Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður AnnaSigurðardóttir fæddist á Efrabóli, Nauteyrarhreppi, N- Ísafjarðarsýlsu, 5. desember 1919. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 9. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hólmfríður Halldórs- dóttir, f. 22. febrúar 1884, á Rauðamýri, Nauteyrarhreppi, d. 17. júlí 1921, og Sig- urður Þorgrímsson póstur, f. 27. ágúst 1878, í Þurra- nesi, Dalasýslu, d. 4. desember 1938. Móðir Sigríðar lést þegar Sigríður var á öðru ári. Fósturfor- eldrar Sigríðar voru föðursystir hennar, Anna Hallgrímsson, og eiginmaður hennar, Sveinn Hall- grímsson, Sveinssonar biskups. Uppeldisbræður Sigríðar voru: Carl Hemming, Hallgrímur og Ax- el. Auk þess átti hún hálfsystkini. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Árni Kr. Þorsteinsson, f. 5. mars 1922, fv. deildarstjóri hjá Olíufé- laginu hf., sonur hjónanna Ástu Jónsdóttur húsmóður, f. 11.sept- ember 1895, d. 27. ágúst 1983, og Þorsteins Árnasonar vélstjóra, f. 9. desember 1895, d. 23. mars 1970. 9. október 1950, börn þeirra: a) Hjördís Anna, f. 15. febrúar 1976, b) Þórdís Arna, f. 31. janúar 1978, sambýlismaður Valdimar Gunnars- son, c) Árni Páll, f. 20. júní 1982, 6) Ingibjörg Hólmfríður hárgreiðslu- meistari, f. 12. janúar 1965, gift Finnbirni V. Agnarssyni forstöðu- manni, f. 11. janúar 1964, börn þeirra: a) Lovísa Anna, f. 1. desem- ber 1987, b) Arnór Ingi, f. 9. maí 1989, c) Axel Arnar, f. 9. júní 1996, d) Margrét Ásta, f. 25. nóvember 2001. Barnabarnabörn Sigríðar og Árna eru sjö. Sigríður og Árni stofnuðu heim- ili á Túngötu 16 og byggðu síðan fjölskyldunni heimili í Granaskjóli 10, bjuggu þau þar lengst af eða til ársins 1991. Þá fluttu þau hjónin á Smyrilsveg 29, Reykjavík. Sigríður útskrifaðist frá Verzl- unarskóla Íslands vorið 1937, vann síðar nokkur ár á skrifstofu Sjóvá- tryggingafélags Íslands. Er móðir hennar, Anna Hallgrímsson, lést tók Sigríður við rekstri blóma- verslunar hennar er ávallt gekk undir nafninu Blómaverslunin Anna Hallgrímsson, er talin var elsta blómaverslun landsins og rak hana í mörg ár, síðast á Bræðra- borgarstíg 22, ásamt því að sinna stóru heimili þeirra hjóna. Einnig starfaði hún í Blómaskálanum v/ Nýbýlaveg, blómaversluninni Mím- ósu, Hótel Sögu og á kaffistofu Pósts og síma, Pósthússtræti. Útför Sigríðar Önnu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þau Sigríður og Árni giftu sig hinn 9. febr- úar 1950. Þau eignuð- ust 6 börn: 1) Anna bankaritari, f. 9. febr- úar1944, barn hennar: Sigríður Anna Ás- geirsdóttir, f. 8. apíl 1972, sambýlismaður Atli Brynjar Guð- mundsson, 2) Ásta for- stöðumaður, f. 16. október 1949, gift Böðvari B. Kvaran húsgagnasmið, f. 27. nóvember 1949, börn þeirra: a) Árni, f. 30. ágúst 1970, maki Arndís Lilja Guðmundsdóttir, b) Guðrún, f. 21. febrúar 1974, sam- býlismaður Örvar Sær Gíslason, 3) Þorsteinn rafvirkjameistari, f. 10. nóvember 1950, kvæntur Hrefnu Eleonoru Leifsdóttur fulltrúa, f. 10. apríl 1950, barn þeirra: Ásta, f. 26. janúar 1989, börn Hrefnu frá fyrra hjónabandi eru Svana, Leifur og Inga Lára, 4) Sveinn rafvirki, f. 11. september 1952, kvæntur Sig- urlínu Vilhjálmsdóttur, f. 10. febr- úar 1953, börn þeirra: a) Sigrún Alda, f. 20. maí 1974, maki Róbert Petersen, b) Sigurður Bjarni, f. 17. júlí 1977, 5) Erna Þórunn banka- gjaldkeri, f. 15. desember 1954, gift Benedikt Sigmundssyni múrara, f. Elsku mamma mín. Ég vil þakka þér allt, elsku mamma mín. Þakka þér fyrir allar okkar sam- verustundir. Þú hefur verið mér svo góð. Þú verndaðir mig og huggaðir er ég var lítil. Þið pabbi reyndust mér svo vel þegar ég þurfti á ykkur að halda. Þegar við Böddi giftum okkur vorum við svo lánsöm að byrja að búa í kjallaranum hjá ykkur pabba í Granaskjólinu, þar bjuggum við í fjögur ár en þá fluttum við í Gígju- lundinn. Hvað ég dáist að þér fyrir hve sterk þú varst er heilsu þinni fór að hraka síðustu misseri, er ég spurði þig hvað segir þú gott mamma mín, þá sagðir þú „ég segi aldrei annað en allt gott“ þetta lýsir þér svo vel, þú hafðir svo einstaklega góða lund, varst alltaf svo hress og létt í lund. Ég man hvað okk- ur Herdísi vinkonu þótti gaman er við vorum litlar stelpur að hlusta á ykkur Matthildi, mömmu hennar, er þið vor- uð að gantast hver við aðra. En þú gast verið svo skemmtilega stríðin. Ég man hvernig þú galdraðir fram hlaðborð er gesti bar að án nokkurs fyrirvara. Það getur enginn leikið það eftir þér, þú varst meistarakokkur af guðs náð. Ég man líka hvað mér þótti gaman er ég var lítil stelpa að fá að horfa á þig er þú varst að búa til blómaskreytingarnar fyrir jólin niðri í kjallaranum heima í Granaskjóli. Þú gerðir þetta af svo mikilli alúð og ná- kvæmni. Þú hafðir svo gaman af að punta þig og vera fín, það var svo gaman að kaupa handa þér kjóla á Flórída, þú varst alltaf svo þakklát. Þú fórst ekki út úr húsi nema setja á þig varalit og eyrnalokka. Fjölskyldan þín var þér allt og hélduð þið pabbi vel utan um hana. Þú sagðir alltaf að þér þætti svo gaman að gleðja aðra og það gerðir þú svo sannarlega af mikilli rausn. Þú varst einstaklega barngóð og nutu börnin mín þess ríkulega, amma Sigga, eins og þú ert alltaf kölluð, ert og verður alltaf stór hluti af lífi þeirra. Það sem þú sagðir var þeim jafnt og lög. Sama er að segja um barnabörnin mín, þeim þykir svo vænt um þig. Hildur Björk sagði að þú værir „besta amma í heimi“ og það ert þú svo sannarlega, við erum öll rík að hafa átt þig. Ég verð að minnast á hana Stellu okkar, (en það var hvolpur sem mamma og pabbi fengu er pabbi fór á eftirlaun). Hún Stella gaf okkur svo mikið og þér þótti svo vænt um hana eins og okkur öllum. Ég man hvað við áttum bágt er hún dó fyrir þremur árum og mikið erum við búnar að minnast hennar saman síðan. Elsku mamma mín, það eru svo ótal margar minningar sem koma upp í huga mér á þessari stundu sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Sjúkrahúslega þín var ekki löng, aðeins tæpir tólf tímar, enda vildir þú alltaf vera heima, þar leið þér best. Pabbi hugsaði svo vel um þig að það var unun af. Mér er það mjög dýr- mætt að hafa verið hjá þér á sjúkra- húsinu er þú varst kölluð á brott til æðri starfa, svo skyndilega og óvænt. Elsku mamma mín, takk fyrir allt sem þú varst mér og mínum, minn- ingin þín lifir með okkur um ókomin ár. Ég veit, að þú ert þar og hér, hjá þjóðum himins, fast hjá mér. Ég veit þitt ómar ástarmál og innst í minni veiku sál. (E. H. Kvaran.) Hvíl þú í friði, mamma mín. Þín Ásta. Kynni mín af þeim heiðurshjónum Sigríði og Árna hófust um haustið 1982 þegar ég kynntist yngstu dóttur þeirra, Ingibjörgu Hólmfríði, er síðar varð eiginkona mín. Það er merkileg kona sem nú er fallin frá og þeim fækkar óðum í okk- ar lífi sem lifðu þá tíma fyrri part síð- ustu aldar og hafa sýn á þann veru- leika sem þá var í þjóðfélagi okkar en hann hefur svo sannanlega breyst. Nú á þessari stundu sé ég eftir því að hafa ekki beðið hana að segja mér meira frá uppvaxtarárum sínum, því við sem yngri erum höfum gott af því að vita við hvaða aðstæður fólk lifði á þeim tíma sem hún var að alast upp. Æskuheimili hennar í Reykjavík var fyrst á Vesturgötu 19 og síðar á Tún- götu 16 þannig að hún ólst upp í hjarta Reykjavíkur. Minningar fylla hugann á svona stundum og margs er að minnast. Langar mig að nefna tvö afar skemmtileg ferðalög sem við hjónin fórum með þeim á árinu 1995, til Berl- ínar og síðan Akureyrar þar sem við fórum á æskuslóðir föður míns í Hrís- ey. Þangað fannst okkur gaman að koma. Sigríður var ákaflega traust kona, hún var nákvæm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og hugði alltaf vel að sínum og var sérstaklega barngóð. Eins og fólk af hennar kynslóð er vant þá kvartaði hún aldrei, hugsaði oft og iðulega meir um að gleðja eða gera gott fyrir aðra en sjálfa sig. Hún var glettin og alltaf var stutt í gleðina hjá henni. Ingibjörg kona mín fylgdi henni oft til Pálma Jónssonar öldr- unarlæknis á sl. árum í reglulegar skoðanir og eftirlit og sagði hún þá ávallt við Pálma, „Það er ekkert að mér, lít ég ekki bara vel út ?“ Það lék allt í höndum hennar, hvort sem það voru blómin, nál og tvinni eða matseld og voru blómin alltaf henni kær, enda rak hún blómaverslun lengi vel og vann síðan einnig við blómaskreytingar um langan tíma. Þrátt fyrir veikindi sín á síðustu ár- um tókst þeim hjónum að njóta lífsins saman og fóru þau m.a. í Ísafjarðar- djúpið sl. sumar. Árni Kristinn hefur síðustu ár hugsað einstaklega vel um hana Sigríði sína, svo aðdáunarvert var og aldrei féll honum verk úr hendi þrátt fyrir ýmis erfið verk í umönnun hennar og hefur hún nú lokið ævi- starfi sínu og fengið hvíldina eilífu. Megi algóður guð styrkja Árna í þessari erfiðu sorg, en þau höfðu ver- ið gift í ríflega hálfa öld þegar Sigríð- ur lést. Finnbjörn V. Agnarsson. Elsku amma. Nú er komin kveðju- stund og minningarnar koma til mín hver af annarri. Þú í stóra eldhúsinu í Granaskjól- inu. Eitthvað gómsætt að krauma í pottunum a la amma og stórfjölskyld- an við eldhúsborðið. Mikið hlegið og upp úr stendur þinn óstöðvandi dill- andi hlátur. Ég geymi óminn af hon- um í huganum. Það er líka óhætt að segja, elsku amma, að undir þessum dillandi hlátri hafi búið lítill stríðnispúki sem leidd- ist ekki að læða sér út þegar tækifæri gafst. Aldrei illa meint, bara saklaus skopleg stríðni. Þú barst titilinn pjattrófa með meiri sæmd en flestar. Ruslatunnu- ferðir voru ekki farnar án vel málaðra vara og bæjarferðir ekki án eyrna- lokka. Minning um eina slíka fær mig alltaf til að brosa. Amma búin að labba frá Smyrilsveginum og niður á tjörn, á leiðinni í bæinn og engir eyrnalokkar. Að sjálfsögðu var snúið við. Ég er viss um að þú ert fínust af öllum í dag amma mín. Upp úr minningunum stendur svo þakklæti fyrir allt sem þú varst mér sem amma, uppalandi og góð vinkona. Sérstaklega þakklát er ég þó fyrir að þú skulir hafa náð að kynnast gull- molanum mínum honum Huga Snæ. Augun í þér ljómuðu þegar hann eins og hinir ungarnir í fjölskyldunni stungu kollinum inn um dyrnar á Smyrilsveginum. Það var greinilegt hversu stolt amma þú varst. Hugi Snær er of ungur til að skilja að þú sért farin og býst líklega enn við að sjá þig þegar hann opnar bláu hurð- ina í afa og ömmu húsi. Með tímanum mun hann svo varðveita minninguna um þig í gegnum þá sem eldri eru. Þú fékkst líka að kynnast honum Atla mínum og fyrir það er ég sömuleiðis mjög þakklát. Gæðalegur ungur mað- ur, sagðir þú og virtist sátt við valið. Eftir situr svo mikill söknuður og á endanum leka tárin niður kinnarnar og varirnar titra. Ég er þó viss um að við hittumst síðar og rifjum upp gaml- ar endurminningar og þá verður eld- aður góður matur og mikið hlegið. Þangað til bið ég að heilsa öllum, þó sérstaklega henni Stellu sem ég veit að þú kemur til með að líta vel eftir þar til þið afi hittist á ný. Bless amma mín, þín Sigríður Anna. Elsku amma Sigga mín, nú siturðu í skýjunum með englunum. Hólmfríð- ur mamma þín, sem þú ert að hitta í fyrsta skipti, situr við hlið þér og huggar þig, huggar þig því ég veit að þú saknar okkar sárt. Mamma sagði Karen þetta, að nú sætir þú í skýj- unum með englunum og einlægnin hjá litlu skottunni þegar hún spurði hvort þú kæmir nú ekki aftur niður. Það var þá sem ég áttaði mig á því að þú ert farin, ég á ekki eftir að fá að faðma þig og kyssa fyrr en minn tími kemur og það er sárt. Þér leið alltaf best þegar þú varst heima og sem flestir úr fjölskyldunni í heimsókn, þar lá hugur þinn og hjarta. Manstu þegar ég var um ellefu ára gömul og kom til ykkar afa í Granó um helgar í „orlof“? Já, þér fannst ég sko hafa gott af því að fá smá frið frá liðinu! Við þrifum allt hátt og lágt, keyptum lottó, ég fékk að vaka fram- eftir og lifði eins og prinsessan á bauninni, ég skemmti mér konung- lega! Þú varst sólardýrkandi í fremsta flokki, ef að sást til minnstu sólarglætu þá vorum við roknar út í sólbað. Þú varst ótrúlega handlagin kona og mikil matkona, kjötbollur í brúnni sósu sem er bara „venjulegur“ hversdagsmatur var eins og veislu- matur eftir handleiðslu þína. Blóm og blómaskreytingar voru líka þín sér- grein, fallegustu skreytingar sem ég hef séð og þær léku í höndum þér. Þú varst með húmor að mínu skapi, svo lúmskan að fólk þurfti smá tíma til að átta sig á því hvað var að gerast og þegar skotin komu þá man ég glettnisblikið í augunum. Ég man líka þegar ég var sjö ára og fór í augnaðgerð, á hverjum degi var amma Sigga mætt, alltaf með eitt- hvað til að gleðja litlu skottuna sem var svo hrædd, það skipti mig ótrú- lega miklu. Ég elska þig elsku amma Sigga mín og sakna þín sárt. Guð geymi þig og gefi okkur styrk. Þín alltaf, Hjördís (Hjödda). Elsku besta amma. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði, um leið og við þökkum þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Við getum ekki talið upp hér allar þær frábæru og nota- legu stundir sem við fengum að njóta með þér. Fyrir okkur varstu ekki bara amma heldur okkar besta vin- kona og leikfélagi. Þú varst alla tíð stórglæsileg kona, ávallt svo fín og vel tilhöfð, yndisleg persóna og alltaf svo létt í lund. Með þinni einlægni, hlýju og léttleika fékkstu alla til að brosa og líða svo vel í kringum þig. Þeir sem þekktu þig muna hvað þú varst inni- leg í gleði þinni. Enda gladdist þú á annan hátt en margir, sérstaklega þegar börn áttu í hlut. Þegar aðrir brostu góðlátlega að uppátækjum okkar barnanna hlóst þú og gladdist á sama hátt og við börnin. Ekki er annað hægt en að nefna hversu mikill meistarakokkur þú varst. Þegar gesti bar að gastu töfrað fram dýrindis hlaðborð á skömmum tíma. Enginn skyldi svangur úr þínu húsi fara! Þið afi hélduð svo vel utan um alla fjölskylduna. Það leið ekki sá dagur sem ekki var hringt og kannað hvort öllum liði ekki vel og allt væri í lagi. Við eigum um þig svo ótal margar skemmtilegar minningar í hjörtum okkar. Sérstaklega eru okkur eftir- minnilegar árlegu ferðirnar suður í Hafnarfjörð, með Landleiðum, í Hellisgerði. Ekki skemmtir þú þér síður en við börnin. Þær voru ófáar næturnar sem við fengum að gista hjá þér og afa. Þú manst drauminn okkar, að kaupa „blokk“ þar sem við gætum allar búið í sama húsinu, því við vild- um alltaf fá að vera hjá þér. Það er svo tómlegt að koma á Smyrilsveginn og hitta þig ekki þar og við finnum svo mikið til með afa að vera án þín. Minning um elskulega ömmu, sem við söknum svo mikið, mun lifa í hjört- um okkar alla ævi. Þín náðin, drottinn nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. í þinni birtu’ hún brosir öll í bláma sé ég lífsins fjöll. (E.H. Kvaran.) Elsku afi, megi góður guð styrkja þig og vera með þér á þessum erfiðu tímum. Sigrún Alda og Guðrún (Gunna). Það er undarlegt til þess að hugsa að þú hafir nú kvatt þennan heim, elsku amma Sigga. Við sem eftir sitj- um þökkum allar hlýju minningarnar sem nú ylja hjörtum okkar. Þú varst alltaf svo hress og létt í lund, hafðir lag á því að láta öllum líða vel nálægt þér og þar var ekki um neitt kynslóðabil að ræða. Þaðsést vel á því að Hildur Björk, dóttir mín, sem nú saknar langömmu sinnar saknar þar líka sinnar hlýju og góðu vinkonu. Tengsl mín við ömmu Siggu hafa alla tíð verið mjög sterk og hún stór hluti af mínu lífi. Fyrstu æviár mín bjó ég ásamt foreldrum mínum á heimili ömmu og afa og leit snemma mikið upp til hennar, til dæmis voru hennar orð nánast lög í mínum eyrum SIGRÍÐUR ANNA SIGURÐARDÓTTIR ✝ María GuðbjörgJónsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 8. desember 1925. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði 13. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar Maríu voru hjónin Jón Bergsteinn Pét- ursson skósmiður og Jóna Gísladóttir hús- móðir. Auk Maríu voru börn þeirra Sig- urður, Guðvarður látinn, og Elín. María var tvígift, fyrri maður hennar var Sigursveinn Tómas- son. Þau slitu sam- vistum. Seinni mað- ur hennar var Jósef Ó. Jóhannsson sem er látinn. Börn Maríu eru Jón Hensley, Sigurð- ur, Sóley, Jóhann Ósland, Guðlaugur Smári og Bergsteinn Ingi. Útför Maríu fer fram frá Keflavíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma. Í dag kveð ég þig og geng með þér hinsta spölinn en minningarnar um þig lifa og verða áfram í hjarta mínu. Ég minnist þín þegar ég leitaði til þín í barn- æsku minni og þú gerðir allt sem þú gast fyrir mig, jafnt í gleði sem sorg. Ég minnist þín þegar þér leið vel, hlátur þinn ómaði og hversu skemmtilega þú sagðir frá. Ég minnist þín þegar þú söngst fyrir mig og allan heiminn. Ég minnist þess hversu hjartahlý þú varst. Kærar þakkir til þín fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Sóley. MARÍA GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.