Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 30. janúar frá kr. 39.963 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 30. janúar til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 30. janúar og þú getur valið um eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí um miðjan janúar og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Verð kr. 52.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 30. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 55.600. Verð kr. 39.963 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 30. janúar, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð kr. 41.962. BOGINN, nýtt fjölnota íþróttahús á félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs var formlega tekið í notkun á laug- ardag. Markmið Akureyrarbæjar með byggingunni er að koma upp aðstöðu innanhúss fyrir knatt- spyrnu og frjálsar íþróttir en iðk- endur annarra íþróttagreina munu einnig njóta góðs af tilkomu húss- ins, m.a. göngufólk og kylfingar. Þórarinn B. Jónsson, formaður verkefnaliðs vegna byggingar húss- ins, fór yfir byggingasöguna við vígslu hússins, en undirbúningur hófst í september árið 2000. Efnt var til alútboðs í maí árið á eftir og var tilboði Íslenskra aðalverktaka tekið og samningur undirritaður í október árið 2001. Vinna við sjálft húsið hófst vorið 2003 og var því skilað til verkkaupa í desember síð- astliðnum. Heildarkostnaður við húsið sem og byggingu tengigangs að Hamri, félagheimili Þórs, er um 520 millj- ónir króna. Í kjallara Hamars er búningsaðstaða, böð og snyrtingar, sem verða endurnýjaðar og nýttar fyrir íþróttahúsið. Í Boganum er knattspyrnuvöllur með gervigrasi, en utan þess með- fram annarri langhlið vallarins er 5 metra breitt svæði, klætt tarta- nefni, ætlað fyrir hlaupagreinar, en hinum megin vallarins er svæði fyr- ir áhorfendur. Þá er einnig annað svæði í húsinu klætt tartanefni sem ætlað er fyrir stökkgreinar frjálsra íþrótta. Verður íþróttalífi bæjarins til góðs Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra flutti ávarp við vígslu hússins og sagði húsið stór- glæsilegt og að þar myndi fara fram fjölbreytilegt íþróttastarf í framtíðinni. Nefndi hann einnig að aðstaða Akureyringa til að stunda frjálsar íþróttir batnaði til muna með tilkomu hússins og gat þess í lokin að ef til vill ætti húsið eftir að heita Sigurboginn í framtíðinni. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri sagði við vígslu hússins að markmið með byggingu þess væri að halda Akureyri áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga á sviði íþrótta. Sagði Kristján Þór mik- ilvægt fyrir bæjarfélagið að vera í fararbroddi hvað varðar góða að- stöðu til íþróttaiðkunar m.a. til að halda í heiðri slagorð þess um að í bænum mætti finna öll lífsins gæði. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar voru viðstaddir og fluttu ávörp, m.a. Viðar Sigurjónsson, starfs- maður ÍSÍ á Akureyri, sem flutti kveðju Íþrótta- og Ólymp- iusambands Íslands, Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Sigurður P. Sigmundsson frá Frjálsíþróttasambandinu. Viðar færði húsinu m.a. skjöld til að hengja upp innandyra og Geir færði formönnum íþróttafélaganna KA og Þórs fótbolta að gjöf. Þá kom Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, með treyju, sem notuð hafði verið í síðasta leik ÍBA, sameiginlegs liðs KA og Þórs, haustið 1974 og mælt- ist til þess að hún yrði hengd upp í húsinu til minningar um hið sam- eiginlega lið félaganna. Nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun á félagssvæði Þórs á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks mætti við vígslu Bogans og í þeim hópi var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Bærinn verði áfram í fremstu röð á sviði íþrótta FYRIR 30 árum, 23. janúar árið 1973, var eldgosið eftir- minnilega í Vestmannaeyjum. Í kjölfar gossins var um 850 börnum boðið til sumardvalar í Noregi. Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá þessum viðburði ætla Rauði kross Íslands og Flugleiðir að bjóða „börnun- um,“ sem nú eru fullorðin til kaffisamsætis nk. fimmtudag kl. 17 á Hótel Loftleiðum. Í framhaldi af því verður svo boðað til hátíðar í Vestmanna- eyjum í sumar, 3. júlí, sem nefndur hefur verið lokadagur gossins. Upphaf nauðvarna RKÍ Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða kross Ís- lands, segir um 40% þessa hóps nú búa í Vestmannaeyj- um, 30% á höfuðborgarsvæð- inu og um 30% dreifast á landsbyggðina og víða um heim. Hann segir þá aðstoð sem Rauði krossinn veitti í kjölfar gossins upphafið að Nauðvörnum Rauða kross Ís- lands. Nauðvarnir Rauða krossins hafa síðan starfað í kjölfar ýmissa náttúruham- fara, nú síðast vegna jarð- skjálftanna á Suðurlandi árið 2000. Hlutverk þeirra er að setja upp fjöldahjálparstöðvar í skólum og veita áfallahjálp og aðhlynningu í kjölfar nátt- úruhamfara og líkra atburða. Endur- fundir barna á gosafmæli BÍLPRÓFSLAUS sextán ára piltur, sem grunaður er um ölvun við akst- ur, velti bifreið, sem hann hafði tekið í leyfisleysi frá föður sínum, á Reykjanesbraut snemma í gærmorg- un. Atvikið átti sér stað til móts við Innri-Njarðvík og telur lögregla að pilturinn hafi misst stjórn á bílnum í hálku. Bíllinn fór eina veltu og hafn- aði á hliðinni utan vegar. Þegar lögregla kom á vettvang voru pilturinn og félagi hans, sem var með honum í bílnum, á bak og burt. Þeir fundust stuttu síðar í grennd við bílinn. Þeir slösuðust ekkert, en bíll- inn er talsvert skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Ölvaður ökumaður velti bíl VÆGAR aukaverkanir af bóluefn- um geta verið nokkuð tíðar en al- varlegar aukaverkanir koma sjaldnast fyrir. Skráning auka- verkana er mjög mikilvæg, bæði af hálfu heilbrigðisstétta og al- mennings að mati Þórólfs Guðna- sonar, yfirlæknis á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, en ráð- gert er að koma upp leið til að skrá aukaverkanir á vef landlæknis. Á Læknadögum, sem lauk í gær, ræddi Þórólfur um ýmsar hliðar bólsetninga og bóluefna m.a. um spurninguna: Geta bólu- setningar valdið sjúkdómum? Þórólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekkert bóluefni færi á markað fyrr en að undangengnum miklum rannsóknum. Kröfur væru gerðar um örugga virkni bóluefnis, a.m.k. 80 til 85% virkni, að það hefði sem minnstar auka- verkanir, hefði gott geymsluþol og væri einfalt í notkun. Í því sam- bandi sagði hann mjög áhugavert að verið væri að kanna hvort hægt væri að gefa bóluefni með nefúða í stað sprautu. Aukaverkanir af bóluefnum sagði Þórólfur oft koma fram en þær væru vægar. Alvarlegar aukaverkanir væru hins vegar mjög sjaldgæfar. Benti hann á að þar sem ónæmiskerfi líkamans væri örvað með bóluefni þyrftu menn ekki að vera hissa þótt auka- verkanir kæmu fram. Bæru þær oft keim af einkennum viðkomandi sjúkdóms og væru í fæstum tilvik- um alvarlegar eins og fyrr segir. Fylgst með aukaverkunum Þórólfur sagði að þótt bóluefni væri mikið rannsakað þegar það kæmi á markað væri mikilvægt að fylgjast vel með notkun þess. Hann sagði læknum skylt að til- kynna Lyfjastofnun um aukaverk- anir og sóttvarnalækni sömuleiðis. Sagði hann einnig brýnt að al- menningur tilkynnti aukaverkanir og sagði nú í undirbúningi að opna fyrir slíka leið á Netinu á heima- síðu landlæknisembættisins. Þar yrði hægt að fylla út ákveðið eyðu- blað með nafni þess sem tilkynnir, við hverju hefði verið bólusett, hvernig aukaverkunin lýsti sér og fleira. Með slíkri skráningu segir Þórólfur unnt að meta aukaverk- anir og hvort eitthvað kunni að koma á óvart í þeim efnum. Þórólfur sagði hugmynd um þessa leið fyrir almenning hafa meðal annars komið fram í tengslum við bólusetningarher- ferðina sem hófst í haust gegn heilahimnubólgu. Er ráðgert að henni verði lokið síðla árs en alls verða bólusett um 90 þúsund börn og ungmenni á aldrinum sex mán- aða til og með 18 ára. Ný skráningarleið aukaverkana bólusetninga á vef landlæknis Skráning aukaverkana mikilvæg SAMBÚÐ stöðumælis ofarlega á Klapparstíg og gosbrunns, sem stendur reisulegur við hlið hans, hefur löngum verið góð en í kuldaá- hlaupinu síðustu daga hafa sam- skipti þeirra heldur kólnað. Gos- brunnurinn skvettir alltaf smá vatni á félaga sinn, til að brynna honum og kæla niður þegar heitt er í veðri og var gosbrunnurinn svo ánægður með blíðviðrið síðustu daga að hann gleymdi sér og lét því vatnið gusa á stöðumælinn þegar frysti. Reyndar er stöðumælirinn svolít- ið upp með sér að vera brynjaður klaka, því þá taka mun fleiri veg- farendur eftir honum þegar þeir ganga fram hjá í þungum þönkum. Svo hafa mjög fáir stöðumælar fengið mynd af sér í Morg- unblaðinu. Köld sam- búð stöðu- mælis og gosbrunns Ljósmynd/Þórdís J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.