Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Alladaga viðhendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Reiknivél, gengur fyrir rafhlöðum og sólarrafhlöðum. Verð 720 kr www.m ulalun dur.is Gatarar og heftarar af öllum stærðum Í MARS 2002 var samin sérstök vestfirsk byggðaáætlun af vestfirsk- um sveitarfélögum í samstarfi við fjölda fyrirtækja og einstaklinga á Vestfjörðum. Ástæðan var sú hóg- værð í byggðaáætlun iðnaðarráð- herra að minnast lítið á Vestfirði. Við Vestfirðingar erum líklega ekki nógu hógværir og sömdum áætlun með 84 tillögum að verkefnum. Áætlunin var kynnt fyrir þingmönnum, iðnaðar- nefnd og ráðherra. Alls staðar fékk hún góðar móttökur og þótti okkur þá sem til einhvers hefði verið unnið. Al- þingi samþykkti að lokum byggða- áætlun iðnaðarráðherra ásamt meiri- hlutaáliti iðnaðarnefndar. Í því áliti kemur fram að byggðakjarnar á landsbyggðinni skuli vera þrír: Ísa- fjörður, Akureyri og Miðausturland. Með samþykktinni hefur Alþingi markað mikilvæga stefnu í byggða- málum. Það hefur lengi verið í um- ræðunni og orðið viðurkennd stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga að skilgreining fárra byggðakjarna sé nauðsynleg til að ná þeim árangri í byggðamálum að til verði staðir þar sem fólki fjölgar og þjónusta byggist upp. Ísafjörður hefur verið höfuðstaður Vestfjarða og þjónustukjarni um langa hríð. Samþykkt Alþingis þýðir hins vegar að stefna ber að frekari uppbyggingu þjónustu á vegum hins opinbera á Ísafirði. Í þeim málum hef- ur ríkisvaldið mörg tækifæri og lætur því miður of mörg renna sér úr greip- um því nýjar ríkisstofnanir verða yf- irleitt til í Reykjavík með fjölgun op- inberra starfa og þeim margfeldisáhrifum sem því fylgja. Við búum í þjóðfélagi þar sem störfum við frumframleiðslu hefur fækkað. Það hefur í för með sér að flestir vinna við þjónustu. Þar vegur starfsemi á vegum hins opinbera þyngst og þess vegna hefur Reykja- vík byggst svo myndarlega upp sem raun ber vitni. Það er skoðun undirritaðs að upp- bygging fárra byggðakjarna sé skyn- samleg vegna þess að þeir skapa stór áhrifasvæði. Það er einnig mín skoðun að ekki eigi að setja niður stofnanir eða flytja störf á vegum hins opinbera nema til þessara skilgreindu byggða- kjarna. Með því móti næst mestur ár- angur og til verða kjarnar sem eru áhugaverður kostur til búsetu. Byggð- arlög sem hafa burði til að stækka og taka við fleira fólki en skapa um leið áhrifasvæði í kringum sig. Til þess að áhrifasvæði byggða- kjarnanna séu sem stærst þurfa sam- göngur að vera greiðar innan svæðis og til höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir miklar framfarir í vega- málum á Vestfjörðum heyra lands- menn nú frá okkur að við viljum fá bundið slitlag frá Ísafirði til Reykja- víkur og frá V-Barðastrandarsýslu til Reykjavíkur á næstu fimm árum en ekki tólf eins og nýleg þingsályktun- artillaga að samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Að þeim tíma liðnum (fimm árum) viljum við hefjast handa um tengingu V-Barðastrandarsýslu og norðanverðra Vestfjarða með Ísa- fjörð sem byggðakjarna. Það er mik- ilvægur þáttur í að stækka áhrifa- svæði Ísafjarðar þannig að byggðarlögin á Vestfjörðum njóti góðs af stefnu Alþingis um uppbygg- ingu byggðakjarna. Eftir Halldór Halldórsson „Til þess að áhrifasvæði byggðakjarn- anna séu sem stærst þurfa samgöngur að vera greiðar...“ Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ísafjörður einn af þremur byggða- kjörnum landsbyggðarinnar AÐEINS þrjú kaupskip sigla nú undir íslenskum fána milli Íslands og annarra landa auk þess sem fjór- ar ferjur sigla innanlands. Önnur kaupskip í förum fyrir Íslendinga eru erlend skip með íslenskum áhöfnum eða erlend skip með er- lendum áhöfnum. Erlendir menn annast nú siglingar Íslendinga án þess að arður af þeirra vinnu skili sér inn í íslenskt samfélag. Undir erlendu valdi Kaupskipaflotinn sem skráður er á Íslandi annar ekki flutningum til og frá landinu. Það þýðir að verði ófriður, þótt á fjarlægum slóðum sé, þannig að þau kaupskip sem nú annast flutningana verði kölluð til þjónustu við þau ríki sem þau eru skráð í, eða bandamenn þeirra, verða viðskipti okkar við önnur lönd háð þeirri miskunn erlendra aðila sem Íslendingar þurftu að sætta sig við fyrir sjálfstæðisbaráttu fyrri aldar. Við lútum þegar erlendu valdi við skráningu og viðurkenn- ingu á réttindum Íslendinga sem manna þau erlendu skip sem kaup- skipaútgerðirnar gera út í dag. Yfirráð yfir siglingum til og frá landinu eru forsendan fyrir við- skiptalegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þessi yfirráð felast einkum í tvennu, þ.e. innlendum kaupskipa- stól og íslenskum mannauð með þá siglingaþekkingu sem þarf til að reka þau og stjórna samkvæmt inn- lendum og alþjóðlegum kröfum. Þótt nútímaviðskipti byggist m.a. á frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa um samgönguleið ljósleiðarans og fólksflutningum í lofti koma þau til lítils verði þeim afurðum sem þjóðin aflar ekki kom- ið á markað um samgönguleið „sjó- leiðarans“. Sama gildir um flutning á þeim nauðsynjum sem gera okkur fært að lifa í landinu og teljast til tæknivæddra þjóða. Þessu höfum við glatað að mestu og ekki seinna vænna að endurheimta. Okkur blæðir hratt út Sú þróun sem hér er lýst hefur valdið áralangri stöðnun í flæði skipstjórnarmanna gegnum virkan starfsaldur á íslenskum kaupskipa- flota. Því hækkar meðalaldur skip- stjórnarmanna á flotanum geigvæn- lega hratt og er nú 48 ár. Á næstu 10 árum mun um helmingur þeirra skipstjórnarmanna sem nú siglir takmörkuðum fjölda kaupskipa með íslenskum áhöfnum hverfa úr starfi, en nýliðun í stéttinni er svo til stöðnuð vegna þeirrar döpru fram- tíðarsýnar sem við blasir í grein- inni. Skipstjórnarmenn á nútímakaup- skipum stjórna hátækniförum vél- og rafeindabúnaðar auk félagslegu samfélagi manna. Þeir beita stjórn- tækjum skips, ráða för, finna stað og stefnu. Þeirra er að þekkja og koma í veg fyrir tjón á náttúru þess umhverfis sem farið er um, veður, strauma og sjólag, kunna skil á burðarþoli tækja og skips, hleðslu þess og stöðugleika. Góður skip- stjóri er leiðtogi þeirrar áhafnar sem hann stýrir og hefur forystu í þeim félagslegu samskiptum sem eiga sér stað hjá áhöfn og/eða far- þegum ef svo ber undir. Þessari þekkingu Íslendinga er því miður að blæða út og með þeirri blóðþurrð mun samfélag okkar eylands verða þeirri erlendu þekkingu háð sem það braust undan í byrjun 20. aldar. Biðjum við Dani að taka við aftur? Þessi þekkingarþurrð hefur víð- tækari áhrif en á viðskiptasjálfstæði þjóðarinnar. Hún er nú þegar byrj- uð að hafa áhrif á möguleika okkar til að verja auðlind landhelginnar sem við börðumst fyrir að ná yf- irráðum yfir í endurteknum þorska- stríðum. Íslendingar eru smám saman að tapa þessum yfirráðum vegna skorts á skipum og flugvélum til eftirlits og varnar landhelginnar. Stöðvun nýliðunar í stétt skip- stjórnarmanna veldur því að með- alaldur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslunni er orðinn 40 ár og sú sérstaka menntun sem krafist var fyrir skipherra hjá Landhelg- isgæslunni er aflögð. Við erum að missa þau tök á verndun landhelg- innar sem við náðum úr höndum Dana fyrir 77 árum. Því spyr ég; munum við verða að biðja Dani að taka við aftur? Skipbrot í sigl- ingu sjálfstæðis Eftir Guðjón Petersen Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Almannavarna, nú framkvstj. Félags ísl. skipstjórnarmanna. „Við erum að missa þau tök á verndun landhelg- innar sem við náðum úr höndum Dana fyrir 77 árum.“ FYRR á öldum var það besta tryggingin fyrir velferð á gamalsaldri að eignast sem flest börn sem sáu fyr- ir foreldrum sínum. Þó tímarnir hafi- breyst er þessi grundvallarregla enn í gildi, þ.e.a.s. að forsenda velferðar eldri borgara sé að kynslóðin á undan verði fjölmennari en sú sem kemur á eftir. Til að gæta jafnvægis á milli þeirra sem vinna og borga skatt og þeirra sem eru ekki á vinnumarkaði, þarf hver kona að eignast að meðaltali 2,1 barn. Ef fæðingartalan er lægri en það verður ekki til nægilegt vinnuafl til að uppfylla eftirspurn vinnumark- aðarins og til að greiða skatta fyrir kostnað velferðarkerfisins sem sam- anstendur af heilbrigðis-, mennta- og félagsmálum. Þetta er þó raunin hjá flestum Evrópuríkjum sem munu óhjákvæmalega þróast á þá leið eftir 2020 að skattbyrðin og skuldir ríkis- ins aukast um leið og félagsleg rétt- indi minnka með tilheyrandi þjóð- félagsólgu, óstöðugleika og ósam- keppnishæfni þjóðarinnar. Nokkur ríki utan Evrópu svo sem Nýja-Sjá- land, Ástralía og Bandaríkin eru ekki jafnilla settþar sem fæðingartala hef- ur haldist í áratug nálægt 2 börnum á hverja konu miðað við 1,5 börn í Evr- ópuríkjum. Skýringin á þessum mis- mun er hátt hlutfall innflytjenda sem eru tölfræðilega líklegri til að eignast yfir þriðjungi fleiri börn en innfæddir. Það á sér í lagi við um þá innflytj- endur sem koma frá fátækari löndum. Með hliðsjón af ofangreindu er það sérstaklega athyglisvert að velta því fyrir sér hvernig Ísland hefur náð að halda hæstu fæðingartölu í Evrópu síðustu árin án utanaðkomandi hjálp- ar. Sjálfsagt eru nokkrar ástæður fyr- ir þessu, þó stendur uppúr hvað hjú- skaparstaða barnafólks er mismunandi milli þeirra sem eru með lægstu fæðingartöluna og þeirra ríkja sem eru með þá hæstu. Í öllum þeim löndum þar sem fæðingartalan er undir 1,5 börnum á konu eru einnig undir 5% barna fædd utan hjóna- barns. Á Norðurlöndunum og sér í lagi á Íslandi eru allt að tveir þriðju barna fæddir utan hjónabands eða í skráðum samböndum. Þessi mikli mismunur getur verið fólgin i tíðni giftinga og hve oft sambönd eru ekki skráð. Þó er ljóst að barneignum er að miklu leyti haldið uppi af kjarki og styrk einstæðra mæðra sem leggja á sig að fæða og ala börnin upp, oft með mjög takmörkuðum stuðningi hins aðilans hvort heldur sem barnið var getið eða fætt í sambúð eða ekki. Einnig má þakka þjóðfélagslegu við- horfi, skattkerfi og félagslegum stuðningi sem hvetur konur með ung börn til að halda áfram vinnu eða námi, svo þær þurfa ekki að velja milli starfsframa og barneigna, sem sést í hæstu atvinnuþátttöku íslenskra kvenna. Á þessu stigi vaknar ef til vill sú spurning að ef einstæðar mæður eru sú auðlind sem af er látið, af hverju var þriggja mánaða aukning á fæðingarorlofi ekki einnig ætluð þeim? Ástæðan er sú að ef félagsleg réttindi einstæðra kvenna yrðu aukin á kostnað atvinnuþátttöku mundi markaðurinn einfaldlega lækka laun þeirra sem því munar og þar sem kaupmáttaraukning er sennilega sá þáttur sem hefur mest áhrif á sveiflur í heildarbarneignum yrði sú ráðstöf- un líkleg til að fækka barneignum. Ekki er þó við markaðsöflin að sakast þar sem þau eru aðeins samansafn af ákvörðunum einstaklinga sem von- andi byggjast á skynsemi og sjálfs- bjargarviðleitni. Því jafngildir gagn- rýni á markaðsöflin gagnrýni á skynsemi einstaklingsins. Nær væri að halda áfram þeirri stefnu eins og nú er gert að launa þetta einstæða framlag í gegnum barnabætur ríkis- sjóðs. Það að misrétti skapast á milli giftra hjóna eða para í sambúð er þó léttvægt í samanburði við það að halda uppi hag- og velferðakerfinu og þannig að varðveita framtíðarstöðu- leika. Því er það mín skoðun að ein- stæðar mæður á Íslandi ættu í mun meira mæli að fá þjóðfélagslega við- urkenningu fyrir framlag sitt tilefna- hags- og velferðarmála. Eftir Andra Ottesen „Barn- eignum er að miklu leyti haldið uppi af kjarki og styrk ein- stæðra mæðra sem leggja á sig að fæða og ala börnin upp oft með mjög takmörkuðum stuðningi hins aðilans.“ Höfundur er doktorsnemi í stefnumótun atvinnuvega. Einstæðar mæður halda uppi hagkerfinu www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.