Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFNISHEIMINUM botnum við enn ekki í að fullu. Við vitum að það sem við erum að rannsaka, er ein- ungis toppurinn á ísjakanum eða 10%, en hin 90% er ekkert vitað um. Himnaríki er ófullgert inni í sköp- unarverkinu og Faðirinn (Almættið) er stöðugt að láta engla, menn og dýr og alla sköpunina vinna til að skapa það. Hugmynd mín er sú að hin Heil- aga þrenning: Guð, Sonur og Heil- agur andi séu að skapa tígullaga demant. Tígullinn hefur fjóra póla einsog höfuðáttirnar fjórar. Kross Jesú hef- ur fjóra enda. Að auki má minna á að í gyðingdóm eru erkienglarnir fjórir hver í sinni átt: Úríel í norðri, Rafael í austri, Gabríel í vestri og Mikael í suðri. Þetta er umgjörðin, lítum nú á hvað gengur á inní tíglinum! Drott- inn, Jesús og Heilagur andi eru gengt Satan, Djöflinum og Lúsífer. Með Alfa kemur faðirinn með innrás í tómið og dauðann og uppreisnina hjá Lúsifer. Jesús er Alfa! Það er mörgum gáta að velta því fyrir sér hvernig frjálsi viljinn sem Guð gaf okkur virkar. Guð hefur stórkostlegt markmið. Hann vill að við verðum frjáls gagnvart honum og okkur sjálfum og séum fullkomin einsog hann - himneski faðir okkar er fullkominn. Það sem gerði Jesú son Guðs fullkominn einsog Guð, var þegar Guð yfirgaf hann á Golgata, þá barðist hann af öllu sínum krafti við eðlið og Djöfulinn, sem fékk óáreitt- ur að freista hans, en Jesús barðist og hafði sigur yfir Djöflinum í sínu lífi, og staðfesti Guðdóm sinn með frjálsum vilja sem valdi Föðurinn. Okkar er freistað en það gerist hugs- anlega þannig, að Guð yfirgefur okk- ur en við berjumst samt eftir því sama og Guð vill. Þá hefur sá sem velur Guð þrátt fyrir mótlæti sigrað í baráttu lífs síns. Þá er sköpunarverk Guðs fullkomið þegar sköpunin er sjálfstæð með frjálsan en sama vilja og Guð. Jesús uppsker þegar hann kemur aftur og niðurstaðan er Omega. Sköpunarverkið er vígvöllurinn sem Faðirinn pússar af stakri alúð þar til öllu réttlæti hans er fullnægt. Himnaríki er innra með allri sköp- uninni!Jesús kemur aftur sigrandi ásamt englunum! Réttlætissólin fer að skína svipað einsog þegar raf- magn tendrar jólaseríu og það sem er innra með sköpuninni, kemur fram og skín endalaust. Andinn lifir í efninu einsog Búdda sagði. Faðirinn hefur lokið handverki sínu, Hvíldar- dagurinn runninn upp! Jesús er Omega! Að pússinu loknu stendur tígul- laga demantur og þeir sem hafa valið hið illa, kannski í vellistingum og átt mest af hráefni og auði en ekki viljað Jesú, sitja allt í einu fyrir utan tíg- ulinn. Himnaríki kemur ekki einung- is innan frá heldur er inni í sköp- unarverkinu. Það hljómar kunnuglega þegar goðsagnir og æv- intýri eru skoðuð. Jesús sagði við innreiðina í Jerúsalem: „Ég segi yð- ur ef þessir ( þ.e.fólkið) þegðu myndu steinarnir hrópa.“ (Lúk.19.40). Minntist einhver á að við værum einsog sandkorn á sjávarströnd? Eða krækiber í Helvíti? Jesús: „Já jafnvel hvert hár á höfði yðar eru öll talin!“ (Matt, 10.29-30). Drottin minn og Guð minn Jesús, ég trúi! Hjálpaðu vantrú minni! Réttlætissólin hefst á loft og skín í demantinum tígullaga og Jesús er („in time“) herra sköpunarverksins. Jesús er Alfa og Omega! MAGNÚS EINARSSON, Hátúni 10, Reykjavík. Lífið er demantur! Frá Magnúsi Einarssyni: AÐ vera öryrki, það er ekki það sem fólk dreymir um. Það er stórt mál og oft dregur fólk það að fara á örorkubætur eins lengi og það getur. Oft á tíðum of lengi, þannig að allt er komið í vandræði, bæði fjárhagur og heilsa. Af hverju. Oft hefur maður heyrt setningar eins og „Ég dró þetta því ég vildi ekki horfast í augu við það að ég er orðin aumingi.“ „Ég vildi ekki viðurkenna þetta fyrir sjálfum mér.“ Af hverju er svona neikvæð ímynd á orðinu „öryrki“? Er það vegna þess að í dag má segja að þeir sem þurfa að lifa á örorkubótum einum saman séu dæmdir til að lifa við fá- tækt? Það er útbreidd skoðun hér á landi að þeir sem ekki geta ein- hverra hluta vegna brauðfætt sig með eigin vinnuframlagi fái „örorku- bætur“ og sé það á kostnað þeirra sem „vinna“? Margir stjórnmálamenn ýta undir þetta og jafnvel hefur maður heyrt þær fullyrðingar að bætur mættu ekki vera hærri, því það þyrfti að þvinga þessa letingja til að bjarga sér sjálfir. Það þarf að útrýma slíkum skoð- unum og sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur líði ekki fyrir það ævi- langt, vegna heilsubrests eða ann- arra atvika, að vera „öryrkjar“. Ef náttúruhamfarir ganga yfir eitthvert bæjarfélag og fólk missir heimili sitt og atvinnu, þá kemur samfélagið til hjálpar og er það vel. Ef maður lendir í slysi eða veikist, þá er oft á tíðum eins og samfélagið hafni honum og hann þarf að berjast fyrir rétti sínum auk afleiðinga slyssins eða sjúkdómsins. Oft endar þetta með algjörum eignamissi og því að einstaklingur- inn situr eftir einn og þar að auki „ÖRYRKI“. Þessu þarf að breyta. Til þess þarf að breyta lögum um almannatryggingar þannig að þeir sem fá þaðan greiðslur hafi það ekki á tilfinningunni að þeir séu að þiggja ölmusu, heldur sé til staðar al- mannatryggingakerfi sem hjálpi þeim áfram í lífinu með fullri reisn. JÓHANNES ÞÓR GUÐBJARTSSON, átakshópi öryrkja, Hátúni 10. Ert þú næstur? Frá Jóhannesi Þór Guðbjartssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.