Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 11 Í STUTTU máli má segja aðþýska bankakerfið einkennistaf veikri eiginfjárstöðu, slæmriafkomu, miklum fjölda lítilla banka og mikilli þátttöku hins opin- bera. Ef þetta er borið saman við ís- lenska bankakerfið, sérstaklega eftir að ríkið hefur nú hætt bankarekstri, sést að þýska bankakerfið er býsna ólíkt hinu íslenska. Þegar eingöngu er horft til þessara þátta kann að virðast sem það skjóti skökku við að þýskur banki hafi nú gerst stærsti hluthafi Búnaðarbank- ans, meðal annars í þeim tilgangi að nýta þekkingu sína og reynslu til að bæta reksturinn. Málið er þó ekki al- veg svona einfalt, því vandi þýska bankakerfisins stafar ekki aðeins af innri vanda bankanna sjálfra heldur líka af ytri vanda vegna þróunar efna- hagsmála og fjármálamarkaða. Þar að auki er varhugavert að draga ályktanir um einstaka banka út frá meðaltölum og staðreyndin er sú að sá banki sem nú hefur gerst hluthafi í Búnaðarbankanum, Hauck & Auf- häuser Privatbankiers KGaA, hefur skilað góðri afkomu að undanförnu. Vandi þýska bankakerfisins hefur verið töluvert til umræðu á undan- förnum mánuðum og einn þeirra sem lagt hefur orð í belg er prófessor Her- mann Remsperger, sem á sæti í fram- kvæmdastjórn þýska seðlabankans. Hann flutti í lok nóvember ræðu um þýskt efnahagslíf, þar á meðal banka- kerfið og erfiðleika þess. Remsperger sagði að lánasafn bankanna hefði versnað vegna minni greiðslugetu þýskra fyrirtækja. Efnahagur bank- anna hefði einnig veikst vegna lækk- unar á hlutabréfamörkuðum, en þýskir bankar eiga talsverðar hluta- bréfaeignir og við lækkun hlutabréfa- verðs minnka eignir bankanna. Skuldir þeirra minnka hins vegar ekki að sama skapi og þess vegna versnar eiginfjárstaðan. Í Breakingviews koma fram svipuð viðhorf og þar er tekið sem dæmi að eiginfjárhlutfallið, samkvæmt þrengstu skilgreiningu þess, hjá HVB og Commerzbank, tveimur af stærstu bönkum Þýskalands, sé komið niður í 4% hjá þeim fyrrnefnda og 5,4% hjá hinum síðarnefnda. Til samanburðar má nefna að hjá íslensku viðskipta- bönkunum fjórum lá þetta hlutfall á bilinu 7,2% til 9,6% um mitt síðasta ár. Vegna efnahagsástandsins í Þýska- landi segir Remsperger að þýskir bankar hafi þurft að leggja mikið til hliðar á afskriftareikning til að mæta hugsanlegum útlánatöpum. Við þetta bætist að þóknunartekjur og tekjur af viðskiptum fyrir eigin reikning hafi verið rýrar. Allt hefur þetta slæm áhrif á af- komu bankanna. Remsperger segir að þessir erfiðleikar bætist ofaná þá sem fyrir hafi verið í bankakerfinu, sem einkennist af lítilli samþjöppun og mjög harðri samkeppni. Í umfjöllun The Economist kemur fram að opinberir bankar séu um- svifamestir á þýska bankamarkaðn- um. Þar með taldir eru 537 sparisjóð- ir, að mestu í eigu sveitarfélaga, og 12 bankar sem meðal annars eru í eigu ríkjanna, kallaðir Landesbanken, og hafa þeir um 35%–40% hlutdeild á bankamarkaðnum. Fjórir stórir einkabankar eru aðeins með um 15% af markaðnum, en afgangurinn skipt- ist niður á hundruð lítilla banka, sem yfirleitt eru reknir undir einhvers konar sameignarformi. Einn þeirra er Hauck & Aufhäuser, sem nú er – óbeint að minnsta kosti – orðinn þátt- takandi á íslenska bankamarkaðnum. Samkeppni við opinbera banka The Economist segir að ábyrgð op- inberra aðila á bönkum í eigu hins op- inbera hafi dregið úr lántökukostnaði þeirra og þar með lækkað vexti af út- lánum. Þetta hafi orðið til þess að draga úr hagnaði einkabanka sem eiga í samkeppni við hina opinberu og vaxtamunur í Þýskalandi hafi verið lágur. Matsfyrirtækið Moody’s telur möguleika þýskra banka til viðvar- andi hagnaðar af reglulegri starfsemi, án gengis- eða söluhagnaðar, mun minni en bandarískra eða breskra banka. Samkvæmt reglum Basel-nefndar- innar eru breytingar fyrirhugaðar til að draga úr þessu forskoti opinberu bankanna, en þeim verður að vísu ekki framfylgt fyrr en í fyrsta lagi ár- ið 2007. Þó munu þær að sögn The Economist þegar hafa haft einhver áhrif á nokkra af opinberu bönkunum, sem hafa ákveðið að taka skipulag sitt til endurskoðunar og jafnvel að sam- einast. Áhrifin á einkabankana muni þó að öllum líkindum ekki verða mikil eða skjót. Ekki kreppa í bankakerfinu Svo vikið sé aftur að ræðu Remspergers þá segir hann að þrátt fyrir þann vanda sem við er að etja telji hann ekki að hægt sé að segja að kreppa ríki í bankakerfinu í Þýska- landi. Engin lausafjárkreppa sé til staðar og þýskir bankar standi ekki frammi fyrir jafn miklum vanda vegna lélegra lána og bankar í Japan, en Remsperger flutti ræðu sína í Jap- an og sem kunnugt er ríkir mikill vandi í fjármálakerfinu þar í landi. Auk þess nefndi Remsperger að fast- eignaverð hafi ekki rokið upp í Þýska- landi líkt og í Japan, en líkt á við um fasteignaverð og hlutabréfaverð, bankar geta lent í erfiðleikum þegar verð þessara eigna lækkar skyndilega mikið. Umfram allt, segir Remsperger, verði að taka með í reikninginn að þýskir bankar hafi tekið duglega á til að bæta afkomu sína. Þessar aðgerðir séu aðallega á kostnaðarhliðinni. Fyr- irhugaðar breytingar á starfsmanna- haldi, sem þýðir væntanlega að fyr- irhugað sé að fækka starfsfólki, muni bæta stöðuna mikið. Þar að auki muni aukinn kraftur fara að færast í sam- runaferli, sem verið hafi í undirbún- ingi meðal minni banka. Loks segir Remsperger að bankarnir séu að verða meðvitaðri um áhættu, og að öllum þessum atriðum samanlögðum megi geri ráð fyrir afkomubata og auknum stöðugleika í þýsku banka- kerfi. Tveir bankar þurftu fjárhagsaðstoð í fyrra The Economist er á sama máli um að verið sé að taka á kostnaði bank- anna, bæði í starfsmannahaldi og eins með því að draga úr áhættusömum lánveitingum. Og samkvæmt Moody’s hefur vaxtamunur aukist, sem bendir til að einnig sé verið að laga til á tekju- hliðinni. Einn mælikvarði á vanda í banka- kerfinu er hvort og þá hversu algengt er að þeir verði að hætta rekstri eða fá utanaðkomandi aðstoð vegna fjár- hagserfiðleika. Í Þýskalandi þurfti enginn banki að hætta rekstri á síð- asta ári, en tveir þurftu á aðstoð að halda. Annar er einkabankinn Schmidt Bank og hinn er Bank- gesellschaft Berlin, sem er í opinberri eigu. Í Breakingviews segir að hugs- anlegt sé að á þessu ári geti sú staða komið upp að stór evrópskur banki muni þurfa á aðstoð að halda. Í ljósi fjárhagsstöðu Evrópuríkja sé hins vegar uppi óvissa um það hversu mik- ið svigrúm þau hafi til að leggja bönk- unum til fé ef á þyrfti að halda. Þýskir bankar í vanda Reuters Verðfall hlutabréfa er meðal þess sem valdið hefur bönkum erfiðleikum. Þýska bankakerfið á í erfiðleikum. Bank- arnir eru margir og smáir og arðsemi þeirra er lítil. Haraldur Johannessen fjallar um þennan vanda, horfurnar og litla þýska bankann sem ætlar að bæta rekstur Búnaðarbankans. haraldurj@mbl.is SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ, Útflutningsráð Íslands, SÍF og SH hafa gengið til samstarfs við Klúbb matreiðslumeistara í tengslum við Bocuse d’or-matreiðslukeppnina í Frakklandi. Ennfremur hefur sendi- ráð Íslands í París aðstoðað við verk- efnið. Tilgangur samstarfsins er að efla hróður íslenskrar matargerðar og ís- lensks sjávarfangs og efla enn frekar kynningu á íslenskri matargerð á er- lendri grund. Samstarfið mun í fyrstu byggjast á því að standa á bak við Klúbb matreiðslumeistara og kepp- andann Björgvin Mýrdal, fulltrúa Ís- lands í Bocuse d’or nú 28.–29. janúar. Veittur verður 4,5 milljóna króna styrkur til verkefnisins en heild- arkostnaður við þátttökuna er um 8 milljónir króna. Bocuse d’or er þekktasta mat- reiðslukeppni í heimi, en þetta er í þriðja sinn sem Klúbbur mat- reiðslumeistara sendir fulltrúa í keppnina. Björgvin Mýrdal hefur æft fyrir keppnina í heilt ár, þar af sex mánuði eingöngu og hefur hann stundað æfingarnar í Frakklandi frá því í byrjun mánaðarins. Áður hafa keppt fyrir Íslands hönd þeir Sturla Birgisson sem hafnaði í fimmta sæti og Hákon Már Örvarsson sem hafnaði í því þriðja. Að sögn Gissurar Guð- mundssonar, formanns Klúbbs mat- reiðslumeistar, hefur verið sótt um að í næstu keppni, sem haldin verður ár- ið 2005, verði eldað úr íslensku sjáv- arfangi. Ef af verði þurfi þátt- tökuþjóðir að leita til Íslands eftir hráefni til að æfa sig á fyrir keppnina. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir árangur Íslands í keppnina hafa vakið mikla athygli á Íslandi og íslenskri matargerð. Það styrki án vafa ímynd Íslands á mörk- uðum og hafi þannig mikil áhrif. Keppnin vekur jafnan mikla at- hygli og mæta hundruð fjölmiðla til að fylgjast með henni. Þá komu fulltrúar bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar Food Network hingað til lands til þess að fylgjast með und- irbúningi Björgvins. Food Network hefur um 70 milljón áskrifendur í Bandaríkjunum og Kanada. Þá hefur Útflutningsráð horft til keppninnar með það í huga að kynna í framtíðinni vörur íslenskra fyrirtækja, m.a. á matvælasýningu sem haldin er sam- hliða keppninni. Morgunblaðið/Golli Matreiðslumennirnir Sturla Birgisson og Gissur Guðmundsson og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Styrkja keppanda á Bocuse d’or HAUCK & Aufhäuser Privatbankiers KGaA, sem nú er orðinn stærsti eignaraðili Búnaðarbankans með 16,3% hlut, er 206 ára þýskur einka- banki. Einstaklingar eiga 70% bankans og stofnanafjárfestar 30% og fyrir utan Þýskaland er hann meðal annars með starfsemi í Sviss og Lúx- emborg. Hann sérhæfir sig í sjóða- og eignastýringu fyrir stofnanir og einkaaðila, um- sjón verðbréfa fyrir sjóði og fjármálastjórn fyrirtækja og einstaklinga. Hauck & Aufhäuser er minni en Búnaðarbankinn og þess vegna lítill á þýskan mæli- kvarða, en arðsemi hans hefur verið góð eða nær 30% eftir skatta á síðustu þremur árum. Heildareignir Hauck & Aufhäuser samstæðunnar í árslok 2001 námu 143 millj- örðum króna miðað við gengið nú, en til samanburðar námu eignir Búnaðarbankans 200 milljörðum króna á þeim tíma. Eigið fé Hauck & Aufhäuser nam á þessum tíma 9 millj- örðum króna en eigið fé Bún- aðarbankans nam 13 millj- örðum króna. Hagnaður þýska bankans árið 2001 nam sem svarar 1,1 millarði króna á núverandi gengi, sem er svipað afkomu Búnaðarbankans það ár. Fjöldi starfsmanna var hins vegar talsvert meiri hjá Bún- aðarbankanum, þar störfuðu um 800 manns í árslok 2001 en um 480 hjá samstæðu þýska bankans. Smár en knár Hauck & Aufhäuser

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.