Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H LUTVERK háskóla er öflun og miðlun þekkingar, þ.e. rannsóknir og kennsla. Þetta fer ætíð saman, en í mis- miklum mæli. Meginskyldur háskóla gagnvart íslensku samfélagi felast annars vegar í kennslu háskólanema og hins vegar í rannsóknum og þekkingaröflun sem stuðlar að þróun íslensks atvinnulífs og menningar. Þróun íslensks samfélags á allt undir því að vel takist til í þessum efnum, að vel menntuð þjóð búi að frumlegu og öflugu rannsóknarstarfi og nýsköpun. Ef Ísland á að vera í fremstu röð á nýrri öld þarf að efla bæði háskólakennslu og rannsóknir. Við þurfum að hækka það hlutfall ungs fólks sem lýkur háskólaprófi og styrkja íslenskt vísindasamfélag sem er smávaxið og til- tölulega veikburða enda þótt töluvert hafi áunnist á undanförnum árum. Háskólakennsla Kröfur þjóðfélaga og atvinnulífs um menntun hafa vaxið stig af stigi. Þróuð sam- félög gera sífellt meiri menntunarkröfur og atvinnulífið byggir í æ meira mæli á há- menntuðu starfsfólki sem getur skapað nýja þekkingu og atvinnutækifæri. Í flestum vestrænum löndum ljúka sífellt fleiri há- skólaprófi. Annars vegar ljúka fleiri hefð- bundnu háskólanámi. Hins vegar hefur skil- greining háskólanáms verið víkkuð út og nám sem áður var í framhaldsskólum flutt á háskólastig. Jafnframt hefur skólum á há- skólastigi fjölgað, ekki síst á Íslandi sem á vafalaust heimsmet í fjölda háskóla miðað við íbúafjölda. Þessi þróun hefur að mörgu leyti verið til góðs. Hún hefur stuðlað að því að fleiri nemendur menntist og opnað þess- um nemendum fjölbreytilega námsmögu- leika á háskólastigi. Hvað er háskóli? Flestar þjóðir hafa átt marga háskóla öld- um saman. Þessir háskólar skipta gjarnan með sér verkum og hlutverk þeirra eru oft ólík. Hlutverkaskiptingin er tvíþætt. Annars vegar leggja skólar áherslu á mismunandi fræðasvið, svo sem almennir háskólar sem spanna yfir mörg fræðasvið og sérskólar t.d. á sviði viðskipta, landbúnaðar eða kenn- aranáms. Hins vegar leggja háskólar mis- mikla áherslu á hlutverk sitt sem rannsókn- arstofnanir. Flestar þjóðir gera hér greinarmun í nafngift skóla. Þannig gera t.d. Bandaríkjamenn greinarmun á „University“ sem kalla mætti rannsóknaháskóla og „Coll- ege“, sem leggur megináherslu á kennslu til fyrstu háskólagráðu. Aðrar þjóðir nota sam- svarandi nafngiftir til að gera þennan grein- armun. Íslendingar, sem áttu lengst af engan og síðan einn háskóla, hafa ekki gert grein- armun á lenskum var fjölg heldur s yfir alla Í nágr allan he fremst s og gegn sóknars er í senn rannsók muna, n manna, aðstöðu fæstar þ Háskólar Ísland Eftir Einar Stefánsson            ! "  # 012 '& 345 '& $"1  / &' 61  S TJÓRNMÁLALÍFIÐ hef- ur lengi verið staðnað í fjötrum gamla fjórflokks- ins og íslenskir jafn- aðarmenn dæmdir til út- legðar í eyðimörk stjórnmálanna. Útlegð sem tryggt hefur Sjálfstæð- isflokknum yfirburðastöðu í krafti stærðar sinnar og getu til að mynda tveggja flokka ríkisstjórnir. Enginn flokkur hefur sett mark sitt á sam- félagið með neinum viðlíka hætti, enda íslenskt þjóðfélag allt annarrar gerðar en norrænu kratamódelin. Nú um stundir lítur út fyrir að bar- átta jafnaðarmanna fyrir öflugri hreyfingu, sem hefur burði og styrk til að veita Sjálfstæðisflokknum raun- verulega samkeppni um hylli kjós- enda, sé að takast. Stjórnmálahreyf- ingu sem hefur afl til að breyta þjóðfélaginu með afgerandi hætti og getur unnið að brýnum réttlæt- ismálum á borð við fyrningu veiði- heimilda og róttækum breytingum á kjörum bótaþega. Hreyfingu sem minnkar ójöfnuðinn og berst gegn þeirri ömurlegu og vaxandi fátækt sem er að skjóta hér rótum. Það hillir undir það að annar flokk- ur en Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað sterkar tveggja flokka stjórn- ir og veitt þeim forsæti. Uppgangur Samfylkingarinnar undanfarna mán- uði gefur vonir um að þetta geti tekist í kosningunum í vor. Til að lyfta undir að það verði að veruleika fékk formað- ur Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra til liðs við flokkinn í kosningabaráttunni í vor. Einn sigursælasta og farsælasta stjórnmálamann landsins sem á að baki þrjá stóra sigra á Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík. Þeim Össuri Skarphéðinssyni formanni og Mar- gréti Frímannsdóttur varaformanni tókst að leiða flokkinn úr vonlítilli stöðu til þess að njóta fylgis ríflega þriðjungs kjósenda í skoðanakönn- unum við árslok. Því er lag til að ná þeim árangri sem að var stefnt með stofnun Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stígur af stóli borgarstjóra og inn í lands- málin sem forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar. Innkoma hennar eyk- ur líkurnar á því að Samfylkingunni takist að verða sá valkostur sem flokknum var ætlað að verða með stofnun sinni. Að verða samnefnari fé- lagshyggjufólks og jafnaðarmanna með breiða skýrskotun inn á miðju stjórnmálanna. Til að vinna að þessu markmiði kynntu þau Össur og Ingi- björg Sólrún til sögunnar pólitískt tvíeyki sitt í forystu jafnaðarmanna í kosningabaráttunni næstu mánuði. Einsog alltaf þegar brotið er blað og ótroðnar slóðir fetaðar þá sýnist sitt hverjum. Fyrirmyndin er í sjálfu sér engin en nokkur dæmi má tína til úr íslenskri og erlendri stjórn- málasögu um öflug pólitísk tvíeyki, þó annarrar gerðar séu. Í hugmyndinni getur falist verulegur styrkur. Sem dæmi um slíkt af erlendum vettvangi má nefna leiðtoga breskra jafn- aðarmanna, þá Tony Blair og Gordon Brown. Litið til innlendra stjórn- máladúetta ber vitaskuld hæst þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, Ey- stein Jónsson og Hermann Jónasson, og þá Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason. Öll þessi tvíeyki urðu til að styrkja stöðu flokkanna sem þau veittu forystu og breikka ásýnd þeirra, þannig að betri árangur náðist. Ingibjörg Sólrún mun bera stefnu Samfylkingarinnar fram í kosninga- baráttunni og verður forsætisráð- herraefni flokksins en Össur fer með leiðarstjórnun hans og stjórn- armyndun eftir kosningar. Þetta er skýr og klár verkaskipting sem getur skilað góðum árangri. Þau bera fram þá frjálslyndu jafnaðarstefnu sem flokkurinn berst fyrir og kristallast m.a. í lýðræðislegum umbótum, fjöl- breyttri atvinnustefnu, réttlæti í auð- lindanýtingu og öflugu velferðarkerfi. Velferðarkerfi þar sem kýr rekstr- arformsins eru ekki heilagar, heldur leiðir að markmiði um jöfnuð og sann- girni. Þá skiptir ekki minnstu að bæði eru þau Evrópusinnar í besta skilningi þess orðs. Markviss menntasók um í framsókn flokksins aðarfyllsta verkefni Sam arinnar í næstu ríkisstjó standa fyrir framsækinn stefnu á öllum stigum. S ina í gegnum framhalds leggja sérstaka áherslu endurmenntun og anna ir þá sem hafa horfið frá leiðinni. Skólakerfið er s aldags og þunglamalegt endurbóta er þörf til að nútímalegs horfs. Þetta stærstu verkefnum sem jafnaðarmanna stendur takist flokknum að kom isstjórn. Áhrifaleysi jafnaðarm un samfélagsins er sorg leg söguleg staðreynd. A þeir ýmsu áorkað og un samstarfi við aðra. Vöku mannatryggingar og fræ eitthvað sé nefnt. En áh getað verið miklu meiri þar af leiðandi mikið bet loksins undir það að viðv stjórnarandstöðu og sun verið á enda. Þá er miki og landslag stjórnmálan en nokkru sinni fyrr. Flokkakerfi Jónasar ur runnið sitt skeið á en arnir lifað sína daga. Ný sem hverfist um öfluga ingu jafnaðar- og kvenfr arsvegar og klassískan h hinsvegar, verður líkleg þegar horft er yfir pólití Hvort svo verður kemur sem kosningarnar 10. m kvæðagreiðsla um það h ur stjórnmálanna mun l áratugina. Þær munu sn hvort eyðimerkurgöngu aðarmanna sé loksins lo þeirra Ingibjargar Sólrú íðs Oddssonar mun hald artaumana að kosningu Eyðimerkurgöngu lokið Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er frambjóða arinnar í Suðurkjördæ LITRÍKUR LANDBÚNAÐUR Íslenzkur landbúnaður hefur átt ábrattann að sækja síðustu áratugi.Fyrri hluti lýðveldistímans ein- kenndist af mikilli sókn. Mikil ræktun stóð yfir í sveitum landsins. Ný íbúðar- hús voru byggð, fjós, hlöður og fjárhús og framleiðsla landbúnaðarins aukin að sama skapi. Í kjölfar þessa uppbygging- artímabils tók hins vegar við tími sam- dráttar og minnkandi framleiðslu, sem staðið hefur fram á þennan dag. Landbúnaðurinn hefur verið stöðugt bitbein stjórnmálamanna, sem deilt hafa um það hversu mikið fé er veitt til þess að greiða niður verð landbúnaðarafurða og hvernig það skuli gert. Í huga al- mennings í þéttbýli hefur þess vegna skapazt sú ímynd af landbúnaði, að þar væri um að ræða atvinnugrein, sem ekki gæti staðið á eigin fótum og þyrfti á fé að halda úr almannasjóðum. Smátt og smátt hefur þeim fjölgað, sem telja, að vandi landbúnaðarins felist fyrst og fremst í því milliliðakerfi, sem byggt hefur verið upp í kringum at- vinnugreinina og taki til sín alltof mikla fjármuni. Enginn ágreiningur er um það að ís- lenzkir bændur framleiða vöru, sem að gæðum er fullkomlega sambærileg við framleiðslu bænda í öðrum löndum. Um það er heldur ekki deilt, að vinnslustöðv- ar landbúnaðarins vinna vörur úr fram- leiðslu landbúnaðarins, sem að gæðum eru samkeppnisfærar við erlendar bú- vörur. Þótt miklir fjármunir fari úr almanna- sjóðum til landbúnaðarins sem slíks er ljóst að afkoma bændanna sjálfra mætti vera betri. Afkoma ákveðins hóps þeirra, sem hafa fyrst og fremst byggt á sauðfjárrækt, er í mörgum tilvikum hörmuleg. Nú hafa bændakonur tekið frumkvæði um að breyta þeirri neikvæðu mynd, sem almenningur hefur af landbúnaðin- um. Þær hafa bundizt samtökum í gras- rótarhreyfingu, sem nefnist Lifandi landbúnaður. Þær vilja stuðla að litrík- ari landbúnaði, sem starfi í persónulegri tengslum við neytendur ásamt sterkari bændastétt og traustari byggð í landinu. Þessu framtaki bændakvenna ber að fagna. Það er löngu tímabært að breyta þeirri mynd, sem orðið hefur til af ís- lenzkum landbúnaði. Anna Margrét Stefánsdóttir segir að þær vilji skapa „breiða þekkingu, skilning og tengsl milli framleiðenda og neytenda“. Talsmenn Lifandi landbúnaðar segja, að þær vilji nálgast neytendur á per- sónulegri hátt með því að geta selt af- urðir síns bús á sínu búi. Þetta tíðkast víða erlendis og þjónar bæði því hlut- verki að styrkja landbúnaðinn og efla ferðaþjónustu, enda sækjast ferðamenn gjarnan eftir að geta bragðað á landbún- aðarafurðum héraða og landshluta og tekið með sér heim. Úreltar reglur standa í vegi fyrir starfsemi af þessu tagi hér á landi. Takist að breyta því mun hins vegar skapast nauðsynlegt mótvægi við þá hamborgarasjoppu- menningu, sem ríkir illu heilli víða á landsbyggðinni og er ferðaþjónustunni sízt til framdráttar. Framtak bændakvennanna er fyrsta vísbendingin sem komið hefur fram í langan tíma um að breytt viðhorf séu að ryðja sér til rúms meðal bændastéttar- innar. Neytendur eiga að taka þessu framtaki opnum örmum. Það getur vel orðið til þess að skapa þáttaskil í sveit- um landsins, efla landbúnaðinn á ný og og leiða til aukinnar velsældar í sveitum landsins. Ísland er allt annað og betra land með búsældarlegum sveitum. NEYSLUHEGÐUN ALMENNINGS Mikil umræða hefur staðið um það ínágrannalöndunum að margt bendi nú til þess að í garð sé að ganga tímabil verðhjöðnunar eftir látlausa verðbólgu í rúmlega hálfa öld. Þrír sér- fræðingar, sem rætt var við í Morgun- blaðinu í gær, segja að litlar líkur séu á verðhjöðnun hér á landi og benda á að verðbólga sé enn ríkjandi þótt hún hafi lækkað verulega og líkur séu á að hún þokist upp á við á næstunni vegna áhrifa stóriðjuframkvæmda. Hvort sem við er- um að sigla úr verðbólgu inn í verðhjöðn- un eða ekki eru ýmsar vísbendingar um það að breytingar séu að eiga sér stað á neyslumynstri almennings hér á landi og þær markist af samdrættinum í íslensku efnahagslífi. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur, blaðamanns í Morgunblaðinu, í gær um breytta hegðun landsmanna kemur fram að um hátíðirnar hafi fólk eytt minna fé en áður. Þótt jólaverslun hafi verið svip- uð í heild og áður hafi fólk eytt minni peningum í mat og sneytt hjá dýrri merkjavöru. Þá kvarta leigubílstjórar undan því að lítið sé að gera og segist einn ekki hafa séð það svartara frá 1950. Þá hafi áramótafagnaðir verið færri og sumir smærri í sniðum en undanfarin ár. Það er þó ekki óhætt að segja að þess- ar vísbendingar séu birtingarmynd sam- dráttar, til þess eru fyrirvararnir of margir. Í grein Ragnhildar er bent á að þótt minna fé sé varið til matarkaupa sé síður en svo þar með sagt að fólk hafi borðað minna. Jólasteikin hafi einfald- lega verið mun ódýrari en menn eigi að venjast. Þá hafi kjöt ekki aðeins lækkað í verði heldur einnig grænmeti. Um leið hafa Íslendingar í auknum mæli flutt innkaup sín í svokallaðar lágvöruverðs- verslanir og er meðal annars farið að taka tillit til þess í vísitöluútreikningum Hagstofunnar. Samkvæmt tölum greiðslukortafyrirtækisins Europay vörðu Íslendingar rúmlega 3% lægri upphæð til matar- og drykkjarkaupa í desember 2002 en í sama mánuði 2001 og nær 4% minna í fatnað. Leigubílstjórar kenna hins vegar rekstrarleigu, kaupleigu, bílaleigu og öðrum nýjungum um vanda sinn, sem og því að fólk vilji fremur eiga tvo bíla en að reiða sig einstaka sinnum á leigubíla. Sé það rétt bendir vandi leigubílstjóranna ekki til þess að fólk hafi minna handa á milli, heldur til breyttrar hegðunar, fyr- irbæris, sem á máli hagfræðinnar kallast hliðrun. Þótt ekki sé einsýnt að leggja megi að jöfnu samdrátt og breytta neysluhegðan er ekki hægt að horfa fram hjá því að margir brenndu sig á þeirri skefjalausu bjartsýni sem ríkti í góðærinu fyrir alda- mótin. Dómsmálum hjá héraðsdómstól- um landsins fjölgaði mikið 2002 og eru um og yfir 95% einkamála vanskilamál. Á hinn bóginn voru vanskil við Íbúða- lánasjóð í sögulegu lágmarki á síðasta ári þótt fjöldi mála þar sem tekið hafi verið á greiðsluerfiðleikum hafi tvöfald- ast. Það blandast engum hugur um að þjóðfélagið er að ganga í gegnum sam- dráttarskeið. Áhrif þess á neysluvenjur og hegðun almennings virðist vera í þá veru að fólk geri sér nú betur grein fyrir hvað það hafi handa á milli og leitist við að eyða ekki meiru en það aflar. Slík þró- un hlýtur að ýta undir heilbrigðara efna- hagslíf þegar til lengri tíma er litið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.