Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Giss- ur Ár fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pét- ur Jónsson kemur til Straumsvíkur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinustofa kl. 13, félagsvist kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofa/út- skurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11 samveru- stund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Upp- lýsingar í síma 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánudagur: Kl. 16 leik- fimi. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrenni. Aðalfundur félagsins verður í Hlégarði í dag 13. janúar. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerðastofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9. fótaaðgerð, og myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11.30 hádegisverður, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, framhaldsflokkur, kl. 14.30 kaffiveitingar Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 13 brids, kl. 15. kaffi- veitingar. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 handa- vinnustofan opin, kl. 9– 12 myndlist, kl. 13–16 körfugerð, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Böðun kl. 9–12, almenn handavinna kl. 9–16.30, félagsvist kl. 14, hárgreiðslustofan opin 9–14. Nýtt námskeið í postulínsmálun byrjar á miðvikudaginn kl. 9. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13. postulínsmálun. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað kl. 10, kóræfing kl. 10.30, tréskurður kl. 13. fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöð- in og matur í hádegi. Mánudagur: Brids kl. 13. Línudans fyrir byrj- endur kl. 18. Dans- kennsla Sigvalda í sam- kvæmisdönsum framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Skrifstofa félags- ins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Fjölbreytt vetrardag- skrá í boði alla virka daga kl. 9.30 til 16.30. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 10.50, róleg leikfimi, kl. 13 skák. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 15.15 enska, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 postulíns- málun og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 13.30 ganga, fótaað- gerðir. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaað- gerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 13–16.45 opin handa- vinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálning, kl 9.15–15.30 alm. handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Lyfjafræð- ingur á staðnum kl. 13 fyrsta og þriðja hvern mánudag. Vitatorg. Kl. 08.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð- ir og boccia-æfing, kl. 11.30 matur, kl. 13 hand- mennt – almennt, gler- bræðsla og frjáls spil, kl. 14.30 kaffi. Gullsmárabrids. Brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudag- kvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, félagsheimilið Hátúni 12. kl. 19 brids. Minningarkort Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Minningarkort Grafar- vogskirkju. Minningarkort Grafar- vogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálg- ast kortin í Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnar- firði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, þjónustu- íbúðum aldraðra við Dal- braut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum í Reykja- vík: Skrifstofu Hjarta- verndar, Holtasmári 1, 201 Kópavogi, s. 535- 1825. Gíró- og greiðslu- kort. Dvalarheimili aldr- aðra, Lönguhlíð, Garðs Apótek, Sogavegi 108, Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102a, Bókbær í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkjuhúsið, Lauga- vegi 31, Bókabúðin, Grímsbæ v/Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn, Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Vestur- landi: Akranes: Hag- ræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákarbraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silfur- götu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Aðal- stræti 18. Strandasýsla: Ásdís Guðmundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Miðvang- ur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einars- dóttir, Hanarbraut 37. Í dag er mánudagur 20. janúar, 20. dagur ársins 2003. Bræðramessa. Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jóh. 15, 12.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 meðvitundarlaust, 8 munnar, 9 tréíláti, 10 óhreinka, 11 blauðar, 13 notfærði sér, 15 sjávar- gróðurs, 18 skynfærin, 21 guð, 22 aumingja, 23 dug- legur, 24 biblían. LÓÐRÉTT: 2 heiðarleg, 3 ýlfrar, 4 að baki, 5 rófa, 6 mikill, 7 moli, 12 nöldur, 14 fisks, 15 gagnleg, 16 get um, 17 framendi, 18 eldstæði, 19 æði yfir, 20 nálægð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fress, 4 gepil, 7 kytra, 8 undur, 9 par, 11 rýrt, 13 magn, 14 jánka, 15 skrá, 17 nótt, 20 æsa, 22 rykks, 23 lúann, 24 klafi, 25 aftri. Lóðrétt: 1 fákur, 2 eitur, 3 skap, 4 gaur, 5 padda, 6 lær- in, 10 annes, 12 tjá, 13 man, 15 sprek, 16 rækta, 18 ólatt, 19 tangi, 20 æski, 21 alda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... NÚ styttist í það að kunngjörtverði hvaða myndir eru til- nefndar til kvikmyndaverðlauna bandarísku kvikmyndaakademíunn- ar, Óskarsins svonefnda, en þau eru jafnan afhent í mars. Mun Víkverji auðvitað ekki hlaupast undan merkj- um, heldur horfa á beina útsendingu frá athöfninni í ár, sem endranær. Nú þykir Víkverja að vísu synd hversu fáar af þeim myndum, sem einkum er spáð velgengni á hátíðinni, hafa verið sýndar hér á landi enn sem komið er. Sannur kvikmyndaáhuga- maður vill jú hafa fengið tækifæri til að móta sér eigin skoðun á hugsan- legum verðlaunamyndum. Hefur því miður verið fátt kræsilegt í boði und- anfarnar vikur hjá bíóhúsum borg- arinnar. Um helgina hófst að vísu frönsk kvikmyndahátíð, sem er hið besta mál og sannarlega ástæða til að bregða undir sig betri fætinum í vik- unni af því tilefni og skella sér í bíó. Þá er auðvitað alltaf hægt að fara og rýna betur í annan kafla Hringa- dróttinssögu. Víkverji gæti vel sætt sig við að leikstjóri myndarinnar, Nýsjálendingurinn Peter Jackson, fengi að þessu sinni óskarsverðlaun, en hann hefur unnið mikið þrekvirki með þessari mynd. Spenntastur er Víkverji þó fyrir því að sjá hvort breska leikstjóranum Stephen Daldry hafi tekist að koma Pulitzer-verðlaunabók Bandaríkja- mannsins Michaels Cunninghams til skila í samnefndri mynd, The Hours. Víkverji keypti sér bókina fyrir til- viljun er hann var staddur í Barce- lona sumarið 2000 og varð afar hrif- inn af stílsnilld Cunninghams og frásagnarhæfileikum. Heyrst hefur að þær Meryl Streep, Nicole Kidman og Julianne Moore vinni allar leiksig- ur í myndinni og gefur það óneitan- lega tilefni til bjartsýni. x x x VÍKVERJI var á heimleið úrvinnu í vikunni og nú sem endranær þurfti hann að stoppa á ljósum á mótum Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar. Nú þekkja menn auðvitað að í gangi hefur verið um- ræða um að þessi gatnamót ráði ekki lengur við þann fjölda bifreiða, sem fer um þau. Hitt er annað mál að vegfarendur þurfa nauðsynlega að bæta háttalag sitt, er þeir fara um þessi hættulegu gatnamót. Þannig gerist það alltof oft að þeir sem t.d. hafa verið að koma sunnan úr Kópavogi og vilja beygja vestur í bæ, þ.e. vestur Miklu- braut, láta sig hafa það að leggja af stað, þó að ljós á þá sé orðið í meira lagi rautt. Þannig gerðist það t.d. nýverið að Víkverji, sem var að aka vestur Miklubraut, ók af stað á grænu ljósi – en varð síðan að snarstoppa þegar hann var kominn hálfa leið því öku- maður, sem var að beygja af Kringlu- mýrarbrautinni, hafði einfaldlega lagt af stað á sama tíma, jafnvel seinna en Víkverji, og kom því aðvíf- andi frá vinstri. Maður spyr sig á svona stundum: hversu rautt þarf ljós eiginlega að vera til að menn ákveði að bíða frek- ar eftir næsta tækifæri til að taka beygjuna? Auðvitað átti Víkverji ekki að þurfa að vara sig sérstaklega á bílum úr hinni áttinni, úr því að ljósið á hann sjálfan var orðið svo vel grænt. Það er þó vissara að gera það við þessi gatnamót, enda margir öku- menn ósvífnir í meira lagi – og um leið stórhættulegir. Gott viðtal ÉG vil vekja athygli á viðtali í DV sl. þriðjudag við Sigurð Aðalsteinsson, bónda á Vað- brekku, í næsta nágrenni við Kárahnjúkavirkjun, um virkjunina. Það er alveg rétt hjá honum að þetta fólk sem er á móti virkjuninni hefur yfirleitt aldrei komið þang- að því það hefur ekki verið bílfært þangað fyrr en nú. Þessir umhverfissinnar vita ekkert um hvað þeir eru að tala og halda að þeir geti klifið fjöll og firnindi alla tíð og mótmæla öllu þótt þeir hafi ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um. Ég er sammála Sigurði um að bæði gæsir og aðrir fuglar færa sig eftir aðstæðum. Valborg Böðvarsdóttir. Ekki spurð álits Í FRÉTTABLAÐINU 14. janúar síðastliðinn lýsir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, því yfir að henni finnist ósæmandi að Íslendingar séu að beita sér erlendis gegn þeirri lýðræð- islegu samþykkt sem Kára- hnjúkavirkjun er. Lýðræðisleg? Ekki var ég spurð álits. Andstaða meðal þjóðarinnar var það mikil að það er bara ekki verjandi að kalla þetta lýð- ræðislega ákvörðun. Mér finnst þetta ekkert nema hreinræktuð ósvífni í henni. Í sömu grein kastar hún skít í Svía fyrir að hafa dregið sig út úr fram- kvæmdunum: „Þeir þykjast geta haft eitthvað yfir okk- ur að segja. Svo er þetta þjóð sem notar m.a. kjarn- orku til raforkufram- leiðslu.“ Er manneskjan í leikskóla eða hvað? Lilja Sif Þorsteinsdóttir. Enn um flugelda ÉG skammast mín fyrir að hafa verið skáti, sagði einn herramaður eftir öðrum í Velvakanda 14. janúar sl. Annar sagði í útvarpinu að björgunarsveitirnar ættu að hafa aðra fjáröflun en flugeldasölu. Það var hávaði og ónæði af sprengingunum hjá öðrum, en hrossin fæld- ust hjá hinum. Ég spyr þessa herra- menn hvort láti hærra í flugeldum frá björgunar- sveitunum, það eru jú fleiri sem selja flugelda. Ekki dettur mér í hug að halda að þeir yrðu lagðir niður þó björgunarsveitirnar seldu þá ekki. Það yrðu bara aðrir sem fengju ágóðann. Björgunarsveitir vinna gott starf. Þær hafa hjálpað mörgum. Gott þykir örugg- lega vegvilltum að sjá björg- unarsveitarmenn birtast. Guðríður Bjarnadóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ANNAN dag jóla fór ég ásamt syni mínum, sem er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, í Bláa lónið. Var þetta í annað skiptið sem henn kemur í Bláa lónið og fannst hon- um fyrri heimsóknin ynd- isleg. Það varpaði skugga á síðari heimsóknina nú um jólin að við pallana sem liggja út í lónið var mikið af brotnum plast- glösum á botninum á lón- inu og var maður hrædd- ur um að skera sig á þeim, og eins var mikið af hárum í leirnum og sums staðar var svartur sandur í leirnum svo ekki var fýsilegt að bera hann á andlitið. Þetta fannst syni mínum ekki gott – en glöggt er gests augað – og sárnaði mér þetta fyr- ir hönd landans því þetta er ekki góð auglýsing fyr- ir Bláa lónið eða ferða- þjónustuna og hvet ég staðarhaldara til að hreinsa til í lóninu sem fyrst. Maddý. Morgunblaðið/Þorkell Hreinsum Bláa lónið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.