Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei, Sigga mín, það er ekki annað á leiðinni hjá henni, þetta er utan legs, hún fékk svona hroðalegan virkjunar hnút í magann. Árleg viðurkenning Hagþenkis Viðurkenning á fræðslusviði HAGÞENKIR, semer félag höfundafræðirita og kennslugagna, er með ár- lega viðurkenningu á vel unnu verki í Þjóðarbók- hlöðunni næstkomandi föstudag. Sverrir Jakobs- son er í forsvari fyrir Hag- þenki og viðurkenninguna að þessu sinni og svaraði hann nokkrum spurning- um Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst, hvað er Hagþenkir? „Hagþenkir er félag höf- unda fræðirita og kennslu- gagna. Það sér um að gæta hagsmuna félagsmanna á ýmsum sviðum, t.d. höf- undarréttar. Meðal verk- efna félagsins er t.d. að annast samninga vegna ljósritunar og annarrar fjölföldunar í skólum á útgefnum verkum. Einnig berst það fyrir því að fræðirit og kennslubækur njóti sömu viðurkenningar og álits í samfélaginu og ritverk af öðru tagi. Það vill nefnilega brenna við að einungis skáld- sagnahöfundar teljist „rithöfund- ar“ á Íslandi. Félagið var stofnað 1. júlí 1983 og hlaut löggildingu menntamálaráðuneytisins sam- kvæmt ákvæðum í höfundalögum 1987. Fjöldi félaga í Hagþenki er nú um 400, sem gerir það að stærsta fagfélagi rithöfunda á Ís- landi.“ – Hver er tilurð þessarar við- urkenningar Hagþenkis og hvað hefur hún oft verið veitt? „Viðurkenning Hagþenkis hef- ur verið veitt árlega frá 1987. Næstkomandi föstudag verður hún veitt í 16. sinn.“ – Hver er tilgangur viðurkenn- ingarinnar og hvernig eru menn valdir til hennar? „Viðurkenningin er veitt fyrir samningu fræðirita, kennslu- gagna, aðra miðlun fræðilegs efn- is eða rannsóknir. Sérstakt viður- kenningarráð annast veitingu viðurkenningarinnar. Í því eiga sæti fimm fulltrúar sem eru skip- aðir af stjórn félagsins til tveggja ára í senn. Þess er gætt að þeir komi af ólíkum fræðasviðum og séu sérfræðingar hver á sínu sviði. Viðurkenningarráðið hefur töluvert svigrúm til að veita við- urkenningar og verk af ýmsu tagi koma til álita. Heimilt er að veita viðurkenningu fyrir eitt afmarkað verk frá því ári, sem viðurkenn- ingin er miðuð við, eða eldra verk. Einnig er heimilt að veita viður- kenningu fyrir mikilsvert framlag á lengra tímabili. Við veitinguna skal í senn tekið tillit til frumleika og fræðilegs eða menningarlegs gildis verkanna.“ – Nefndu dæmi um nokkra þá síðustu og fyrir hvað þeir voru heiðraðir. „Svo nokkur dæmi séu tekin frá síðari árum fékk Guðmundur Páll Ólafsson viðurkenningu Hag- þenkis fyrir árið 1995, „fyrir að birta með fágætum hætti fróðleik um nátt- úru Íslands og sýna fegurð hennar og gildi“. Árið 1998 fékk Ragnheiður Gyða Jónsdóttir viðurkenn- inguna „fyrir lifandi og áhuga- vekjandi kynningu menningarefn- is á Rás 1 í Ríkisútvarpinu“. Núna seinast, árið 2001, fékk Jón Karl Helgason hana „fyrir fræði- mennsku sem byggir brú milli margmiðlunar nútímans og sagnaheims fortíðar“. Eins og sjá má af þessu er við- urkenningin veitt fyrir verk af ýmsu tagi, svo sem fræðibækur fyrir almenning, útvarpsþætti eða margmiðlunarefni. Til þessa hefur viðurkenningarráð Hagþenkis sjaldnast farið troðnar slóðir í vali sínu.“ – Þykja þetta eftirsóknarverð verðlaun og á hvaða hátt nýtast þau verðlaunahöfum? „Viðurkenningin felst í viður- kenningarskjali og fjárhæð að upphæð 500 þúsund krónur. Hana fá aðeins fræðimenn og kennslu- bókarhöfundar sem náð hafa framúrskarandi árangri á sínu sviði, þannig að það getur ekki tal- ist slæmt að komast í þann hóp. Óhætt er að fullyrða að þetta er ein helsta viðurkenningin sem veitt er höfundum fræðirita, kennslubóka eða þeim sem stunda fræðilega miðlun af öðru tagi á Ís- landi. Hið eina sem gæti talist sambærilegt er íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir „rit al- menns eðlis“, en þar er þó aðeins verið að verðlauna bækur. Viður- kenning Hagþenkis er á hinn bóg- inn veitt fyrir hvers konar efni sem miðar að því að auka fróðleik og upplýsingu meðal almenn- ings.“ Er ekki full ástæða í ljósi fjöl- mennis Hagþenkis, að fanga meiri athygli með þessari viðurkenning- arhátíð? „Jú vissulega. Fjölmiðlar hafa oft ekki veitt henni nægilega at- hygli en það er sem betur fer að breytast á seinni árum. Enn mæta þó fulltrúar ljósvakamiðla sjaldan á þessa hátíð, en þeim er alltaf boðið. Við höfum hingað til ekki gripið til auglýsingamennsku á borð við að vera með opinbera „til- nefningahátíð“ eða kalla hátíðina „Fræði- og kennslubókarverðlaun Íslands“, en það er kannski athug- unarefni til framtíðar. Núna er viðurkenning- in einfaldlega kölluð það sem hún er: Viður- kenning Hagþenkis.“ – Hvar og hvenær verður viðurkenning Hagþenkis afhent í ár og hver mun fá hana? „Viðurkenning Hagþenkis verður afhent á sérstakri viður- kenningarhátíð í Þjóðarbókhlöð- unni föstudaginn 24. janúar. Ekki er hægt að upplýsa að svo stöddu hver fær viðurkenninguna í ár, það verður ekki tilkynnt fyrr en á sjálfri viðurkenningarhátíðinni.“ Sverrir Jakobsson  Sverrir Jakobsson er fæddur 18. júlí 1970 í Reykjavík. Hann hefur MA gráðu í miðaldafræði og vinnur nú um stundir að dokt- orsritgerð í sagnfræði. Hann er og stundakennari við Háskóla Íslands. …að stærsta fagfélagi rithöfunda á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.