Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 27 Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 20. til 25. janúar n.k. 10 vikna nám- skeið. Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00–19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00–12.30, 12.30–14.00 og 14.00–16.00 um helgar. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141. Athugið systkinaafsláttinn Námskeið fyrir innflytjendur og framleiðendur véla Staðlaráð Ís- lands heldur námskeið um CE- merkingu véla fimmtudaginn 30. og föstudaginn 31. janúar. Nám- skeiðið CE-merking véla – Hvað þarf að gera og hvernig? er ætlað framleiðendum og innflytjendum véla. Markmiðið er að þátttak- endur verði færir um að greina hvort vörur falli undir véla- tilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur. Nán- ari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, http://www.stadlar.is, eða í síma. Hámarksfjöldi þátttak- enda er 12 manns. Námskeið í sálgæslu hjá Endur- menntun HÍ. Námskeiðið Sál- gæsla í fjölskyldum hefst föstu- daginn 31. janúar, umsjón hefur Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Fjallað verður um hlutverk sál- gæslu við lausn vandamála sem upp koma í þroskaverkefnum og kreppum í fjölskyldum. Námskeiðið siðfræðileg álita- mál og sálgæsla við lífslok hefst föstudaginn 7. febrúar. Kennarar eru Vilhjálmur Árnason prófessor, Salvör Nordal, forstöðumaður Sið- fræðistofnunar, auk fleiri sérfræð- inga um sálgæslu og siðfræði. Þar er fjallað um siðfræðileg álitamál sem gjarnan vakna við meðferð deyjandi sjúklinga. Námskeiðin eru ætluð guðfræðinemum og fólki með háskólapróf eða sambærilegt á sviðum kirkjustarfs, heilsu- gæslu, kennslu, félagsþjónustu eða stúdentspróf og fimm ára starfs- reynslu á áðurnefndum sviðum. Markaðssetning í gegnum leit- arvélar á Netinu. Endurmenntun HÍ býður upp á námskeið þar sem farið er ítarlega í þær aðferðir sem geta stuðlað að auknum sýni- leika á leitarvélum. Námskeiðið er ætlað þeim sem fást við eða íhuga alþjóðlega markaðssetningu á Netinu, s.s. aðilum í ferðaþjón- ustu, hugbúnaðarhúsum sem sækja á erlenda markaði, vef- stjórum og öðrum sem hafa áhuga á að öðlast hagnýta kunnáttu á þessu sviði. Kennari er Sjöfn Ágústsdóttir, vefstjóri og umsjón- armaður netrannsókna hjá Mönn- um og músum. Námskeiðið í AtvinnuLífs- insSkóla um rekstur og við- skiptalífið almennt verður haldið um miðjan febrúar. Þetta er tveggja vikna námskeið í sam- anþjöppuðu formi um grunnatriði í rekstri, markaðsfræðum, stjórnun og stefnumótun. Þátttakendur fá innsýn í íslenskt efnahagskerfi o.fl. Námskeiðið er ætlað stjórn- endum/eigendum lítilla fyrirtækja og millistjórnendum í stærri fyr- irtækjum. Námskeiðið er haldið að Öngulsstöðum III í Eyjafirði og er kennt fimm daga í senn með mán- aðar millibili. Frekari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vef Endurmenntunar, www.end- urmenntun.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á öll námskeiðin. Á NÆSTUNNI RÍFLEGA tvö þúsund manns lögðu leið sína í höfuðstöðvar B&L á Grjóthálsi í Reykjavík um helgina til að berja augum nýjan Renault Mégane II, sem nýlega var valinn bíll ársins í Evrópu árið 2003. Bíll- inn var til sýnis á laugardag og sunnudag. Auk þess sem gestir gátu skoðað bílinn sjálfan var þeim boðið upp á sýningu á hinum ýmsu hliðum hans á tölvutæku formi. Þannig var fólki gert kleift að skoða einstaka hluta bílsins með að- stoð margmiðlunardisks, með öll- um upplýsingum um bílinn, og tveggja tölvuskjáa. Mæltist ný- breytnin vel fyrir að sögn forsvars- manna. Renault Megane II fékk ný- lega hæstu einkunn óháðu eftirlitsstofnunarinnar EuroNCAP fyrir öryggisbúnað. Bíll ársins frumsýndur hjá B&L Morgunblaðið/Kristinn Margmenni var hjá B&L þegar bíll ársins var frumsýndur um helgina. Fyrirlestur á vegum IEEE á Ís- landi – Föst aðgangsnet – hvað gerist í náinni framtíð? verður á morgun, þriðjudaginn 21. janúar, kl. 16.15 í VR-2, stofu 157, í húsa- kynnum verkfræðideildar Háskóla Íslands, Hjarðarhaga 2–6. Allir eru velkomnir. Erindi heldur Sæmund- ur E. Þorsteinsson. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun á sviði þráðbundinna aðgangsneta þar sem DSL-tæknin er markverðust. Sæmundur mun fjalla um þessa þróun o.fl. Heimasíða IEEE á Ís- landi: http://www.ieee.is Fulltrúar frá Alþjóða orku- málastofnuninni (IEA), Gordon Duffus og Nancy Turck, munu halda fyrirlestur um starfsemi og markmið IEA, á morgun, þriðju- daginn 21. janúar. kl. 14–16 á Orkustofnun, fundarsal á 3. hæð. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Al- þjóða orkumálastofnunin er sjálf- stæð stofnun undir hatti Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Aðalmarkmiðið með stofnun sam- takanna var að geta brugðist skjótt við ef aftur kæmi til olíukreppu og að reyna að draga úr mikilvægi ol- íu í efnahag þjóðanna. Síðan hefur hlutverk stofnunarinnar aukist og víkkað. Aðild að IEA hafa flest að- ildarríki OECD (26), þó ekki öll og er Ísland meðal þeirra ríkja sem ekki eiga aðild að IEA. Fyrirlest- urinn veitir tækifæri til að kynnast IEA m.a. til að meta síðan hvort eða með hvaða hætti Ísland ætti að tengjast stofnuninni, segir í frétt frá Orkustofnun. Hádegisfundur í Norræna húsinu Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota- fræðingur heldur fyrirlestur þriðjudaginn 21. janúar í hádeg- isfundaröð Sagnfræðingafélags Ís- lands, sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist „Óregla á almannafæri“. Fund- urinn fer fram í Norræna húsinu kl. 12.05–13. Fyrirlesturinn fjallar um spurninguna hvernig sam- félagið heldur uppi reglu á al- mannafæri. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipu- lagsmál. Á MORGUN LANDSSAMBAND bakarameistara hélt sína árlegu keppni um köku ársins á laugardag og bar Ásgeir Sandholt frá G. Ólafssyni & Sand- holti sigur úr býtum annað árið í röð. Kakan hans var mjög óhefð- bundin. Hún var samsett úr möndlubotnum, með perumús og kryddið í fyllingunni var brennið Fisherman’s friend. „Mér fannst bragðið mjög krassandi og spenn- andi,“ sagði Jón Arilíusson frá kök- umeistaranum í Hafnarfirði. Í öðru sæti hafnaði Hafliði Ragn- arsson, Mosfellsbakaríi, og í þriðja sæti lenti Ásgeir Þór Tómasson, G. Ólafssyni & Sandholti. Einu regl- urnar í keppninni voru þær að kak- an mátti ekki kosta meira en 1.500 krónur út úr bakaríi. Kaka ársins verður kynnt í öllum aðildarbak- aríum Landssambands bak- arameistara á konudaginn, 23. febrúar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ásgeir Sandholt bakaði köku ársins 2003. Ásgeir með bestu kökuna annað árið í röð MIKIL öryggisgæsla og glæsileg umgjörð setti svip sinn á Dakar-rall- ið þegar keppendur luku keppni í Sharmel Sheikh síðastliðinn laugar- dag, 19 dögum eftir að hún hófst í Marseilles í Frakklandi. Kampavínið flóði og gleðitár runnu þegar sam- gönguráðherra Egyptalands afhenti verðlaun. Í flokki bíla hafði Mitsubishi mikla yfirburði og hafnaði liðið í fjórum efstu sætunum. Japaninn Masuoka á Pajero Evolution sigraði annað árið í röð en Frakkinn Stephane Peter- hansel, sem hafði leitt rallið frá upp- hafi, varð fyrir því óhappi á 16. leið að aka á stein og brjóta öxul. Hann náði sér hins vegar á strik á 17. leið og hafnaði í fjórða sæti. KPM bar höfuð og herðar yfir aðra í mótorhjólaflokki þar sem Frakkinn Richard Sainct bar sigur- orð af öðrum keppendum. Í trukka- keppni sigraði Rússinn Tchaguine á 750 hestafla Kamaz. Mitsubishi í sérflokki í Dakar AP Egyptalandi. Morgunblaðið. SÓLON R. Sigurðsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, undirritaði tveggja ára styrktarsamning við Ólöfu Maríu Jónsdóttur, Íslands- meistara kvenna í golfi og golf- mann ársins 2002. Ólöf María var einnig Íslandsmeistari árin 1997 og 1999. Ólöf María hefur tryggt sér rétt til að leika á Futures-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Með þátttöku í mótinu stefnir hún á að öðlast þátttökurétt í LPGA (Ladies Pro- fessional Golfers Association) mótaröðinni, sem er sterkasta mótaröð kvenna í golfi í heiminum, en í þeirri mótaröð er keppt um háar verðlaunafjárhæðir. Ólöf María stefnir á atvinnumennsku í greininni á komandi vori og verður þá fyrsta íslenska konan til að verða atvinnumaður í golfi. Að sögn Ólafar Maríu er styrkur Bún- aðarbankans henni afar mikilvæg- ur til að ná því markmiði. Ólöf María er 26 ára Hafnfirð- ingur. Hún hefur lagt stund á golf frá 13 ára aldri. Ólöf María út- skrifaðist með BSc-próf í heil- brigðisvísindum frá Háskólanum í Arkansas í Little Rock í Banda- ríkjunum í maí síðastliðnum. Hún er búsett í Austin í Texas. Sólon R. Sigurðsson og Ólöf María Jónsdóttir við undirritun. Styrkja Ólöfu til atvinnu- mennsku Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.