauprétt á allt að helmings hlut í fiskeldisstarfsemi Sam- herja. Samstarf fyrirtækjanna verður á ýmsum sviðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samherja. Það felur í sér þekkingarmiðlun í fiskeldi sem tryggir Samherja aðgang að þekk- ingar-, innkaupa- og söluneti hjá einu stærsta fiskeldis- og sölufyrirtæki sjávarafurða í heim- inum. Það felur í sér samstarf fyrirtækjanna í markaðssetningu á ferskum bolfiski og laxi. Þá felur það í sér samstarf um þróun og þekking- armiðlun í framleiðslu á fiskifóðri auk þess sem Samherji hefur rétt til afhendingar á fiskimjöli og lýsi á markaðsverði inn í fóðursamninga hjá Fjord Seafood. Starfsemi í fiskeldi efld Samherji hefur aukið mjög starfsemi sína í fiskeldi, hjá dóttur- og hlutdeildarfélögum sínum, Íslandslaxi í Grindavík, Silfurstjörnunni í Öxar- firði og Sæsilfri sem er að byggja upp sjókvíaeldi í Mjóafirði. Starfsemi Samherja tekur til alls fer- ilsins, það er að segja klaks, seiðaframleiðslu, matfiskeldis, slátrunar, pökkunar og markaðs- setningar afurðanna. Á nýliðnu ári nam fram- leiðsla Samherja og tengdra fyrirtækja um 3.300 tonnum af laxi og bleikju og áform eru um tvö- földun framleiðslunnar í ár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja hf., segist hafa mikla trú á fiskeldi, bæði á laxi, þorski og öðrum tegundum, og telur að fyr- irtækið sé að taka mikilvægt skref fram á við með því að velja sér samstarfsaðila sem hafi mikla þekkingu á þessu sviði. Segir hann að til að efla sig enn frekar í fiskeldinu sé Samherja mikilvægt að fá aðgang að þeirri yfirgripsmiklu þekkingu og reynslu sem Fjord Seafood búi yfir og öflugu sölu- og dreifingarkerfi þess. Samherji hefur aukið framleiðslu á fiskimjöli og lýsi. Segir Þorsteinn Már að Fjord Seafood muni gera kröfu um að fóðurverksmiðjur sem þeir versla við kaupi fiskimjöl og lýsi frá Sam- herja. Fjord notar yfir 100 þúsund tonn af fóðri á ári en fiskimjöl og lýsi eru yfir helmingur hráefn- isins sem í það fer. Þorsteinn Már segir að með þessu gefist kostur á að þróa áfram mjöl- og lýs- isframleiðslu fyrirtækisins og bendir á að stöðugt aukist kröfur um rekjanleika og öryggi matvæla. Samherji kaupir fyrir 320 milljónir í norsku útgerðar- og fiskeldisfyrirtæki Samið um víðtækt samstarf NOKKUR hundruð manns tóku þátt í mótmælaað- gerðum í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær vegna hugsanlegs stríðs við Írak en mótmæla- aðgerðir fóru einnig fram víða um heim á laugardag. Til nokkurra ryskinga kom í gær milli lögreglunnar og mótmælenda og voru 16 færðir í fangaklefa. AP Mótmælt við þinghúsið í Washington Þriðji stærsti laxframleið- andi heims FJORD Seafood ASA er með höfuðstöðvar í Brönnöysund í Nor- egi. Það er þriðja stærsta fyrirtæki heims í laxeldi, á síð- asta ári framleiddi það 87 þúsund tonn af laxfiski og var hlut- deild þess í heims- framleiðslu Atlants- hafslax um 10%. Fyrirtækið annast alla þætti fiskeldis, allt frá klaki hrogna til dreifingar og markaðssetningar afurðanna. Auk umfangsmikillar starfsemi í Noregi rekur Fjord Seafood fisk- eldisstöðvar í Chile, Bandaríkj- unum og Skotlandi og er auk þess með söluskrifstofur víða um heim. Dótturfyrirtæki fyrirtækisins, Fjord Marin, stendur framarlega í eldi ýmissa hvítfisktegunda, svo sem barra, steinbíts og þorsks. Áætlað er að tekjur Fjord Sea- food nemi um 46 milljörðum ís- lenskra króna á nýbyrjuðu ári. Starfsmenn eru á fjórða þúsund. Mega ekki skoða einkabréf PERSÓNUVERND telur að stjórnendum fyrirtækis hafi ekki verið heimilt að skoða einkabréf starfsmanns síns sem send voru og móttekin í tölvupósti fyrirtækisins og nota þau í dómsmáli sem það átti í við starfsmanninn eftir að hann hætti störf- um. Verslunarmannafélag Reykjavíkur vakti athygli Persónuverndar á málinu. Byggð- ist niðurstaðan meðal annars á því að ekki yrði séð að skoðun umræddra einkaskeyta hafi farið fram í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi. Guðmundur B. Ólafsson hdl., sem rak málið fyrir VR, telur að niðurstaðan sé fordæmisgefandi og leiðbeinandi fyrir stjórnendur fyrirtækja. Þeim sé óheimilt að skoða tölvupóst starfsmanna nema um það séu skýrar reglur eða málefnalegar ástæður, svo sem grunur um refsivert at- hæfi. Þá megi ekki skoða einkabréf starfs- manna.  Vinnuveitanda óheimilt/6 MOHAMMED ElBaradei, yfir- maður Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, sagði í gær að mið- að hefði í rétta átt á fundi sem hann átti með íröskum ráðamönnum í Bagdad, ásamt Hans Blix, yfir- manni Vopnaeftirlitsnefndar Sam- einuðu þjóðanna. Greindu Írakar m.a. frá því á fundinum að í leit- irnar hefðu komið fjórir tómir efnavopnaoddar til viðbótar við þá tólf sem vopnaeftirlitsmenn fundu á fimmtudag. „Ég held að við höfum náð nokkrum árangri. Þetta voru upp- byggilegar samræður,“ sagði El- Baradei eftir fundinn. Lögðu þeir Blix fast að Írökum að sýna ríkari samstarfsvilja, svo hægt væri að afstýra hernaðarátökum í landinu. Í gærkvöldi hittu ElBaradei og Blix Taha Yassin Ramadan, vara- forseta Íraks, að máli en þeir munu síðan eiga frekari fundi með írösk- um embættismönnum í dag. ElBaradei sagði að Írökum hefði verið gerð grein fyrir því að tíminn væri að renna frá þeim, en Blix á að skila öryggisráði SÞ skýrslu um vopnaeftirlitið eftir viku. Var haft eftir Condoleezzu Rice, þjóðarör- yggisráðgjafa Bandaríkjanna, í gær að mánudagurinn 27. janúar markaði „upphaf endataflsins“ fyr- ir Íraka. „Ég tel að við séum að nálgast þá stund er taka verður mikilvægar ákvarðanir,“ sagði hún. Það var sagt til marks um að þrýstingur á Íraka væri að skila ár- angri að þeir skyldu greina Blix og ElBaradei frá því að fundist hefðu fjórir efnavopnaoddar í geymslum suður af Bagdad, en þeir eru sömu tegundar og tólf slíkir sem vopna- eftirlitsmenn fundu á fimmtudag. Þá sagði Blix að Írakar hefðu reitt af hendi nokkuð af þeim gögnum, sem erindrekar SÞ höfðu farið fram á að fá afhent. Athygli vakti að bæði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Colin Powell ut- anríkisráðherra ljáðu máls á því í gær að Bandaríkjastjórn myndi beita sér fyrir því að Saddam Hussein, forseti Íraks, yrði ekki sóttur til saka, fengist hann til að afsala sér völdum og fara í útlegð. „Til að afstýra stríði, myndi ég persónulega leggja það til að þann- ig yrði búið um hnútana að helstu leiðtogar Íraksstjórnar og fjöl- skyldur þeirra fengju skjól í ein- hverju öðru landi,“ sagði Rums- feld. „Ég tel að það væru góð býti ef þannig mætti afstýra stríði.“ Yfirmenn vopnaeftirlits SÞ funduðu með varaforseta Íraks Aukinn þrýstingur á Íraka Bagdad, Washington. AFP, AP.  Sætta sig/12 SLÆÐINGUR af fólki var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík um helgina þótt megi teljast hávetur. Garðurinn er opinn sem útivistarsvæði frá kl. 10–17 alla daga á veturna. Lestin sem lullar um garðinn er jafnan vinsæl, alltént skemmti þessi ungi piltur sér hið besta. Morgunblaðið/Ómar Hávetur í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum ♦ ♦ ♦ ÓTTINN við hryðjuverk veldur því að færri reynast nú tilbúnir til að taka þátt í hjálparstarfi í vanþróuðu ríkjunum, að sögn samtaka sem sjá um að hafa uppi á læknum og kennurum sem vilja láta gott af sér leiða. Mark Goldring hjá Volunteer Services Association segir framboð á hæfu fólki hafa dregist saman eftir árásirnar á Bandaríkin í hitteðfyrra. Réð fyrirtækið, sem jafnan hefur 2.000 sjálfboðaliða á sínum vegum í vanþróuðum ríkjum, aðeins 400 sjálfboða- liða í fyrra í Bretlandi, en hafði sent 600 til starfa árið áður. „Það kemur ekki á óvart að fólk hugsi meira um eigið öryggi við núver- andi aðstæður en við erum að gleyma fólki sem þarfnast aðstoðar,“ segir Goldring. „Við þurfum að efna til stríðs gegn fátækt og það stríð verðum við að vinna.“ Færri vilja í hjálparstarf London. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.