Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR
22 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ekki hvarflaði það að
mér, þrátt fyrir veikindi
Bjössa föðurbróður
míns að undanförnu, að
svo stutt væri í skilnað-
arstundina. Undan-
farna daga hafa minningarnar um
samverustundir mínar með Bjössa
streymt fram. Sú minning sem mér er
efst í huga er frá því er ég kom fyrst
til Bjössa og Svönu, fyrir tæplega
fjörtíu árum, til sumardvalar. Fyrir
ungan dreng var langt ferðalagið
sunnan úr Reykjavík og mikið var
gott, þegar stigið var úr rútunni í
Hofsós, að sjá Bjössa koma brosandi
á móti mér með útréttar hendur að
bjóða mig velkominn. Þegar heim var
komið tók svo Svana á móti okkur
með sínu hlýja faðmlagi.
Ógleymanlegar verða mér allar
veiðiferðirnar með Bjössa þar sem
hann var hinn trausti leiðbeinandi, oft
með glettni í augum. Sterk er minn-
ingin um okkar fyrstu veiðiferð. Við
tveir saman út á Höfðamöl og kvöld-
sólin eins og hún getur fegurst orðið í
FRIÐBJÖRN
ÞÓRHALLSSON
✝ Friðbjörn Þór-hallsson fæddist í
Miklabæ í Óslands-
hlíð í Skagafirði 23.
júlí 1919. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Sauð-
árkróki 8. janúar síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Hofs-
ósskirkju 18. janúar.
Skagafirði. Margs fleira
er að minnast frá þess-
um tímum þegar ég
dvaldist hjá þeim á
sumrin og allt tengist
það hlýjunni og vænt-
umþykjunni sem þau
hjónin og þeirra fjöl-
skylda sýndu mér þá og
æ síðan. Þetta voru góð-
ir tímar og seint þakk-
aðir eða metnir að fullu.
Kynni mín við Bjössa
voru mér dýrmæt
reynsla og menntun
sem ég mun ætíð búa
að.
Ég kveð frænda minn með söknuði
og þökk fyrir allt sem ég hef af honum
þegið og bið honum Guðs blessunar.
Við Margrét vottum Svönu og fjöl-
skyldunni einlæga samúð.
ÞórhallurHalldórsson.
Það er skammt stórra högga á
milli. Aftur hefur verið höggvið í stóra
hópinn þeirra afa og ömmu í Litlu
Brekku. Ekki er nema rúmt ár síðan
Dísa féll frá og núna er það Bjössi
frændi.
Mínar fyrstu minningar um Bjössa
eru þegar hann og Svana bjuggu á loft-
inu í Litlu Brekku. Síðan fluttu bæði
þau og afi og amma niður á Hofsós og
þar bjuggum við í næsta húsi um tíma.
Á sama blettinum bjuggu líka amma
og afi og síðan amma ein eftir að afi dó
langt um aldur fram. Aðall þeirra
Bjössa og Svönu var hið hlýlega og
létta aldrúmsloft sem ríkti ávallt í
kring um þau. Þau voru fundvís og
minnug á hið skoplega sem við krakk-
arnir gerðum eða létum út úr okkur og
ýmis fleyg mismæli okkar voru oft rifj-
uð upp við hin ýmsu tækifæri sem
græskulaust gaman.
Seinna þegar við brottflutt systk-
inin og fjölskyldur okkar, auk annara
hinna fjölmörgu afkomenda afa og
ömmu, komum til að heimsækja
ömmu eða til að dvelja í húsinu henn-
ar eftir að hún var öll voru móttökur
þeirra alltaf þannig að það var eins að
koma heim. Heimili þeirra stóð líka
opið þessum stóra hóp þegar ættar-
mótin voru haldin á staðnum. Ég
landshornaflækingurinn er aldrei í
vafa um hvar rætur mínar liggja, í því
áttu þau sinn stóra þátt.
Umhyggja þeirra fyrir ömmu og
allt sem þau gerðu henni til góða verð-
ur aldrei fullþakkað. Þau gerðu henni
kleift að vera í húsinu sínu með reisn
fram á síðasta dag og uppfylltu þar
með eindregnar óskir hennar. Þar átti
Svana ekki hvað minnstan þátt með
sinni léttu lund og ósérhlífni. Sam-
band þeirra Bjössa og Svönu var fal-
legt og ástúðlegt á göngu þeirra sam-
an í 57 ár og óhætt að segja að nöfn
þeirra hafi alltaf verið nefnd í sömu
andránni, svo samtaka voru þau í
hugum okkar frændsystkinanna.
Elsku Svana mín. Það verður tóm-
legt að koma í Skagafjörðinn eftir að
Bjössi er horfinn en að sjálfsögðu lifir
minningin um góðvild hans og rækt-
arsemi í garð okkar frændsystkinana
í huga okkar um alla eilífð.
Innilegar samúðarkveðjur frá okk-
ur Steina.
Þórdís Þormóðsdóttir.
Það er ekki sjálfsagt
að eiga ömmu sem eina
af sínum bestu vinkon-
um. Þorgerður amma
var ein fárra Íslendinga
sem höfðu náð 101 árs aldri. Hún naut
alla tíð góðrar heilsu, andlega og lík-
amlega. Hún hafði gott minni og var
vel með á nöfnum þeirra fjölmörgu
sem sendu henni jólakort og við lás-
um saman á aðfangadagskvöld. Þá lá
hún á spítala vegna lærbrots.
Mörg sumur var ég svo lánsöm að
dvelja hjá henni í Þórisholti og taka
þátt í annasömu sveitalífi. Ásamt
störfum á mannmörgu heimili var
ætíð tími til að sinna gestum og gera
öllum jafnt undir höfði. Við amma
sáum oft um uppvaskið og notuðum
tímann til að ræða saman á meðan.
Amma hvatti ungt fólk til að taka
virkan þátt í því heilbrigða sem lífið
býður upp á, námi, skemmtunum og
íþróttaiðkun. Sjálfri fannst henni
skemmtilegt að fylgjast með kapp-
leikjum og horfði á þá í sjónvarpinu
síðari árin.Hún var sannarlega ung í
anda og lagði sig fram um að tileinka
sér nýjungar. Þá skipti engu hvort
um var að ræða snjósleðaferðir, fjór-
hjól, mataræði, tísku eða tónlist.
Ömmu féll ekki verk úr hendi. Ung-
um og öldnum sá hún fyrir sokkum og
vettlingum fram til hins síðasta. Í
sumar var hún þó hætt að prjóna og
sjálf sagðist hún vera búin að prjóna
nóg.
Hún hafði gaman af kjólum og átti
nokkra til skiptanna. Stundum bað
hún mig um að kaupa fyrir sig í Am-
eríku eitthvert smáræði og höfðum
við báðar jafn gaman að því. Á tíræð-
isaldri ákvað hún að fara í ávextina í
stað sætinda. Henni fannst kjólarnir
ekki fara nógu vel á sér og vildi gera
eitthvað í því.
Þorgerður amma gerði okkur rík
með visku sinni og heilbrigðri hugsun,
sem var opin fyrir nýjum tækifærum
lífsins.
Góðum Guði felum við hana og
þökkum henni ríka og einlæga sam-
fylgd.
Unnur Ólafsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hún var einstök kona, hún Þor-
gerður afasystir mín. Hún var lík
Brynjólfi afa, alltaf kát og hress og
hafði mikla hlýju og kærleik að gefa
frá sér þannig að öllum leið vel í návist
hennar. Ég man fyrst eftir henni þeg-
ar ég kom, lítill gutti, með foreldrum
mínum til hennar í Þórisholt á ferðum
okkar á æskuslóðir föður míns. Eftir
lát afa hændist ég alltaf meira og
meira að þessari frænku minni því
hún minnti mig svo mikið á afa. Með
árunum urðu ferðir okkar austur í
Mýrdalinn þéttari og þá sérstaklega
eftir að við byggðum okkur sumarhús
í Reynistúni, æskutúninu hennar. Ég
veit að hún var ánægð með þessa
framkvæmd okkar og kom oft í heim-
sókn. Herbergið hennar í Þórisholti
snéri glugga í átt að Reynisfjalli og
Reynistúni og fylgdist hún þannig vel
með framvindu byggingar hússins og
veru okkar þar. Hún mun oft hafa
sagt þegar við vorum komin austur að
komið væri „ljós uppi í túni“.
Ég er ákaflega glaður að börnin
mín fengu að kynnast henni og mynd-
ir af þeim í fangi hennar munu ylja
mér um ókomna tíð.
Hún hélt góðri heilsu og var ein-
staklega dugleg að ferðast og sækja
hina ýmsu mannfagnaði allt fram á
ÞORGERÐUR
EINARSDÓTTIR
✝ Þorgerður Ein-arsdóttir fæddist
á Reyni í Mýrdal
28.3. 1901. Hún and-
aðist á Landspítalan-
um í Fossvogi hinn 7.
janúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Reynis-
kirkju í Mýrdal 18.
janúar.
síðustu ár. Þannig dáð-
ist maður að henni og
það voru forréttindi að
fá að njóta hennar svo
lengi.
Við Fríða, börnin
okkar og Ingibjörg
móðir mín þökkum allar
ljúfu samverustundirn-
ar og allt það sem hún
var okkur.
Frændfólki mínu frá
Þórisholti og fjölskyld-
um þeirra sendum við
okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ármann Óskar Sigurðsson.
Ég vil minnast ömmu minnar með
smá frásögn. Eins og margir vita sem
þekktu ömmu þá átti hún ýmis ráð í
pokahorninu. Hún hafði t.d. mikla trú
á hreinsuðu bensíni, kaffi og mjólk úr
sveitinni. Amma hafði einnig trú á
ánamöðkum en það er einmitt efni
þessarar frásagnar.
Þegar amma var ung fékk hún svo-
kallaða heimakomu í bakið (sýking í
húð). Í þá daga var lítið um lyf og
læknisþjónustu og því varð að treysta
á ráð og reynslu fyrri kynslóða.
Amma fékk þau ráð að setja ána-
maðka á eymslin. Ánamöðkunum var
komið fyrir á bakinu og eins og hún
sagði: „Þeir hreyfðu sig í fyrstu en
smám saman misstu þeir mátt og
drápust.“ Ég man alltaf að þetta
fannst mér frekar ótrúleg saga og
brosti bara út í annað.
Í nokkur haust fór ég í kartöflu-
upptekt í Þykkvabæinn hjá góðu
fólki. Unnið var af kappi í upptektinni
enda skipti máli að ná sem mestu í hús
á sem skemmstum tíma. Einn daginn
varð bóndinn óvinnufær vegna bólgu í
hné. Ég sagði honum reynslu ömmu
af ánamöðkum og lækningamætti
þeirra. Hann sendi strax strákana
sína út til að tína ánamaðka og setti þá
á hnéð. Það merkilega var að allt fór
eins og amma hafði sagt. Ánamaðk-
arnir hreyfðu sig í byrjun en drápust
svo á stuttum tíma. Tveimur tímum
síðar var bóndinn kominn út í garð,
bólgan var horfin og krafturinn kom-
inn.
Þetta er bara eitt af ráðunum henn-
ar ömmu sem hún deildi með okkur
barnabörnunum. Ég þakka fyrir það
að hafa fengið að alast upp með ömmu
og fá þannig að þroskast og vaxa með
þekkingu hennar og sögum. Það voru
forréttindi. Guð blessi minningu
hennar.
Vilborg Einarsdóttir.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur frá skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Elsku amma okkar. Með þessum
orðum viljum við þakka þér fyrir allt
sem þú varst okkur. Það er mikið lán
að hafa átt þig svo lengi.
Ætíð sendu augu þín
yl í sálu mína,
Meðan endist ævi mín
man ég fegurð þína.
(Sigríður Þórðard.)
Þorgerður og Guðrún.
Elsku langamma, það var svo gam-
an að kynnast þér, við vorum stund-
um svolítið montin af að eiga lang-
ömmu vegna þess að það eru svo fáir
sem eiga langömmu. Þú varst líka svo
dugleg að senda okkur hlýja sokka og
vettlinga. Nú ert þú hjá Guði og fylg-
ist með okkur þaðan, við vitum að þér
líður vel. Við munum aldrei gleyma
þér.
Gunnar Þór, Snorri Páll, Rúna
Dís og Sigurður Dór.
✝ Indriði Einarssonbóndi Melum er
fæddur í Hjarðarnesi
á Kjalarnesi 20. októ-
ber 1916. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 9. jan-
úar. Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Gottsveinsson, f. 9.6.
1867 á Árvelli á Kjal-
arnesi, d. 13.1. 1941,
bónda í Hjarðarnesi
og síðar á Melum, og
seinni kona hans
Guðný Höskuldsdótt-
ir, f. 26.3. 1881 í Stóra-Klofa í
Landsveit, d. 1.11. 1961. Indriði var
fjórða barn þeirra. Hálfsystkini
Indriða af fyrra hjónabandi Einars
voru Ingimundur, verkstjóri í
Borgarnesi, Guðrún húsmóðir á
Staðarhrauni, Saurum og Einholt-
um í Hraunhreppi í Mýrasýslu, síð-
ar í Kópavogi, Birgitta húsmóðir á
Helgastöðum, Svarfhóli, Ökrum og
Laxárholti í Mýrasýslu, síðar í
Kópavogi, Sigurlína húsmóðir bjó
á Meðalfelli í Kjós, Sveinn verka-
maður í Hjarðarnesi og Varmadal,
Guðbjörn bóndi og bifreiðastjóri í
Hákoti á Álftanesi, og Júlíana
saumakona í Reykjavík. Alsystkini
Indriða voru; Jón, bifreiðastjóri í
31.7. 1992, sambýliskona hans er
Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir, f.
8.3. 1973, barn þeirra er Gylfi
Hólm, f. 1.10. 2002. Þórður Grétar
Kristjánsson, f. 16.6. 1969, kona
hans er Halla Sigrún Árnadóttir, f.
16.12. 1970, börn þeirra eru a)
Embla Ósk f. 22.1. 1996; b) Gísli
Hafþór, f. 21.5. 2001.
Börn Valborgar og Indriða eru:
1) Sigurrós Kristín Indriðadóttir, f.
5.5. 1955, gift Örnólfi Friðriki
Björgvinssyni, f. 17.1. 1951. Börn
þeirra eru a) Björgvin, f. 20.7.
1977, d. 3.8. 1994. b) Valur Indriði,
f. 16.4. 1981 í sambúð með Thelmu
Baldursdóttur og barn þeirra er
Lena Líf;. c) Anna María, f. 25.2.
1983; d) Sigurður Halldór, f. 23.5.
1988; e) Fóstursonur: Stefán Páll
Skarphéðinsson, f. 21.11. 1988. 2)
Einar Indriðason, f. 15.8. 1956,
kona hans er Vilborg Guðmunds-
dóttir, f. 19.7. 1955. Börn þeirra: a)
Indriði, f. 21.4. 1981; b) Bergþóra,
f. 31.12. 1987; c) Halldór 31.7. 1989.
3) Guðmundur Oddgeir Indriða-
son, f. 29.10. 1957, kona hans er
Þuríður Birna Halldórsdóttir, f.
14.12. 1958. Börn þeirra: a) Ólöf
Hanna, f. 18.12. 1981, í sambúð með
Hilmari Frey Gunnarssyni, f. 9.2.
1979; b) Baldur Snær, f. 2.9. 1984;
c) Hjördís Ýr, f. 7.8. 1992. 4) Guðni
Ársæll Indriðason á einn son með
Þórunni Árnadóttur, Þórarin
Árna, f. 26.12. 1988.
Útför Indriða verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Reykjavík, Magnús
Guðnýr, dó ungur,
Gróa, húsmóðir í
Reykjavík, Haraldur,
verkamaður í Reykja-
vík, er á lífi og býr á
Eir, Ástsæll, dó ungur,
Arndís, húsmóðir á
Ingunnarstöðum í
Kjós, og Finnbogi,
pípulagningameistari
í Reykjavík.
Fjölskyldan flutti
frá Hjarðarnesi yfir á
næsta bæ, Mela, árið
1935.
Árið 1956 giftist Indriði konu
sinni Valborgu Þórarinsdóttur frá
Brekku á Rauðasandi, f. 22.5. 1919,
d. 6.5. 1988. Þau eignuðust fjögur
börn en fyrir átti Valborg Ólaf
Kristin Ólafsson, f. 20.4. 1950,
kvæntur Guðrúnu Helgu Gísladótt-
ur, f. 17.7. 1940, frá Fit á Barða-
strönd. Börn þeirra eru: 1) Ólafur
Valberg, f. 5.1. 1977, sem á tvo
syni, Sindra Kristin, f. 19.1. 1997.
og Ísak Óla, f. 31.7. 2000. 2) Marta
Gíslrún, f. 2.3. 1979, sambýlismað-
ur hennar er Högni Snær Hauks-
son og eiga þau dótturina Silju
Rún, f. 17.7. 2002. Börn Guðrúnar
eru Erlendur Hólm Gylfason, f. 8.7.
1961, dóttir hans er Ástríður, f.
Nú er afi minn og nafni dáinn eftir
stutta baráttu við illvígan sjúkdóm.
Fyrsta minningin sem ég á um afa
minn er þegar ég dvaldi hjá honum
og ömmu yfir helgi, líklega um fimm
ára gamall. Um morguninn þegar
hann var búinn að mjólka kúna
skildi hann mjólkina í handsnúinni
skilvindu. Það þótti mér merkilegt
tæki og af einhverjum ástæðum hef-
ur þessi stund greypst í huga mér.
Um svipað leyti fórum við og tíndum
bæði fjallagrös og krækiber og einu
sinni veiddum við saman silung úr
fiskiræktinni sem hann nostraði við
áratugum saman.
Eftirminnilegast af öllu er þó
hestaferðin sem afi, pabbi, ég og
Bjarni fórum yfir Arnarvatnsheið-
ina og svo aftur til baka alla leið á
Mela; þetta var fyrsta langa hesta-
ferðin mín en sú síðasta hans afa, af
ótalmörgum. Þá voru gæðingarnir
teknir til kostanna í margra daga
reið um sveitir og óbyggðir, en afi
var alla tíð mikill hestamaður.
Þegar afi var heimsóttur mátti
ganga út frá því vísu að hann hefði
frá nógu að segja, oft voru það frétt-
ir af fólki úr sveitinni. Yfirleitt voru
þær þó vel kryddaðar með misgöml-
um sögum af sömu persónum og
jafnvel foreldrum þeirra, því flesta
markverða atburði sem orðið höfðu
á þessum slóðum síðustu áratugina
mundi afi eins og þeir hefðu gerst í
gær og hafði mjög gaman af að segja
frá. Reyndar urðu nýrri fréttirnar
oft að aukaatriðum í lifandi frásögn-
um af löngu liðnum atburðum.
Með söknuði kveð ég nú afa minn,
þakklátur fyrir þann tíma sem mér
hlotnaðist að eiga með honum.
Indriði Einarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afi, langafi, Indriði.
Þökkum allt.
Hvíl í friði.
Ólafur Valberg, Sindri Krist-
inn og Ísak Óli. Marta og fjöl-
skylda. Þórður og fjölskylda.
Erlendur og fjölskylda.
INDRIÐI
EINARSSON