Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 14. DV Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki. Yfir 57.000 H.K. DV GH. Vikan SK R díóX GH. Kvimyndir.com HL MBL Kvikmyndir is  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B.i. 16. Forsýnd kl. 8. ÁLFABAKKIÁLFABAKKI/ EFLAVÍK ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI / KEFLAVÍK / / / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 7, 9 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. / / / Robert DeNiro, BillyCrystal og Lisa Kudrow (Friends) eru mætt aftur í frábæru framhaldi af hinni geysivinsælu gamanmynd AnalyzeThis. / / E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I KEFLAVÍK BRJÁN, Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi, hélt á föstudagskvöldið dansskemmtun á Broad- way. Klúbburinn Brján hefur haldið tónlistarveislur af þessu tagi í 13 ár en þetta er fimmta árið í röð sem hátíðin er einnig haldin í Reykjavík. „Með hverju árinu verður þetta vinsælla,“ sagði Smári Geirsson, formaður bæjarráðs í Fjarða- byggð, og ein af stjörnum sýningarinnar. „Þarna koma Austfirðingar og skemmta sér konunglega, fólk sem tengist Austurlandi beint eða óbeint, og svo aðrir sem eru fyrst og fremst komnir til að njóta góðrar skemmtunar.“ Hátíðin í ár var haldin með sniði sólstrand- arveislu, en að sögn Smára þykir fólki tilhlýðilegt að flytja tónlist tengda sumri og sól á þessum árs- tíma, þegar myrkrið úti er hvað dimmast. Undirtektir verði alltaf betri og betri og því öruggt að þeir sem ekki komust í ár fái tækifæri til að mæta á aðra söngskemmtun Brján að ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það ríkti sannkölluð sólstrandastemmning á skemmtun BRJÁN á Broadway… Hörkustuð á austfirska vísu Morgunblaðið/Árni Sæberg … þar sem Smári Geirsson sýndi tilþrif við söng á laginu „It never rains in Southern California“. KUNNUR tískuhönnuður, Junko Koshino, hélt eftirminnilegt boð í glæsi- legri verslun sinni hér í Tókýó til heiðurs Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Davíð og Ingimundur Sigfússon sendiherra skoðuðu jakkaföt hönnuð af Koshino, allra nýjustu tísku, svört og sum með palíettum. Ekki veit ég hvort Davíð hafi verið að leita að fötum fyrir kosningarnar í vor en jakkaföt eftir Koshino kosta sitt; þau ódýrustu um 300.000 en flest mun meira. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Einar Falur Jakkaföt – allra nýjasta tíska Tókýó, 18. janúar 2003. FRÖNSK kvikmyndahátíð á vegum Alliance Francaise, Film-undurs og Góðra stunda hófst á föstudag í Há- skólabíói. Hátíðin stendur til 27. janúar og eiga kvikmyndaunnendur kost á að sjá fjölda franskra kvikmynda. Margt var um manninn á fyrsta degi hátíðarinnar, enda margir sem kunna að meta franska kvikmynda- gerðarlist, þó að franskar myndir rati sjaldan í almennar sýningar ís- lenskra kvikmyndahúsa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsfyllir var á frumsýningarmynd kvikmyndahátíðarinnar. Fremst á myndinni má sjá sendiherra Frakklands og frú. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki var annað að sjá en systurnar Elín og Sólveig Pálmadætur væru kampakátar á fyrsta degi kvik- myndahátíðarinnar. Úrval af frönskum kvikmyndum           E= * ..5 (0) (#,!(C. <)& !F 8*#  D ,="(.## HONUM virðist farið að leiðast stjörnulífið, rapp- aranum Eminem, því nú hefur hann lýst því yfir að hann hafi fengið nóg í bili og muni draga sig úr sviðsljósinu en beina kröftum sínum frekar að því að hjálpa öðrum minni spámönnum í rapp-bransanum við að koma sér og sínum verkum á framfæri. Rapp- arinn ljóshærði hefur átt mikilli far- sæld að fagna undanfarin ár, átti söluhæstu breiðskífuna í Bandaríkj- unum og hefur rakað að sér verð- launum. Eins og títt er með stjörn- urnar hefur einkalíf Eminems, sem einnig gegnir nafninu Marshall Mat- hers, verið róstusamt á köflum, en á dögunum tók hann aftur saman við fyrrum eiginkonu sína, Kim Math- ers, en hann átti með henni dótt- urina Hailie Jade, sem nú er 6 ára.… Bítla- og Rolling Stones aðdáendur hafa heldur betur ástæðu til að kæt- ast því komið hefur í leitirnar áður óþekkt upptaka þar sem þeir leika saman, John Lennon og Mick Jagger. Upptakan af blúslaginu „Too Many“ er meira en aldarfjórð- ungsgömul, en á henni má heyra Jagger syngja á meðan Lennon leik- ur undir á gítar. Plötusali í Lundúnum komst yfir upptökuna fyrir nokkrum árum og greiddi fyrir um tuttugu pund, en hann hyggst selja hana á uppboði í næsta mánuði og segist eiga von á að fá eitthvað meira fyrir en hann greiddi sjálfur. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.