Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 17 Tölvuþjálfun Windows Word Internet Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 SUNDABRAUT kemur til með að hafa mikil áhrif á samgöngur hjá íbú- um í Grafarvogi og nálægum hverf- um svo og alla sem leið eiga um Reykjavík í norður eða að norðan. Undanfarnar vikur hefur umræða um sundabraut verið nokkuð áber- andi. Í fjölmiðlum hefur mátt sjá stuðningsmenn og andstæðinga mis- munandi leiða reifa sinn málstað. Aðalkostirnir eru tveir, svokölluð innri leið og ytri leið. Ytri leiðin yrði mun dýrari og hefði í för með sér byggingu á mjög hárri brú til að stór skip gætu siglt undir hana. Innri leiðin yrði lágur vegur inni í Elliðaár- vogi. Tilefni þessara skrifa minna eru þau að komið hafa fram svokallaðir málsvarar Grafarvogsbúa. Þessir „málsvarar Grafarvogsbúa“ hafa verið með málsflutning sem mér finnst ómálefnalegur og ég vil mót- mæla sem íbúi í Grafarvogi. Mál- flutningurinn gengur helst út á að byggja skuli háa og dýra brú vegna þess að annars liggi vegurinn of nærri íbúðabyggð í Grafarvogi. Þessi fullyrðing er vægast sagt hæpin þar sem innri leiðin myndi ekki liggja til- takanlega nálægt næstu íbúðar- byggð, miðað við skipulags-staðla í dag. Hábrúarmálið virðist hins vegar vera illa undirbúið og skal hér bent á nokkur rök því til stuðnings. Nokkrir helstu þættir sem taka þarf tillit til við hönnun mannvirkja eins og Sundabrautar eru: Stofnkostnaður, viðhaldskostnað- ur, umferðaröryggi, mengun, ná- lægð við íbúðarbyggð og arðsemi. Stofnkostnaður við innri leið yrði mun minni en ytri leið (hábrú). Sam- kvæmt áætlunum er munurinn um kr. 3.000.000.000, þrjú þúsund millj- ónir króna. Sem eru um kr. 10.000 á hvern landsmann eða um kr. 30.000 á hvern Reykvíking. Ekki greiða allir landsmenn skatta sem þýðir að þess- ar tölur, sem væru aukin skattbyrði, yrðu mun hærri á hvern skattgreið- anda, verði hábrú valin. Viðhaldskostnaður hefur ekki ver- ið gefinn upp en yrði eflaust mun meiri á dýrara mannvirkið, sem er hábrú. Umferðaröryggi þarf að skoða mjög vel frá öllum hliðum og m.a. rannsaka kostina veðurfræðilega all- an ársins hring. Ég ætla að það þyrfti nokkurra ára veðurmælingar á tveimur stöðum hugsanlegs brúar- stæðis í þeirri hæð sem brúin yrði. Mér kæmi það ekki á óvart að nið- urstöður veðurrannsókna sýndu að hábrú yrði sannkallaður „rokrass“. Þarna yrðu einnig búnar til tvær nýj- ar brekkur í Reykjavík, önnur upp á brúna og hin niður. Á brúnni yrði ef- laust mikil hætta á ísingu á veturna sem ásamt miklum vindhraða gerðu brúna hættulega yfirferðar við ákveðnar aðstæður. Brúin yrði vænt- anlega mun hættulegri en aðrar brekkur í Reykjavík vegna hæðar og skjólleysis. Hvað varðar mengun þá tel ég að mikil sjónmengun yrði af hábrú við sundin blá. Brúin myndi stinga mjög í stúf við lága Viðey og lága strönd umhverfis. Nálægð við íbúðarbyggð eru rök þar sem slegið er á tilfinningar íbúa á ákveðnum stöðum. Hér skal einungis bent á að í dag eru stofnbrautir oft skipulagðar miklu nær íbúðabyggð en þarna er gert. Arðsemi innri leiðar yrði um 40% meiri en af hábrú, samkvæmt út- reikningum. Af hverju skyldu menn frekar velja hábrú sem er bæði dýrari og að öllu leyti lakari kostur? Mér fyndist það slæm pólitík og vill ekki að mínir skattpeningar verði notaðir í slíka vitleysu. Sundabraut lág (há) við sundin blá Eftir Halldór Friðgeirsson „Af hverju skyldu menn frekar velja hábrú sem er bæði dýr- ari og að öllu leyti lakari kostur?“ Höfundur er verkfræðingur. ÉG hef verið að velta því fyrir mér hvernig því lýðræði er farið og hvert siðferðiskenndin er komin hjá litlu eyríki, sem leyfir nokkrum einstaklingum að veðsetja alla hina einstaklingana, án þess að fá þeirra samþykki fyrst. Til dæmis með virkjun Kára- hnjúka, án þjóðaratkvæðagreiðslu, eru nokkrir spilasjúkir áhugamenn að brjóta grundvallarmannréttindi á fjöldanum. Hvernig finnst þér réttindi þín standa, ef einhverjir spennufíknir karlar og kerlingar úti í bæ geta tekið lán samkvæmt lögum sem þau setja sjálf jafnóðum og segja svo að þú munir borga brúsann ef dæmið gengur ekki upp? Þau veðsetja íbúðina þína, allar þær eignir sem þú hefur nurlað sman í svitakófi lífsbaráttunnar, framtíðartekjur þínar og langtíma- afkomu fjölskyldunnar, framtíð barnanna þinna og barnabarna. Ekki nóg með það. Þau gera sín stykki í garðinn þinn, fylla hann af alls konar úrgangi og leyfa blá- ókunnugum útlendingum að gera það líka eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Þau gera ennfremur í buxurnar þínar með því að gera þig og þína að sjálfsskuldarábyrgðar- mönnum ef illa fer, án þess að þú fáir rönd við reist. Hvers konar hugmyndafræði er hér á ferðinni? Hvað hefur gerst? Hvar hefur þú brugðist? Þú getur fjandann ekkert að gert nema stara hljóður fram í tómið og sjúga upp í nefið. Það er bara allt í einu búið að taka ef þér allan sjálfsákvörðunarrétt og skuldsetja fjölskylduna um fleiri milljónir án þess að þú hafir haft neitt um það að segja, hvað þá skrifað undir skuldaviðurkenn- inguna. Þetta er nú okkar lýðræðislega stjórnarfar í hnotskurn og líkar mörgum vel, ef marka má öll kosn- ingaúrslit undangenginna áratuga og allar daglegu skoðanakannan- irnar. Svona er nú allt kerfið orðið í litla eyríkinu þínu. Allur kostnaður, leikaraskapur og bruðl fyrirtækjaeigenda og stofnanastjóra fer beint út í verð- lagið og er auk þess frádráttarbær frá skatti þeirra, sem lækkaður hefur verið samt úr 30% í 18% til þess að ná í fleiri fjárfesta, inn- lenda og erlenda, á meðan þú „litli launþeginn minn“ þarft að greiða meira og meira til samneyslunnar. Og alltaf átt þú minna og minna eftir um mánaðamótin til að mæta framtíðinni þinni. Samt verður þú að borga þetta allt í einhverri mynt, fyrr eða síðar. Er ekki kominn tími til að taka á málunum? Ertu ekki sammála um að það þurfi hér hugarfarsbreytingu? Þarf ekki kerfisbreytingar? Þarf ekki hreinlega að setja hömlur á kúlu- pennaréttindi þeirra karla og kerl- inga sem þú kaust til þessara þjón- ustustarfa, þ.e. að varðveita réttindi þín og taka ákvarðanir fyr- ir þína hönd samkvæmt því? Þarf ekki að endurskoða umboð þeirra sem misnota það svona herfilega og í stað þess að virða persónurétt og veita siðferðislegt aðhald gleyma sér í dýrðarljóma eigin geislabaugs og kunna sér ekkert hóf á meðan þau skrifa nöfn sín án afláts undir óendanlegar lán- og ákvarðanatöku – á þína ábyrgð? Þeir sem gleyma eiga ekki að teyma. Gert í brækur annarra Eftir Stefán Aðalsteinsson „Þeir sem gleyma eiga ekki að teyma.“ Höfundur er verzlunarmaður. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.