Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 21 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN S. KARLSDÓTTIR, Ægisíðu 56, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, Gísli I. Þorsteinsson, Hallvarður Jes Gíslason, Einar Karl Hallvarðsson, Kristín Edwald, Snædís Edwald Einarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÞORLEIFSDÓTTIR, Hátúni 7, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 21. janúar kl. 14.00. Ólafur Eyjólfsson, Bergþóra Jóhannsdóttir, Geir Eyjólfsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Daníel Eyjólfsson, Hugrún Eyjólfsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Helga Hildur Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA GEIRLAUG ÁRNADÓTTIR MATHIESEN, Hringbraut 2 A, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum sunnudaginn 12. janúar verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 21.janúar kl. 13.30. Árni Matthías Sigurðsson, Eygló Hauksdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Friðbjörn Björnsson, Hjálmtýr Sigurðsson, Kristín Edvardsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lárus Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi SIGURFINNUR ÓLAFSSON Skjólbraut 1a Kópavogi sem lést miðvikudaginn 15. Janúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. janúar kl. 13.30 Gunnar Sigurfinnsson, Hómeira Gharavi, barnabörn, barnabarnabarn og aðrir aðstandendur hins látna. Elskuleg móðursystir okkar, GUÐMUNDA ÁSGEIRSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstudaginn 17. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinabörn og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir og tengda- móðir, MARGRÉT MÖLLER, lést að morgni laugardagsins 18. janúar á Hjúkrunarheimilinu Eir. Agnar Möller, Lea Rakel Möller, Kristín Möller, Kristján Ragnarsson, William Thomas Möller, Anna N. Möller, Óttarr Möller, Arnþrúður Möller, Jóhann Möller, Elísabet Á. Möller. Elsku amma Sigga. Við viljum þakka þér fyrir allar góðar stund- ir sem við áttum með þér og afa, þú varst alltaf svo góð við okkur. Megi guð varðveita þig og gefa afa og okkur öllum styrk í sorginni. Þín Árni, Þórdís og Karen Sif. HINSTA KVEÐJA og það var ekki hávaxinn drengur sem þrætti við aðra fullorðna með orðunum: „Víst, hún amma Sigga seg- ir það!“ Ýmislegt áttum við sameig- inlegt eins og t.d. áhuga á matargerð, en margt lærðist yfir pottunum hjá ömmu, sem var listakokkur. Það gat hinsvegar orðið ansi skrautlegt þegar við tókum í spil, við áttum það nefni- lega líka sameiginlegt að þola illa að tapa og þá var öllum brögðum beitt. Það var ekki hætt við því að maður færi svangur út eftir heimsókn til ömmu, sama hvenær dagsins það var. Hún tók ekki annað í mál en að maður borðaði. Það mátti líka sjá á nestinu sem hún smurði í veiðiferðir, sem ég, strákurinn, fékk að fara í með Steina frænda, að hún hugsaði vel um sína. Þau amma og afi héldu alltaf vel ut- an um stórfjölskylduna. Jólaboð voru lengi fastur punktur hjá þeim, allt fram til ársins 2000. Það, að Svenni frændi skyldi endurvekja hefðina nú um jólin, er okkur nú ómetanleg minning. Við fjölskyldan þökkum þér alla þína umhyggju og hlýju. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elsku afi Árni, megi góður guð styrkja þig og styðja á þessum erfiðu tímum. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi á lífsins fjöll. (Einar H. Kvaran.) Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma Sigga. Árni, Arndís, Hildur Björk og Katrín Rut. Í dag kveðjum við ástkæra ömmu okkar. Amma okkar var mjög um- hyggjusöm kona, nærgætin, einlæg og hlý í viðmóti. Minninguna um hana geymum við í hjarta okkar. Takk fyrir allt, elsku amma Sigga, megi guð geyma þig með englunum sínum. Guð blessi þig ó, elsku amma mín ég þakka þér fyrir blíðu brosin þín og einatt réttir þú mér hjálparhönd sem knýttu saman okkar kærleiksbönd Ég kveð þig hljóð, amma mín í dag ég vona og bið að aftur sjáumst við þá verður horfið allt sem áður var og aldrei aftur verða þrengingar (F.O.J.) Lovísa Anna, Arnór Ingi, Axel Arnar og Margrét Ásta. Undanfarin mörg ár hefur ekki vorað á Smyrilsveginum fyrr en Sigga er komin út með stólinn sinn. Það er líka umhugsunarvert að síð- asta veturinn sem Sigga lifði skyldi vera samfellt vor og nú þegar hún hefur kvatt okkur virðist veturinn loks ætla að ná undirtökunum. Við munum sakna þess að geta ekki leng- ur sest á tröppurnar hjá henni og spjallað við hana um landsins gagn og nauðsynjar og hlustað á glettnar at- hugasemdir hennar. Hún fór ekki geyst hún Sigga en hún hafði sínar meiningar um hlutina og gat verið meinfyndin. Þrátt fyrir fjölda afkomenda hafa þau Sigga og Árni tekið opnum örm- um á móti strákhnokkanum í húsinu handan við götuna. Hjá þeim hefur hann þegið ýmsar góðgerðir, spjallað og horft á knattspyrnu með Árna. Það kom okkur heldur ekki á óvart þegar ungi maðurinn kom að tómu húsi hjá okkur eitt sinn á haustdög- um, að hann skyldi leita á náðir Siggu og Árna. Við kveðjum Siggu með söknuði en einnig með sérstakri þökk, það eru ekki allir svo lánsamir að eignast því- líka granna, sem þau heiðurshjónin Siggu og Árna. Kæri Árni og fjölskylda, við send- um ykkar innilegar samúðarkveðjur. Fjölskyldan á Smyrilsvegi 28. Þó við vitum öll að það er bara eitt sem allir eiga víst, þá er það svo að allt- af kemur það okkur í opna skjöldu þegar kall- ið kemur fyrirvaralaust. Það er erfitt að sætta sig við og í raun óskiljanlegt að hress og lífsglaður maður á besta aldri, sé hrifinn burt frá okkur án nokkurar sýnilegrar ástæðu. Friedel hefur verið sem ómissandi hluti af fyrirtækinu frá því hann kom fyrst til starfa hjá Íslensk-Ameríska. Fljótlega kom í ljós að þar var ein- stakur maður á ferðinni, sem bjó yfir þeim fágætu eiginleikum að geta gert nánast allt og úr allra vanda leyst. Það sem einkenndi hann þó mest var einstök trúmennska gagnvart fyrir- tækinu og samstarfsmönnum að ógleymdri snyrtimennsku, smekkvísi og nákvæmni í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Við leiðarlok koma margar minn- ingar upp í hugann, og þær eiga allar eitt sammerkt, mannkosti þessa mæta starfsfélaga. Þar sem framkvæmda var þörf, var Friedel réttur maður á réttum stað. Ef hneggjandi hlátur heyrðist á göng- um, þá var jafnvíst að þar væri hann nálægur með léttan húmor. Ef að- stoðar var þörf þá var hann alltaf tilbúinn. Og aðlögunarhæfnin var einstök, um margra ára skeið stjórnaði hann snyrtivöruframleiðslu fyrirtækisins, en þegar hún var aflögð þá gekk hann til liðs við söludeildina, þá kominn á miðjan aldur. Á þeim vettvangi vann hann sér trúnað viðskiptavinanna og vináttu fulltrúa erlendra birgja, náði frábærum árangri og hafði augsýni- lega mikla ánægju af starfinu. Við kveðjum kæran vin og starfs- félaga með þökk fyrir allar ánægju- stundirnar á liðnum áratugum, hans skarð verður vandfyllt og minningin um hann mun lifa með okkur áfram. Ingibjörgu, Kristínu og Markúsi sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur. Missir ykkar er mikill, megi minn- ingin um einstakan maka og föður styrkja ykkur um alla framtíð. Starfsfélagar hjá Íslensk- Ameríska. Mig langar stuttlega að minnast fé- laga sem var mér mjög kær. Ég kynntist Friedel þegar ég hóf störf hjá Íslensk-ameríska ehf. fyrir tæpum sex árum, nýskriðinn úr skóla að stíga mín fyrstu alvöru skref á vinnumarkaðinum. Að sjálfsögðu vildi maður sýna fljótt hvað í manni bjó en í bland við metnaðinn mátti örugglega sjá ákveðið reynsluleysi. Þetta skynj- aði Friedel. Hann tók mér strax opn- um örmum, kynnti mig fyrir mönnum og málefnum og fullvissaði mig að ég væri velkomin inn í þetta nýja sam- félag. Svona móttökur eru nýliða dýr- mætar og ógleymanlegar. Þetta lýsir Friedel ágætlega. Hann hafði starfað hjá Íslensk-ameríska í um aldarfjórð- ung og var gífurlega vinsæll og eft- irsóttur, bæði af vinnufélögum og við- skiptavinum. Sannkallaður þúsundþjalasmiður. Breytti engu hvort um væri að ræða sölumennsku, lagfæringar, skreytingar eða elda- mennsku. Með dugnaði, nákvæmni, bjartsýni og einstakri kímnigáfu hreif hann alla með sér, í leik eða starfi. Í léttu tómi bar eins og gengur ekki bara vinnumál og líðandi stund á góma. Áhugamálin, fjölskyldan og fleira spiluðu auðvitað sína rullu. Hann var óumdeilanlega gríðarlega stoltur af fjölskyldu sinni og hældi þeim óspart þegar fjölskyldulíf og einkahagir komu til tals. Þakka skal allar góðu stundirnar og samtölin sem án efa hafa gert mig FRIEDEL KÖTTERHEINRICH ✝ Friedel Kötter-heinrich fæddist í Lengerich í Westfal- en í Þýskalandi 30. mars 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 17. janúar. og örugglega miklu fleiri að betri mann- eskju. Friedels verður sárt saknað en minning um einstakan mann lif- ir. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa’ í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Benediktsson.) Ég sendi Ingibjörgu, Kristínu, Markúsi og öðrum aðstandendum innilega samúðarkveðju. Guð styrki ykkur. Hugi Sævarsson. „Sæll, ég heiti Friedel Kötterhein- rich, innilega velkominn.“ Í kjölfarið fylgdi ákveðið, hlýtt handtak og bros. Þetta voru fyrstu kynni mín af Fried- el framleiðslustjóra Íslensk-ameríska þegar Egill framkvæmdastjóri kynnti okkur. Á tíu ára starfstímabili þar urðu samskipti okkar Friedels mikil. Hann var þúsundþjalasmiður bæði fyrirtækisins, eigenda og starfs- manna svo engu er þar saman jafnað. „Hann var á sinn hátt alveg einstakur maður“ voru orð Egils til mín fyrir fáum dögum. Friedel, vini okkar, verður ekki betur lýst en með þeim innihaldsríku orðum. Hógværðin fyr- ir eigin verðleikum var hans aðals- merki. Þýðverskur bakgrunnur Friedels var auðkennandi, skipulagn- ing, nákvæmni, snyrtimennska og regla á hlutunum, allt hreint og klárt. Í meira en sextán ár hafa kynni okkar varað. Vináttan þroskaðist og varð djúp og innileg, því í Friedel eignaðist ég alveg einstakan vin. Eftir að starfsleiðir skildu, hittumst við alltaf reglulega. Það var svo sjálfsagt og eðlilegt að hringja og mæla sér mót í hádegi eða eftir vinnu. Friedel hafði nefnilega alltaf tíma til að hitta vini sína, þeir skiptu hann máli í til- verunni. Oft var tilefnið bara að hitt- ast og ræða saman. Hann var trúr því sem sagt var, þann kost kunnu marg- ir að meta ásamt einlægri hreinskilni hans í viðhorfum og ábendingum. Glaðværð Friedels var þekkt og stundum engu lík þegar gamansemin var annars vegar. Þvílíkur grallari sem hann gat verið og oft hlógum við okkur máttlausa af gamansögunum, gríninu eða prakkarastrikunum. Þar sem við sátum fyrir stuttu á kaffihús- inu Roma, þá minntist hann sérstak- lega á hvað sér þætti það skipta máli og gleddi sig að „Helga eða krakk- arnir“ skyldu alltaf stoppa, heilsa og gefa sér tíma til að spjalla. Þeir sem láta mannlífið í kringum sig varða eins og hann gerði, mæla slíkt og kunna að meta. Fjölskyldan var þann- ig í huga Fridels hornsteinninn í lífi hvers manns líkt og hans eigin fjöl- skylda. Ingibjörg, Kristín og Markús voru því stolt hans, hagur og metn- aður. Við Helga, ásamt Oliver, Pálma Sveini og Völu vottum þeim innilega samúð um leið og við kveðjum góðan dreng. Sjálfur kveð ég einn minn tryggasta félaga og vin. Guð gefi eilífa birtu í kringum þig og minningu þína kæri Friedel. Pálmi Pálmason. Í dag er til moldar borinn vinur minn Friedel Kötterheinrich. Ég kynntist Friedel þegar ég hóf störf hjá Íslensk-ameríska haustið 2000. Það er óhætt að segja að jafn hlý- legur maður var vandfundinn. Þær voru nokkrar veislurnar sem við unn- um saman í á vegum fyrirtækisins og það er eitt sem víst er að þær verða ekki jafn glæsilegar þegar enginn er Friedel. Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu samúð. Vertu sæll kæri vinur, þín er sárt saknað. Blessuð sé minning þín. Sólveig Ásgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.