Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 15 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Talstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Allar gerðir talstöðva Áratuga reynsla w w w .d es ig n. is © 20 03 ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Tölvunámskeið FINGRASETNING OG RITVINNSLA 8 vikur - 16 kennslust. INTERNETIÐ OG TÖLVUPÓSTUR 1 vika - 8 kennslust. WORD OG WINDOWS 4 vikur - 20 kennslust. WORD II 4 vikur - 20 kennslust. EXCEL 3 vikur - 20 kennslust. Verklegar greinar GLERLIST 10vikur 20 kennslust. GLER - OG POSTULÍNSMÁLUN 8 vikna námskeið. LEIRMÓTUN 6vikur 24 kennslust.byrj 4 vikur - 16 kennslust. STAFRÆN MYNDATAKA Á VIDEOVÉLAR 1 vika -12 kennslust. LJÓSMYNDATAKA 3 vikur 9 kennslustundir og fleiri námskeið Saumanámskeið FATASAUMUR- BÚTASAUMUR 6 vikur 24 - kennslust. BÚTASAUMSTEPPI CRACY QUILT 4 vikur 16 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGAGERÐ 10 vikur - 40 kennslustundir SKRAUTSAUMUR 5 vikur 15 kennslust. Matreiðslunámskeið Garðyrkjunámskeið Kántrý föndur Bókhald smærri fyrirtækja og fjöldi annarra námskeiða Tungumál 10 vikna námskeið - 20 kennslustundir - Áhersla á talmál - Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum Fyrstu námskeiðin hefjast 23. september. Innritun og upplýsingar um námskeiðin í símum 564 1507 og 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla. AFTÖKUR og útrýmingar er sam- eiginlegt heiti á þremur sýningum sem opnaðar voru í Listasafninu á Akureyri á laugardag, en með þeim hófst tíunda starfsár safnsins. Sýningin Hitler og hommarnir eftir David McDermott og Peter McGough frá New York fjallar um útrýmingu samkynhneigðra á nas- istatímanum, Aftökuherbergi eftir Lucindu Devlin samanstendur af 30 ljósmyndum sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda áratugnum og Hinstu máltíðir eftir Barböru Caveng er sýning ljós- mynda af síðustu máltíðum dauða- dæmdra fanga, en gestir eiga þess kost að skoða skýrslur hvers fanga fyrir sig og upplifa það ferli sem þeir ganga í gegnum áður en stund- in rennur upp. Fjölmenni var við opnun sýning- arinnar og óhætt að segja að hún lét engan ósnortin. Vekur með manni óhug „Sýningin um síðustu máltíðir dauðadæmdu fanganna er mjög at- hyglisverð, það býr svo mikill óhugnaður á bak við hana þó svo að hún sé sett upp í einhvers konar lit- ríkum auglýsingastíl. Þessi sýning vekur með manni mikinn hroll og ótta, þótt hún líti sakleysislega út á yfirborðinu,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, einn gestanna á sýn- ingunni. Unnt er að heyra síðustu orð fanganna og sagði Sigrún Björk það einkar áhrifamikið. „Svo tengir maður þessar máltíðir og orð fang- anna við ljósmyndirnar af aftöku- herbergjunum þannig að þetta get- ur ekki annað en vakið með manni óhug,“ sagði hún. Einnig benti hún á að sagan um Hitler og útrýming- arherferð hans mætti ekki gleym- ast og því vildi Sigrún Björk hvetja framhalds- og háskólaskólanema til að skoða sýninguna. „Þetta er afskaplega forvitnileg sýning og vekur með manni ýmsar kenndir, tilfinningar sem erfitt er að lýsa,“ sagði Gunnar Gíslason sem var við opnun sýningarinnar. Nefndi hann að sýningin um hinstu máltíðina hefði haft mikil áhrif á sig. „Þarna er dauðadæmdum föng- um boðið að velja sér sína síðustu máltíð áður en þeir verða teknir af lífi, það er eins og með því sé verið að ýta undir þá tilfinningu að þetta sé eitthvað sem þeir fái aldrei aldr- ei aftur að upplifa. Þetta ýtir undir sektartilfinningu og refsingin er mögnuð upp. Ég fylltist mjög skrýt- inni tilfinningu við að skoða þessa sýningu,“ sagði Gunnar. Þá sagði hann að sýningin hefði magnast upp við það að líta því næst á af- tökutólin á næstu sýningu. „Þetta er fjarri manni og maður hugsar ekki um það daglega, en þessar sýn- ingar fá mann svo sannarlega til að huga að þessum málum.“ Sýningin um Hitler og hommana sagði hann ekki hafa verkað eins sterkt á sig og hinar, en hún hefði rifjað upp hina hræðilegu sögu sem liggur að baki og vakið til umhugs- unar um það sem hefur verið að gerast í heiminum á liðnum árum og um þessar mundir, m.a.í Júgó- slavíu og Írak. „Sýningin í heild finnst mér alveg mögnuð.“ Sýning sem hefur djúpstæð áhrif Jóhann Ingimarsson, Nói og Sig- ríður Pálína Erlingsdóttir voru að ljúka við yfirferð um sýninguna og voru sammála um að hún ætti fullt erindi og væri einkar áhrifamikil. „Við byrjuðum á Hitler og þar er greinilegt hversu gífurlegt hatur hann hefur borið til samkyn- hneigðra,“ sagði Jóhann, en því næst skoðuðu þau hinstu máltíðir dauðadæmdu fanganna og loks af- tökuherbergin. „Þetta snertir mann mjög mikið og fyllir mann einhverri framandi tilfinningu, maður er hálfklökkur eftir að hafa farið í gegnum þessar sýningar,“ sagði Jóhann. Þau sögðu einkennilegt að virða fyrir sér fal- legar myndir af síðustu máltíðum hinna dauðadæmdu og velta fyrir sér hvað lægi að baki valinu og síð- an að skoða hinar fjölmörgu og við- bjóðslegu leiðir sem notaðar voru til að framfylgja dauðadómunum. „Þetta getur ekki annað en vakið upp hjá manni miklar og sterkar til- finningar gagnvart dauðadómum. Þetta er mjög kraftmikil sýning sem hefur djúpstæð áhrif á mann,“ sögðu þau. Sýningin Aftökur og útrýmingar vel sótt við opnun í Listasafninu á Akureyri „Sýning sem hefur mjög djúpstæð áhrif,“ sagði Jóhann Ingimarsson sem er fyrir miðri mynd ásamt Sigríði Pálínu Erlingsdóttur og Erlingi Sigurðarsyni að skoða sýningu um hinstu máltíðina. Maður er eiginlega hálfklökkur eftir þetta Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, Barbara Caveng og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra ræða saman við opnun sýningarinnar Aftökur & útrýmingar. Morgunblaðið/Kristján Sýningin vekur tilfinningar sem erfitt er að átta sig á, að mati Gunnars Gíslasonar sem hér skoðar ljósmynd af máltíð dauðadæmds fanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.