Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 31 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12. Nýr og betri „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL DV RadíóX Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i YFIR 80.000 GESTIR YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTABONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. Hverfisgötu  551 9000 www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 9. B.i. 12. YFIR 80.000 GESTIR Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14.  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com ÍSLENSKIR kvikmyndaframleiðend- ur tóku heldur betur við sér á liðnu ári hvað viðkemur útgáfu íslenskra mynda á mynddiskum. Allmargar íslenskar myndir komu þá út, jafnt nýjar og ný- legar myndir á borð við Mávahlátur, Engla alheimsins og Litlu lirfuna ljótu sem eldri perlur eins og Með allt á hreinu og Sódóma Reykjavík. Mynd- diskakaupendur virðast líka kunna vel að meta þetta framtak því íslensku mynddiskarnir hafa selst prýðilega og til marks um það var gamanmyndin Sódóma Reykjavík mest seldi mynd- diskurinn í síðustu viku. Sódóma er ein- hver farsælasta íslenska myndin sem gerð hefur verið og partíið sem hófst fyrir áratug í Dúfnahólum 10 virðist enn í fullu fjöri. Leikstjórinn Óskar Jónasson hefur líka sýnt og sannað síð- ar, með vinnu sinni við Fóstbræðra- þætti og tvö síðustu Áramótaskaup, að hann hefur einstakt nef fyrir því hvað landanum þykir fyndið. Sódóma er þar að auki ein af þessum gráupplögðu myndum til að eiga á mynddiski því hún er mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Og segja má að hið sama eigi við um hinar íslensku myndirnar tvær sem eru meðal 20 söluhæstu mynddiska síðustu viku, Með allt á hreinu og Engla alheimsins. Þessi góðu viðbrögð við íslenskum mynddiskum hljóta að hafa í för með sér frekari út- gáfu, sem er fagnaðarefni mikið. Vinsældir Sódómu þýða að Austin Powers þarf að sætta sig við að falla úr gullsætinu, en þó ekki lengra en niður í silfursætið. Söluhæsti mynddiskur frá upphafi hér á landi, Föruneyti hringsins, geng- ur enn vel og er sá þriðju söluhæsti þessa vikuna. Lítið kemur á óvart að vegleg útgáfa á Pulp Fiction njóti vinsælda því þar fer einhver eigulegasti mynddiskur sem fáanlegur er um þessar mundir, hafi viðkomandi á annað borð ánægju af Tarantino og ofbeldisóperum hans. Nýliði vikunnar, sú mynd sem hæst fer á lista í fyrstu viku, er hreint ekki ný, heldur svarthvít mynd frá árinu 1971. The Last Picture Show, fyrsta mynd hins virta Peters Bogdanovich, er jafnan talin til sígildra mynda og hef- ur oft verið hampað sem einhverri bestu frumraun sögunnar. Í þessu smábæjardrama stíga líka fram á sjón- arsviðið þrír ungir og efnilegir leikarar sem síðar áttu eftir að láta mikið að sér kveða, mismikið þó, en þetta eru Tim- othy Bottoms, Cybill Shepherd og Jeff Bridges. Mynddiskakaupendur velja íslenskt Frá toppnum er horft niður. Úr sjoppuatriðinu óborganlega í Sódómu.                                                         !" "#$ %& ' ( )*+ ,-*. ##/ 0* *(1$  23 !4  ).45 6( * !(7 '((6 *(18.* 5  9:(( , !((0 ((. 5  9:(( ,  * ($4*( 5  9:(( , 0 () 6(!1*+ 26'  $ *5  ;..(<=  '/*(/* > .'.1 #  ?* @(1) 6( 36 (*(15(A!46 . ( * ! &  *#  *# ! & ! & ! & ! & !'# /B ! & !'# /B ! & !'# /B ! & ! &  *# > # ;.* C( < !'# /B !'# /B ! & !'# /B    !B.. ( #  5*61& # (  ; . 3DA . ! &*  . = 4       Partí í Dúfna- hólum 10 EINHVER umtalaðasta, frumleg- asta og um leið rómaðasta kvik- mynd síðustu ára er vafalítið The Royal Tenenbaums. Myndin kom nýverið út á mynddiski og er fáan- leg bæði í einfaldri og tvöfaldri út- gáfu, þar sem hin tvöfalda hefur upp á fullt af vel skondnu aukaefni að bjóða á seinni diski. Höfundi myndarinnar Wes And- erson hefur verið hampað sem bjargvætti bandarískrar kvikmyndagerðar enda telja menn sig greina í honum eiginleika, kosti, sem þurfa að prýða jaðarkvikmyndagerðarmann, til að hann nái til fjöldans án þess að þurfa að gera málamiðlanir. Síðasta mynd Andersons á eft- ir The Royal Tenenbaums var Rushmore, sem hlaut mikið lof en vakti tiltölulega litla almannahylli. Betur hefur gengið með The Royal Tenenbaums, sem hefur ekki einasta aukið hróður hins 32 ára gamla Andersons, heldur skilaði honum einnig dágóðum hagnaði, sem þýðir einungis eitt fyrir slíkan kvikmyndagerð- armann, að hann hafi öðlast enn frekara traust í Hollywood og frelsi til að gera það sem hann lystir. Og stjörnurnar slást um að leika fyrir hann. Þannig er Royal Tenenbaums hlaðin eðalleikurum á borð við Gene Hackman, Anjelicu Houston, Bill Murray, Gwyneth Paltrow, Ben Stiller, Danny Glover og bræðrunum Luke og Owen Wilson. Skrautlegur hópur leikara sem klárlega naut þess að fá að sletta úr klaufunum fyrir Anderson. Engin stendur sig þó betur en Hackman karlinn, sem er hreint magnaður í hlutverki sjálfs Royals Tenenbaums fjölskyldu- föður, enda telja margir það hreinan og kláran glæp að hann hafi ekki fengið Óskarinn fyrir frammistöðu sína. Í ljósi þess hve rómuð The Royal Tenenbaums er og að hún sé þar að auki ein af þessum myndum sem þolir vel og hreinlega kallar á ítrekað áhorf þá má búast við því að hún eigi eftir að virka vel á mynd- diski. Ekki spillir fyrir að heildarpakkinn með viðhafnarútgáfunni, 2 diskar, sem kom út í fyrra þykir með þeim þéttari sem út komu það árið. En ekkert endilega vegna magnsins eða íburðarins heldur miklu fremur gæðanna og frumleikans sem einkennir allt aukaefnið. Húmorinn er t.a.m. í hávegum hafður og hann er sá sami og í myndum Andersons, fáránlegur en samt flugbeittur og markviss. Ein stór fjölskylda Aukaefnið á mynddiskinum The Royal Tenen- baums þykir álíka smellið og sérkennilegt og kímnigáfan í myndinni sjálfri. Kvikmynda- framleiðendur virðast vera að gera sér grein fyrir því að tími dans- og söngvamynda er upp runninn og er það rakið til á ný þökk sé velgengni Moulin Rouge! og nú Chicago, sem búist var við að myndu sópa að sér verðlaun- um á Golden Globe-athöfninni og njóta velgengni á Óskarsverð- launahátíðinni. Sjálft söngleikja- stúdíóið ætlar að nota tækifærið og gefa út langþráða viðhafnarút- gáfu af West Side Story, kvik- myndagerð Roberts Wise af þess- um vinsæla söngleik sem hlaut 10 Óskarsverðlaun árið 1962. Útgáf- an verður í apríl og verður tveggja diska. Á fyrri diskinum verður myndin með og án hléa, á breið- varpsformi eða hefðbundnu og með stafrænni 5.1 dolby-hljóðrás. Á seinni diski verður klukkutíma löng söguleg heimildarmynd, milli- spilið á staf- rænni hljóðrás, handritsskissur og það sem mest er um vert, áður óbirt atriði sem gengu af á sín- um tíma. MGM ætlar svo að fylgja eft- ir þessari stóru útgáfu með því að gefa út röð dans- og söngva- mynda frá ýmsum tímum. Má þar nefna kvikmyndir á borð við Lambada: The Forbidden Dance, breikdansmyndirnar Beat Streat, Rappin’ og Breakin’2: Electric Boogaloo (fyrri myndin einhverra hluta vegna ekki með í pakkanum), Salsa, A Chorus Line frá 1986 og Absolute Beginners með David Bowie. Þess má að auki geta að Col- umbia gaf á dögunum út Funny Girl í endurbættri útgáfu, þar sem bæði mynd og hljóð var tekið í gegn en Barbara Streisand hafði sjálf yfirumsjón með hljóðvinnsl- unni. Tími dans- og söngva- mynda á mynddiskum Það bíða eflaust margir spenntir eftir West Side Story á mynddiski enda hafa söngvamyndir reynst góð söluvara. ÁRAMÓT laða jafnan fram þörf- ina hjá speking- um til að taka saman lista yfir allt það mesta og besta á árinu sem var að líða. Rýnarnir hjá DVDFILE.com tóku sig til og settu saman lista yfir bestu mynd- diskaútgáfur árs- ins og birtu ný- verið í stafrófsröð. Eftirfarandi eru semsagt bestu mynddiskar ársins 2002:  Atlantis: The Lost Empire,  E.T. The Extra-Terrestrial Gift Set,  Jackie Brown,  Jason X,  Legend, Lord of the Rings: The Fellowship of the Rings: Exten- ded Cut,  Singin’ in the Rain,  Royal Tenenbaums,  Star Wars Episode II: Attack of the Clones,  TRON. Tíu af þeim bestu 2002 20 ára afmælis- útgáfan á E.T. þykir með betur heppnuðum mynd- diskaútgáfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.