Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 14
Í FYRSTA kulda- kasti ársins buðu þær Kristín R. Sigurðar- dóttir sópransöng- kona og Antonia He- vesi píanóleikari til einsöngstónleika í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Efnisskrá tón- leikanna hófst með sex íslenskum ein- söngslögum. Fyrstur kom Eyþór Stefáns- son með Lindina og Mánaskin, síðan komu Horfinn dagur eftir Árna Björnsson, Kvöldsöngur eftir Markús Kristjánsson, Kveðjan eftir Þórarinn Guðmundsson og loks Heimir eftir Sigvalda Kaldalóns. Öll eru þessi sönglög vel þekkt og voru hér flutt af músikalskri næmni söngvara og meðleikara. Þar næst kom aría Semele, O Jove in pity, úr óperunni Semele eftir Handel. Þar næst fluttu þær Kristín og Antonia Come scoglio, söngles og aríu Fi- ordiligi úr óperunni Cosi fan tutte eftir Mozart og síðan aríu Adriönu, Io son I’ umille ancella, úr óperunni Adriana Lecouvreur eftir Francesco Cilea. Þá var röðin komin að þætt- inum Inflamatus úr sekvíensunni Stabat mater í tónsetningu Rossinis og að lokum fluttu þær Kristín og Antonía þrjár óperuaríur. Fyrst ar- íu Mimi úr La boheme, Mi chiamano Mimi, eftir Puccini þar á eftir fylgdi aría Santuzzu úr Cavalleria Rustic- ana eftir Mascagni, Voi lo sapete og að lokum aría Elenu, Merce dilette amiche úr I Vespri Siciliani eftir meistara Verdi. Þetta eru allt fræg- ar sópranaríur sem allir óperu- og einsöngsunnendur þekkja vel. Sem aukalag söng Kristín Draumalandið eftir Sig- fús Einarsson. Kristín R. Sigurðar- dóttir hefur geysifallega sópranrödd sem hún beitir af mikilli kunnáttu og mjög næmri tilfinn- ingu fyrir tónlistinni og textanum. Textafram- burður var góður, sér- staklega í íslensku söng- lögunum. Öll efnisskráin var mjög vel flutt og virkilega vandað til verks, sérstaklega má nefna aríu Mimi úr La boheme og Santuzzu úr Cavaleria Rusticana en þar fór Kristín hrein- lega á kostum og verðskuldaði virki- lega þau „bravo“-hróp sem komu úr salnum. Það væri virkilega tilhlökk- unarefni að fá að sjá og heyra Krist- ínu á óperusviðinu t.d. í hlutverki Mimi sem virðist passa röddinni sérlega vel. Antonia Hevesi er mjög góður og músikalskur meðleikari, hefur gott vald á hljóðfærinu og studdi vel við söngkonuna. Sam- vinna þeirra var mjög örugg og samtaka. Á efnisskránni kemur fram að þær stöllur muni halda tón- leika í Siglufjarðarkirkju og í Mið- garði í Varmahlíð á næstunni og ættu þeir Siglfirðingar og Skagfirð- ingar sem unna góðum einsöng ekki að láta þetta tækifæri fara fram hjá sér. „Sungið inn í hjarta áheyrenda“ TÓNLIST Hásalir Hafnarfirði Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Ant- onia Hevesi, píanóleikari. Laugardag- urinn 18. janúar 2003 kl. 17.00. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Kristín R. Sigurðardóttir LISTIR 14 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“ Námskeið fyrir almenning í Þjóðarbókhlöðu Rapp og rímur. Steindór Andersen, kvæðamaður, Jón Magnús Arnarsson, rappari og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði. Steindór kveður, Jón rappar og Hilmar Örn fjallar um rapp og rímur. 29. janúar. www.hvar.is. Þóra Gylfadóttir, verkefnisstjóri, kynnir vefinn fyrir almenningi. Leiðbeint verður um hvernig eigi að rata á vefnum leiðina inn í rafrænu gagnasöfnin og tímaritin. Sjá www.hvar.is/namskeid/ www.hvar.is. Þóra Gylfadóttir, verkefnisstjóri, kynnir fyrir sérfræðingum þá persónulegu árvekniþjónustu, sem rafrænu gagnasöfnin og tímaritasöfnin bjóða notendum upp á. Sjá www.hvar.is/namskeid/ Í samvinnu við ReykjavíkurAkademíu: •Stephan G. Stephansson. Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur. Um húmanistann, bóndann og heimsborgarann Stephan G. Stephansson. Skoðuð verða gögn úr Handritadeild Landsbókasafns, sem notuð voru við ritun Landnemans mikla. 5. og 12. febrúar. •Konur í fornöld – ímyndir og hugarflug. Auður Ingvarsdóttir, sagnfræðingur. Fyrir alla sem hafa gaman af því að velta fyrir sér hugmyndum um konur og stöðu kvenna í fortíð og nútíð. 19. og 26. febrúar. •Ímynd Íslands að fornu og nýju. Sumarliði R. Ísleifsson, sagnfræðingur. Viðhorf útlendinga til Íslands frá miðöldum til samtímans. Fyrir áhugafólk og fólk í ferðaþjónustu. Sýning er í safninu á ferðabókum fyrri tíma. 5. og 12. mars. •Bókmenntir í bændasamfélagi 19. aldar. Davíð Ólafsson, sagnfræðingur. Staða grunnmenntunar, miðlun og dreifing lesefnis í handritum og bókum og dagbækur og persónuleg skrif á 19. öld. 19. og 26. mars. •Orðin í snjónum. Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur. Um lestrarþorsta og sköpunarþrá. Sérkenni íslenskrar bókmenningar. Sýnd verða gögn úr Handritadeild Landsbókasafns. 2. og 9. apríl. •Orð og andóf. Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur. Frá kolbítum fornsagnanna til sveitamanna Halldórs Laxness. Fyrir áhugafólk um menningarsögu. 16. og 23. apríl. Námskeiðin eru haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu kl. 20:00 – 22:00. Verð er kr. 4.500, en Rapp og rímur kr. 3.500. Veitingastofan ,,Mímisbrunnur“ býður upp á léttan kvöldverð til kl. 20:00 á góðu verði. Upplýsingar og skráning í síma 525 5695 kl. 10-16 alla virka daga. Einnig á netfanginu erlabj@bok.hi.is. Sjá nánar á heimasíðu safnsins: www.bok.hi.is undir Fréttir. Opið hús verður í Þjóðarbókhlöðu með leiðsögn fyrsta sunnudag í mánuði kl. 14:00. „VÍNARPERLUR og ljúflings- lög“ var yfirskrift tónleikanna í Salnum sl. laugardag. Þótt aðsókn sé oft dræm um helgarsíðdegi var í þetta sinn hvert sæti skipað, og átti maður satt að segja von á öðru. Fyrri hluti dagskrár dró dám af viðfangsefnum hljómskála og kaffi- húsa Vínarborgar á blómaskeiði valsakónganna og þýzku óperett- unnar. Fyrst kom „Wien bleibt Wien“, hinn kunni marspolki eftir Josef Schrammel sem „Schramm- ellkvartetts“áhöfnin er við kennd (tvær fiðlur, klarínett (seinna harmónika) og gítar). Við tóku al- þekkt og vinsæl Vínarlög. Af þeim sungnu flutti Hanna Dóra Sturlu- dóttir tvo valsa eftir Johann Strauss yngri, „Draußen in Siever- ing“ og „Grüß dich Gott du liebes Nesterl“, auðheyranlega hagvön viðfangsefni og stíl. Hljómsveitin lék ein hinn hressa „Banditen-Gal- opp“ samahöfundar og Zigeuner- weisen Sarasates (Til eru fræ) þar sem Sigrún Eðvalds brilleraði á tataravísu með sterkkrydduðum ungverskum fiðlugúllas. Ólafur Kjartan söng „Auf die Heide blüh’n die letzte Rosen“ eftir Ro- bert Stolz og eyrnyrmisvals Kálm- áns „Grüß mir mein Wien“, að mínum smekk af fullmiklu afli og alvöru, en engu að síður við ágæt- ar undirtektir. Saman sungu þau valsinn góðkunna eftir Carl Zeller „Schenkt man sich Rosen“ og vöktu mikla lukku. Eftir hlé var horfið á vit reyk- vískra kaffihúsa ef svo mætti kalla, þ.e.a.s. á þriðja fjórðungi 20. aldar, með þrem syrpum úr lögum meistaranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona í útsetning- um Sigurðar I. Snorrasonar, að hluta byggðum á píanóút- setningum Magnúsar Ingimundarsonar. Sú fyrsta hófst með skondinni tilvitnun í „Dóna svo blá“ er leiddi yfir í djassvals Jóns Múla, Vikivaka, en í beinu framhaldi sungu þau Hanna Dóra Undir Stóra- steini, Án þín og Augun þín blá. Í syrpu II söng Hanna Sérlegan sendiherra, Ólafur Ljúflingshól en saman Ástardúett. Lokasyrpan samanstóð af Stúlkunni minni (hljsv.), Fröken Reykjavík (Ólaf- ur), Einu sinni á ágústkvöldi (Hanna) og bæði sungu saman Snjó og vítamín [Úti er alltaf að snjóa]. Féll flest í frjóan svörð eftir fun- heitum undirtektum áheyrenda að dæma. Hljómsveitin lék af lipurð, enda þótt Múlalagaútsetningarnar væru helzt til mjóbeinóttar að smekk undirritaðs og gerðu fjarska lítið fyrir þessar sígrænu perlur. Klarínettið og fiðlan brugðu stundum á „ad lib.“ sem kallað er og hefðu kannski betur látið ógert, því spuninn var frekar viðvaningslegur, sveifluvana og al- mennt útúr stíl. Léttara var yfir söngvurum en í fyrri hluta dag- skrár. Fór það sérstaklega Ólafi Kjartani vel að flíka stöku sinni brjósttónum sotto voce, og tókst honum að því leyti bezt upp í Ljúf- lingshól. Frá Vínarborg til Reykjavíkur TÓNLIST Salurinn Vínartónlist og vinsæl lög eftir Jón Múla Árnason. Hanna Dóra Sturludóttir sópr- an, Ólafur Kjartan Sigurðarson barýtónn, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Sigurður Ingvi Snorrason klarinett, Páll Einarsson kontrabassi og Reynir Sigurðsson slag- verk. Laugardaginn 18. janúar kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Hanna Dóra Sturludóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson ÞRIÐJU tónleikar starfsársins í tón- leikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, verða haldnir næstkomandi sunnudag og hefjast kl. 20. Síðastliðið ár tók Tríó Reykjavík- ur upp þá nýbreytni að fagna nýja árinu með sérstökum tónleikum af léttara taginu og fékk til liðs við sig söngvarana Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur og Bergþór Pálsson. Tónleikarn- ir mæltust svo vel fyrir að húsfyllir var á fernum tónleikum. Fimm- menningarnir munu nú taka upp þráðinn á ný og verða með tónleika með svipuðu sniði. Boðið verður upp á vínartónlist, sígaunatónlist og tón- list úr þekktum söngleikjum, bæði evróskum og amerískum og má þar m.a. nefna syrpu úr West Side Story eftir Bernstein. Einnig verða Moz- art, Lehar og Strauss með í för. Tríóið mun einnig bregða á leik og flytja nokkrar vel valdar perlur eft- ir m.a. Brahms, Dvorák, Fauré, Kreisler og Sarasate. Ráðgert er að endurtaka tónleikana mánudags- og þriðjudagskvöld 27. og 28. janúar ennig kl. 20. Áskriftarkort gilda eingöngu á sunnudagstónleikana, en miðasala er þegar hafin. Tríó Reykjavíkur á léttum nótum Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús Í tengslum við sýninguna then ...hluti 4 – minni forma held- ur Jonathan Dronsfield fyrirlestur kl. 20 sem hann nefnir The Place of Work of Art. Jonathan er heim- spekingur og forstöðumaður list- rannsóknadeildar Háskólans í Southampton. Hann er hingað kominn vegna sýningarinnar og skrifar m.a. grein í sýning- arskrána. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Náðargáfa Gabr- iels er eftir Hanif Kureishi í þýðingu Jóns Karls Helga- sonar. Sögð er saga Gabriels, fimmtán ára pilts frá norðurhluta London sem reyn- ir að ná fótfestu eftir brotthvarf föðurins af heimilinu. Báðir foreldrar Gabriels standa í raun á krossgötum og þurfa á leiðsögn og stuðningi drengsins að halda. Sjálfur leitar Gabriel ráða hjá tvíburabróður sínum, sem lést á barnsaldri, og reynir jafn- framt að beisla þá óvenjulegu sköp- unargáfu sem býr innra með honum. Hanif Kureishi er í hópi fremstu rit- höfunda Bretlands nú um stundir. Hann hefur jöfnum höndum skrifað leikrit, sögur og kvikmyndahandrit og meðal annars fengið Whitbread- verðlaunin og verið tilnefndur til Ósk- arsverðlaunanna. Skáldsaga hans Náin kynni kom út hér á landi árið 1999. Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur og er þetta nítjánda bókin sem út kemur í neon-bókaflokki forlagsins. Bókin er prentuð hjá prentsmiðjunni Odda hf., kápuhönnun annaðist Snæ- björn Arngrímsson. Verð: 1.880 kr. Skáldsaga Kennsla Ný kennsluhefti fyrir gítar eru komin út. Þau hafa að geyma frumsamin lög eftir Elías Davíðsson. Annað heftið inniheldur einleikslög fyrir byrjendur og hitt inniheldur dúetta og tríó ætluð nemendum á 2.–5. námsári. Forlagið hefur gefið út um tuttugu kennslu- verk fyrir píanó, strengjahljóðfæri og tréblásturshljóðfæri eftir Elías og eru þau notuð hérlendis og víðar í Vestur- Evrópu við hljóðfæranám. Heftin fyrir gítara voru samin að áeggjan Símonar Ívarssonar, gít- arleikara, og í náinni samvinnu við hann. Þau fást í Tónastöðinni. Útgefandi er Tónar og steinar. Verð hvers heftis er 1.200 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.