Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 19 á þessum tegundum háskóla með ís- m orðum. Þegar skólum á háskólastigi gað á Íslandi var ekki hugað að þessu sama skilgreining og sama heiti notað skóla á háskólastigi. Rannsóknaháskóli rannalöndum okkar og reyndar um im eru sumir háskólar fyrst og skilgreindir sem rannsóknaháskólar na því hlutverki að vera megin rann- stofnanir hvers lands. Slík ráðstöfun n skynsamleg og hagkvæm. Öflug knarstarfsemi krefst töluverðra fjár- ná þarf saman öflugum hópi vísinda- koma upp tækjabúnaði og annarri og allt þetta gerir það að verkum að þjóðir telja sig hafa efni á að koma sér upp mörgum slíkum stofnunum. Slíkir skólar leggja um leið mikla áherslu á rannsókn- arnám og kennslu til æðstu háskólagráða þ.e.a.s. meistara- og doktorsnáms og frekari þjálfun vísinda- og fræðimanna. Aðrir skólar á háskólastigi leggja megináherslu á kennslu en sinna að sjálfsögðu þekkingaröflun og rannsóknum að talsverðu leyti, þótt minna sé til kostað en í rannsóknaháskóla. Þarfir og geta íslensks samfélags Talsvert vantar á að háskólar Íslands séu nægilega öflugir til að halda Íslandi í fremstu röð meðal þjóðfélaga sem byggja í þekkingu og vísindum. Fleiri ungmenni þyrftu að út- skrifast úr háskólum, og aðstaða kennara og nemenda er oft lakari en skyldi. Vandamál vísindarannsókna hérlendis er smæð sam- félagsins og lágar heildarfjárveitingar. Á mörgum sviðum rannsókna eru of fáir vís- indamenn og erfiðleikar með uppbyggingu og tækjakaup. Þetta er alvarlegt mál fyrir þróun íslensks samfélags, því nýsköpun í at- vinnumálum byggist sífellt meira á vísinda- rannsóknum og þjálfuðum vísindamönnum. Þetta gildir jöfnum höndum í atvinnulífi, menningu og þjóðlífinu öllu. Án virkra rann- sókna og öflugs hóps rannsóknamenntaðra vísinda- og fræðimanna er hætt við stöðnun í atvinnulífi og að við verðum taglhnýtingar erlendra þjóða í menningu og nýsköpun. Markmið og forgangsröðun Ísland er lítið samfélag sem hefur ekki úr miklu að moða til menntunar og vísinda. Í samanburði við erlenda háskóla eru allir há- skólar Íslands litlir (sjá mynd). Háskóli Ís- lands, sem er þeirra langstærstur, er ekki stór háskóli á alþjóðamælikvarða og aðrir skólar á háskólastigi á Íslandi eru örsmáir í alþjóðlegum samanburði. Margir af þeim há- skólum sem við vildum helst geta borið okk- ur saman við hafa tugþúsundir nemenda og stóran hóp háskólakennara og vísindamanna og hafa byggt upp rannsóknarstofnanir sem standast alþjóðlega samkeppni. Norð- urlandaþjóðirnar með 15–30 sinnum fleiri íbúa en við eiga fáeina rannsóknaháskóla af þessari styrkleikagráðu og meira að segja stórþjóðir heimsins hafa tiltölulega fáa rann- sóknaháskóla í hverju landi og reyna að gæta þess að þeir haldist í fremstu röð. Að baki hverjum slíkum skóla standa milljónir manna. Það er verðugt og metnaðarfullt markmið Íslendinga að eignast rannsókna- háskóla sem stenst alþjóðlegan samanburð. Það er hrein fásinna að halda að við getum átt margar slíkar stofnanir. Íslensk þjóð er einfaldlega ekki nógu stór og hefur ekki næga fjármuni til að standa undir nema e.t.v. einni slíkri stofnun. Íslenskt háskólasamfélag verður að gera sér grein fyrir þessum raunveruleika. Ef við gerum engan greinarmun og reynum að byggja upp marga rannsóknaháskóla á Ís- landi verður útkoman næstum óhjákvæmi- lega sú að hér verður enginn rannsóknahá- skóli sem stendur undir nafni en fjölmargir háskólar sem eru nafnið eitt. ds $   %  &'  ( )  * ( #+ ,-   %  '#    %   .     %  .&./    65  &./ 7   5 8 5 '& //  "1   Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. kn skiptir sköp- s. Metn- mfylking- órn verður að ni mennta- Stytta þarf leið- sskólann, á fjarnám, ð tækifæri fyr- á námi á lífs- staðnað, gam- t og róttækra færa það til a verður eitt af m ný forysta r frammi fyrir, mast í rík- manna við mót- glegt og hörmu- Auðvitað fengu nnu sæta sigra í ulögin, al- æðslulögin, svo hrifin hefðu og samfélagið tra. Núna hillir varandi ástand ndurlyndis geti ill sigur unninn nna allt annað frá Hriflu hef- nda og flokk- ýtt flokkakerfi fjöldahreyf- relsis ann- hægriflokk ga framtíðin íska sviðið. r í ljós í vor þar maí eru m.a. at- hvernig vígvöll- líta út næstu núast um það u jafn- okið og hvort únar eða Dav- da um stjórn- um loknum. ð? andi Samfylking- æmi. Á UNDANFÖRNUM árum hefur rík- isstjórnin hrint í framkvæmd málum sem móta munu ís- lenskt efnahags- og atvinnulíf með varanlegum hætti. Þetta eru á margan hátt grundvallarmál, mál sem nota má sem áttavita á stefnu stjórnmálaflokka. Um leið eru þetta mál sem skýra línurnar – skilin milli stjórnmálaflokka – þegar spurt er um hlutverk rík- isins, aðgerðir til að tryggja hag- vöxt og leiðir til að skapa grund- völl fyrir velferð landsmanna allra. Sala bankanna og hlutverk ríkisins á fjármálamarkaði Lokaskrefin hafa verið stigin við sölu hlutar ríkisins í Lands- bankanum og í vikunni var jafn- framt gengið frá sölu Bún- aðarbankans. Lýkur þannig löngu ferli sem hófst með því að stofnuð voru hlutafélög um rekstur þessara tveggja banka á árinu 1997. Þegar ríkið sleppir nú eignarhaldi sínu á þessum fé- lögum er því mikilvæga mark- miði loks að fullu náð, að hætta beinni þátttöku ríkisins í rekstri bankastofnana. Verkefni ríkisins felast nú fyrst og fremst í því að móta hin lagalegu skilyrði fyrir starfsem- inni og framkvæmd eftirlits. Þannig er hvort tveggja í senn stuðlað að öruggum starfs- háttum og eðlilegri samkeppni, sem á endanum mun leiða til lægri kostnaðar fyrir fyrirtæki og neytendur. Hvatinn til að taka ákvarðanir sem auka samkeppn- ishæfni einstakra banka er nú hjá þeim sem beina hagsmuni hafa af árangri á því sviði – eig- endunum. Nýleg dæmi sýna, að í því samhengi líta íslenskir bankamenn ekki lengur einungis til innanlandsmarkaðar. Hagstjórn og hagfræði Nýverið samþykkti stjórn Landsvirkjunar rafmagnssamn- inginn við Alcoa. Allt bendir til þess að Kárahnjúkavirkjun verði að veruleika og álver rísi á Reyð- arfirði. Óumdeilt er, að verði áform um stóriðjuframkvæmdir að veruleika, muni slíkt geta stuðlað að áframhaldandi hag- vexti á komandi árum. Í markaðsyfirliti greining- ardeildar Íslandsbanka 13. jan- úar sl. var réttilega vakin athygli á því, að fyrirhugaðar fram- kvæmdir væru umfangsmiklar í samanburði við smæð íslenska hagkerfisins og því þyrftu þeir, sem fara með hagstjórn í land- inu, að grípa til viðeigandi að- gerða til að koma í veg fyrir nei- kvæð skammtímaáhrif framkvæmdanna. Það sjónarmið er ráðandi í umræðu um þetta mál, að þau verkefni sem við blasa á sviði hagstjórnar verði krefjandi, en engan veginn óyfirstíganleg. Umfjöllun Íslandsbanka um hættuna á gengislækkun krón- unnar og atvinnuleysi í kjölfar framkvæmdanna, vekur hins vegar athygli. Íslandsbanki telur nefnilega að einn þeirra þriggja þátta sem fjárfestar og aðrir ættu að leggja til grundvallar mati sínu á alvarleika þeirrar hættu sé niðurstaða kosninga til Alþingis nú í vor (einnig var bent á hagstjórn undangenginna ára og breytinga á fyrirkomulagi stjórnar peningamála). Í bókinni Frá kreppu til við- reisnar, sem út kom fyrir skömmu, kveður við sama tón. Í sínu framlagi tilbókarinnar fjallar Þórunn Klemensdóttir, hagfræðingur, með mjög að- gengilegum hætti um pólitískar hagsveiflur á Íslandi 1945–1998. Gerir hún m.a. samanburð á ár- angri vinstri og hægri stjórna og áherslum þeirra í vali meg- inmarkmiða við hagstjórn. Helsta niðurstaðan er sú, að vinstri stjórnir hafa í stjórnartíð sinni aukið útgjöld ríkisins áber- andi meira en hægri stjórnir og þannig valdið mun meiri verð- bólgu en verið hefur í tíð hægri stjórna. Hún gerir síðan að um- fjöllunarefni kenningar fræði- manna um efnið, m.a. kenningu þeirra Person og Tabellini, þess efnis að kjósendur séu skyn- samir og telji sig geta séð fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda og þróun helstu efnahagsstærða. Þeir byggi væntingar sínar í þessum efnum á reynslu sinni af hæfni stjórnenda og styðji til endurkjörs þá flokka sem sýni hæfni sína með litlu atvinnuleysi, miklum hagvexti og lítilli verð- bólgu. Þannig dæmi skynsamir kjósendur ríkisstjórnir eftir hæfni þeirra við að stýra efna- hagslífinu á kosningaárinu og gengur kenningin því út á nána fylgni milli hagvaxtar fyrir kosn- ingar og úrslita kosninganna. Hæfar ríkisstjórnir nái endur- kjöri en hinar ekki. Með skírskotun í kenninguna bendir Þórunn á, að ein skýring þess, að hægri stjórnum hefur mun oftar verið treyst fyrir stjórnartaumunum hér á landi en vinstri stjórnum gæti verið sú, að þeim hefur tekist betur en vinstri stjórnum að sýna kjósendum fram á hæfni sína á þessu sviði. Ef horft er til hagstjórnar undanfarinna ára blasir árangur sitjandi ríkisstjórnar við. Verð- bólga er hverfandi, atvinnuleys- istölur hafa verið lágar og allt bendir til áframhaldandi hag- vaxtar. Með aðhaldi í ríkisrekstri og áherslu á sölu ríkisfyrirtækja hefur skapast svigrúm til að greiða niður skuldir ríkisins á er- lendri grundu og lækka skatta. Ákvörðunarvald í vaxtamálum hefur verið fært til Seðlabankans og sjálfstæði hans til virkrar þátttöku í hagstjórninni aukið til muna. Þetta hefur leitt til þess að láns- og vaxtakjör íslenska rík- isins hafa batnað jafnhliða hækk- uðu lánshæfismati ríkisins. Þess- ar aðgerðir og sá árangur sem þeim hefur fylgt hafa laðað til landsins erlent fjármagn og þannig treyst enn frekar stoðir íslensks efnahags- og atvinnulífs. Allt þetta hefur áhrif sem al- menningur verður áþreifanlega var við, því kaupmáttur launa og bóta hefur aukist. Hæfniprófið fer fram í vor Allt bendir til þess, að á næstu árum muni reyna verulega á stjórnvöld um ábyrga og trausta stjórn efnahagsmála til að tryggja hagvöxt án verðbólgu. Það er því ekki að ástæðulausu sem umræða um mikilvægi kosn- inganna í vor í þessu samhengi er farin af stað. Ef marka má kenningu þeirra Person og Tabellini munu kjós- endur styðja flokk til endurkjörs sem sýnt hefur árangur í verki, bætt lífskjör og aukið velferð. Þeir munu greiða atkvæði sitt með flokki sem skilað hefur ár- angri í stjórn efnahagsmála, komið verðbólgunni niður í 1% og skapað skilyrði fyrir hagvexti. Þannig munu kjósendur styðja Sjálfstæðisflokkinn í kosning- unum í vor. Ástæðan er sú, að einungis á grundvelli traustrar efnahagsstjórnar geta lands- menn haft áfram væntingar um hátt atvinnustig, lága verðbólgu og almenna velmegun í landinu. Kenning um kjósendur Eftir Bjarna Benediktsson Höfundur er lögmaður og fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. S Ú ÁKVÖRÐUN Norður- Kóreumanna að vísa eft- irlitsmönnum Alþjóða- kjarnorkumálastofnunar- innar úr landi gefur okkur nýtt tilefni til að líta á kjör Roh Moo Hyuns sem forseta Suður- Kóreu 19. desember sem tímamóta- viðburð. Kjörtímabil hans hefst ekki aðeins á einu af hættulegustu tíma- bilunum í samskiptum Kóreuríkj- anna í áratugi, heldur mun kjör hans einnig reynast mesti prófsteinn á tengsl Suður-Kóreu og Bandaríkj- anna í mörg ár. Sigur Rohs á Lee Hoi Chang er til marks um kynslóðaskil í stjórn- málum Suður-Kóreu og yngri kyn- slóðin er staðráðin í því að fá frjálsari hendur í tengslunum við Bandaríkin. Ágreiningurinn milli kynslóðanna réð reyndar úrslitum í kosningunum en ekki héraðarígur eins og í öllum fyrri forsetakosningum í Suður- Kóreu. Hermt er að yfir 60% kjós- enda á þrítugs- og fertugsaldri hafi kosið Roh, sem sigraði Lee með 2,3 prósentustiga mun í fyrstu tvísýnu forsetakosningunum í landinu í 31 ár. Roh tekur við forsetaembættinu í febrúar og þá mun strax reyna á þjóðernisstefnu og alþýðuhylli hans. Kynslóðaskilin, sem komu Roh til valda, og sterk löngun almennings til að halda áfram viðræðum við ráða- mennina í Norður-Kóreu er blanda sem hlýtur að leiða til deilna við Bandaríkin. Roh, sem hafðist af sjálfum sér og náði lögmannsprófi án þess að hafa gengið í háskóla, tókst að sannfæra kjósendur um að hann myndi móta nýja stefnu, sem endurspeglaði vax- andi hagsæld Suður-Kóreu og við- horf miðstéttarinnar, og sópa um leið út klíkustarfsemi í stjórnmálunum, héraðaríg og átökum sérhags- munaklíkna. Með framgöngu sinni og málflutningi skapaði hann sér ímynd venjulegs manns sem einsetti sér að uppræta steinrunnið kerfi vinahygli og spillingar (og sú ímynd er nýnæmi í Kóreu!). Í fyrsta skipti í nútímasögu Kóreu snerist kosningabaráttan í raun um meginhagsmunamál þjóðarinnar fremur en flokka og einstaklinga. Roh hvatti til nýs sambands milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem byggðist á sjálfstæði og jafnræði. Hann sagði til að mynda að hann myndi ekki liggja hundflatur fyrir Bandaríkjastjórn eða fara í heim- sókn til Washington í þeim tilgangi einum að láta taka af sér myndir með bandaríska forsetanum. Hann lofaði ennfremur að halda áfram „sólskins- stefnu“ Kims Dae Jungs, fráfarandi forseta, sem miðaðist að viðræðum og bættum samskiptum við Norður- Kóreustjórn. Athyglisvert er að Roh sigraði í kosningunum þrátt fyrir þá ákvörð- un Norður-Kóreumanna að taka aft- ur í notkun kjarnakljúfa sem hafa ekki verið notaðir frá 1994. Hefði þetta gerst fyrir nokkrum árum hefði það gert sigurmöguleika Roh að engu. Það að hann skyldi hafa yf- irstigið þessa hindrun sýnir að nú eru gerbreyttir tímar í Suður-Kóreu. Meðal venjulegra Kóreumanna er þráin eftir breytingum nú áhyggj- unum af öryggismálum yfirsterkari. Roh notfærði sér einnig vaxandi andúð landsmanna á Bandaríkjunum í kosningabaráttunni. Götumótmæli blossuðu upp í öllum borgum lands- ins þegar bandarískur herréttur sýknaði tvo bandaríska hermenn sem óku brynvörðum bíl á tvær kór- eskar stúlkur og urðu þeim að bana í júní. Þótt George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefði tvisvar sinnum beð- ist afsökunar á dauða stúlknanna er fast lagt að stjórninni í Seoul að krefjast breytinga á samningi ríkjanna um lagalega stöðu banda- rískra hermanna í Suður-Kóreu. Margir Kóreumenn vilja að banda- rískir hermenn, sem fremja glæpi í landinu, verði leiddir fyrir kóreska dómstóla. Mál hermannanna særði þjóð- arstolt Suður-Kóreumanna sem jókst til muna með frækilegri frammistöðu suður-kóreska lands- liðsins í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í sumar. Hún átti sinn þátt í því að Suður-Kóreumenn eru nú sannfærðir um að landið sé orðið fullvaxta og geti staðið á eigin fótum án verndar 37.000 bandarískra her- manna. Margir Suður-Kóreumenn telja reyndar að vera bandaríska hersins í landinu, ekki komm- únistastjórnin í Norður-Kóreu, sé helsta fyrirstaða sameiningar Kór- euríkjanna. Samkvæmt nýlegri könnun eru aðeins 54,8% Suður- Kóreumanna hlynnt veru banda- rískra hermanna í landinu en 31,7% á móti. Þessi viðhorf verða þáttur í diplómatíska prófinu sem forsetatíð Roh mun mótast af, því að hann þarf að endurskipuleggja sambandið við Bandaríkin á sama tíma og stjórn Bush hefur miklar áhyggjur af kjarnavopnaáætlun Norður-Kóreu og þætti landsins í útbreiðslu gereyð- ingarvopna. Kóreskir kjósendur styðja núna þá stefnu Roh að halda áfram viðræðum og efnahagslegum tengslum við Norður-Kóreu og virð- ast ekki hafa áhyggjur af þeirri hættu sem getur stafað af norður- kóreskum kjarnavopnum. Á kjörtímabili Roh þarf að fara rækilega yfir innanlandspólitíkina og tengslin við Bandaríkin og gera þær umbætur sem þörf er á. Getur hann þrætt þá vandförnu leið að viðhalda friði á Kóreuskaga, halda örygg- isskuldbindingum Bandaríkjanna og stuðningi kjósenda sinna? Það að samþýða þessi markmið myndi reyn- ast þrautin þyngri fyrir jafnvel reyndustu og klókustu stjórn- málamennina, þannig að enginn veit hvort Roh tekst það. Mistakist hon- um það geta afleiðingarnar orðið svo hrikalegar að allir hljóta að óska hon- um velfarnaðar. Hættuleg ný dögun Eftir Byung-joon Ahn Byung-joon Ahn er gestaprófessor í al- þjóðasamskiptum við GRIPS, háskóla og rannsóknastofnun í Tókýó, og félagi í Vísindaakademíu Suður-Kóreu. © The Project Syndicate

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.