Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 33 Sýnd kl. 5 Ísl. tal./ Sýnd kl. 6 enskt tal. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 8 og 10. / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 og 10.15. B. I. 16. / / / Kl. 3.45 ísl. tal. / Kl. 4 og 5 ísl. tal. / Kl. l. 2 ísl. tal. / Kl. l. 2 og 4. ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5, 7, 8 og 9. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Kvikmyndir.isHL MBL E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I  ÓHT Rás 2  1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B. i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com GÓÐU fréttirnar eru þær að dell- an Juwanna Mann er ekki jafn vond og hún lítur út fyrir af sýnishorninu að dæma, þær slæmu að það þarf svo sem ekki mikið til. Efnisþráðurinn er greinilega sóttur í smiðju meistara Wilders og I.A.L. Diamonds, nánar tiltekið klassíkina Some Like it Hot. Jamal (Miguel Nuñez) er körfu- boltastjarna sem stígur frægðin til höfuðs og er rekinn úr NBA með skömm. Missir allt sitt og hyggst koma málunum á réttan kjöl með því að fara í kvenmannshlutverk; gerist hin karlmannlega Juwanna Mann og kemst í lið í kvennadeildinni, WNBA. Áætlunin gengur stórslysalaust eftir lengi vel, liðið fer að sigra hvern leikinn á eftrir öðrum og Jamal/Juw- anna að haga sér einsog íþrótta- manni sæmir inni á vellinum. En það tekur að harðna á dalnum er Jamal/ Juwanna verður bálskotin í hinni ít- urvöxnu Michelle (Vivica A. Fox) og skömmu síðar kemst allt svínaríið upp og kempan í verri málum en nokkru sinni. Það merkilega er að fram að þess- um punkti er myndin sæmileg skemmtun, einkum sakir óumdeilan- legra hæfileika Nuñez – sem reyndar er mun trúverðugri sem drag- drottning en karlremba. Aðstæðurn- ar bjóða uppá tvíræðar uppákomur og brandara og framvindan hreint ekki sem verst. Þá fara höfundarnir að taka sig alvarlega og reyna að gerast gáfaðir og mannbætandi. Taka að prédika bróðurkærleika yfir áhorfendum og Juwanna Mann súnkar niður í gamalkunna klisju- súpu að hætti lélegra Hollywood- skriffinna. Uppúr stendur borubrattur leikur Nuñez og fagmannleg kvikmynda- taka Villalobos. Jamal í djúpum… Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Jesse Vaughan. Handrit: Bradley Allenstein. Kvikmyndatöku- stjóri: Reynaldo Villalobos. Tónlist: Lisa Coleman. Aðalleikendur: Miguel A. Nuñez, Vivica A. Fox, Kevin Pollak, Tommy Davidson, Kim Wayans. 90 mín. Warner Bros. Bandaríkin 2002. JUWANNA MANN Miguel A. Núñez yngri og gam- anleikur hans gefur Juwanna Mann gildi. KYNLÍF er gamanleikur, er líkt og fyrri myndir leikstjórans Cath- erine Breillat, forvitnileg, ástríðu- full, heimspekileg og jafnvel enn persónulegri. Hún er mynd innan myndar þar sem verið er að fjalla um mannlegar tilfinningar og eðli, einkum kynhvötina, frá nýstárlegu sjónarhorni. Aðalpersónan er kvikmyndaleik- stjórinn Jeanne (Anne Parillaud), sem er að glíma við að taka há- punktinn, ástaratriði sem verður einkar erfitt viðureignar því leik- ararnir hafa nánast skömm hvor á öðrum og eru með afbrigðum ósam- vinnufúsir. Hann (Grégoire Colin), er vandmeðfarinn, skælinn og góð- ur með sig líkt og svo margir sem eru óöruggir inn við beinið. Hún ( Roxane Mesquida), er óstyrk og gerir öllum erfitt fyrir með ódulinni andúð sinni á mótleikaranum. Jeanne beitir öllum brögðum við að koma þessu lykilatriði frá, notar allan tilfinningaskalann og linnir ekki látum fyrr en það er fast á filmu. Í rauninni er hér engin dæmigerð gamanmynd á ferðinni þó slíkt megi ráða af nafninu, heldur tilfinninga- ríkt drama með sínar broslegu hlið- ar. Leikstjórinn er jafnan í for- grunni, myndin linnulaus bardagi viljasterks listamanns að ná settu marki, hvað sem það kostar. Breillat er vafalaust að lýsa sjálfri sér og reynslu sinni sem um- deildur kvikmyndagerðarmaður og skrifar einnig litríkan, vitrænan, stundum þreytandi orðaflauminn. Heimspekilegar og sálfræðilegar pælingar um mannleg samskipti þar sem ástríðurnar blómstra alls staðar annars staðar en í bólsen- unni miklu. Sex is Comedy gefur einnig skemmtilega innsýn í lífið á töku- stað, árekstrana og straumana sem liggja í loftinu á milli manna. Paril- laud (La Femme Nikita), er drottn- andi miðpunktur, Colin eftirtektar- verður, Meaquida sæt en litlítil. Ástríðurnar eru ekkert grín Sex is Comedy er fróðleg stúdía á erf- iðleikum sem því eru tengdir að end- urskapa ástríðu fyrir hvíta tjaldið. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri og handrit: Catherine Breillat. Aðalleikendur: Anne Parillaud, Grégoire Colin, Roxane Mesquida, Ashley Wann- inger. 90 mín. Frakkland 2002. SEX IS COMEDY  Sæbjörn Valdimarsson CHATILIEZ er leikstjóri fárra en einna eftirminnilegustu frönsku grín- mynda síðustu fimmtán ára. Þar af flykktust Íslendingar á Tatie Danielle og nú í vetur sýndi Filmundur La vie est un long fleuve tranquille. Það eru því margir sem hafa beðið Tanguy með eftirvæntingu. Og eins og Chatiliez einum er lagið er Tanguy ótrúleg týpa. 28 ára heim- spekingur með gráðu í japönsku og aðra í kínversku í undirbúningi, býr hann enn hjá foreldrum sínum. For- eldrum sínum til mikilla leiðinda. Þau þola hann ekki lengur, umgengni hans og endalausar raðir af hjásvæf- um. Foreldrarnir taka því höndum saman að fæla drenginn út, og gam- anið byrjar. Eric Berger tekst að gera Tanguy að sérlega yfirlætislegri og óþolandi mannveru á sinn „fyrirmyndar“ hátt. Áhorfendur eru því af öllu hjarta með foreldrunum í illkvittnislegum aðferð- um þeirra gegn einkasyninum. Azéma og Dusollier skemmta sér augljóslega vel í hlutverkum sínum og hrífa áhorfendur með sér. Tanguy byrjar sem fínasta gaman- mynd með hálf tragískum undirtóni, en leiðist út í farsa og þá er bara að gefa eftir og fylgja með. Það sem gef- ur Tanguy og öðrum myndum Chatil- iez aukið gildi – fram yfir margan franskan farsann – er að þær fjalla um hluti og aðstæður sem er svo auð- velt að tengja við og hrylla við. Tanguy er ekki með betri myndum Chatiliez sem oftast eru fullar af ótrú- lega skemmtilegum og eftirminnileg- um persónum og uppákomum. Leik- stjórinn hefði oft á tíðum mátt notfæra sér miðilinn á frumlegri hátt. Einnig er myndin fulllöng og margar hugmyndirnar ofunnar. Tanguy er þó frábær skemmtun, eðalgrín sem allir ættu að geta haft gaman að. Burt með þig! Hildur Loftsdóttir KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjórn: Étienne Chatiliez. Handrit: É. Chatiliez og Laurent Chouchan. Kvik- myndat.: Philipe Welt. Aðalhlutv.: Sabine Azéma, André Dusollier, Eric Berger og Hélene Duc. 110 mín. UGC 2001. TANGUY/HÓTEL MAMMA  Guetz-hjónin vilja soninn burt af Hótel mömmu, hvað sem það kostar. GASPAR NOÉ, fransk-argentíski leikstjórinn umdeildi, átti stutta við- dvöl hér á landi í liðinni viku. Erind- ið var að kynna mynd sína Irréver- sible sem verður frumsýnd hér á landi 31. janúar. Myndin sú er tví- mælalaust ein sú allra umdeildasta sem út kom á síðasta ári og nægir þar að nefna það fjaðrafok sem hún olli er hún var sýnd í aðalkeppni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. Komst þá í heimspressuna að bíó- gestir, bæði á fjölmiðlasýningu sem og opinberri hátíðarsýningu, hefðu fallið í yfirlið, yfirgefið salinn um miðja mynd í ofboði vegna eldfimra efnistaka og afdráttarlausra ofbeld- isatriða. Af þeim sökum hefur Noé átt í útistöðum við kvikmyndeftirlit víðsvegar um heim en hann hefur sett þau skilyrði að annað hvort sé myndin sýnd óklippt eða ekki. Kvik- myndaskoðun hér á landi hefur fall- ist á að myndin verði sýnd óklippt en þó með þeim skilyrðum að hún verði eingöngu sýnd á kvöldsýningum. Það þarf vart að fylgja sögunni að hún verður stranglega bönnuð börn- um yngri en 16 ára. Noé sagðist í samtali við Morg- unblaðið skilja vel að myndin væri ekki við allra hæfi, hún hefði heldur aldrei átt að vera það. Hann segist stoltur af verki sínu og iðrast einsk- is, markmiðið hafi verið að hreyfa við fólki, og það hafi tekist. Tvær af skærustu stjörnum evrópskrar kvik- myndagerðar um þessar mundir fara með aðalhlutverkin í myndinni, parið Monica Bellucci og Vincent Cassel. Noé sagðist kunna vel við sig á Ís- landi, þótt kuldinn væri fullmikill fyrir sinn smekk. Hrifnastur var hann af Bláa lóninu þar sem hann segist hafa orðið fyrir afar ein- kennilegri upplifun. Umdeildur leikstjóri í heimsókn Morgunblaðið/Árni Sæberg Mynd Gaspars Noés hefur vakið at- hygli í Evrópu en Ameríkufrumsýn- ingin verður á Sundance í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.