Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 29 DAGBÓK Ertu með mat á heilanum? Ertu ofæta, búlimía eða anorexía? Þetta gætu verið fyrstu sporin til varanlegs bata. Stuðst er við 12 spora kerfi. Upplýsingar gefur Inga Bjarnason í síma 552 3132 og 866 1659 • FAGBÓK • BÓKHALD • SKATTSKIL • RÁÐGJÖF Tökum að okkur bókhald, skattframtöl, stofnun félaga, vsk uppgjör, kvótaskráningu, launauppgjör sjómanna/landverkafólks o.fl. Freydís Ágústa Halldórsdóttir viðurkenndur bókari Sigrún Anný Jónasdóttir viðurkenndur bókari Sími 5665050 • Fax 5665060 • fagbok@fagbok.is STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú vilt umfram allt fram- kvæma hlutina með þínu lagi, en það sakar nú ekki að fá aðstoð. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú geislar af krafti og hefur góð áhrif á alla sem eru í kringum þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst eins og þú náir ekki til fólks og ættir því að endurskoða með hvaða hætti þú talar til þess. Reyndu ekki að byrgja til- finningarnar inni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefðir gott af því að breyta til á einhvern hátt hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það reynir á trúnaðinn og ákveðnina þegar taka þarf ákvarðanir í viðkvæmum málum. Farðu varlega í samskiptum þínum við vini og vandamenn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef ágreiningur rís upp meðal fjölskyldumeðlima þarf að komast að mála- miðlun. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Yfirmenn þínir fylgjast grannt með frammistöðu þinni og eru ánægðir með það sem þeir sjá. Þú átt því að geta afgreitt málin vand- ræðalaust. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sýndu fyrirhyggju í pen- ingamálum og láttu ekki freistast til þess að slaka á klónni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er kominn tími til að leysa frá skjóðunni og op- inbera leyndarmálin fyrir vinum sínum. Málin gætu þróast á annan veg en þú áttir von á. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhverjar breytingar eru yfirvofandi og margt sem kallar á athygli þína þessa dagana. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vænleg tækifæri bíða þín og þú skalt ekki hika við að grípa þau sem þér líst best á. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur ver- ið falið. Til þess að það megi takast þarftu að forgangs- raða hlutum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það getur skipt sköpum að beita réttum aðferðum til þess að ná árangri. Hættu öllum dagdraumum og komdu þér niður á jörðina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VATNSBERI Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 20. jan- úar, er áttræður Halldór Sveinn Rafnar, fyrrverandi borgarfógeti og formaður Blindrafélagsins, Hlíðar- húsum 3, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Þorbjörg J. Rafnar, verða að heiman í dag. LJÓÐABROT Á RAUÐSGILI Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót. Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin ljós drúpir hin vota engjarós. Löngum í æsku ég undi við angandi hvamminn og gilsins nið, ómur af fossum og flugnastraum fléttaðist síðan við hvern minn draum. – – – Jón Helgason Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. janúar sl. í Kópa- vogskirkju af sr. Irmu Ósk- arsdóttur þau Anna Sólrún Pálmadóttir og Björn G. Sæbjörnsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst 2002 í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Braga Benediktssyni þau Hildur Erlingsdóttir og Sturla Egilsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. HVAÐ er hindrunarsögn? Orðum spurninguna með dæmi: Þú situr í austur með 11 punkta og góðan sexlit í tígli. Það er enginn á hættu og það gengur pass til þín: Austur ♠ G6 ♥ 32 ♦ ÁK10985 ♣DG7 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass ??? Hvað viltu segja? Þú get- ur opnað á einum tígli, veik- um tveimur eða þremur. Nú er að velja. Úr því að makker hefur sagt pass er nokkuð ljóst að geim vinnst ekki í ykkar átt. Þess vegna býður staðan upp á það að setja hámarks- þrýsting á mótherjana og vekja á hindunarsögn. Kjarkmennirnir opna á þremur tíglum, en hinir láta tvo tígla duga. Þannig var það a.m.k. þegar spilið kom upp í 12. umferð Reykjavík- urmótsins: Norður ♠ 983 ♥ KD104 ♦ 7643 ♣Á2 Vestur Austur ♠ K10 ♠ G6 ♥ G9876 ♥ 32 ♦ G ♦ ÁK10985 ♣98653 ♣DG7 Suður ♠ ÁD7542 ♥ Á5 ♦ D2 ♣K104 Hvað svo sem austur kaus að gera gat ekkert komið í veg fyrir að NS kæmust í fjóra spaða. Gegn þeim samningi spilaði vestur út einspilinu í tígli. Austur tók tvo slagi á ÁK og spilaði þriðja tíglinum. Suður trompaði og vestur yfir- trompaði með tíu og spilaði laufi. Til að standa við samn- inginn þarf nú að fella kóng- inn blankan í trompi fyrir aftan. Og það gerðu 9 sagn- hafar af þeim 11 sem spiluðu fjóra spaða! Ástæðan var sú að á þeim borðum hafði austur vakið á hindrunar- sögn. Varla átti hann spaða- kónginn til hliðar við ÁK í tígli og háspil í laufi. Þar sem spilið fór niður hafði austur vakið á EINUM tígli. Sú látlausa sögn reyndist því besta „hindrunin“ í þessu spili. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember sl. í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni þau Sandra Sigurbergsdóttir og Reynir Þór Viðarsson. Heimili þeirra er að Álftaborgum 7, Reykjavík. 1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 Dd6 4. d4 Rf6 5. Be3 a6 6. Dd2 b5 7. f3 Bb7 8. Bd3 Rbd7 9. Rge2 e6 10. Re4 Rxe4 11. fxe4 c5 12. c3 Be7 13. 0-0 0-0 14. Had1 cxd4 15. cxd4 e5 16. Bc2 Had8 17. Rg3 g6 18. Kh1 exd4 19. Bxd4 Re5 20. Dh6 f6 21. Bb3+ Kh8 22. Hf4 Dc7 23. Hh4 Bd6 Staðan kom upp á Rilton Cup sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Tom Wedberg (2.530) hafði hvítt gegn Jens-Ove Fries Nielsen (2.444). 24. Bb6! De7 svartur gat ekki tekið biskupinn vegna mátsins á h7. Í framhaldinu vinnur hvítur skiptamun og stuttu síðar skák- ina. 25. Bxd8 Hxd8 26. Hf4 Bc5 27. Hff1 Rd3 28. Hd2 Bb4 29. He2 De5 30. Bd5 Bc8 31. a3 Bf8 32. Dd2 Rc5 33. Da5 Be7 34. Hc2 Hf8 35. Hfc1 Dd4 36. Dc7 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FRÉTTIR FJÖRUTÍU krakkar í Grafarvogi mættu í Rimaskóla um helgina til að læra að tefla, en taflfélagið Hrókurinn mun á næstunni standa fyrir skáknámskeiðum fyrir börn í 3.–7. bekk. Hrafn Jökulsson, for- maður Hróksins, segir að gríð- arlegur skákáhugi sé í Grafarvogi eins og sést hafi á aðsókninni. Á miðvikudag hefst skáknámskeið í Landakotsskóla fyrir börn í vest- urbæ og miðbænum. Hrafn segir að stefnt sé að því í framhaldinu að halda námskeið víðar. „Við teljum að skák sé mjög góð fyrir krakka þar sem hún bæði þjálfar rökhugsunina og ýtir undir sköpunargáfuna. Skákin kennir krökkum að hugsa sjálfstætt, gera áætlanir og gefast ekki upp. Það er svo margt í skákinni sem nýtist í hinu daglega lífi. Markmið okkar er að gera skákina að nýju að hinni einu sönnu þjóðaríþrótt íslendinga og til að svo megi verða þurfum við að fá unga fólkið með okkur. Það hefur svo sannarlega sýnt sig að krakkar fá áhuga á skákinni um leið og þeir fá tækifæri til að kynnnast henni,“ segir Hrafn. Morgunblaðið/Kristinn Þær Þórunn Margrét Sigurðardóttir í Engjaskóla og Saga Eir Svanbergs- dóttir í Borgarskóla, sem báðar eru átta ára, fá hér leiðsögn hjá Hrafni Jökulssyni, sem er einn fjölmargra leiðbeinenda í Skákskóla Hróksins. Skák og mát í Grafarvogi         MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.