Morgunblaðið - 20.01.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 20.01.2003, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ FLUGFÉLAG Íslands býður nú þrjár ferðir milli Reykjavíkur og Egilsstaða á virkum dögum, í stað tveggja áður, en vegna fyrirhug- aðra virkjunar- og álversfram- kvæmda á Austurlandi er félagið reiðubúið að fjölga ferðum enn meir. Að sögn Jóns Karls Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra félags- ins, gætu ferðirnar á virkum dög- um orðið jafnvel fjórar ef ekki fleiri. Þá má einnig reikna með auknum fraktflutningum og að beint flug til Egilsstaða erlendis frá verði tíðara en verið hefur. Áhrifa framkvæmdanna er þegar farið að gæta, sem lýsir sér fyrst og fremst í aukinni bjartsýni fólks. Eftirspurn eftir byggingar- lóðum er að aukast, verktakar sjá fram á betri tíð og ferðaþjónustu- að aðallega verði keppst um „bestu bitana“ milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Til þessa hefur einkum verið rætt um áhrif fram- kvæmda á Fjarðabyggð en í greininni er rætt við ýmsa aðila sem tengjast atvinnulífinu á Hér- aði. Í aðalskipulagi A-Héraðs 2002- 2017 er sett fram tilgáta um íbúaþróun í sveitarfélaginu fram til ársins 2013, í þá veru að að- flutningur fólks vegna álvers muni stöðva fólksfækkun á Mið- Austurlandi utan A-Héraðs. Þá eru sterkar vísbendingar taldar benda til þess að meginþungi að- flutnings vegna framkvæmdanna verði á Egilsstöðum. aðilar sömuleiðis. Þannig búa hót- elin á Fljótsdalshéraði sig undir aukningu. Endurbætur standa yf- ir á Gistihúsinu og áform hafa verið upp um að stækka Hótel Hérað á Egilsstöðum um allt að helming. Í grein fréttararitara Morgun- blaðsins á Egilsstöðum í blaðinu í dag koma m.a. fram skiptar skoð- anir um það hvar uppbygging vegna framkvæmdanna á Austur- landi verði mest og ekki ólíklegt Áhrif stóriðjuframkvæmda á Austurlandi Aukin umferð um Egilsstaðaflugvöll  Keppt við firðina/10 ÞÓTT daginn sé farinn að lengja, um hænufet á dag, er sólin ekki á lofti nema rúmlega fimm og hálfa stund á dag í Reykjavík. Sólin er lágt á lofti á háannatímanum í umferðinni og eins gott að fara var- lega eins og þessi ökumaður sem setti sólskyggnið niður til að verjast því að sólin blindaði hann. Jafnframt er mikilvægt að hafa rúður á bílum hreinar því sólin getur annars gert ökumönnum slæman grikk. Morgunblaðið/Kristinn Með skyggnið niðri í vetrarsól GÓÐ veiði var á loðnumiðunum austur af land- inu í fyrrinótt, hjá þeim skipum sem búin eru flotvörpu. Áskell EA 48 var fyrstur til að fylla sig og kom til löndunar í Neskaupstað um miðjan dag í gær. Skipin héldu á miðin að morgni laugardags, eftir tveggja daga landlegu vegna brælu, og veiddu flest ágætlega á laugardagskvöldið og um nóttina. Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðar hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, sagði að flest skipin sem eru búin flotvörpu hefðu verið komin með hálffermi um miðjan dag í gær. Óskar Ævarsson, rekstar- stjóri Samherja í Grindavík, sagði að skip félags- ins væru í góðri veiði. Vilhelm Þorsteinsson var kominn með um 1.500 tonn um miðjan dag í gær, Þorsteinn rúmlega 1.100 tonn og Baldvin Þor- steinsson með svipað. Minni veiði hafi verið hjá nótabátunum. Áskell EA 48 frá Grenivík fyllti sig fyrstur og byrjaði að landa um 1.000 tonnum, hjá Síldarvinnslunni um miðjan daginn gær. Ágæt loðnuveiði eftir brælukafla ÁHUGI á Íslendingabók, ættfræði- grunni Íslenskrar erfðagreiningar, sem sett var á Netið á laugardag er langt umfram það sem forsvars- menn fyrirtækisins áttu von á. Um 20.000 manns eða um 8% íslensku þjóðarinnar, höfðu skráð sig sem notendur vefsins um tíuleytið í gær- kvöldi. Til að fá aðgang að Íslend- ingabók þarf að skrá inn kennitölu á upphafssíðunni og er notandanafn og lykilorð þá sent á heimilisfang viðkomandi. „Við vissum að ættfræðiáhugi væri ærinn, en þetta er miklu skarp- ara áhlaup en við höfðum reiknað með,“ segir Páll Magnússon, tals- maður ÍE. Fyrsta klukkutímann eft- ir að Íslendingabók var lokið upp á vefnum hafi um 3.000 manns skráð sig, sem segir sitt um áhugann. „Við létum prenta um 20.000 bréf í fyrstu lotu og héldum að það myndi a.m.k. duga næstu vikur og jafnvel mánuði. Það stefnir sem sagt í að við þurfum að láta prenta fleiri bréf strax.“ Þrátt fyrir þessa miklu aðsókn á Páll ekki von á því að það tefjist að senda aðgangsorð til notenda. „Við gerum okkur enn vonir um að þetta verði bara dagaspursmál, að það líði ekki meira en einn til tveir virkir dagar frá því fólk sendir inn beiðn- ina og þar til það fær lykilorðið sitt í pósti.“ Aðgangsorðin eru afgreidd frá prentsmiðju sem sér um þetta fyrir ÍE. Aðspurður segir Páll að tækni- búnaðurinn, sem Íslendingabók byggist á, eigi að ráða við mjög mikla aðsókn og á hann því ekki von á því að það skapist nein vandræði þegar lykilorðin fara að berast í pósti og notendur flykkjast á vefinn til að skoða uppruna sinn og rekja ættir sínar saman við aðra. 20 þúsund hafa sótt um aðgang að Íslendingabók JÖRP hryssa, sem hafði verið týnd frá því hún fældist við flugeldaskot laugardaginn 4. janúar, kom í leit- irnar á laugardag, tveimur vikum eftir að hún fældist. Hryssan fannst á vatnsverndarsvæði Reykjavíkur- borgar í Heiðmörk. Var hún enn með öll reiðtygi. „Hún var aðframkomin, með hita og sár í munni,“ segir Axel Jón Birgisson, eigandi hryssunnar, sem er að vonum kátur yfir að hryssan sé loks fundin. Dýralæknir leit á hryssuna eftir að hún fannst, gaf henni fæðubótarefni og vítamín og setti hana á pensilínkúr vegna sótt- hitans. „Hún er mjög dauf og þreytt eftir þetta volk. Hún var fegin að komast undir manna hendur,“ segir Axel Jón. Hann segir að eftirlits- maður á vatnsverndarsvæðinu hafi séð hryssuna fjórum dögum áður en hún fannst og látið Orkuveitu Reykjavíkur vita af henni, en þær upplýsingar hafi ekki skilað sér áfram til lögreglu. Brynjar Kvaran og félagar hans hafi síðan séð hryssuna þegar þeir óku um Heið- mörk á laugardag og látið vita af því hvar hún væri niðurkomin. Axel Jón vill þakka öllum sem að- stoðuðu hann við leit að hryssunni síðustu tvær vikur og fólkinu sem fann hana svo á laugardag. Hryssa komin í leitirnar eftir hálfs mánaðar leit Var dauf og þreytt eftir volkið Morgunblaðið/RAX Axel Jón Birgisson, eigandi hryssunnar, og Brynjar Kvaran, sem fann hana í Heiðmörk á laugardag, kampakátir með hryssuna. SEXTÁN hassplöntur fundust í húsleit sem lögreglan í Keflavík gerði á föstudag í íbúðarhúsi í bænum. Húsráðandi var ekki handtekinn en verður hann yfir- heyrður á næstu dögum. Guðmundur Baldursson, rann- sóknarlögreglumaður hjá lögregl- unni í Keflavík, segir að málið teljist upplýst. Eigandi plantn- anna hafi verið að rækta fyrir sjálfan sig, fullvíst sé talið að hann hafi ekki selt framleiðslu sína. Á heimili hans fannst einnig hasspípa og örlítið magn af hassi. Segir Guðmundur að hassplönt- urnar hafi verið frekar litlar, en einnig fundust fjórir lampar sem notaðir voru við framleiðsluna. Talsvert hefur verið um að lömpum hafi verið stolið frá garð- yrkjubændum að undanförnu en Guðmundur segir að enn sé ekki vitað hvort lamparnir sem fund- ust á föstudag væru stolnir. Hassplönt- ur fundust við húsleit 84% NEMENDA sem þreyttu próf í almennri lög- fræði við lagadeild Háskóla Íslands á haustmisseri féllu, eða alls 145 nemendur. 28 stóðust prófið en tilskilin lág- markseinkunn er 7,0. Alls þreyttu 173 nemendur prófið, en 297 voru skráðir í áfang- ann í haust. Hæsta einkunn var 8,5, algengasta einkunnin 5,0 og meðalein- kunn 4,23. Þetta er aukning frá því í jólapróf- unum, en þá féllu 82% nemenda. Eiríkur Tómasson, deildarforseti lagadeildar HÍ, segir að þeir nemendur sem náðu ekki lág- markseinkunn geti þreytt upptökupróf í vor. Reynslan sé að þá fjölgi nemendum yfirleitt um helming. Nú hafi 28 náð og því megi gera ráð fyr- ir að rúmlega 50 nemendur muni hafa náð lág- markseinkunn að loknum upptökuprófum í vor. Eiríkur segir að aldrei hafi jafnmikil aðsókn verið að lagadeild Háskólans og nemendur á fyrsta ári séu mjög áhugasamir. Fyrsta árs lög- fræði skiptist í þrennt. Um 100 nemendur náðu fyrsta prófinu, um 50 því næsta og 28 því síðasta. Eiríkur segir að lagadeild HÍ vilji gera miklar kröfur til nemenda sinna. Hlutfall þeirra sem komist áfram sé svipað í HÍ og lagadeildum við háskóla í nágrannalöndunum sem miðað er við. 84% féllu í lögfræði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.